Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Morgunblaðið/Sigrún Sigfusdóttir
Bifreiðin var mikið skemmd eftir ákeyrsluna á Hótel Ljósbrá í Hvera-
gerði.
Hveragerði:
Ekið á Hótel Ljósbrá
Hveragerði.
Sá atburður gerðist nýlega í Hveragerði, að ekið var á Hótel Ljós-
brá. Húsið stendur á lóðarmörkum og er gangstétt meðfram hús-
hliðinni.
Svo er að sjá að bifreiðin, sem
er fólksbíll af BMW-gerð, hafi lent
upp á stéttinni við norðurhom húss-
ins, síðan runnið eftir allri húshlið-
inni og hafnað loks á ljósastaur sem
stendur á stéttinni stutt frá húsinu.
Nokkrar skemmdir urðu á hús-
inu, en öllu meiri á bifreiðinni, sem
er mikið skemmd. Ekki urðu slys á
fólki.
Þetta er í annað sinn á þessu ári
sem hótelið verður fyrir ákeyrslu.
Húsið var byggt 1930 og var til
þess vandað og virðist ekki af veita.
- Sigrún
*
Iþróttahús fatlaðra:
7,5 millj. króna gefiiar
„Um 7,5 milljónir króna hafa verið gefiiar til byggingar íþróttahúss
íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni en áætlað er að húsið
kosti 55 til 60 miljjónir króna,“ sagði Ólafur Jensson, formaður íþrótta-
sambands fatlaðra, í samtali við Morgunblaðið.
„íþróttafélag Reykjavíkur og ná-
grennis þarf að greiða 20% í húsinu
eða um 12 milljónir króna en félagið
þarf einnig að greiða kostnað við
tæki í húsinu," sagði Ólafur. „Því
má reikna með að félagið þurfi sjálft
að greiða 15 til 20 milljónir króna
vegna hússins þegar fjármagns-
kostnaður er tekinn inn í dæmið.
Borgarráð samþykkti einróma
síðastliðinn þriðjudag 5 milljóna
króna fjárveitingu.til íþróttahússins
á næsta ári en með því skilyrði að
Alþingi geri slíkt hið sama,“ sagði
Ólafur Jensson.
Reykhólar:
Tvær bókabúðir opnaðar
Miðhúsum.
INGIBJÖRG Björgvinsdóttir leiðbeinandi opnaði bókabúð hér á Reyk-
hólum fyrir um það bil einu ári og fékk öll þau leyfi sem til þess
þarf. Taldi hún þá að reglur bóksala útilokuðu að annar aðili gæti
fengið leyfi.
Til þess að hafa tvær bókabúðir
á sama stað þarf íbúafjöldinn að
vera 3.000 en hér eru ekki íbúar
nema 375. Ingibjörgu var lofað að
eftir þessum reglum yrði farið.
í haust veita svo bókaútgefendur
öðrum aðila einnig sölulejrfi. Þessu
vildi Ingibjörg ekki una og lokaði
bókabúð sinni. Hún telur að bókaút-
gefendur hafi brugðist heitum
sínum enda sé enginn grundvöllur
fyrir tvær bókabúðir á þessu svæði.
- Sveinn
Metnaðarfullur
og skapstór
VIGGÓ Sigurðsson, þjálfarí
fyrstu deildar liðs FH í hand-
knattleik, setti allt á annan end-
ann með ummælum sínum um
dómara að loknum fyrsta leik
FH í Islandsmótinu. Hann sagði
að dómarar leiksins væru óhæfir
til að dæma í 1. deild og í kjölfar-
ið ákváðu 13 dómarar af 16 að
dæma ekki fleirí leiki hjá FH.
V iggó hefur alla tíð sett mikinn
svip á umhverfi sitt og oft lent í
deilum við menn. „Það er aldrei
lognmolla í kringum þá sem standa
upp úr. Allir vilja að afreksmenn
hafi kraft og afl til að láta að sér
SVIPMYND
ejtir Steinþór Gudbjartsson
bitni fyrst og fremst á honum sjálf-
um. Sumir segja að hann geri þetta
vísvitandi til að fá dómarana á sitt
band en aðrir segja að hann sé
fyrst og fremst að hugsa um hag
handboltans. Leikmenn og þjálfar-
ar leggi sig alla fram og hann geri
þá réttlátu kröfu að dómarar standi
sig einnig í stykkinu.
