Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 15

Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 FORLAGIÐ KYNNIR Bemie S. Siegel KÆRLEIKUR - LÆKNINGAR - KRAFTAVERK Hér er sagt frá einstæðum hæfileika sjúklinga til að læknast af sjálfsdáðum, þeim sjúklingum sem hafa svo sterkan vilja til að sigrast á sjúkdómum sínum að þeim tekst að lifa af. Boðorð læknisins er einfalt: Hægt er að ná undraverðum árangri með því að beita kærleik, skilningi og innsæi. Ef sálarlífið er í jafnvægi eykst líkamanum styrkur. Bókin á ekki aðeins erindi til sjúklinga heldur líka til lækna og hjúkrunarfólks og allra fullfrískra manna sem láta sér annt um heilsu sína. Kenneth og Valerie McLeish TÓNLISTARSAGA ÆSKUNNAR í fyrsta skipti eiga íslensk börn og unglingar þess kost að fræðast um tónlist á móðurmáli sínu í vönduðu og íburðarmiklu alfræðiriti. Fjallað er um sígilda tónlist Vesturlanda, fræg tónskáld, popptónlist, djass og tónlist framandi þjóða. Einnig er leiðbeint um tónlist á hljómplötum til að hlusta á. í bókinni eru rúmlega 1000 myndir sem hafa ómetanlegt upplýsingagildi. Bókin er einkum ætluð börnum sem eru að hefja tónlistarnám eða vilja vita meira um þá tónhst sem þau heyra á hljómplötum, í útvarpi eða sjónvarpi. Colin Spencer GRÆNT OG GÓMSÆTT Nýjung á íslandi. Fjölbreytt safn uppskrifta fyrir þá sem neyta vilja jurtafæðis, eftir einn af frægustu matreiðslumeisturum Breta. Hér er matur við allra hæfi, þeirra sem hafa neytt jurtafæðis lengur eða skemur og hinna sem vilja prófa það til tilbreytingar og sér til heilsubótar. ítarlegir kaflar um hollar máltíðir og hugað er að þörfum barna, þungaðra kvenna, íþróttamanna og roskins fólks. Þá er í bókinni myndskreytt orðaskrá um krydd, ávexti og grænmeti sem matreiða skal. HEIMSBÓKMENNTIR Á ISLENSKU Dorís Lessing DAGBÓK GÓÐRAR GRANNKONU Ung og glæsileg kona í ábyrgðarstöðu kynnist gamalli og snauðri konu sem alla ævi hefur barist fyrir tilveru sinni. Meistaraleg saga um sárar tilfinningar þess sem er sviptur getu sinni og rétti til að varðveita mannlega reisn. Við kynni sín af gömlu konunni lærir sú unga að meta líf sitt á ný og gefa því tilgang - handan sýndarmennsku og sjálfumgleði. Þuríður Baxter þýddi. Juan Benet ANDRÚMSLOFT GLÆPS Á auðnum Spánar hefur morð verið framið. Um nokkra hríð umturnar atburðurinn lífi þeirra sem silast áfram í lognmollu héraðsins og les- andinn er leiddur inn í „andrúmsloft glæpsins“, inn í kæfandi andrúmsloft valdbeitingar og niðurlægingar á tím- um Francos. Marglofuð verðlauna- bók eins fremsta rithöfundar Spán- verja. Guðbergur Bergsson þýddi. Ævintýri bamanna RAUÐHETTA - PÉTUR PAN HANS HUGPRUÐI Sígild ævintýri sem börn hafa skemmt sér við, kynslóð fram af kynslóð. Hér eru þau endursögð við hæfi yngstu barnanna. Sigrún Eldjám KUGGUR TIL SJÁVAR OG SVEITA Nýjar sögur um Kugg og vini hans: þær Málfríði og mömmu hennar - kostulegar kerlingar sem ekki kalla allt ömmu sína þegar taka skal til hendinni, að ógleymdum Mosa - glaðlyndu og hrekkjóttu kríh sem býr yfir 'ótrúlegum hæfileikum. Rúmlega 40 litmyndir eftir höfundinn. Jane Elliot - Colin King HEIMUR í HNOTSKURN Þessi litríka bók hefur að geyma ógrynni af hagnýtum fróðleik við hæfi barna. Hvað veistu um jörðina, dýralíf og gróður á hnettinum, sögu mannkyns og þróun vísindanna? Fjörlegar litmyndir eiga ríkan þátt í að gera flókna hluti svo auðskilda að hvert barn getur notið þeirra. Lars Welinder - Harald Soneson JÓLAGJÖFIN Grástakkur gamli var búálfur og bjó einn í kofa. Hann var líka fjarska einmana. En dag nokkurn birtist heil fjölskylda í kofanum. Hvílíkt gleðiefni fyrir gamla búálfinn. Og nú tók hvert ævintýrið við af öðru. Heillandi saga, prýdd fjölda litmynda. BARNABÆKUR FORLAGSINS FORLAGIÐ ÆGISGÖTU 10, SÍMI 91-25188 Marit Claridge -John Shackell LIFANDI HEIMUR - LÍFIÐ f KRINGUM OKKUR Hvaða gagn gerir sólin? Hvers vegna geta fuglarnir flogið? Geta fiskar cirukknað? Hvað er nátt- úruvernd? Hér fá börnin svalað forvitni sinni um náttúruna og svör við spurningum um lífið í kringum okkur. Bók sem er ætlað að temja börnum virðingu fyrir öllu því sem lifir og andar í kringum okkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.