Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
13
mars, en Alþýðubandalagið til 1.
janúar. Hafí þó gefíð í skyn f öðru
orðinu að þeir væru tilbúnir í þetta
; til 20. janúar. „Þetta var nú hrein
l sýndarmennska allt saman. Ég lýsti
því yfir að Verkamannasambandið,
og ég talaði fyrir mig persónulega,
hefði ekki nokkra verkfallsstöðu í
; janúar eða febrúar. Hins vegar
gætu flugmenn, flugumferðarstjór-
ar, háskólamenn og aðrir slíkir haft
! verkfallsstöðu á þessum tíma. Jan-
úar er alls staðar dauðasti og telqu-
; lægsti mánuður verkafólks.“
Hann þagnar stutta stund og
einmitt þá verðum við fyrir truflun.
Dymar opnast og Guðmundur er
spurður hvort hann geti talað við
Olaf nokkum Ragnar nýskipaðan
fjármálaráðherra. Ég bregð mér
fram á ganginn á meðan og eftir
: skamma stund kallar Guðmundur á
mig aftur og heldur áfram þar sem
frá var horfíð eins og ekkert hafi
skorist. „Þetta var engin staða.
; Ég taldi aðalatriðið að þeir stæðu
á verðstöðvuninni, sem þeir hafa
; því miður ekki gert með 3% gengis-
i j lækkun. En að telja fólki trú um
; að 2,5% kauphækkun myndi dekka
þær hækkanir sem hefðu flætt yfír
er haugalygi. Auk þess em ótelj-
andi dæmi þess að verkalýðsfélögin
; hafi samþykkt að falla frá kaup-
hækkunum gegn því að landbúnað-
S arvömr hækkuðu ekki. Hvert dæm-
ið af öðm og aldrei hefur verið tal-
að um sölu mannréttinda í því sam-
; bandi. En ef þetta er sala mannrétt-
inda flugstjóra og flugumferðar-
: stjóra, þá tek ég það á mig. Og
: síðan geta fomstumenn háskóla-
manna barist fyrir æviráðningu
fískverkunarfólks, sem stendur
frammi fyrir atvinnuleysi."
Að þora að standa á
sannfæringu sinni
Hann tekur hraustlega í nefíð
segjandi: „Helvitis undanhald og
aumingjaskapur. Þora - ekki að
standa á einum einasta punkti.“
Málum sé ekkert þannig fyrirkomið
að verðlagshækkanir umfram græn
strik kjarasamninga 1. nóvember
leiði sjálfkrafa til samsvarandi
hækkunar launaliða. Þvert á móti
sé kveðið á um viðræður aðila og
beri þær ekki árangur verði hægt
að segja kaupgjaldsliðum samning-
anna lausum 1. desember. „Hver
ætlar að fara út í verkfall 1. desem-
ber? Hverslags mgl og kjaftæði er
þetta eiginlega? Hvar lifa menn?
Það var hægt að fara út í verkfall
1. desember hér í gamla daga, en
ekki nú. Þetta er bara spuming um
að þora að standa á sannfæringu
sinni eða aka seglum eftir vindi
þeirrar ríkisstjómar sem situr að
völdum hverju sinni. Ég hef haft
sömu afstöðu til beggja þessara
ríkisstjóma. Ég hef haft hagsmuni
verkafólks að leiðarljósi. Hitt er
dálítið einkennilegt að á sama tíma
og ég er sakaður um sölu mannrétt-
inda fæ ég upphringingar frá Ólafs-
fírði, frá Vopnafirði, frá Þingeyri,
frá Grindavík, frá Bolungarvík og
frá öðm þessu fólki sem á að fara
að reka út á gaddinn. Ég er alls
ekki sammála því að atvinnurek-
endur greiði meira í vexti en í launa-
umslag fískverkunarfólks. Það sér
hver maður að þetta er geggjun.
Ég verð bara að standa og falla
með þessari afstöðu," segir hann
og fær sér aftur í nefíð og bætir
við. „Ég fékk ekkert taugaáfall við
þessar yfírlýsingar, en mér þótti
vænt um upphringingamar utan af
landsbyggðinni."
Ekki hægt að hækka
þálægstu
— Nú er sífellt verið að tala um
láglaunafólkið og að það þurfí að
beijast fyrir því. Finnst þér ekki
öll þessi umræða bera keim af
tvískinnungi, til dæmis innan Al-
þýðusambandsins?
„Það sem er kannski dýpsta
mein launafólks á íslandi er hversu
erfitt er að halda á málum láglauna-
fólks. Ef það er hækkað þá þola
þeir hærra launuðu það ekki og
heimta sömu hækkanir sér til
handa. Meðan að jafnréttishugar-
farið er ekki meira en þetta þá er
ekki von um stóran árangur. Þetta
er þegar farið að setja dálítið sterk-
an svip á þjóðfélagið og það ömur-
lega er að þetta mein skuli fyrst
og fremst vera innan hreyfingarinn-
ar.“ Hann þagnar og þögnin verður
löng, svo löng að ég ætla að fara
að spyija hann frekar þegar hann
heldur áfram. „Mér virðist verka-
lýðsfélög ófaglærðs fólks vera að
veikjast og menn ættu að athuga
sinn gang í þeim efnum. En félög
sérfræðinga og sérmenntaðs fólks
eru að verða helmingi harðvítugri
og frekari og sérhyggjan veður þar
uppi. Verkalýðsbaráttan er að verða
hvað hörðust hjá hvers konar sér-
hyggju- og sérhagsmunahópum.
