Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER
HÚSGaNGflR
okkar á milli...
M Það eru ekki mörg ár síðan
Goodtemplarareglan á íslandi
átti 100 ára afinæli. Voru þess-
um tímamótum gerð nokkur
skil í Qölmiðlum, m.a. í sjón-
varpi, þar sem sýnt var frá hát-
iðafimdi reglunnar. Tveir
Húsvíkingar sátu heima í stofú
og voru að kíkja í glas og fylgd-
ust með myndum frá afinælis-
fagnaði Goodtemplara. Þótti
Húsvikingum afinælisgestir
flestir vel við aldur, og sagði
annar þeirra um leið og hann
lyfti glasinu: „Þetta eru greini-
lega aflt stofnfélagar." — JS
I Fyrir nokkrum árum kom
fúlltrúi frá einhverri trúar-
hreyfingu í Gagnfræðaskólann
á Húsavik og ræddi við nemend-
ur um trúmál. M.a. sagði þessi
fúlltrúi að eina leiðin til þess
að tryggja frið í heiminum væri
að hafa aðeins eina þjóð, eina
trú og einn flokk. Einn nemenda
sem var ákaflega pólitískt með-
vitaður spurði þá að bragði:
„Ætti það þá kannski að vera
Framsóknarflokkurinn?" — JS
■ VESTUR-ÞÝ SKUM
stjóm-málamönnum og dýrasér-
Sræðingum ofbýður sú staðreynd
að hundar bíta 5.000 börn i
landinu á ári. Þeir vilja að hunda-
eigendur verði skikkaðir til að
hafit hundaskírteini eins og vél-
hjólaeigendur verða að hafa ök-
uskírteini. „Hundar geta verið
alveg jafn hættulegir og vélhjól,"
sagði krati sem berst fyrir mál-
inu á þingi. Hann vill að hunda-
eigendur verði knúnir til að taka
„hundapróf*. íhaldskona tekur
undir orð hans og segir að það
aé timabært „að setja hundaeig-
endur í beisli“.
■ íslenska þjóðin er víst
skáksjúk. Að minnsta kosti var
getið um það i fréttum á dögun-
um að engri annarri þjóð væri
eins gjarnt að Qölmenna til að
horfa á menn tefla.
Ekki virðast þó allir nægi-
lega vel að sér I þessari list og
kalla skákina leik þar sem
menn sitji tímum saman og ýti
útskomum trékubbum fram og
aftur um köflóttan dúk. Og
Örnólfi f Ytra-Ási varð á orði
þessi vísuræfill um daginn að
ioknum sjónvarpsfréttum:
Menn eru að hamast og hefla,
- eða heitir það kannski að tefla?
Þeir gera það suður í sveitum
á sextíu og eitthvað reitum.-spe.
■ ÞRÍR unglingar undir 18 ára
aldri deyja daglega af skotsárum
i Bandaríkjunum. Tveir eru
myrtir og einn ferst af slys-
förum. 1 Flórída er sérstaklega
algengt að unglingar skjóti hver
áannan. Tilaðdragaúr þeirri
þróun er nú boðið upp á tíma í
meðferð skotvopna fyrir fólk á
öllum aldri. Þar á að reyna að
koma unglingum i skilning nm
að skotvopn séu hættuleg, að það
er hægt að særa og jafnvel drepa
sjálfa sig og aðra með þvi að
handleikaþau.
■ SVISSARAR, sem taka lífið
og tilveruna yfirleitt mjög hátf-
ðlega, hafa mestar áhyggjur af
umhverfinu og eiturlyQum
heimafyrir. í heimsmálum valda
alnæmi og hungursneyð þeim
mestum áhyggjum. Þetta kom
fram f nýlegri könnun sem einn
stórbankanna lét gera. Umhverf-
ismálin hvíla sérstaklega þungt
á þýskurnælandi Svisslendingum.
83% þeirra höfðu mestar áhyggj-
ur af þeim á meðan aðeins 45%
frönskumælandi landa þeirra
nefiidu umhverfið sem helsta
áhyggjuefni sitt. Þeir höfðu helst
áhyggjur af framboði á fbúðar-
húsnæði.
