Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 12

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 Vantar er alinn upp í Reykjavík og mótað- ur af Dagsbrúnarmönnum og ef þeir vilja hafa mig sem formann þá er ég skuldbundinn þeim öðrum fremur," segir Guðmundur. Ég spyr hvort það hafí ekki ver- ið erfitt að sameina öll þessi trúnað- arstörf og koma í veg fyrir hags- munaárekstra. Hann segir að oft hafí verið „ákaflega vandsiglt" og tvítekur það annars hugar. Eg rifja upp ríkisstjómarskiptin og þær við- ræður, sem áttu sér stað við for- ystumenn úr verkalýðshreyfing- unni. Þá var haft eftir Guðmundi að það skipti launafólk meira máli að haldið væri aftur af verðhækkun- um en það fengi 2,5% launahækkun 1. september og að verkalýðshreyf- ingin hefði ekkert með samnings- rétt að gera í janúarmánuði þegar engin aðstaða væri til aðgerða. „Það var ranglega haft eftir mér að ég hefði sagt að verkalýðshreyf- ingin hefði ekkert með samnings- réttinn að gera. Það hef ég aldrei sagt. Þegar ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar spurði hvort við vildum halda áfram að ræða við hana, þó þessi 2,5% sem áttu að koma sam- kvæmt samningum 1. september kæmu ekki, gáfu Ásmundur og Kristján Thorlaeius yfírlýsingu, sem mér fannst ákaflega óheppileg. Við stóðum frammi fyrir stórfelldum hækkunum á verðlagi, þ. á m. á landbúnaðarafurðum, sem hefðu hitt harðast og fyrst fyrir lægst- launaða fólkið, og þeir buðu verð- stöðvun. Pyrir lá yfirlýsing um að keyra niður vexti. Ástandið í landinu er búið að vera þannig á þessu ári að vextir em víða orðnir jafn háir og vinnulaun. Því bijálæði verður að linna. Það boðar bara tímabil gjaldþrota og atvinnuleysis, ef vextir verða ekki keyrðir vem- lega niður. Og 2,5% í kauphækkun hefði ekkert haft að segja upp í þau ósköp öll sem dunið hefðu yfír í verðhækkunum 1. september. Það var löngu búið að setja lög sem bundu samninga fram í apríl og þau vom í gildi og hafði lítið heyrst í Alþýðusambandinu annað en kæmr til alþjóðastofnana. Á þessum tíma var ég ásakaður um stuðning við ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar. Að ég væri að bjarga henni með þess- ari afstöðu og ég fékk orð í eyra frá ýmsum, í Alþýðubandalaginu ekki síst og fulltrúum þess. Nú þegar komin er ný ríkisstjóm býst ég alveg eins við að fá orð í eyra fyrir að styðja hana, en afstaða mín hefur alla tíð verið hrein og bein hver sem ríkisstjómin hefur verið. Ég lít alltaf á þetta sem ein- falt reikningsdæmi," segir Guð- mundur. Engin staða til átaka í janúar Hann segist hafa verið kallaður til við ríkisstjómarviðræðumar, sem einstaklinjgur en ekki sem formaður VMSI. Þar hafí verið fyr- ir í Borgartúninu nokkrir forystu- menn í verkalýðshreyfíngunni, sem hafí verið þar sem flokksmenn í einstökum flokkum. Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn hefðu viljað verðstöðvun og kaup óbreytt til 1. eftir Hjélmor Jónsson Einu sinni var gamall Dagsbrúnarmaður og einn af stofnendum félagsins spurður að því hvað væri mesta framför sem hann hefði vitað á sinni ævi. „Þegar gúmmístígvélin komu,“ sagði hann. Mér fannst þetta svo vitlaust fyrst þegar ég heyrði þetta, en lengi síðan starði ég á þennan mann í hrifningu. Þetta var svo vel sagt. Segir allt sem segja þarf. Maðurinn var svo eilíflega þakklátur gúmmístígvélunum, því þá hætti hann að vera blautur í fæturna frá morgni til kvölds. Þeir voru svo frumlegir þessir gömlu menn og komu stundum svo þvert á mann að maður varð bjáni við hliðina á þeim. Það er eins og fi-umþarfirnar og þessir hlutir sem við tökum sem sjálfsagða hafí gleymst. Spurning hvort verkalýðshreyfingin þurfi ekki að fá sér gúmmístígvél. — Þessa sögu sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, mér áður en hann sagði: „Og nú skulum við tala um helvítis Alþýðubandalagið.