Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
21
Útgefandi tufyfafeife Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Atvinnuhorfur á
Norðurlandi
Frá því var greint í fréttum Morg-
unblaðsins sl. föstudag að
Fjórðungssamband Norðlendinga
hafi staðið fyrir könnun á stöðu og
horfum í atvinnulífi landshlutans.
Eins og vænta mátti er staða ein-
stakra sveitarfélaga mjög misjöfn
að þessu leyti. Meginniðurstaða
könnunarinnar er engu að síður sú
að víða „eru horfur á tímabundnu
atvinnuleysi á Norðurlandi á næstu
mánuðum og á nokkrum stöðum
má búast við að það verði viðvar-
andi". Allvíða hefur fyrirtækjum
verið lokað, bæði í verzlun og sjávar-
útvegi. Skattaskil fyrirtækja við
sveitar- og bæjarsjóði eru og lakari
en verið hefur sem og greiðslustaða
sveitarfélaganna sjálfra. Á allnokkr-
um stöðum hefur borið á búseturösk-
un.
Hefðbundnar búgreinar hafa
dregið verulega úr framleiðslu til
samræmis við markaðsþróun. Þetta
á bæði við um mjólkur- og kjöt-
framleiðslu. Framleiðsla sauðfjár-
afurða er enn umfram eftirspum,
þann veg að reikna má með frekari
samdrætti. Þetta hefur að sjálfsögðu
sagt til sín í atvinnu og afkomu fólks
í landbúnaðarhéruðum, sem og 5
þéttbýli, sem þjónustað hefur að-
liggjandi sveitir, bæði í úrvinnslu
hráefna sem og í iðnaði og verzlun.
Staða sjávarútvegs í landinu,
bæði veiða og vinnslu, kemur og
harkalega niður á útgerðar- og fisk-
vinnslubæjunum nyrðra, sem og
annars staðar á landinu. Sums stað-
ar hvílir tilvera heilu sveitarfélag-
anna á rekstri eins eða örfárra fyrir-
tækja í sjávarútvegi, sem gert hefur
verið að sæta taprekstri og söfnun
skulda. Rekstrarstaðan í sjávarút-
vegi er á heildina litið óviðunandi,
að öllu óbreyttu. Þegar og ef þessi
fyrirtæki, sem verið hafa stærstu
skattgreiðendurnir í viðkomandi
sveitarsjóði, standa ekki Iengur í
skilum, er skammt í rekstrarvanda
sveitarfélaganna.
Iðnaður, sem víða stóð vel á Norð-
urlandi, á einnig undir högg að
sækja, sér í lagi útflutnings- og sam-
keppnisiðnaður. Almennur iðnaðar
stendur skár, samkvæmt könnun
Fjórðungssambandsins, þótt dæmi
séu um bágborna, jafnvel alvarlega,
stöðu hans. Á heildina litið eru at-
vinnuhorfur á Norðurlandi síður en
svo uppörvandi.
Landbúnaður og sjávarútvegur
eru undirstöðugreinar í atvinnu og
afkomu Norðlendinga. Slæm staða
þessara greina kemur fram í þeim
atvinnuhorfum sem könnunin tíund-
ar. Rætur vandans liggja efalítið
víða, m.a. í lífríki sjávar, kostnaðar-
þróun framleiðslunnar (verðbólgu)
og markaðs- og verðþróun hennar.
En jafnframt í landstjóm og gengis-
og framleiðslustýringu. í því sam-
bandi verður ekki komizt hjá að
minna á það, að Framsóknarflokkur-
inn hefur haft húsbóndavald í land-
búnaðarráðuneytinu allar götur
síðan 1971, að þremur árum undan-
skildum, unz Alþýðubandalagið tók
við því valdi í sumar. Framsóknar-
flokkurinn hefur og stýrt sjávarút-
vegsráðuneytinu allan þennan ára-
tug.
Könnun Fjórðungssambands
Norðlendinga á atvinnuhorfum var
þarft framtak. Þekking á vandanum
er forsenda þess að leysa hann. Stað-
an er verri en við var búizt, en Norð-
lendingar hafa fyrr mætt hliðstæð-
um vanda. Mergurinn málsins er sá
að búa undirstöðugreinum viðunandi
rekstrarskilyrði. Það verður ekki
gert undir forneskju hafta og
skömmtunar. Samkeppnisstaða
íslenzkra fyrirtækja verður aðeins
tryggð með hinum sömu leiðum og
bezt hafa reynzt hvarvetna um hinn
lýðfrjálsa heim.
Leifur
heppni
A
ILesbók Morgunblaðsins í gær
birtist grein eftir Hermann Páls-
son, prófessor í Edinborg, sem ber
fýrirsögnina: Höldum ráðstefnu um
Vínlandsmálið í heild. í niðurlagi
hennar minnist hann á fyrirhuguð
hátíðahöld eftir íjögur ár, þegar 500
ár eru liðin frá því að Kólumbus
fann Kúbu. Síðan segir Hermann:
„En hitt hefur einnig heyrst að Norð-
menn ætli að minnast þessa afmælis
með sérstökum hætti: Þeir ætla sem
sagt að gera kvikmynd um Leif
Eiríksson, Vínlandsfara, sem nú um
nokkra mannsaldra hefur notið
þeirrar frægðar að vera heiðurs-
borgari norska ríkisins, af því að
mönnum þótti ekki nógu veglegt að
hann væri íslendingur eða Græn-
lendingur."