,(Viggó þekkir handknattleikinn
út og inn. Hann sér hlutina oft í
öðru ljósi en dómaramir og lætur
kringum hann,“ sagði Gunnar
Kjartansson, milliríkjadómari í
handknattleik með meiru. „Viggó
hefur mikla reynslu sem leikmaður
og þjálfari og hefur staðið sig vel,
bæði heima og erlendis. Hann er
mikill skapmaður og fylginn sér
og það er ekkert nýtt að hann lendi
í útistöðum, en hann er drengur
góður og vill handboltanum vel.“
í sama streng tók Ólafur Jóns-
son, sem lék með Viggó í áratug.
„Hann er einn metnaðarfyllsti
þjálfari landsins, er einlægur í
sínum metnaði, harður fyrir, skap-
bráður og óhræddur við að standa
á sínu. Viggó hefur farið í gegnum
harðasta skóla íþróttarinnar og
gjörþekkir handboltann. Hann er
viggó Sigurösson
kveða og Viggó hefur staðið vel
fyrir sínu enda afburða keppnis-
maður með mikla réttlætiskennd,"
sagði Karl Benediktsson, sem þjálf-
aði Viggó á fyrstu árum hans í
meistaraflokki.
Mikið keppnisskap er nauðsyn-
legt hveijum, sem vill ná árangri
í íþróttum. Kunnugir segja að
Viggó hafí alla tíð verið mjög skap-
bráður og það hafi stundum komið
honum í koll, en lýsi um leið áræðni
hans og hugrekki. Viggó hefur
verið sérlega iðinn við að skamm-
ast út í dómara, sem margir telja
að sé ekki vænlegt til árangurs og
þá heyra það. Viggó er einn af
lærisveinum Bogdans landsliðs-
þjálfara, sem innprentaði að því
andstyggilegri og heiftugri menn
væru við dómara, þeim mun meiri
möguleikar væru á að þeir yrðu
hagstæðari í næsta leik,“ sagði
Björgvin Björgvinsson, sem lék
með Viggó í Víkingi og landsliðinu.
Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði
FH og landsliðsins, sagði að Viggó
væri fyrst og fremst að gagnrýna
dómaramál almennt, en ekki ein-
staklinga.
„Ég hef þekkt Viggó frá bams-
aldri og það hefur alltaf gustað í
Fæðingardagur: 11. febrúar
1954.
Eiginkona: Éva Haraldsdóttir.
Börn: Jón Gunnlaugur 6 ára og
Rakel Margrét 7 ára.
Atvinna: íþróttakennari og
þjálfari í handknattleik.
Félög: Víkingur 1971-1979 og
1982-1986. Fjórum sinnum ís-
landsmeistari (þar af einu sinni
utanhúss) og fimm sinnum bik-
armeistari.
Barcelona 1979-1980. Spánar-
meistari 1980.
Bayer Leverkusen í Vestur-
Þýskalandi 1980-1982.
Landsleikir: 78.
Þjálfiiri: FH síðan 1986. Ungl-
ingalandsliðið 1986 og U-20
landsliðið 1987.
oft ómyrkur í máli, en ljúfur í
umgengni og stendur ávallt með
þeim, sem hann telur vera beitta
órétti."
Vill bara
svo vel til
FJÁRLÖGIN hafa að sjálfsögðu
veríð í brennidepli i liðinni viku,
svona út á við, en á göngum
Alþingis hefiir meira veríð
skrafað um hvaða stefiiu
Borgaraflokkurinn taki ef Albert
hverfúr til Parísar sem
sendiherra, auk þess sem
yfirlýsing Kvennalistans um að
kveðja til varamenn að vild hefúr
oft boríð á góma og sýnist sitt
hveijum.
ví er ekki að neita, að þrátt fyr-
ir staðhæfingar Borgaraflokks-
manna um að fráleitt sé að tengja
tilboð Jóns Baldvins til Alberts um
sendiherrastöðuna í París einhvetj-
um hrossakaupum, er ýmislegt sem
hangir á spýtunni sem bendir til
þess að valdahlutföll gætu raskast
á Alþingi og ríkisstjómin jafnvel
breyst í stjóm fjögurra flokka, í
stað þriggja.
