Morgunblaðið - 13.11.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 13.11.1988, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 70 kr. eintakið. Umdeild ræða á vitlausum stað Þess hefur verið minnst und- anfama daga, að aðfaranótt 10. nóvember 1938 snerust nas- istar í Þýskalandi gegn gyðingum með þeim hætti að engum gat dulist ofstækið og hatrið. Kveikt var f flestum hinna fjögur hundruð bænahúsa gyðinga í Þýskalandi eða þau vanvirt á annan hátt. Grafreitir gyðinga voru lagðir í rúst, verslanir og íbúðarhús gyð- inga urðu fyrir skemmdarverkum. Tæplega hundrað gyðingar voru myrtir, fjölda kvenna var nauðgað og margir urðu fyrir pyndingum. Þrjátíu þúsund gyðingar voru handteknir og fluttir í vinnubúðir. Atburðir þessir hafa síðan verið kenndir við nóttina örlagaríku og kallaðir Kristalsnóttin vegna þess ) að gler úr verslunum gyðinga í Berlín lá á víð og dreif um götur borgarinnar að morgni 10. nóvem- | ber. • Vegna þessa atburðar stóð Philipp Jenninger upp sem forseti þýska sambandsþingsins í Bonn á föstudag og flutti langa ræðu. Hún kostaði hann embættið. Inn- an og utan Þýskalands hneykslast menn á máli hans á þessari minn- ingar- og sorgarstundu. í stað þess að halda sig að hefðbundnum hætti við þá skömm, smán og sök sem nasisminn leiddi yfir Þjóð- veija, fór þingforsetinn inn á aðr- ar brautir. Hann spurði meðal annars: „Var Hitler ekki valinn af forsjóninni, leiðtogi, sem þjóð- inni áskotnaðist einungis á 1000 ára fresti?" Og um gyðinga: „Hvað gyðinga varðar: Höfðu þeir ekki undanfarin ár búið sig undir hlutverk sem hæfði þeim ekki? Urðu þeir ekki loks að sætta sig við hömlur? Áttu þeir ekki skilið að fá ráðningu? Og framar öllu: Burtséð frá fáránlegum stóryrð- um, var þungamiðja áróðursins ekki í samræmi við grunsemdir og sannfæringu manns?“ í Vestur-Þýskalandi hafa um nokkurt skeið verið harðar deilur meðal sagnfræðinga um það, hvemig líta beri á helförina gegn gyðingum. Segja má að deilumar hafí hafíst íjúni 1986, þegarsagn- fræðingurinn EmstNolte velti því fyrir sér í blaðagrein, hvort líta bæri á útrýmingu nasista á gyð- ingum sem einstæðan sögulegan atburð eða eins og hverja aðra tilraun til þjóðarmorðs. Hefur Nolte verið svarað af mörgum og meðal annars vildi háskóli í Ox- ford ekki að hann flytti þar fyrir- lestur vegna skoðana sinna. Rich- ard von Weizsácker, forseti Vest- ur-Þýskalands, sem þykir mikill hugsuður og frábær ræðumaður, hefur blandað sér í þessar deilur og sagt: „Hveiju breytir það fyrir okkur [Þjóðveija], hvort unnt er að bera það sem gerðist í Ausch- witz saman við ósvífnar ofsóknir og útrýmingarherferðir annarra? Auschwitz er einstætt. Það er óumdeilanlegt. Og það gleymist ekki.“ Hafí það verið ætlun Philipps Jenningers að gerast þátttakandi í þessum umræðum með það fyrir augum að brúa hin ólíku sjónar- mið, mistókst það herfílega. Þing- forsetinn valdi ekki aðeins rangan stað og stund heldur voru líkingar hans og orðaval með þeim hætti, að flestum hlýtur að blöskra. Þá er litið þannig á, að Jenninger hafí brotið óskráðar reglur um að draga skýr skil á milli Vestur- Þýskalands samtímans og Þýska- lands nasista. Þjóðveijar hafa allt frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar glímt við þann mikla vanda, hvemig gera eigi upp við fortíðina. Hvort líta beri á stríðið og morðin á tæplega sex milljónum gyðinga sem