Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.12.1988, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRLiT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 ERLENT INNLENT Bankarnir lækka vexti Viðskiptabankarnir lækkuðu vexti verulega á fimmtudag og enn frekari vaxtalækkanir verða 11. desember. Að mati Seðlabank- ans verða bæði raunvextir og nafnvextir af útlánum hér þá orðnir svipaðir eða lægri en í ná- grannalöndunum. Til að liðka fyr- ir raunvaxtalækkun tilkynnti Seðlabankinn að á næsta ári yrði byrjað að greiða vexti af bindi- skyldu bankanna í Seðlabankan- um. Vikið úr starfí hæstaréttardómara Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, staðfesti form- lega á föstudag, ákvörðun Hall- dórs Ásgrímssonar dómsmála- ráðherra um að víkja Magnúsi Thoroddsen fyrrverandi forseta Hæstaréttar úr starfi hæstarétt- ardómara um stundarsakir vegna áfengiskaupa hans á sérkjörum á meðan hann var handhafi forseta- valds. Lækjargata 4 brotnaði Ríkið hjálp- ar Arnarflugi Amarflug tapaði á annað hundrað milljónum kr. á rekstrin- um fyrstu níu mánuði ársins og hefur félagið leitað til ríkisins um aðstoð. Til greina kemur að selja aðra Boeing 737 þotu félagsins og að ríkið leggi fram hlutafé. Tap fiskvinnslu 2 milljarðar Tap fískvinnslunnar á þessu ári er nú áætlað 2 milljarðar króna, en ekki 8-900 milljónir eins og Þjóðhagsstofnun hefur talið. Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra, segir að launa- kostnaður fiskvinnslu sé of mikill. Hann segir gengisfellingu ekki vera á döfinni. Löwenbráu á Akureyri Sanitas byrjar á næstunni að brugga þýska Löwenbrau-bjórinn í verksmiðju sinni á Akureyri. Neðri hæð hússins Lækjargata 4 féll sam- an og efri hæðin lagðist upp að næsta húsi þeg- ar verið var að flytja húsið upp í Árbæjarsafn um síðustu helgi. Þrátt fyrir óhappið tókst að kóma húsinu á áfanga- stað en endurreisn þess verður dýrari fyrir bragðið. ERLENT Armenar flýja Azerbajdzhan Bhutto í ráð- herrastólinn Pakistanar fögn- uðu ákaft á fimmtudag er Benazir Bhutto var skipuð for- sætisráðherra landsins. Bhutto er fyrst kvenna til að gegna leiðtogahlutverki í fslömsku ríki og jafnframt einn yngsti þjóðarleiðtogi heims en hún er 35 ára að aldri. Ákvörðun^ Bandaríkjasljórnar fordæmd Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna fordæmdi á miðvikudag þá ákvörðun bandarískra stjómvalda að neita Yasser Arafat, leiðtoga PLO, um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Arafat hugðist ávarpa allsherjarþingið í New York en umræður um málefni Palestínumanna verða að líkind- um fluttar til Genfar. Stjórnarskrá Sovétríkjanna breytt Æðsta ráð Sovétríkjanna sam- þykkti á fimmtudag víðtækar breytingar á stjómar- skrá Iandsins. Athygli vakti að fimm fulltrúar frá Lettlandi greiddu atkvæði gegn breyting- unum en 27 fulltrúar frá Eistlandi og Litháen sátu hjá. íbúar Eystral- saltsríkjanna óttast að breytingamar leiði til aukinnar miðstýringar en Míkhafl Gorbatsjov hefur lýst yfir þvi að tekið verði tillit til hags- muna einstakra lýð- velda. Að minnsta kosti 40.000 Armenar höfðu á miðvikudag flúið frá Sov- étlýðveldinu Azerbajdzhan til Armeníu. Átök Armena og Azera hafa kostað ekki færri en 28 mannslíf undanfamar vikur og hervörður er á götum borga í lýð- veldunum tveimur. Fjölflokkakerfi í írak Saddam Hus- sein, forseti