Morgunblaðið - 13.11.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 13.11.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 vera uppreisnarmenn úr röðum Tamíl-tígranna, sem hafa barizt fyrir sérstöku ríki Tamíla á Sri Lanka í sjö ár. Samkvæmt einni heimild fékk ein hreyfing þeirra (LITE) tvær milljónir Bandaríkjad- ala fyrir að útvega málaliðana. Um 50,000 indverskir hermenn hafa tekið þátt í baráttunni gegn tígrun- um“ síðan þeir voru sendir til Sri Lanka í fyrra að beiðni stjórnarinn- ar þar. Talið er að fyrrverandi forseti Maldiveyja og aðrir kunnir menn þaðan hafi skipulagt byltingartil- raunina. Þeir eru Saguru Nasir, sem sumir töldu að væri dulnefni Amirs Ibrahims Nasirs fv. forseta, Ibrahim Maniku, Mohammed Didi og Abd- ullah Luthufi, 38 ára gamall kunnur og efnaður kaupsýslumaður, sem hefur búið á Sri Lanka síðan 1985. Þeir eru allir pólitískir andstæðing- ar Maumons Abdul Gayoons forseta og talið er að Nasir hafi greitt málaliðunum laun, en félagar hans notað sambönd sín á eyjunum. Nasir var forsætisráðherra og forseti í 21 ár unz hann sagði óvænt af sér 1978 og Gayoon, sem sakaði hann um fjárdrátt, var kjörinn eftir- maður hans. Maldiveyjar, sem eru um 2,000 að smáeyjum meðtöldum, (aðeins 210 eru í byggð og 57 eru ætlaðar auðugum ferðamönnum), voru brezk nýlenda 1887-1965 og soldándæmi til 1968 þegar lýst var yfir stofnun lýðveldis. Flestir íbú- amir, sem eru um 200,000, eru súnnítar og lifa aðallega á fiskveið- um, ferðamannaþjónustu og land- búnaði. Flestir tala ensku, en fomt afbrigði af tungu Sínhala á Sri Lanka er ríkismál. Gayoon, sem var samgönguráð- herra áður en hann varð forseti 1978, er af gamalli yfirstétt, sem hefur stjómað eyjunum frá fomu fari. Hann var endurkjörinn 1983 og aftur í september sl. Enginn bauð sig fram gegn honum í haust og hann hlaut yfir 90% atkvæða. Þótt hann hafi reynt að varðveita gamla islamska menningu hefur hann opnað landið fyrir erlendum ferðamönnum og stuðlað að fram- förum. Hann hefur aukið samskiptin við Sri Lanka og Indland, fengið Jap- Maldíveyjar íbúafjöldi: um 200 þús. Landsvæði: 210 eyjar í byggð. Heitt og rakt loftslag. Ríkistrú: Sunní-múhameðstrú. Atvinnuvegir: Fiskveiðar, landbúnaður og ferðamanna- þjónusta (kókoshnetur). Saga: Bresk nýlenda til 1965; soldánsríki til 1968. Ihlutun Indverju sýnir hernaðarntcvtf þeirra INDVERSKT herskip Godavari, kom á þriðjudaginn til Male, höfuðborgar Maldiveyja á Indlandshafi, með 65 málaliða frá Sri Lanka, sem höfðu gert misheppnaða byltingartilraun nokkrum dögum áður og neyðzt til að gefast upp. Auk þeirra kom herskipið með tvo maldiv- ska vitorðsmenn þeirra og átta af um 30 gíslum, sem þeir höfðu haffc á brott með sér í 5,000 lesta flutninga- skipi, Progress Light. Byltingartilraunin fór út um þúfur tæpum sólarhring eftir að hún hófst, þegar 1600 indverskir fall- hlífahermenn komu á vettvang að beiðni forseta landsins og komu á Iögum og reglu. Godavari, fleiri ind- versk herskip og flugvélar veitti Progress Light þegar hluti málalið- anna flúði með skipinu frá Male. Tuttugu sinnum var hótað að skjóta á skipið og í hvert skipti fóru mála- liðamir með gísla sína upp á þiljur. Málaliðamir vildu komast til Colombo, höfuðborgar Sri Lanka, og semja um gíslana við stjómar- fulltrúa Indveija og Breta þar, en kröfu þeirra var hafnað. Að lokum stukku indverskir fallhlífahermenn um borð í Progress Light úr þyrlum og náðu skipinu á sitt vald, 90 km frá strönd Sri Lanka. Skipið hafði laskazt mikið þegar Indvetjar skutu á það við brottförina frá Male og daginn eftir fór það á hliðina og sökk. Þá höfðu allir, sem voru í Progress Light, verið fluttir um borð í Godavari og aðra indverska freigátu. Lík íjögurra gfsla fundust eftir töku Progress Light. Þriggja eða fjögurra gísla er saknað og talið er að þeir hafi verið drepnir. Sjö særðust og vom fluttir flugleiðis til Trivandrum á Suður-Indlandi ásamt sjö, sem særðust í bardögun- um í Male. Tamíl-tígrar Þeir sem tóku þátt í árásinni á Male töluðu tamílsku og virtust VörAur vlö bygglngu herlAgreglunnar: harðir bardagar í nokkra klukk- utíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.