þjóðarsök eða ekki. Fyrir þá sem utan standa er erfítt að setja sig í spor þjóðar sem þarf að gera upp við slíka fortíð um leið og hún vill öðlast og njóta viðurkenningar meðal bandamanna, er sækja afl sitt til lýðræðislegra stjómarhátta og virðingar fyrir mannréttindum. Sögulegan sannleika á ekki að fela en söguna á ekki heldur að misnota til að afsaka það sem er óafsakanlegt. Þjóðveijar sjálfir verða að gera upp við fortíð sína og fínna til þess þá stund og þann stað, sem best hentar hveiju sinni. í Vestur-Þýskalandi byggjast lýð- ræðislegir stjómarhættir á því, að menn eru kallaðir til ábyrgðar fyrir orð sín. Afsögn forseta sam- bandsþingsins er til marks um það. Draumar 2ÉG hef ein- hvers staðar • lesið að draum- ar séu ekki fyrirboði neins, heldur uppgjör manns sjálfs við tilfínn- ingar og samvizku. Mig hefur stundum dreymt merkilega drauma. Þeir hafa aldrei verið uppgjör, hvorki við tiífinningu, samvizku né neitt annað. Þeir hafa einungis verið fyrirboði þess sem ég hef sfðar upplifað. 3MIG HEFUR ALDREI dreymt guð, það er ein- • kennilegt. Samt leitar hann sffellt á hug minn, en þó hefur hann ekki enn tekið á sig mynd f hugsuninni. Ég veit samt hann er allt sem ég hugsa, allt sem ég sé. Samt hef ég aldrei séð hann, hvorki í vöku né draumi — og það fínnst mér öllu einkennilegra. Ég hef séð klæðaskáp breytast f herbergi. Ég hef séð leikara f hlutverki gamallar standklukku. Og þessi sérkennilega afaklukka hefur vaknað af þungum nætursvefíii vegna reykskynjara sem á að gæta fólksins f draumum mfnum, ef elds verður vart áður en ég vakna. Allt þetta hef ég séð og margt fleira sem hverfur úr hlut- verki sfnu f draumnum og tekur á sig annars gervi. Þetta eru fíjósöm- ustu andartökin sem ég lifí og þau sem helzt klæða vitund mfna þeirri eftirvæntingu sem hæfír lffí okkar. Þessi atvik eru mikilvæg tfðindi úr veruleika sem ég skynja ekki til fulls, ekki frekar en aðrir. Stundum get ég ekki skilið á milli draums og veruleika. Það var t.a.m. áreið- HELGI spjaU anlegt að ég fékk ekki að fara á stuttbuxum inní dómkirkjuna miklu í Sevilla, en eftir að hið sama var uppi á ten- ingnum í spilavítinu i Monte Carlo hef ég far- ið varlegar en áður í ályktanir. Ég veit ég var í síðbuxum í Mónakó og gat því farið inní vítið og reynt við spilakassana en þó var öðrum vísað frá sem voru á stuttbuxum, eða gat það verið! Sú hugsun leitar á mig og æ oftar að svo hafi verið og — hvað getur spilavítið í Mónakó átt sameiginlegt með dómkirkjunni í Sevilla? Jú, bæði eru húsin lista- verk og bæði eru þau umgjörð um leiksvið fjarstæðunnar, en lengra nær samanburðurinn ekki. Og nú er ég andspænis þessum mikla leyndardómi einsog griðkan í Galdra-Lofti sem var ginnt inní holrúmið milli þils og veggjar — og þar skildi hún eftir beinagrind sína. Þessi beinagrind varð svo hugsun Jóhanns Siguijónssonar rétt einsog hugsun mfn er spyijandi hik milli svefns og vöku. Svo mikilvæg, þrátt fyrir allt, svo knýjandi og áleitin. Samt hef ég aldrei séð hugsun mfna um guð myndhverfast f draumi og af því hef ég þó nokkrar áhyggjur einsog nærri má geta. Kannski er það vegna þess ég er með fullri meðvitund í svefni og mig dreymir því ekki annað en það sem ég þekki; semsagt vakandi f draumnum, ég veit það ekki. Hitt veit ég að þennan þátt í lffi mfnu og véruleika skortir ekki vegna þess ég hafí hvorki áhuga á guði né