ír- aks, skýrði frá því á sunnudag að ákveðið hefði verið að leyfa starfsemi stjór- málaflokka í landinu. Flokur forsetans, Baath- flokkurinn, hefur farið með völdin undanfarin 20 ár. Sjónvarpskappræður í Póllandi Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, þótti bera sigurorð af formanni hinnar opinberu verkalýðshreyf- ingar í Póllandi er þeir mættust í sjónvarpskappræðum á miðviku- dagskvöld. Þetta er f fyrsta skipti frá árinu 1981 sem Walesa kemur fram í pólska ríkissjónvarpií.u en kappræður sem þessar eiga sér ekki fordæmi þar í landi. Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna: Umræða um Palestínu- málið flyst til Genfar Bandaríkin og ísrael á móti, Bretland situr hjá Sameinuðu þjódunum. Reuter. Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti f atkvæðagreiðslu á fostudag að flytja umræður um Palestínumálið til Genfar í Sviss. Einn- ig var sú afstaða bandarfskra stjórnvalda hörmuð að endurskoða ekki ákvðrðun sfna um að synja Yasser Arafat, formanni Frelsissamta Pa- lestfnu, PLO, um vegabréfsáritun til að koma til New York og ávarpa Allsheijarþingið. Yfírgnæfandi meirihluti eða 154 ríki var fylgjandi því að umræð- umar færu fram í Genf dagana Rotary-klúbb- ar stofiiaðir aðir aust- anjárnfjalds? Chicago. Reuter. ROTARY-félagsskapurinn freist- ar þess nú að stofha klúbba í Moskvu, Varsjá og öðrum helztu borgum Austantjaldsríkja, að sögn talsmanns alþjóðasamtak- anna, sem hafa höfuðstöðvar f útborginni Evanston í Chicago. Philip Lindsey, framkvæmdastjóri Rotary Intemational, sat á mið- vikudag hádegisverðarfund með 160 sovézkum framámönnum í Chicago. Fyrir fundinn sagði hann að viðræð- ur hefðu ekki hafizt við sovézk yfir- völd um stofnun Rotary-klúbbs í Moskvu. Viðræður af því tagi stæðu hins vegar yfir við yfirvöld í Varsjá, þar sem Rotary-klúbbur var starf- andi fram að seinna stríði. í alþjóðasamtökum Rotary eru alls um 23.800 klúbbar f 162 löndum og eru félagar í þeim á aðra milljón. Samtökin vinna í þágu aldraðra, fatl- aðra og bágstaddra. Að sögn Lind- seys getur stefna samtakanna og reglur, m.a. um inntöku félags- manna, gengið á skjön við opinbera stefnu stjómvalda í sumum Áustan- tjaldsríkjanna. 13.-15. desember en ísrael og Banda- ríkin voru á móti. Bretland sat hjá. Verður þetta í fyrsta skipti í 37 ár sem Allsheijarþingið fundar í Evr- ópu. Árið 1951 kom Allsheijarþingið saman í Palais de Chaillot í París á meðan verið var að reisa höfðustöðv- amar í New York. Bandarísk stjómvöld sögðu í gær að þótt ónauðsynlegt hefði verið að skipta um fundarstað þá mjmdu full- trúar þeirra verða til staðar í Genf um miðjan mánuðinn. Hins vegar var ályktun allsheijarþingsins mótmælt fyrir harkalegt orðalag. Bandaríkjamaðurinn Joseph Reed, aðstoðarframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna með málefni Allsheij- arþingsins á sinni könnu, hefur sent Ronald Reagan Bandaríkjaforseta bréf þar sem hann mótmælir með- ferð ríkisstjómarinnar á Arafat- málinu og segir hana „furðulega og þversagnakennda." „Bandaríkin beijast fyrir málfrelsi um allan heim. Samt viija þau ekki leyfa Arafat að koma til Bandaríkjanna til að tala á almannafæri á alþjóðlegu yfirráða- svæði," segir Reed sem er hæst setti Bandaríkjamaðurinn í framkvæmda- stjóm SameinuðU þjóðanna. Bhutto fagnað Ungir Pakistanar fagna því að Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, hefur aflétt banni við starfsemi námsmannahreyflnga og verkalýðsfélaga. Bhutto var skipuð forsætisráðherra á föstu- dag fyrst kvenna í ríki múhameðstrúarmanna. Míkhafl S. Gorbatsjov bregður sér af bæ MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi leggur land undir fót á þriðjudag og dvelst Qarri heima- högunum í viku. Verður firóðlegt að sjá hvort greinar eða „lesendabréf ‘ gegn umbótastofh- unni taka þá að birtast í sovéskum dagblöðum líkt og yfirleitt hefur gerst þegar húsbóndinn hefiir brugðið sér af bæ. Gorbatsjov mun fara víða. Hann mun hitta Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, að máli í Lundúnum, kyssa skeggjaðar kinnar Fídels Castro Kúbúleiðtoga en fyrst mun hann halda til Bandarikjanna þar sem hann ávarpar allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna og ræðir við Ronald Reagan Banda- rikjaforseta og arftaka hans og lærisvein, Ge- orge Bush. Míkhaíl Gorbatsjov etta verður í fimmta og síðasta skiptið sem þeir Reagan og Gorbatsjov koma saman en áður hafa þeir átt fundi í Genf, Reykjavík, Washington og Moskvu. í þetta skiptið verður ekki um eig- inlegan leiðtogafund að ræða því ekki er gert ráð fyrir því að form- legar samningaviðræður fari fram. Sovétmenn Ieggja raunar áherslu á að þeir telji viðræðumar mjög mikilvægar en bandarískir embætt- ismenn hafa sagt að samskipti risa- veldanna verði rædd á breiðum grundvelli og að farið verði yfir stöðu mála á vettvangi afvopnunar- viðræðna, mannréttinda og tvíhliða samskipta ríkjanna. Gorbatsjov er væntanlegur til New York á þriðjudag en á mið- vikudag ávarpar hann allshetjar- BAKSVID eflir Ásgeir Sverrisson þingið. Síðar mun hann eiga hádeg- isverðarfund með þeim Reagan og Bush á Manhattan og er búist við að hann standi í tvær klukkustund- ir. Verður þetta f fyrsti fundur þeirra Bush og Gorbatsjovs frá því sá fyrmefndi var kjörinn forseti Bandaríkjanna 8. nóvember síðast- liðinn. Bush lýsti yfir því er hann keppti við demókratann Michael Dukakis um forsetaembættið að hann hygðist leita eftir fundi með Gorbatsjov hið fyrsta næði hann kjöri. Síðar bætti Bush því reyndar við að hann teldi ástæðulaust að ræða við Sovétleiðtogann ef ekki væri fyrirsjáanlegt að sá fundur gæti skilað árangri. Gorbatsjov mun að auki eiga fund með bandarískum iðnjöfmm þar sem einkum verða ræddir möguleikar á auknum viðskiptum auk þess sem hann mun opna sov- éska vörusýningu á Manhattan. í för með honum verða eiginkona hans Raísa Maxímovna, Edúard Shevardnadze utanríkisráðherra og Alexander Jakolev, sem á sæti í stjómmálaráði kommúnistaflokks- ins._ Á föstudag heldur Gorbatsjov suður til Kúbu á fund Fídels Castro en á mánudag heldur hann til Lundúna og ræðir við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands. Að líkindum verða afvopnun- armál ofarlega á. baugi, einkum fyrirhugaðar viðræður um jafn- vægi og niðurskurð hins hefð- bundna herafla í Evrópu auk þess sem Gorbatsjov mun að líkindum freista þess að fá Thatcher til að leggja blessun sína yfir að mann- réttindaráðstefna verði haldin í Moskvu árið 1991 en Thatcher og ráðamenn í Bandaríkjunum hafa látið í ljós efasemdir um að höfuð- borg Sovétríkjanna geti talist eðli- legur staður fyrir slík fundahöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.