Þjóðhátíð í Sovét
Einhvem tíma heyrði ég að síðasta ósk Lenins hefði verið að
ekkert yrði nefnt eftir honum. Hann ku sumsé ekki hafa verið
hégómagjarn eins og síðar varð regla með leiðtoga sovésku þjóðar-
innar. Sá sem eyðir flestum vinnudögum vikunnar á Lenín-
bókasafiiinu, ferðast innanbæjar með Lenín-neðanjarðarlestunum
og býr á Leninhæðum (þó ekki í Leníngrad) getur varla varist
brosi þegar þessa meintu síðustu ósk byltingarleiðtogans ber á
góma. Óskaplega hlýtur Vladimir Íljítsj að líða illa í grafliýsi sínu
á Rauða torginu. Hitt er svo annað mál að hann á það vafidaust
skilið að hans sé minnst með einhveijum hætti. Til dæmis þegar
haldið er upp á „hina miklu sósialisku októberbyltingu" þann 7.
nóvember.
Fró Ama Þór Sigurðssyni í
MOSKVII
Hér mætti svo sem hugsa sér
að láta fylgja skýringu á því
hvers vegna októberbyltingin var í
nóvember, en ég kýs að ganga út
fiá því sem vísu að lesendur muni
það úr mannkynssögunni að skipt
var um tímatal eftir byltingu, svo
engar skýringar fylgja hér.
Ekki alls fyrir löngu var ég að
þvæiast í bænum að kvöldi til með
félögum mínum. Þar sem við ökum
eftir litlu stræti og ætlum út í
Gorkíjgötu, eina af höfuðgötum
Moskvuborgar, heyrum við ægileg-
ar drunur og lögregluvörður vamar
okkur útkeyrslu á Gorklj. Þegar við
svo förum út til að kanna á hveiju
gengur, blasir við okkur röð af
skriðdrekum og herbflum sem koma
rúllandi niður Gorkíjgötu með stefn-
una á Kreml. Mér dettur fyrst í hug
að nú séu Tékkar komnir til að
greiða gamla skuld, þeir kæra sig
jú ekkert um umbótastefnu Gorb-
atsjovs. En fljótlega er ég leiddur
í allan sannleika. Hér er vitaskuld
um að ræða „generalprufu" fyrir
7. nóvember-hátíðahöldin. Þau hef
ég stundum séð í sjónvarpi og mér
þykir aldrei nokkur munur á þeim
frá ári til árs (nema kannski að
skipt hefur verið um slagorð), svo
ég botna ekkert í því að það þurfi
að æfa sérstaklega hersýninguna,
einungis að muna hvemig hún var
í fyrra. En auðvitað. Nú em ef til
vill aðrir dátar, trúlega fá hetjumar
frá Afganistan að vera f broddi
fylkingar f ár. (Þessi athugasemd
mín fellur ekki í góðan jarðveg —
best að halda sig á mottunni.)
Svo kemur 7. nóvember með
venjulegri viðhöfn. Hersýning á
Rauða torginu, vamarmálaráðherr-
anum ekið í „lfmosínu" um torgið,
stöðvað með reglulegu millibili og
föðurlandið hyllt. Hver kannast
ekki við „ritúalið“? Allt með sama
hætti og í fyrra, ekkert ber út af.
Ofan á Lenín blessuðum, það er að
segja grafhýsinu, standa þeir svo
allir saman leiðtogamir þessir jafn-
ari (það ber að undirstrika þeir,
því það getur varla heitið að konum
sé hleypt í forysturaðimar), Gorb-
atsjov, Ryzhkov, Shevardnadze og
hvað þeir heita nú allir.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég er
á Rauða torginu í eigin persónu við
svona hátíðahöld, það kitlar hé-
gómagimina örlítið. En því verður
ekki neitað að sovétmenn eru snill-
ingar í að láta svona sýningar líta
vel út. Einu sinni hélt ég að hver
sem er gæti komið og verið við-
staddur dýrðina í hjarta Moskvu-
borgar en því er nú ekki þannig
farið. Það er auðvitað bara útvalinn
hópur sem verður þess heiðurs að-
njðtandi að fá aðgöngukort að
Rauða torginu. Almúginn verður
að láta sér nægja imbakassann ef
hann á annað borð kærir sig eitt-
hvað um þessa sýningu. Flestir eru
væntanlega fegnastir að fá frí úr
vinnu enda frídagar fáir, a.m.k.
samanborið við þau lönd sem leita
sér að frídögum í Biblíunni. Þegar
hátfðahöldunum f miðbænum er
lokið er farið að undirbúa veislur
kvöldsins og er þá ekkert til sparað.