draumnum, þvert á móti. Ástæða þessarar sfðustu athugasemdar eru örfá orð í grein sem ég las fyrir löngu f dagblaði en þar sagði að bandaríkjamenn muni . sjaldnast drauma sfna vegna þess „að í menn- ingu okkar, þ.e. þjóðfélagi okkar, eru þeir ekki taldir hafa neinn til- gang í sjálfu sér“! Ég hef munað þéssi orð vegna þess hve banda- ríkjamenn tala mikið um banda- ríska drauminn. Hefur hann þá engan tilgang í sjálfu sér, eða er einungis hægt að dreyma merkilega drauma í vöku? Þessu hef ég verið að velta fyrir mér vegna þess guð er mér áleitið umhugsunarefni — ég er víst ekki einn um það — og ég er að reyna . að rifja upp fyrir mér giataðar stundir sem ég hef týnt einsog dýr- mætum fjársjóði eða mikilvægu takmarki eða reynslu sem enginn upplifír og tengd er gral f gömlum goðsögnum. 4ÉG GERI MÉR GREIN fyrir að tungan getur ekki • túlkað það sem hjartað seg- ir; að þeim fullnægir ekkert sem getur ekki fundið fullnægju f guði; að við eigum ekki annars kost en varpa von okkar einsog akkeri við strönd þessarar guðlausu myndar sem er allar myndir; geri mér grein fyrir að öll gengur hugsun vor upp í þeirri setningu Ágústfnusar sem eftirminnilegust er og skýrir allt okkar ferðalag f svefni og vöku: Ég fann ekki sjálfan mig; hversu miklu síður gat ég þá fundið guð. M. (meira næsta sunnudag) MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 19 Istefíiuræðu sinni á Alþingi hinn 3. nóvember síðastliðinn komst Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, meðal annars þannig að orði: „Síðan 1985 má segja, að hér á landi hafí verið fylgt hefðbundnum vestrænum leiðum f efnahagsmálum. Ætlað var að skapa jafnvægi með því að takmarka framboð Qármagns og láta markaðinn ráða vöxtum. Um þessa leið voru að vísu skiptar skoðanir, en þeir, sem ráðið hafa stjóm peningamála í landinu, höfðu sitt fram. Því verður hinsvegar varla á móti mælt, að ekki tókst að ná því jafnvægi f efnahagsmál- um, sem að var stefnt." Undir lok ræðu sinnar sagði forsætisráðherra síðan, að ríkisstjómin myndi leggja áherslu á að sníða stjóm efnahagsmála að íslenskum aðstæð- um og hann hafnaði því, sem hann kallaði peningahyggju og frjálshyggju og lagði áherslu á, að stjóm sín væri félagshyggju- stjóm. Ástæða er til að rýna nánar í þessi orð og reyna að bijóta til mergjar hvað í þeim felst. Ef litið er á málflutning framsóknar- manna allt fram á síðustu misseri, hafa þeir haft flest á homum sér, þegar rætt hefur verið um stjómarhætti í Bretlandi undir forystu Margretar Thatcher og í Bandaríkjunum í stjómartíð Ronalds Reagans. Hefur ekki farið fram hjá neinum, að framsóknarmenn telja þau og skoðana- bræður þeirra fulltrúa fíjálshyggju og á stundum raunar einnig mannvonsku. Hvað sem því tali öllu líður hefur Thatcher setið lengur samfellt sem forsætisráðherra Breta en nokkur annar á þessari öld og Reagan hverfur úr Hvíta húsinu við meiri vinsældir en vfð höfum kynnst f marga áratugi. Bandaríkjamenn kusu George Bush, vara- forseta Reagans, forseta á þriðjudaginn, einkum vegna þess að þeir vildu ekki að stefnu Reagans í efnahagsmálum yrði koll- varpað eða horfíð yrði að einhvers konar tilraunastarfsemi f utanríkismálum undir forystu Michaels Dukakis. Það er ekki auðvelt að skilgreina, hvað forsætisráðherra átti nákvæmlega við, þeg- ar hann ræddi um „hefðbundnar vestrænar leiðir", en þó verður að álykta að hann