Morgunblaðið - 04.12.1988, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
11
mikið að tala saman. Hún var áhorfandi að
því sem ég er að gera. Ég mælti svo fyrir,
eftir að það hafði verið ákveðið að hún skrif-
aði þessa bók, að henni skyldi vera boðið
sem oftast og sem víðast, þar sem ég væri
að einhveijum verkum. í verklok sátum við
Steinunn stundum á hljóðskrafi, og ræddum
þá atburði dagsins og annað sem í hugann
kom.“
Vigdís segir alllangt síðan hugmyndin að
bókinni varð fyrst til. Rithöfundar og blaða-
menn, bæði innlendir og erlendir, hefðu
reynt mikið á öðru kjörtímabili hennar að
fá hana til samvinnu um bókargerð, en fyr-
ir tveimur árum hafi kona frá þekktu tíma-
riti í Frakklandi tekið við hana viðtal og á
daginn hafi komið að þessi kona var rit-
stjóri fyrir ritröð, sem flallar um sjö daga
í lífi kunnra manna, „aðallega karla,“ segir
forsetinn hálfsposk. Enda augljóslega kom-
inn tími til þess að hennar mati, að kona
bættist í þennan kunna karlahóp. Því hafí
hún slegið til og sagt: „Ja, því ekki það.“
Vigdís stakk upp á því að Steinunn yrði
fengin til að taka að sér ritverkið, hvað síðan
varð. „Mér fínnst Steinunn Sigurðardóttir
góður rithöfundur og ég hef svo miklar
mætur á henni, að ég stakk upp á henni,"
segir forseti. Síðan: „Eg treysti henni manna
best til að skrifa svona bók — hún er heims-
kona, sem bæði þekkir heimalandið og önn-
ur lönd.“
— Þekkir þú sjálfa þig og líf þitt, af
lestri bókarinnar?
„Það er alveg áreiðanlegt að það er sitt-
hvað um sjálfa mig og líf mitt í þessari
bók, enda Steinunn svo glögg. Hún er löngu
búin að sýna það að hún kann að lýsa bæði
„tímaþjófum" og „kartöfluprinsessum“.“
— Fær íslenska þjóðin þá heilsteypta
mynd af forseta sínum, við lestur þessarar
bókar?
„Nú þori ég ekki að dæma um það. Auð-
vitað er 58 ára ævi efni í að minnsta kosti
10 bindi!“ Tilhugsunin um 10 bindin vekur
Vigdísi greinilega hlátur og skelfíngu í senn.
„Það eru svo margar hliðar á vinnslunni á
58 árum og maður verður svo margs vísari,
einkum á árunum eftir fertugt. Þetta segi
ég af því að þú ert ekki orðin fertug," og
glettnin Ijómar af forseta, en skrásetjara
líður sem hún hafí enn ekki orðið nokkurs
vísari!
Vigdís heldur áfram og segist telja að
lífssýn hennar sé í bókinni. „Mér sýnist að
helstu metnaðarmál mín fyrir hönd þessarar
þjóðar komi fram í bókinni."
— Er ekkert erfítt að samræma það
tvennt að vera almenningseign og að eiga
sig sjálf?
Það er ekki laust við að kennarasvipurinn
yfírtaki brosmildina í svip forseta þegar hún
svarar: „Ég verð nú að koma með athuga-
semd við þetta orðalag þitt, því mér fínnst
ég ekki vera almenningseign, heldur al-
menningsþjónn og almenningsvinur — og
þar er mikill munur á.“
- En heldur þú nú ekki samt sem áður
að margir landsmenn líti á þig sem sína
eign: „Forsetinn okkar", eða „Vigdís for-
seti“ heyrist fólk segja með ákveðnu stolti:
„Ja, ef íslendingum fínnst þeir eiga mig,
þá vil ég líka vita til þess að ég eigi eitthvað
í þeim. En það er ekki erfitt að samræma
þetta tvennt, sem þú spyrð um. í fyrsta
lagi þá er maður auðvitað alltaf einn maður
og það er hvergi sem hugsanimar fæðast,
nema í manns eigin höfði. Maður er einn
með sína drauma og einn með sína hryggð
og gleði. Mér finnst þetta átta ára tímabil
í lífí mínu hafa þroskað mig. Ég hef þrosk-
ast og fengið víðari lífssýn, á því einmitt
að vera almenningsvinur. Almenningseign,
ef þú kýst, og hef þá um leið átt eitthvað
í hugaim landsmanna."