Eitthvað í þessum dúr líður þjóð-
hátíðardagur Sovétmanna 7. nóv-
ember. Snjallt hjá þeim hér að hafa
daginn eftir einnig frídag. Sérstak-
lega hlýtur Lenín að verða hvfldinni
feginn eftir að hafa haft arftaka
sína ofan á sér og hersveitir þramm-
andi framhjá sér liðlangan daginn.
Mig skyldi í öllu falli ekki undra.
B
MARGIR FORELDRAR ANDA LÉTTAR
GESTIR AF GAGIMSTÆÐA
KYIMINU BAIMNAEMR
ÞEIR hafa bannað gesti af gagnstæða kyninu eftir klukkan
11 á kvöldin í heimavist Boston-háskóla (Boston Univers-
ity, BU). Skólayfirvöld telja að stúdentar séu i skólanum
til að læra það sem í bókum stendur og það sem af munni
kennara rennur, en ekki til að gera „tilraunir“ í samvinnu
við gagnstæða kynið. Og sagan segir að margir foreldrar
andi léttar vegna hinnar nýju stefiiu skólans.
Fró Óla Birni
Kórasyni í
Þegar John Silber, forseti
(rektor) Boston-háskóla,
gerði steftiu skólans opinbera
brugðust margir nemendur
ókvæða við. Mótmælagöngur voru
skipulagðar og slagorðin um brot
á mannréttindum og rétt til ein-
kalífs hljómuðu um skólann. Á
sjöunda áratugnum gengu nem-
endur Boston-háskóla eins og
nemendur margra annarra skóla
og mótmæltu Víetnam-stríðinu. í
lok áttunda og í byrjun þessa ára-
tugar einbeittu þeir sér að and-
stöðu gegn kjamorkuvopnum. En
nú er viðfangsefnið „mikilvæg-
ara“ en oft áður, enda stúdentar
ekki tilbúnir til að gefa eftir rétt-
inn, að hafa næturgesti af gagn-
stæða kyninu, án baráttu.
Nýju reglumar eiga að taka
gildi í janúar, hvort sem stúdent-
um líkar betur eða verr. En eins
og alltaf er ólíklegt að nemendur
deyi ráðalausir. Það er alltaf hægt
að smygla einum og einum nætur-
gesti inn á herbergi (auðvitað með
góðu samkomulagi við herbergis-
félaga) og gesturinn getur siðan
Iaumast út í skjóli nætur eftir að
„tilraunum" er lokið.
Um 8.300 nemendur Boston-
háskóla búa í heimavist og sam-
kvæmt könnunum bjóða þeir að
meðaltali um 4.500 gestum í
hverri viku að dvelja næturlangt.
Skólayfirvöld segja að ekki sé
verið að reka hótel og að nauðsyn-
legt sé að skapa gott og friðsam-
legt andrúmsloft til náms. Of for-
eldrar þeirra stúdenta sem fengið
Boston: Þau mega ekki heimsækja hvert annað
hafa ókeypis sýnikennslu í því sem
fullorðna fólkið gerir að næturlagi
frá herbergisfélögum og gestum
þeirra, eru sammála skólayfír-
völdum.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Yfirvöld Boston-háskóla
hafa einnig kynnt nýja og harðari
stefnu í áfengismálum. Sam-
kvæmt nýjum reglum mega
heimavistarbúar (þ.e.a.s. þeir sem
eru 21 árs eða eldri) ekki geyma
meira áfengi en sem svarar 6 bjór-
dósum (sem er að vísu meira en
íslendingar geta leyft sér) eða
einni léttvínsflösku á herbergjum
sínum, sterkt áfengi verður ekki
leyft innan dyra skólans. Þessi
regla virðist hins vegar ekki hafa
valdið eins miklum deilum og bann
við næturgestum, enda þeir ef til
vill nauðsynlegri en áfengi.