Það er nú það ömurlega."
— En er þama raunveruleg
verkalýðsbarátta á ferðinni?
„Nei, ekki að mínu viti. Þetta er
ekki sú _ verkalýðsbarátta sem ég
þekkti. Ég vil ekki lýsa yfír andúð
á sérmenntuðu fólki almennt, en
það verður margt hvert miklu
kröfuharðara og tillitslausara, en
þeir sem minna mega sín. Sé sá
lægsti eitthvað hækkaður, heimtar
það í prósentuvís það sama yfír til
sín plús eitthvað meira. En það er
með jafnréttið og mannréttindin á
vörunum, sko,“ og hann snýtir sér
hraustlega. „Þetta er eiginlega sá
hlutur sem almennt verkafólk ætti
að fara skoða í dag. Hvort samtök
þess séu ekki að verða veikari, en
samtök annarra sterkari og hvort
þetta boði ekki vaxandi stéttaskipt-
ingu og launamisrétti á íslandi, sem
hefur verið einkenni undanfarinna
ára. Það er ekki hægt að hækka
lægstu laun nema í andróðri þeirra
hærra launuðu og það ískyggilega
er að þessara sjónarmiða skuli
gæta innan sjálfs Alþýðusambands-
ins. Það og verkalýðsfélögin verða
að athuga sinn gang og setja sér
ákveðin markmið um lágmarks-
kaupmátt og almenn atriði er snerti
lífskjör fólks. Launamisréttið er
vaxandi. Það er verið að tala um
að laun hafí hækkað, en þau hækk-
uðu mest hjá forstjórum og sérfræð-
ingum. Þar varð launasprenging.
Menn hneyksluðust og það réttilega
þegar það kom upp úr kafínu að
forstjóri SÍS í Bandaríkjunum var
með eina og hálfa milljón á mán-
uði. Hér er stór hluti forráðamanna
fyrirtækja, forstjóra og sérfræðinga
á launum frá 300—500 þúsund
krónur á mánuði."
Hann segir að veikleikinn liggi
að verulegu leyti þar í að hreyfíng-
in sé orðin sjálfri sér sundurþykk.
„Hreyfíngin er {hættu,“ segir hann
þegar ég spyr hvert steftii. „Menn
verða að gera sér það ljóst. Hún
getur klofnað upp í frumeindir hve-
nær sem er. Það þarf ákaflega
mikla stjómlist til að halda Al-
þýðusambandinu saman.“
— Ertu bjartsýnn á að það ta-
kist?
„Þetta er dýpra heldur en að það
sé hægt að ásaka einn mann eða
tvo um það. Það þarf ákaflega djúp-
an hugarfarsuppskurð á hreyfíng-
unni. Vinnuveitendasambandið, þó
slæmt sé, hefur því miður of mikið
rétt fyrir sér þegar það segir. Ef
við hækkum eitthvað við þá lægst-
launuðu þá verður að yfírfæra það
yfir á alla í prósentum."
Vaxandi stéttaskipting
Hann ræðir þróunina og bendir
á að það færist í vöxt að eldra fólk
kaupi sér þjónustuíbúðir í stað þess
að fara inn á elliheimili, en það sé
ekki verkafólk sem hafi efni á slíku.
Það sé einungis á færi forstjóra og
annarra slfkra að standa í svo rán-
dýrum framkvæmdum í flestum til-
vikum. „Er þetta ekki spegilmynd-
in. Hvað yngra fólkið í verkalýðs-
hreyfíngunni snertir þá er reglan
sú að báðir foreldrar vinni og vinnu-
dagurinn er oft langur og erfiður.
Þá er ekki hægt að sinna sem
skyldi skólanámi bamanna. Eru
framhaldsskólamir ekki að greinast
miklu meira en var? Eru ekki færri
böm úr láglaunastéttum að fara
upp i háskólana? Dragast þessi böm
ekki aftur úr? Mér virðist þetta
vera ákaflega áberandi og við séum
að fjarlægjast hugsjónir jafnréttis-
ins. Greind er svo afstætt hugtak.
