Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 1

Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 1
36 SIÐUR 261. tbl. 76. árg. 327 daga um borð í „Mír“ Moskvu. Reuter. TVEIR sovéskir geimfarar settu í gær nýtt dvalarmet í geimnum er 327. dagur þeirra Qarri Jörðu rann upp. Geimfaramir, sem dveljast í geim- stöðinni „Mír“, munu snúa aftur til jarðar 21. desember næstkomandi og verður þá ár liðið frá því för þeirra hófst. Sovéska fréttastofan TASS sagði methafana við hestaheilsu. Palestínumenn á fimdi í Alsír Jerúsalem, Alsír. Reuter. FUNDUR Þjóðarráðs Palestínu hófst í Alsír í gær en fastlega er búist við að honum lykti á þriðjudag með því að lýst verði yfir stofhun ríkis Pal- estínumanna á herná- mssvæðum ísraels. Yasser Arafat, leið- togi PLO, ávarpaði fulltrúana en Þjóðarráðið er í raun útlægt þing palestínsku þjóðarinnar. ísraelar hafa komið á útgöngubanni á Gaza-svæð- inu en þar búa um 600.000 arabar. Sjá „Baksvið“ á bls. 4. Fella Norðmenn gengi krónunnar? Ósló. Reuter. GUNNAR Berge, fjármálaráðherra Noregs, hefur vísað á bug orðrómi um yfir- vofandi gengisfell- ingu krónunnar. Norska sjónvarpið sagði i gær að seðlabankinn hefði keypt fimm milljarða n.k.r. (35 millj- arða ísl.kr.) á föstudag til að koma í veg fyrir frekara fall krónunnar. Mikill gjaldeyris- skortur í Nígeríu Lagos. Reuter. MIKILL gjaldeyrisskortur er nú í Nígeríu og hefúr seðlabankinn orðið að draga verulega úr dollarafram- boði. Gjaldeyrisvarasjóður Nígeríu er að verða uppurinn vegna þess, að olíu- verðið er lægra en gert hafði verið ráð fyrir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði heitið Nigeríustjórn 500 milljón dollara láni en hefúr þó ekki viljað láta það laust enn sem komið er. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Waldheim fékk námsstyrk skömmu eftir innreið nasista ZUrích. Frá önnu Bjarnadóttur, íréttaritara Morgunblaðsins. NÝFUNDIN skjöl, sem svissneska vikublaðið Die Weltwoche greinir frá í þessari viku, benda til að Kurt Waldheim, forseti Austurríkis, hafi sagt ósatt i æviágripi sínu sem hann samdi fyrir austurríska utanrikisráðuneytið í janúar 1946, þegar hann hóf þar störf. Þar segist hann hafa misst námsstyrk Iðnaðar- og verslunar- ráðs Austurríkis eftir innreið nasista í mars 1938 vegna hollustu sinnar við Aust- urríki. Skjöl verslunarráðsins benda hins vegar til að honum og þremur öðrum hafi ekki verið veittur styrkurinn fyrr en 25. maí 1938. Samkvæmt grein Weltwoche var styrkur- inn veittur á pólitískum forsendum. Tveir nemendur urðu af honum vegna skoðana sinna. Þrír styrkþeganna voru yfirlýstir nas- istar. Waldheim var það ekki. En skólastjóri Konsúlarakademíunnar, þar sem Waldheim sótti nám, fullvissaði verslunarráðið um að Waldheim hefði verið hlynntur nasistastefn- unni í nokkur ár í bréfi frá 18. maí 1938. Hann hefði ekki getað sýnt skoðanir sínar í verki síðan haustið 1936 af því að hann gegndi herskyldu. Weltwoche veltir fyrir sér hvort Waldheim hafi verið eins andsnúinn nasistastefnunni á þessum árum eins og hann hefur látið í veðri vaka. Blaðið segir að starfsferill Waldheims hafi hafist á rangfærslu um fortíð hans og kallar forsetann lygara. Gamall skólafélagi Waldheims sagði í viðtali við austurrískt viku- blað að forsetinn hefði verið félagi í nasista- hreyfingu stúdenta. Waldheim sagði í samtali við austurrískan blaðamann á fimmtudag, að hann hefði ekki vitað að þessi skjöl varðandi námsstyrk hans væru til. Hann vefengdi þau ekki og sagði að hann hlyti að hafa misst styrkinn ári seinna en hann áður hélt. Forsetaskrifstofan sendi frá sér tilkynningu sama dag þar sem Weltwoche er sagt taka þátt í alþjóðlegri smánarherferð gegn forsetanum. Einhliða vopnahlé San Salvador. Reuter. SKÆRULIÐAR í E1 Salvador hafa boðað einhliða vopnahlé meðan á fúndi Samtaka Ameríkuríkja, OAS, stendur. Fundurinn hefst á morgun og sækja hann utanríkisráðherrar Ameríkuríkja, þ.á m. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.