— Hvaða kröfur gera íslendingar til for-
seta síns? Em þeir kröfuharðir?
„íslendingar em ákaflega góðir við for-
seta sinn og vilja forsetanum vel. Þeir finna
það að velvilji til forsetans er velvilji í þeirra
eigin garð. Þeir gleðjast þegar forsetanum
gengur vel og hann gleðst. Auðvitað gera
þeir kröfur til forseta síns, en þær em ekki
of miklar. Þeir hljóta að velja sér forseta,
sem á að geta staðið undir þeim kröfum sem
til hans em gerðar.“
— Hvað hefur reynst þér erfíðast í emb-
ætti á þessu ári sem nú er brátt á enda?
„Ég fór nú í gegnum kosningar, eins og
kunnugt er, og það var erfíður tími fyrir
mig að því leyti, að ég sat í embætti á
meðan kosningaundirbúningur stóð. í emb-
ætti getur forsetinn ekki staðið í neinu
karpi. Því varð ég að þegja, hvort sem mér
líkaði betur eða verr.
Auðvitað var það erfíður tími, þegar
stjórnarslitin urðu í september. Stjómarslit-
in komu á óvart, þó að við væmm að ein-
hverju leyti viðbúin því að þetta gæti gerst.
Raunar er maður aldrei nægilega viðbúinn.
Stjómarmyndunarviðræðumar tóku hug
minn allan þann tíma sem þær stóðu. Ég
hugsa ekki um neitt annað, þegar verið er
að mynda stjórn, en hvemig eigi að bregð-
ast við og hvað beri að ákveða. Oft geta
þetta verið mjög viðkvæmir leikir í erfíðri
stöðu, einmitt vegna ykkar íjölmiðlafólks,"
segir Vigdís og horfir hálfásakandi á mig,
og segir það oft gera sér og stjómmála-
mönnunum erfitt um vik, þegar fréttamenn
sitji um hvert fótmál þeirra.
— Til hverra snýr forsetinn sér þegar
erfiðleikar steðja að og erfiðar ákvarðanir
bíða?
„Ég leita bókstaflega til allra. Ég fylgist
mjög náið með framvindu mála og spyr
hvem einasta mann sem ég hitti um hans
skoðun. Forsetinn er svo lánsamur að menn
eru yfirleitt mjög opinskáir við hann, sér-
staklega á tveggja manna tali.
En þegar til kastanna kemur, þá er forset-
inn alltaf einn. Hans er endanlega ákvörðun-
in, sem er byggð á öllu því sem hann hefur
lesið sér til um og öllum þeim mismunandi
sjónarhomum sem fyrir honum hafa verið
kynnt á sama málinu. Málin verður að vega
og meta í hveiju tilviki og komast svo að
niðurstöðu — niðurstöðu forsetans.
Raunar á ég mér sérfræðilega ráðgjafa
á öllum sviðum, líkt og Þórbergur!" hlær
Vigdís og rifjar upp þegar Þórbergur neit-
aði að segja eitthvað um laxveiðar, fyrr en
hann væri búinn að tala við sérfræðing sinn
í laxveiðum. Forsetinn segist líka eiga sér
sérfræðilegan ráðgjafa í laxveiðum, þó svo
að hún veiði ekki lax og hafi aldrei gert.
— Nú hefur það gerst að forsetaembætt-
ið hefur farið fram úr fjárveitingum, vegna
umsvifa embættisins. Hvemig er búið að
forsetaembættinu, af hálfu fjárveitinga-
valdsins? Ríkir þar nægur skilningur á því
hversu kostnaðarsöm umsvif forseta íslands
og ernbættisverk geta orðið?