Þingmenn stjómarflokkanna
hafa gefíð það í skyn að ekki sé
útilokað að Borgaraflokkurinn
myndi koma inn í ríkisstjómina, ef
Albert færi til Parísar, og tryggja
þannig öruggan meirihluta stjómár-
innar, en Borgaraflokksmenn segja
með öllu ótímabært að ræða þann
möguleika. Samsetning ríkisstjóm-
arinnar er nú þannig að Jón Sigurðs-
son fer bæði með ráðuneyti við-
skipta og iðnaðar og Steingrímur
Sigfússon sömuleiðis með ráðuneyti
landbúnaðar- og samgöngumála. í
sjálfu sér væri ekkert því til fyrir-
stöðu að hvor um sig léti eftir ann-
að ráðuneytið. Er ríkisstjómin svona
samsett, af því að þið höfðuð alltaf
þennan möguleika í bakhendinni,
spurði ég Steingrím Hermannsson,
nú í vikunni. Forsætisráðherra hló
við og sagði: „Það er ekkert farið
að ræða þetta. Það vill bara svo vel
til!“
hDACBÓKh
STfÓRNMáL
eftir Agnesi Bragadóttur
Þeir hafa hneykslast hver um
annan þveran þingmennirnir okkar
blessaðir á „yfirgangi og frekju"
kvennalistakvenna sem lýstu því
yfir á Lýsuhóli síðasta sunnudag að
hver þingmaður þeirra myndi hverfa
af þingi a.m.k. í tvær vikur og þær
myndu kveðja til varaþingmenn
hvar af lista sem þeim sýndist.
Guðrún Helgadóttir, forseti Samein-
aðs þings, sagðist ekki geta skilið
þessa afstöðu þeirra á annan hátt
en þann að Kvennalistinn vildi gera
Alþingi að stjómmálaskóla fyrir
frambjóðendur sína. Slíkt kæmi að
sjálfsögðu ekki til greina í augum
þingforsetans. Þessari staðhæfingu
Guðrúnar vísaði Kristín Halldórs-
dóttir alfarið á bug, er þær stöllur
leiddu saman hesta sína í sjónvarps-
þætti.
í húsakynnum Alþingis heyrast
aðrar og mildari raddir í garð gras-
rótartilburða Kvennalistans. Svo
sem eins og: Hvað er svona brotlegt
við þessa afstöðu? Það hefur tíðkast
áratugum saman að þingmenn hafi
vikið sæti um stundarsakir, einung-
is til þess að „leyfa" varaþingmann-
inum að „prófa“ þingsetu. Þetta
hefur tíðkast svo lengi sem menn
muna, þótt opinberar skýringar á
athæfinu hafí verið margvíslegar.
Brot „kvennó" getur því ekki falist
í athæfinu sjálfu, heldur hinu að
lýsa því yfir fyrirfram að þetta skuli
gert. Brotið hlýtur því að vera í því
fólgið að fela ekki þennan ásetning
nógu vel. Niðurstaðan: Kvennalista-
konur skortir kannski ekki hæ-
versku, en augljóslega er skorturinn
á sýndarmennsku alvarlegur.
Nú er bara að bíða og sjá hvað
gerist þegar forseti Sameinaðs
þings og varaþingmenn Kvennalist-
ans, varavaraþingmenn eða jafnvel
varavaravaravara—o.s.frv.-þing-
menn mætast. Kannski mætast þar
stálin stinn og mun slík tilbreyting
í skammdeginu áreiðanlega fita
margan púkann á fjósbitanum. Ekki
tjóir þó að hefja tilhlökkun þegar í
stað, þar sem Guðrún Helgadóttir,
forseti Sameinaðs þings, og varafor-
setar hennar verða erlendis þessa
viku og liggur þinghald því niðri —
engir varamenn kvaddir til af þeim
sökum, bara gefið viku frí.