hafí þar litið til Ianda eins og Bretlands og Bandarílg'anna. Af ræðu ráðherrans er einn- ig ljóst, að hann telur þessar leiðir ekki eiga erindi til okkar um þessar mundir. Rfkis- stjómin hefur sem sé einsett sér að víkja fijálsræði og markaðsöflunum til hliðar, hverfa nokkra áratugi aftur f tímann og efla miðstýringu stjómmálamanna á efna- hagsstarfseminni. Svipaðar hugmyndir voru uppi f Frakklandi, þegar Francois Mitter- rand, foringi sósfalista, náði þar kjöri sem forsetí 1981, en síðan unnu sósíalistar og kommúnistar meirihluta á franska þinginu og mynduðu ríkisstjóm. Dýrkeypt reynsla Frakka af miðstýringn Sigurður B. Stefánsson, hag- fræðingur, lýsirþví í síðasta viðskipta- blaði i Morgun- blaðsins, hvað gerðist á þessum fyrstu mánuðum stjómar Mitterrands í Frakklandi. Sigurður segin „Þá skyldi skorin upp herör gegn markaðsöflum til að leyfa félagshyggjusjónarmiðum að njóta sín. Umsvif ríkisins vom stóraukin og skattar voru hækkaðir. Lágmarkslaun voru hækkuð með lögum. Frelsi til við- skipta var bundið takmörkunum. Nokkur stærstu fyrirtæki Frakka vom tekin eign- amámi og þjóðnýtt, þar á meðal nokkrir stærstu bankamir. Þessar breytingar vom í þveröfuga átt við stefnu nærliggj- andi þjóða 1 efnahagsmálum, t.d. Þjóð- veija, Svisslendinga og Breta, sem höfðu aukið mjög frelsi þegna sinna til við- skipta á þeim ámm. Við aðgerðir Mitterrand-stjómarinnar glötuðu franskir athafnamenn traustinu á stjómvöldum sínum. Hjólin f viðskipta- lífínu tóku að snúast hægar. Fjármagns- markaðurinn hætti að virka vegna þess að þeir sem bám ábyrgð á fjármunum bám ekki traust til sljómvalda. Eftir REYKJAVIKURBREF Laugardagur 12. nóvember aðeins einn meðgöngutíma, um níu mán- uði, var svo komið í frönskum þjóðarbú- skap að Mitterrand skipti um skoðun. Hann tók upp gerbreytta og fijálsynda stefnu í efnahagsmálum. Frelsi til við- skipta var aukið, aðhald í ríkisbúskapnum hert og lækkun skatta var sett á oddinn. Hefur Frakklandsforseti reynst þessari stefnu trúr æ síðan." Grein sinni lýkur Sigurður B. Stefáns- son með þessum orðum: „Pólitísk sam- setning ríkisstjómar skiptir ekki máli þegar um hagkvæmni, spamað og fram- leiðni er að tefla. í nútímasamfélagi em gerðar miklar kröfur og þeim er ekki unnt að fullnægja I örsmáu þjóðfélagi nema ítmstu hagkvæmni sé gætt í hvívetna. Reynsla vinstri stjómar Mitter- rands Frakklandsforseta 1981 bendir til þess að fyrr en varir þurfí núverandi stjómvöld á íslandi að skoða hug sinn og endurmeta stefnu sína í peningamál- um og rfkisQármálum." Mitterrand ætlaði sér eftir langa for- ystu borgaralegra afla í frönskum stjóm- málum að standa við ýmislegt af því sem sósíalistar höfðu haldið fram um gildi miðstýringar og ríkisforsjár, þegar hann loks náði undirtökunum í landsstjóminni. Mitterrand vildi sýna fram á að hefð- bundnar vestrænir leiðir ættu ekki við í Frakklandi heldur gæfíst þjóðinni betur að fylgja félagshyggjustefnu, sem væri sniðin eftir frönskum aðstæðum. Mál þróuðust hins vegar á þann veg, sem Sigurður B. Stefánsson lýsir hér að ofan. Stöðnun fylgdi aukinni' mtðstýringu og fyrirtæki fluttu starfsemi sína á brott frá Frakklandi til að losiha undan þunga skrifræðisins. Mitterrand áttaði sig fljótt á villu síns vegar og sneri að nýju inn á hefbundnar vestrænar leiðir. Gallinn á stjóm peningamála (banka- mála) hér á landi er helstur sá, að