„Ég ætla þingmönnum okkar það, að
þeir hafí skilning á því hvers það krefst að
reka forsetaembættið af þeirri reisn og á
þann hátt sem ég tel réttan og ákveði fjár-
veitingar í samræmi við það.
Forsetaembættið hefur náttúrlega sínar
ijárveitingar, eins ,.og önnur embætti. For-
setaembættið reynir alla daga að sýna eins
mikið aðhald og kostur er. Einkum og sér
í lagi skal því ekki gleymt að sú sem nú
gegnir embætti forseta, er af þeirri kyn-
slóð, sem ólst upp á síðustu árunum fyrir
stríð og man kreppuár á íslandi og þá tíma
að lítið var um að fólk hefði peninga á
milli handa. Ég brýt ennþá saman pappír
og geymi teygjur," segir Vigdís og brosir
við.
— En hvað með kostnaðinn sem snýr
beinlínis að þér, fyrir þær sakir að þú ert
kona á forsetastól. Er það ekki geysilega
kostnaðarsamt að þurfa nánast alltaf að
koma opinberlega fram í nýju glæsidressi?
Nú er forseta greinilega skemmt, því hún
hlær dátt áður en hún segir: „Nei, nei, for-
setinn kemur ekki alltaf fram í nýjum föt-
um. Hefur þú aldrei heyrt: „Þama kemur
hún Vigdís í bláu kápunni sinni?“ Ég kem
fram aftur og aftur í sömu flíkinni, og það
er alls ekki krafa, eins og þú segir, að ég
sjáist aldrei oftar en einu sinni í sömu
flíkinni. Auðvitað er alltaf dýrt að vera kven-
maður, sérstaklega kona sem mikið þarf
að vera í sviðsljósinu og þar af leiðandi að
leggja kapp á það að vera ávallt sæmilega
til fara.“
— Forseti íslands ferðast mikið í embætt-
iserindum. Hvaða ferð á þessu ári, er þér
eftirminnilegust, og hvers vegna?
„Vigdís hlær og segir: „Já, ég ferðast
mikið, en ég er alltaf í vinnunni! Það er
erfítt að gera upp á milli einstakra ferða,
en frá þessu ári eru það tvö ferðalög sem
eru mér ofarlega í huga. Mér þótti afar
gaman að fara til Bandaríkjanna og til
Smith College (Þar var Vigdís gerð að heið-
ursdoktor). Mér þótti mjög skemmtilegt að
kynnast Bandaríkjunum frá þessari hlið.
Þegar maður kemur til Smith College, og
þessara háskóla í Boston, Massachusetts,
þá skilur maður á stundinni af hveiju Banda-
ríkin eru stórveldi. Þama hitti ég og kynnt-
ist merkisberum þekkingar og jákvæðrar
hugsunar, sem verður mér ógleymanlegt.
Sá leikur var reyndar endurtekinn í afskap-
lega góðri ferð til Kanada. Þar kynntist ég
líka Vestur-lslendingum og upplifði einskon-
ar vakningu meðal þeirra.
Efíslending-
um fínnst þeir
eiga mig, þá
vil ég líka vita
til þess að ég
eigi eitthvað í
þeim
Ég á einnig afar hlýjar minningar frá
ferðinni til Vestur-Þýskalands, því hún lán-
aðist svo vel. Maður verður alltaf svo glað-
ur þegar vel gengur. Lánið lék við okkur i
ferðinni, þó að það sé fljótt að fenna í spor-
in og ég tek það mjög nærri mér að þýsk
fyrirtæki reyni nú að beita okkur viðskipta-
þvingunum vegna geðshræringa og mis-
skilnings varðandi hvalveiðar okkar.
Nú, ekki má gleyma skemmtilegasta fríi
sem ég hef nokkum tíma átt. Á þessu ári
hef ég getað varið allt of litlum tíma með
Ástríði dóttur minni, en hún fór á námskeið
í útlöndum í sumar og í byijun ágústmánað-
ar fylgdi ég henni á námskeiðsstað. Þá
gafst okkur tækifæri til þess að eyða saman
þremur dögum í Lundúnum, þar sem Ástríð-
ur mátti ráða hveijum einasta dagskrárlið.