Það eru allir með sína hæfileika og
það er spuming hvort böm verka-
fólks dragist ekki aftur úr vegna
þeirra aðstæðna sem þeim eru bún-
ar. Það leiðir til þess með tímanum
að hér verður stéttaskipting eins
og í Bretlandi. Faðirinn kolanámu-
maður í sex ættliði. Það má fínna
að því að ítök verkalýðshreyfíngar-
innar eru ekki nógu sterk í þjóð-
félaginu á þetta lífsmunstur, þar
sem neyslukapphlaupið vegur
þyngst. Verðmætamatið er orðið
svo skekkt. Ég treysti mér ekki til
þess að predika yfir ungu fólki um
hvemig það eigi að eyða peningun-
um sínum, en mig hryllir við öllum
þeim skuldbindingum sem ungt fólk
tekur á sig vegna fánýtra hluta.“
Hrun ef kemur til
atvinnuleysis
Hann segir að það sem einkenni
íslenskt þjóðfélag sé að hér sé ekk-
ert atvinnuleysi. I þeim eftium
greinum við okkur frá öðrum vest-
rænum samfélögum, þar sem fólk
er kannski komið um þrítugt án
þess að hafa nokkum tíma fengið
atvinnu. „Það eru engin smá verð-
mæti sem fara í súginn; það er vinn-
an sem skapar verðmætin. Undir-
strikaðu það. Og það er undirstað-
an. Bæði hjónin vinna og böm og
unglingar vinna með skólum. Þetta
er afstætt þjóðfélag. Það er óskap-
lega háspennt og ég óttast mjög
afleiðingar þess ef fer að draga
mjög verulega úr vinnu. Ég tala
nú ekki um ef það kemur til at-
vinnuleysis. Þá verður hmn. Það
gerist meira en gerist erlendis. Hér
teflir fólk á tæpasta vað. Skuldir
af húsnæði, bílum og hvers konar
hlutum sem nútíminn krefst. Sumt
af því er að vísu tilbúnar þarfir, en
húsnæðismálin skipta sköpum. Þær
em drápsklyfjar á ungu fólki. Eldra
fólk, sem á orðið skuldlaust hús-
næði, kemst betur af. Þess vegna
er svo mikið í húfí. Ég er gífurlega
hræddur við þessi gjaldþrot. Ekki
þó einhver einn og einn fari á haus-
inn heldur að gjaldþrotin verði
keðjuverkandi og fleiri og fleiri fyr-
irtæki velti. Hvar endar það þá?
Hafa menn nokkuð hugsað út í
sérstöðu íslands hvað þetta snertir?
Þama verður verkalýðshreyfingin
að marka sér ákaflega grimma og
markvissa stefhu. Svo em það
gengislækkaniraar og óðaverðbólg-
an í kjölfarið, sem leiða beint til
glötunar. Það hafa að vísu svo
mörg illvirki verið framin í nafni
baráttu gegn „verðbólgu" að fólk
er tortryggið, en verkalýðshreyfíng-
in verður að hafa það í huga að
hún eykúr á misréttið."
Enginn ótvíræöur
pólitískur málsvari
Guðmundur segir að verkafólk
eigi sér engan ótvíræðan pólitískan
málsvara í dag. Það sé sundrað á
pólitíska sviðinu. „Alþýðubandalag-
ið var að ýmsu leyti býsna sterkur
verkalýðsflokkur, að visu alltaf
umdeildur. Fýlgi þess meðal kenn-
ara og annarra háskólamanna hefur
ekki minnkað, en það hefur orðið
gjörbreyting á fylgi Alþýðubanda-
lagsins hjá almennu verkafólki."
Hann þagnar og þögnin verður
svo löng að ég sé mig tilneyddan
til þess að spyija um skýringar á
þvf að svo skuli komið. „Ég vil nú
helst ekki svara því. Ég veit eigin-
lega ekki hvemig maður á að rekja
þróun þessa flokks. Hún er svo
ömurleg og að sumu leyti and-
sfygg*leg.“ segir hann og hálfhlær
við. „Ég held að flokkur sem hefur
upplifað þetta þurfí verulega að
skoða rætur sínar. Hann er orðinn
mjög sundurlaus og er Qarri því að
vera afgerandi verkalýðsflokkur í
þjóðfélaginu. Hann hefur glatað
því. Síðan er ástandið í flokknum,
valdabaráttan, illvígar persónudeil-
ur um mannvirðingar og málgagn
flokksins, sem var að ýmsu leyti
mjög menningar- og verkalýðssinnr
að blað. Að lesa blaðið nú er stund-
um eins og skrúfað sé frá skólp-
röri. Persónuárásir og persónuníð,
sem byggjast á uppslætti og hasar-
fréttum. Blaðið hefur ekki fylgst
með tímanum. Það er einlitt mál-
gagn ákveðins valdahóps f Alþýðu-
bandalaginu og því verða stað-
reyndir oft að víkja til að koma
höggi á pólitískan samheija. Það
er ákaflega slæm heimild um alla
samtíðarsögu og þar eiga menn
ekki inni með hlutlægar frásagnir
af vandamálum verkalýðshreyfíng-
arinnar eða þjóðfélagsins. Það er
einhver afbrigðilegur hópur
menntamanna sem stendur fyrir
þessu og á ekkert skylt við þá gömlu
verkalýðshyggju og jafnréttishug-
sjón, sem flokkurinn stóð fyrir í
eina tíð,“ segir Guðmundur.