Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER
Ármúia 29 sími 38640
Þ. ÞORGRIMSSON & CO
Armstrong LOFTAPLÖTUR
Kork*o*Plast gólfflísar
ABHAPLAST EINANGRUN
FESTINGARJARN
FYRIR BURÐARVIRKI
—nur—r PAG
sólbekkir
sturtuklefi
með rennihurðum
Hentar vel ef þú vilt gjörnýta plássið í bað-
herberginu. Daufgrænt gler i álrömmum; hvítur
botn. Traustur og þéttur klefi sem auðvelt er að
setja upp. Tvær stærðir: 80x80 eða 70x90 sm.
Hæð 2 m.
Komdu við hjá okkur ef þú ætlar að breyta
baðherberginu.
\J VATNSVIRKINN HF.
~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416
Túristi
íParis-
um stund
„Viva la rentrée.“ Slík eru
einkunnarorð haustsins í
París sem og víða annars
staðar og er orðinu núna
skeytt framan við flest í
mæltu og rituðu máli. La
rentrée des classes, — la
rentrée des parlementair-
es ... Fólkið er komið á
staðinn aftur og hringrásin
fer á stað, skólarnir þingið,
menningarlífið, tískusýning-
arnar o.s.firv. Meira að segja
Christine Ockrent fréttaþul-
ur og fjölmiðladrottning er
mætt aftur á skermi An-
tenne 2-stöðvarinnar eftir
dálanga flarveru sumum til
mæðu og öðrum til gleði.
Borgin verður í grámósku sinni
gestrisin örskamma stund og
það er gott að geta verið túristi hér
í nokkra daga áður en hún klófest-
ir á ný og sogar mann með sér nið-
ur í stresshringiðju hvunndagsins.
Fýlusvipur póst- og bankastarfs-
manna er horfinn og þeir gleyma
um stund að kvarta og hvæsa á
viðskiptavinina, en brosa þess í stað
ljósleitu sumarfrísku brúnkubrosi
og spyija auðmjúklega: Hvað get
ég gert fýrir yður? Umferðaröng-
þveitið er ekkert öngþveiti lengur
og neðanjarðarlestin sem átti ekki
að taka framar verður nú exótísk
og þægileg, „besta leið til að kom-
ast á milli staða.“ Eitthvað annað
en strætó í Reykjavík!
Það er gott að vera kominn aft-
ur. ..
Bölvuð mengunin sem búið var
að blóta í sand og ösku og verður
mjúk vinaleg móðumolla í haust-
hlýjunni. Það er gott að vera túr-
isti um stund og hlusta á og sjá
aðra túrista reka upp fagnaðaróp í
fljótabátnum þegar þeir sigla niður
Signu framhjá Frúarkirkjunni.
What a beautiful building! Lifa í
París. Vera í París. Upplifa París.
Ljósmynd/Henri Cartier-Bresson
Haldið heim úr sendiferð
á rue Moffetard.
Hlusta á Dutronc syngja „II est cinq
heures, Paris s’éveille" eða Greco
syngja „Les feuilles mortes".
Minnisbók er fyllt út með stefnu-
mótum alveg fram í janúar. Pýr-
amidi Peis við Louvre-safnið, „les
années ’50“ og Gerouste í Pompidou
senter. Allar nýju kvikmyndirnar,
„les Modemes“, „le Complot“ og
companí, Hausthátíðin, le festival
d’automne, leikstykkin, systurnar
þijár í uppsetningu Peter Stein,
Tadeusz Kantor, Sami Frey, — vá
allir tónleikamir og allar bækurnar
og allt hitt sem ekki er nefnt vegna
þess að minna fer fyrir því á síðum
stórblaðanna en er engu að síður
merkilegt, sjálfsagt merkilegra.
Nei, er þetta þá ekki orðið sama
stressið, sama rútínan, sömu hlut-
imir? Hefur þá ekkert gerst? Það
stendur jú í blöðunum að allir fóm
burt og allir em að koma aftur.
Áður en mánuðurinn er liðinn verð-
ur maður sjálfsagt fallinn í gildmna
og farinn að bíða eftir næsta sumri
og ekkert hefur breyst. Það er gott
að vera túristi í París.
Umdeildur
menningarviti
Þegar stóreignamaðurinn Peter Palumbo var ráðinn stjórn-
andi Arts Council, ráðsins sem útdeilir fiárveitingum til menn-
ingar og lista í Bretlandi, tók hann fram í fréttaþætti í BBC
að hann væri ekki „kjölturakki Thatchers". Palumbo gerði sér
skýra grein fyrir þeirri andstöðu sem ráðning hans vakti í listaheiminum, enda
hefur sljórn Thatchers verið fræg fyrir margt annað en að auka fiárstuðning til
lista, heldur þvert á móti beitt sér fyrir því að þau verkefiii skyldu fá mestan styrk
frá ríkinu sem einstaklingar væru fiisastir til að Qármagna. Hér var auðvitað maðk-
ur í mysunni, því ef Qármálaspekúlantar töldu eitthvert leikrit of framúrstefiiulegt
eða tónlist hreinlega leiðinlega þá kom peningur úr hvorugri áttinni.
Þrjóskur drau-
móramaður.
Fró Guðrúnu Nordol í
LOHDflH W' r
Palumbo er fulltrúi einkageir-
ans. Hann hefur látið þau orð
falla að framlög frá einkaaðilum
verði að styrlqa menningarlíf í
landinu og að Arts Council eigi ein-
ungis að vera aðili sem örvi einkaíj-
árstuðninginn. Svo að þegar hann
var skipaður í forystu þess risu
hárin á mörgum.
Palumbo erfði stórfyrirtæki föður
síns, sem fluzt hafði sárfátækur frá
Italíu, stækkaði það og endurskipu-
lagði, svo að í stað flókins bókhalds
og mannahalds áður fyrrum fær
hann nú flóra feita tékka á ári.
Enda segist hann stefna að einfald-
leika í öllum þáttum tilverunnar,
hvort sem það er í viðskiptum eða
í listum. Hann hefur sýnt sérstakan
áhuga á nútímalistum, og safnai
listaverkum og húsum eftir braut-
ryðjendur úr hópi arkitekta víða um
heim. Það var einmitt áhugi hans
á arkitektúr sem beindi sviðsljósinu
að þessum hljóðláta manni. Hann
hefur í þijátíu ár
barist fyrir því
að reist yrði
bygging eftir
Mies van der
Rohe við hliðina
á St. Pauls-kirkj-
unni í miðborg
Lundúna. Þegar
Karl Bretaprins
lýsti henni í ræðu
sem forljótum
glerhlunki var
öllum vonum
Palumbos
hnekkt og al-
menningsálitið
snerist mjög
gegn honum. Til-
lögunni var vísað frá. Palumbo
gafst ekki upp og lagði fram nýja
teikningu eftir einn frægasta arki-
tekt Breta, James Stirling. En henni
var einnig vísað frá. Og blaðamaður
einn komst svo að orði að Palumbo
hefði valið sér það hlutskipti að
reisa ekki byggingu.
Þessi saga af þijósku Palumbos
gæti samt lýst manni sem helgaði
sig allan þeim draumi sem hann
ætti sér og væri tilbúinn að fóma
miklu svo hann rættist. Ef sá
draumur yrði gróska í listalífi á
Bretlandi þyrfti fjársvelt nýlistin
ekki að örvænta.