við höfum ekki komist nægilega langt á hinni vestrænu leið. Ríkisforsjáin er enn of mikil í peningamálunum. Af þeirri braut verður hins vegar ekki snúið af ríkis- stjóminni sem nú situr, sjóðafargan hennar lýtur allt opinberri forsjá, skatta á að hækka og þar fram eftir götunum. Eftir margra ára efnahagslega óstjóm emm við orðin næsta ónæm fyrir öllum sveiflunum á þessu sviði. Þó er ástæða til að staldra sérstaklega við þegar sjálf- ur foreætisráðherrann telur, að hefð- bundnar vestrænar leiðir dugi ekki leng- ur hér við stjóm efnahagsmála. Einkennilegar umræður urðu á Alþingi síðastlið- inn mánudag, á sovéska byltingar- afmælisdaginn, þegar rætt var um tillögu frá fímm þingmönnum Borgaraflokksins um endurskoðun á vamarsamningi íslands og Banda- ríkjanna. Af ræðum talsmanna Borgara- flokksins var það helst að ráða, að þeim þætti helsta ástæðan til að endurekoða varnarsamninginn sú, að hann hefði dug- að okkur vel óbreyttur í 87 ár. Gæti ekki verið að samningur væri þannig úr garði gerður að hann stseðist tímans tönn Samstaða Borgara- flokks, Al- þýðubanda- lagsog Kvenna- lista? Morgunblaflið/Svcrrir með þessum hætti. Raunar fundu tillögu- menn ekkert að sjálfum vamarsamningn- um heldur ræddu aðallega um viðbætur við hann er fjalla um Qárhagsleg tengsl við Bandaríkjamenn. Einn þeirra Borg- araflokksmanná vill einfaldlega koma málum þannig fyrir að Bandaríkjamenn taki að sér að borga allar erlendar skuld- ir okkar, af því að þeir „fá“ að veija okkur. Hinir ræðumenn Borgaraflokksins vom þó ekki á þessu máli. Einn þeirra taldi nauðsynlegt að endurekoða samn- inginn „með tilliti til þess m.a. að það megi fækka í herliðinu hér á íslandi". Það er misskilningur, að í vamaraamn- ingnum segi nokkuð um það, hve margir bandariskir hermenn em hér á landi. Fjölda hermanna er hægt að ákveða hveiju sinni (samkomulagi milli íslenskra og bandarískra stjómvalda, var það síðast gert 1974 og er gert ráð fyrir, að hér séu ekkj fleiri hermenn en 3.000 með fasta búsetu. Þriðji Borgaraflokksmaður gaf til kynna að breyta þyrfti vamar- samningnum til að taka upp nýja starfs- hætti við samninga vegna verktöku fyrir vamarliðið. Einnig þetta er misskilning- ur. Kvennalistakonur fara oftast undan í flæmingi þegar gengið er á þær og spurt um afstöðu þeirra til vamar- og utanríkis- mála. Er engu lfkara en þeim fínnist beinlínis erfítt að svara því skýrt og skor- inort, hvort þær styðji aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu eða vamarsam- starfíð við Bandarfkin. í umræðunum um tillögu Borgaraflokksins sagði Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, að hún teldi eðlilegt að vamareamningur- inn yrði endurekoðaður. Hún sagði meðal annare: „Ég get ekki séð að hér sé í raun um vamareamning fyrir íslendinga séretak- lega að ræða og ég veit ekki um neinn viðbúnað á herstöðinni í Keflavík sem miðar að því að veija fólkið sem býr á íslandi." Hvað er þingmaðurinn að fara með þessum orðum? Áttar Guðrún Agn- aredóttir sig í raun og vem ekki á því, að líta verður á þátttöku íslands í Atlants- hafsbandalaginu og vamarsamstarfíð við Bandaríkin sem eina heild. Að innan vé- banda bandalagsins hefur verið mótuð friðar- og vamarstefna, sem síðan er framfylgt með stöðvum eins og þeirri í Keflavík? Skilur hún ekki að besta vöm- in er fólgin í því að koma upp friðar- og öryggiskerfí eins og