“ Spjallað víð Guðnnind J. Guðmundsson, tormann Dagsbrúnar, sem ætlar að segja af sér ðllum öðium trúnaðarstörfum í verkalýðshreyfing- unni meðal annars sæti í miðstjórn BSl á þingi sambandsins eftir viku g er staddur á skrif- stofu hans á 2. hæð í Lindarbæ. Sjávarútvegsráðuneytið var þar áð- ur til húsa, en Dagsbrún flutti sig upp um hæð í sumar í kjölfar þess að ráðuneytið hvarf á braut. Skrif- stofan er lítil, svo lítil að það hvarfl- ar ekki að mér að nokkur ráðherra hafí sætt sig við hana sem skrif- stofu. Það er á miðjum haustdegi, sem er eins og sumar sé, og tvisvar hef ég keifað úr Aðalstrætinu yfír Amarhólinn og upp í Lindarbæ á fund Guðmundar. Leiðin liggur framhjá Amarhvoli, Hæstarétti og íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, þar sem ungir menn lærðu og æfðu glímu í eina tíð, en hefur nú fengið nýtt og virðulegra hlutverk, útibú frá Þjóðleikhúsi, sem hefur verið sett í nefnd til að koma í veg fyrir hrun. Ég man að ég hugsaði að Guðmundur hefði í gegnum tíðina marga rimmuna háð og að félagi hans í verkalýðshreyfíngunni sagði einhvem tíma að hann þyrfti pláss á sviðinu og væri ömun að senuþjóf- um. Við Guðmundur erum búnir að ræða um ástæður þess að hann hyggst segja af sér trúnaðarstörf- um í verkalýðshreyfíngunni öðrum en formannsembættinu í Dagsbrún. Hann segist ákveðinn í að taka ekki éndurkjöri í miðstjóm ASI á þingi sambandsins síðar í þessum mánuði, hann ætli að fara að breyta dálítið um starfsstíl. Hann sé búinn að vera í miðstjóminni í átta ár og að minnsta kosti fyrstu sex árin hafí hann lagt í það óhemju starf, þó hann hafí dregið úr því síðustu tvö árin. Formaður Verkamanna- sambandsins sé hann búinn að vera síðan 1976. Það sé gífurleg vinna og hann hefði þurft að sinna því starfí betur með því að ferðast meira um landið og ná fólkinu bet- ur saman. Þingið sé næsta haust og þá ætli hann að hætta. Vafasamt að Þröstur komi aftur „Ég ætlaði að hætta síðast, en Alþýðubandalagið var þá eitthvað að brigsla mér um að ég hefði enga möguleika á kjöri vegna þess að ég væri ekki lengur í náðinni þar í sveit, svoleiðis að ég gaf kost á mér eitt kjörtímabil í viðbót. Síðan er ég formaður hér í næststærsta og að ýmsu leyti umsvifamesta verkalýðsfélagi landsins. Ég er orð- inn 61 árs og hef enga sérstaka intressu til að safna að mér stjóm- um eða trúnaðarstörfum. Ég held það sé gott að hleypa yngra fólki að. Störfum er ekki nógu dreift í verkalýðshreyfingunni og það ein- kennir nú þjóðfélagið almennt að áhrifa- og lykilstöður eru á ákaflega fárra höndum. Ég tel mig að vísu sjálfan ansi þýðingarmikinn, en ekki svo, að það sé ekki til fólk sem geti tekið við,“ segir Guðmundur. Hann segir að Dagsbrún sé hans æskufélag og kærasta viðfangsefni að ýmsu leyti. Hann hafí gengið í það 16 ára gamall og ef Dags- brúnarmenn samþykki, vilji hann vera formaður áfram í einhvem tíma og einhenda sér í að efla það. Hann ætli ekki að vera þar til ævi- Ioka, en það séu ákveðin verkefni, sem hann hafí áhuga á að sjá fyrir endann á áður en hann láti af störf- um. „Síðan er mjög vafasamt að ég fái hæfasta starfsmann Dags- brúnar, Þröst Ólafsson, aftur og formennska í Dagsbrún er nú ekk- ert aukastarf ef vel á að vera." — Óttastu ekkert að þau sjónar- mið sem þú hefur staðið fyrir eigi sér ekki málsvara þegar þú lætur af trúnaðarstörfum? Áhrif Dagsbrúnar gífúrlega sterk „Það er nú einkenni á forráða- mönnum til lengri tíma að þeir tor- tryggja eftirmenn sína. En ég held að það sé hægt að hafa svo gífur- lega sterk áhrif í gegnum Dagsbrún og það er svo mikið í húfí að efla hana, að ég tek það fram yfír. Ég

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.