Við fóram saman að sjá Cats, Phantom of
the Opera, í leikhúsið og á popptónleika og
hvaðeina sem Ástríður hafði hug á að sjá
og gera. Borðuðum á hamborgarastöðum,
röltum eftir Oxford Street og fleira, Þetta
var óskaplega skemmtilegt. Allra skemmti-
legasta frí sem ég hef átt.“ Það er bókstaf-
lega tregi í svip forsetans þegar hún riflar
upp þetta greinilega allt of stutta frí með
dótturinni.
• — Hvemig vilt þú helst veija sumarfríi
þínu?
„Einhvers staðar úti í náttúranni, þar sem
ég hef nóg að lesa og helst þarf ég að hafa
með mér tölvuna, því ég verð að hafa eitt-
hvað skriftæki sem ég er vön að skrifa á.“
Forsetinn lítur hálfafsakandi til tölvunnar í
einu horni skrifstofunnar, sem óneitanlega
stingur í stúf við annaja búnað þessarar
glæsilegu skrifstofu.
Helst kveðst hún vilja eyða fríum sínum
hér innanlands, en það gangi heldur illa,
því hún sé alltaf komin á kaf í ýmis embætt-
isverk, áður en hún viti af. „Það er svo oft
sem eitthvað kemur upp á, og mér fínnst
ég ómögulega geta neitað. Eg er líklega
heldur bóngóð, eins og þú ert að reyna
núna,“ segir Vigdís glettnislega.
— Nú hefur jafnan hvílt ákveðinn Ijómi
yfír embætti forseta íslands og lítið hefur
farið fyrir gagnrýni á embættið. Hvemig
kemur slík gagnrýni við þig, þá sjaldan hún
kemur fram?
„Ég tek það svo nærri mér, að ég er
margar vikur að ná mér, jafnvel mánuði og
ár. Einkum ef mér finnst gagnrýnin ekki
réttmæt. Ég er með mjög ríka réttlætis-
kennd fyrir aðra og þar af leiðandi hlýt ég
líka að hafa hana fyrir sjálfa mig. Þetta fær
svona mikið á mig, vegna þess að ég vil
hvorki að þjóðin misskilji mig, né að bornar
séu brigður á heilindi mín. Þaðan af síður,“
segir Vigdís með áhersluþunga, „vil ég að
það séu bomar brigður á vitsmuni rnína.
Því venjulega, ef ég fínn að það er gert, þá
er það vegna þess að ég er kona.“
— Ertu þá móðgunargjöm?
„Ég er ekki dómbær á það, en ég er
ekki skaplaus. Ég get reiðst alveg gríðar-
lega, en ég er búin að læra að sitja á þeirri
reiði og ég veit af lífsreynslunni, að þetta
gengur yfír. Þegar maður reiðist, er það
ekkert annað en stríðsyfírlýsing við mann
sjálfan. Því er ekki um neitt annað að ræða,
en bíða átekta, þar til hægt er að semja frið.“
— Það er rifjað upp í bók Steinunnar
að þú hafir slegist við Þorvald bróður þinn
þegar þið voruð krakkar. Varstu áfloga-
seggur?
Vigdís hlær dátt áður en hún segir:
„Ætli öll systkin sláist ekki öðra hvora? Það
held ég. Það mættu nú vera meiri dulum-
ar, ef svo væri ekki. Þorvaldur heitinn bróð-
ir minn var ekki skaplaus heldur, enda er
vont að vera skaplaus."
— í bókinni er einnig rifjað upp að þú
hafír oft lumað á hnyttnum tilsvöram í kosn-
ingabaráttunni 1980, þó að framíköllin hafí
stundum verið miður smekkleg. Þar kemur
fram að þá hafí verið grynnra á grallaranum
í Vigdísi Finnbogadóttur en nú. Varð forset-
inn að fóma grallaranum í Vigdísi?