við íslendingar höfð- um tekið þátt í að móta? Vill hún að í landinu sjálfu séu fleiri sýnileg tákn þess að unnt sé að veija okkur með valdi á staðnum sjálfum, ef nauðsyn krefst? Ef hún er að ræða um almannavamir, þá em þær alfarið í verkahring íslenskra stjómvalda eins og málum er nú háttað. Um vamir íslands gildir hið sama og vamir Noregs eða annarra nálægra landa, að hingað yrði fluttur liðsauki ef öryggiskerfíð brysti. Mestu skiptir auð- vitað að varðveita friðinn og það höfum við gert sameiginlega með nágranna- og vinaþjóðum með aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu. Hjörleifur Guttormsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins, í umræðunum um til- lögu Borgaraflokksins, var auðvitað þeirrar skoðunar, að endurekoða ætti vamarsamninginn með hið gamla mark- mið kommúnista og sósíalista í huga að gera landið vamarlaust og öllum opið. í lok umræðunnar sagði fyreti flutnings- maður tillögu Boigaraflokksins: „Ég vil þó leyfa mér að vera sammála Hjörleifí Guttormssyni, 2. þingmanni Austurlands, og er ánægður að við skyldum þó fínna þann sama tón að bandaríski herinn sé ekki hér til þess að vemda íslendinga, ég fagna þeim liðsauka." Þessi orð borg- araflokksmannsins verða ekki misskilin. Léttvæg umræða um al varleg mál Þegar umræð- umar á Alþingi um endurekoðun vam- arsamningsins em lesnar, vekur at- hygli, hve mjög talsmenn Borgara- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista forðast að ræða hinar raunvemlegu ástæður fyrir þvl að samningurinn var gerður. Einn talsmanna Borgaraflokksins kallaði Atlantshafsbandalagið meira að segja „stæreta Trojuhest sögunnar til að færa Bandaríkjamönnum lyklana að bak- dymm Evrópu". Aðeins Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi hinar efnislegu foreendur fyrir því að íslendingar urðu stofnaðilar Átlantshafs- bandalagsins. Þær foreendur em enn fyrir hendi eins og Jón Sæmundur Sigur- jónsson, þingmaður Alþýðuflokksins, áréttaði. Margar tillögur sem lagðar hafa verið fyrir Álþingi undanfama daga bera þess merki, að þeir sem að þeim standa líti á þingið sem einskonar málfundafélag, þar sem unnt sé að halda uppi léttvægum umræðum um alvarleg málefni. Um leið og þingforaetar huga að mætingum þing- manna og herða á reglum um að þeir sinni störfum sínum með því að sækja fundi regiulega ættu þeir að beina athygl- inni að gæðum þess, sem fram er Ixirið og um er rætt. Margir þeirra er tóku til máls um vamarmálin á dögunum hafa greinilega ekki orðið sér úti um neinar upplýsingar um efni málsins áður en þeir hófu að þenja sig i þeim ræðustól, sem flestir hafa til skamms tfma að minnsta kosti talið hinn virðulegasta í landinu. Gallinn á stjórn peningamála (bankamála) hér á landi er helstur sá, að við höfum ekki komist nægi- lega langt á hinni vestrænu leið. Ríkisforsjáin er enn of mikil í pen- ingamálunum. Af þeirri braut verð- ur hins vegar ekki snúið af ríkis- stjórninni sem nú situr, sjóðafargan hennar lýtur allt opinberri forsjá, skatta á að hækka og þar fram efitir götunum. Efitir margra ára efna- hagslega óstjórn erum við orðin næsta ónæm fyrir öllum sveifiunum áþessusviði. Þó erástæðatilað staldra sérstak- lega við þegar sjálfur forsætis- ráðherrann telur, að hefðbundnar vestrænar leiðir dugi ekki lengur hér við stjórn efnahagsmála.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.