Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER
31
Brúöhjónin
Ólafur
Kristmanns-
son og Rut
Baldvins-
dóttir.
Ljósmyndastofan/Nærmynd
BRUÐHJON
VIKUNNAR
Var alltaf að gjóa
á mig augunum
Ólafur Kristmannsson og Rut
Baldvinsdóttir voru gefin
saman í Breiðholtskirkju þann
24. september af séra Gísla
Jónassyni. Þau nýgiftu voru
spurð ýmissa spuminga
varðandi kynni þeirra og
hjónabandið.
Við erum auðvitað ástfangin
upp fyrir haus. Svo eigum
við tvö böm og okkur þótti eðli-
legt að stofna til hjónabands" seg-
ir Rut. Og Ólafur bætir við: „Er
það ekki svo, að þegar maður er
ánægður með félaga sinn, að vilja
staðfesta ástina og vinskapinn á
þennan hátt. Þetta var engin spa-
rimerkjagifting!“ bætir hann við
í spaugi.
—Hvers vegna völduð þið ein-
mitt þennan dag?
Rut: „Dagsetningin var búin
blunda í mér talsvert lengi. Faðir
minn hefði orðið 59 ára þennan
dag, og þetta var brúðkaupsdagur
foreldra minna. Svo skírðum við
son okkar í leiðinni. Þetta var
yndislegur dagur, rólegur og
stresslaus. Það er mjög hátíðlegt
að gifta sig í kirkju. Eftir vígsluna
vorum við með kaffíveislu í Lækj-
arbrekku". Ólafur viðurkennir að
það hafi borið eilítið á skrekknum,
þessum giftingarskrekk sem
margir kannast víst við. Sem bet-
ur fer hafi þó enginn misstigið
sig en hann segist örugglega vera
sá eini sem tók eftir því að Rut
steig óvart á kjólinn!
—En hvemig kynntust þið?
Rut: „Ég er lyfjatæknir og vann
í apóteki og hann er húsasmiíða-
meistari og var þar við endur-
byggingu á húsinu. Við sáumst í
kaffitímum og hann var alltaf að
gjóa á mig augunum yfir kaffiboll-
ann sinn. Svo hittumst við óvænt
á dansleik í Þórskaffi í ágúst ’86
og eftir það varð andrúmsloftið
ansi rafmagnað í kaffitímum, því
enginn mátti vita neitt. En síðan
þá höfum við verið óaðskiljanleg".
—Og hvað sáu þau svo við hvort
annað? Jú, þau vom sammála um
að „jjetta innra" skipti öllu máli,
og Olafur bætir við að hann hafi
strax heillast af henni.
—Hvað með bameignir?
Rut: „Við eigum tvo drengi,
Baldvin Mar og Kristján og
kannski eignumst við fleiri ef Guð
lofar".
Þau giftu sig
Blólafur Kristmannsson og
Rut Baldvinsdóttir
BÍAxel Eyjólfsson og Margr-
ét Rósa Bergmann
BGarðar Guðmundsson og
Aagot Vigdís Óskarsdóttir
■Ólafur Pétursson og Elín
Bima Kristinsdóttir
■Sigurður Haraldsson og
Anna F. Karlsdóttir
■Óskar Knudsen og Guðrún
Þóra Magnúsdóttir
■Margeir Jóhannesson og
Gunnþórann Gunnarsdóttir
Ætlunin er að á sunnu-
dögum verði hér i dálknum
birtur listi með nöfiium
brúðhjóna og stutt spjall við
ein hjón af þeim lista. Hér
með er óskað eftir innsend-
um nöfnum þeirra sem
gengið hafa í hjónaband
nýuverið. Sendið upplýsing-
ar um nöfii brúðþjóna,
brúðkaupsdag og hvar at-
höfiiin fór firam, í lokuðu
umslagi, merkt: „Fólk i
fréttum“, Tryggvagötu 26,
101 Reykjavik.
FÆREYJAR
Limósína til leigii
BWtriöKan
„Bilfriðkan" er fyrirtæki eitt sem starfrækt er af frændum okkar
Færeyingum. Eigandi þess, Ludvig Pedersen, þjónar löndum sínum
og erlendum gestum á sérstakan hátt. Hann á sjálfur Rolls Royce,
árgerð 1973, sem hann leigir út við ýmis tækifæri, og fylgir að
sjálfssögðu einkabílstjóri í búning með í kaupbæti. En hverjir eru
það helst sem taka þessa limósínu á leigu?
Að sögn Ludvigs eru það yfírleitt brúðhjón sem leigja bifreiðina á
brúðkaupsdaginn og væru það ofitast vinir og vandamenn sem kæmu
brúðhjónunum á óvart á þennan hátt.
Rolls
Royce,
árgerð 1973
tll leigu!
Fyrir skömmu hafði hann ekki
ómerkari viðskiptavin en
Harald prins Noregs sem var þar á
ferðalagi og leigði hann bílinn
ásamt bílstjóra í heila þijá daga á
sérstöku tilboði. Það kostar
nefnilega ekkert smáræði að aka
um á svo glæsilegum bíl, tæpar
7000 krónur á klukkutímann, með
bílstjóra. Hinsvegar ef menn vilja
hafa bílinn í heilan dag kostar það
28.000 íslenskar krónur og fer
verðið aldrei upp fyrir það.
Að sögn Ludvigs er eftirspumin
ekki mikil enn sem komið er, að
jafnaði er hann leigður út einu sinni
til tvisvar í mánuði. Hinsvegar er
önnur bílaleiga í Þórshöfn og þar
er m.a. bíll sem danski
ferðakóngurinn, Simon Spies
heitinn.átti um árabil. Sú bifreið er
hinsvegar ekki slíkur tækifærisbíll
sem Rolls Roycinn, heldur er það
forláta sendibifreið. Hvort slíkar
bflaleigur borguðu sig hér á landi,
er aftur stór spuming.
Pantið jólagjafirnar núna
Þú þarft ekki að fara til London.
Verslið fyrirfarseðilinn (sambærilegtverð).
Full búð af vörum
Opið frá kl. 9-6, laugardag kl. 10-12.
Síðasti móttökudagurjólapantana er21. nóvember.
pöntunarlistinn,
Hólshrauni 2, Hafnarfirði.
Sími 52866.
011,5
feeLLB
UOSASTILLITÆKI FRÁ
HELLATILAFGREIÐSLU
AF LAGER.
ALLAR BÍLAPERUR.
KYNNIDYKKURVERÐIÐ.
PANTIB PERULISTANN.
BÍLAPERUR 6,12&24V.
HÚSAPERUR220V.