„Ég held að spyrðir þú vini mína, þá segðu
þeir allir að grallarinn í Vigdísi sé enn á
sínum stað, en forsetinn leyfir sér ekki opin-
berlega sprell sem hún leyfír sér í innsta
hring.“ Brosglampinn er leiftrandi í augum
forsetans, þannig að trúlega er freistingin
á stundum mikil, þótt hún standist hana.
— Getur þú kannski sagt frá einhveiju
spaugilegu atviki sem hefur hent þig þegar
þú hefur verið að sinna embættisstörfum?
„Það er auðvitað svo margt sem kemur
upp í hugann við svona spumingu. Ég
gleymi því aldrei þegar ég missti munn-
þurrkuna, í konungsboðinu fyrsta sem ég
sat í Danmörku. Þetta var í Kristjánsborgar-
höll og ég sat á milli Margrétar drottningar
og Hinriks prins. Ég seildist laumulega eft-
ir servíettunni undir borði og dró hana upp,
en sat þá allt í einu með eplagrænan kjól-
fald drottningar í kjöltunni. Ég lét hann
auðvitað snarlega síga niður með silkilqóln-
um mínum og þreifaði fyrir mér með hinum
fætinum. Áður en ég vissi af, þá var ég
komin með hælkrók á Hinrik prins! Það
sést á myndum frá þessu boði að ég er
bókstaflega að springa úr hlátri vegna þessa
spaugilega atviks."
— Hvers vegna segir þú i bókinni að þú
hafír stundum liðið fyrir það í þínu starfí
að vera kona? Má ekki ætla að þú hafír
einmitt notið þess að vera kona, þegar þú
slóst í gegn 1980, vegna þess að það hafi
verið kominn vitjunartími kvenna?
„Þetta var vissulega áskoran og ég tók
henni. Einmitt af því að ég var feimin, þá
var átak fyrir mig að taka henni og ganga
fram. Það er alveg rétt að mér hefur verið
það til framdráttar, einkum á erlendri grand,
að ég er kona. Það verður að hafa i huga
að 1980 er verið að bijóta býsna stórt blað,
ekki síst með því að íslendingar kusu sér
konu sem forseta. Það sem ég átti við, þeg-
ar ég sagði að það hefði háð mér að vera
kona, er að ég hugsa að ég hafí þurft að
beita sjálfa mig talsvert meiri aga og það
hafí verið meira átak fyrir mig sem konu,
að heíja þetta starf, en það hefði verið fyr-
ir karl, þótt hann hefði haft sama bakgrann
og ég.“
— Þú átt þér frægt tilsvar við Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseta, er þú sagðir við
hann að fyrst ekki væri hægt að innritast
í skóla til að læra til forseta, þá gæfist
ekki betri skóli en leikhús til þess að nema
slík fræði. Er forsetaembættið þá svona
mikill leikur?
„Nei, það var framhald á þessu svari
mínu á þann veg að í leikhúsi er verið að
skilgreina mannlífið frá morgni til kvölds.
Það er ekki bara verið að leika. Áður en
leikritið fer fram er verið að æfa, skilgreina
einstaklinga, persónu andspænis annarri
persónu, persónu andspænis samfélaginu
og samfélagið andspænis einstaklingum og
umheiminum. Það er verið að skilgreina
mannlífið í sinni víðustu mynd. Til sanns
vegar má færa að slík stúdía á mannlífinu
og mannlegum samskiptum nýtist þeim sem
á forsetastól situr. Með slíkan bakgrann að
bakhjarli, er fátt mannlegt sem kemur
manni á óvart.“
— Það er bankað ofur létt á dyrnar og
í gættina gægist Vilborg Kristjánsdóttir, ein
„stelpnanna í stjórnarráðinu" og æskuvin-
kona Vigdísar. „Má ég aðeins . . .“ og ég
skil fyrr en skellur í tönnum, stekk á fætur
og þakka forseta rausn hennar á eigin tíma,
sem hún alltaf segist hafa of lítið af.