Hermann Pálsson hvetur til þess
að íslendingar undirbúi umræðufund
um Vínlandsmálið í heild til að ná
saman öllum þráðum um Grænland
og Vínland hið góða í bók til fróð-
leiks fyrir áhugamenn í Vestur-
heimi. Þessari tillögu eiga réttir aðil-
ar að veita brautargengi.
ALLT HVERFUR
• í sagnahítina,
nema ríki guðs á jörðu,
tákngert í páfanum og
tilstandinu kringum
hann. Allt nema stóll
Péturs. Og náttúrlega
stendur kirkja hans hér
fyrir torginu mikla og þangað flýg-
ur hugur minn einn morgun í miðj-
um ágúst, að tilefnislausu auðvitað
því ég er ekkert að hugsa um þessa
kirkju sérstaklega heldur miklu
fremur um mánuðina þijá sem ég
hef glatað en er nú sáttur við að
endurheimta aldrei úr þessu, já, ég
er eitthvað að grufla út í þessa
undarlegu reynslu þegar sú hugsun
flögrar að mér við séum öll í hvaln-
um einsog Jónas án þess vita gjörla
við erum fómardýr í stórfiskaleik
samtímans. Eða hví skyldi það ekki
geta verið? Undirvitundin segir okk-
ur að við séum ekki endilega á
guðs vegum, við sem ættum að
þekkja spor okkar á þessari smán-
uðu jörð, rétt einsog Ríkharður
konungur.
Að vfsu dettur mér þetta ekki í
hug fyrir neina jrfirskilvitlega uppá-
komu, nei þvert á móti er þetta
sprottið af ofurhversdagslegri
reynslu kvöldið áður þegar ég sá
sjónvarpsmynd um hafið í áhrifa-
mikilli útfærslu Davíðs Attenbor-
oughs, sá öldumar rísa einsog í
kyTralífshöggmynd eftir Einar
Jónsson, sá orkuna sjálfa í allri sinni
dýrð án þess henni væri breytt í
rafmagn og ljós og ég fór þá enn
að hugsa um þær öldur sem brotna
innra með okkur og svo dauðann í
kjölfarið. En þó umfram allt lífið
sjálft; þessa óhönnuðu gulu fiska
sem liggja þama á
botninum með loftnet
úr mænu á hausnum
og biða bráðar sinnar
án þess neinu dýri geti
dottið í hug þeir séu
annað og meir en föst
hrúga, gulir fiskar í
kóralnum; og svo allir hinir fiskarn-
ir sem eiga hver sitt leyndarmál,
sumir með marglita beitu á bakugg-
anum og grípa bráðina með ljós-
hraða, aðrir sprettharðir á botnin-
um og hylja sig sandi á andartaki,
bíða . . . og tortíma fómardýmm
einsog hryðjuverkamenn, nema
hvað þeir tortíma fyrir hugsjón sem
enginn skilur — og sízt þeir sjálfir.
Og svo allir selimir smitaðir af ein-
hverjum veirum sem framkalla
lungnabólgu og einhvers konar löm-
unarveiki, þama eru þeir hundrað-
um saman og þá rekur á land eins-
og hnyðjur frá Síberíu á þær hom-
strandir hugans sem enginn vitjar,
stjómlaust rekur þessar hnyðjur um
höf sem ýfast í huganum. Þetta er
þó náttúran sjálf, ekki maðurinn,
hugsa ég þegar ég velti fyrir mér
örlögum selanna, en þá segir þulur-
inn að þeir séu líklega veiklaðir af
mengun mannsins á þessum fjöl-
fömu slóðum. Ég ætla að fara að
hugsa um fingraför mannsíns á
jörðinni og svörtu blettina á sam-
vizku hans þegar stórhveli koma
allt í einu uppúr sjónum einsog sjálf-
ur leyndardómur tilverannar birtist
í öllu sínu veldi — og það er þá sem
mér dettur Jónas í hug. Svo líður
þessi hugsun hjá einsog hvér önnur
hugdetta og ég reyni að einbeita
mér að marglitum smáfiskunum í
þessum litskrúðugu kóröllum. Og
af því ég er ekki skáld á þeirri
stundu hvarflar hugurinn að
Everglades og óbirtu kvæði um
margbreytilega dýrð náttúrannar
sem ég orti þar vestra í æði og
umhverfisstellingum.
EIN AF ÞESSUM NÓTT-
• um þegar maður liggur
milli svefns og vöku og vaknar í
svitakófí til að drekka og hættir
að vinda lakið, en hverfur svo frá
þeirri hugsun inní meðvitundar-
Iausan svefn einsog sagt er. Það
er einsog að vakna til þess eins að
gleyma sér við CNN sem á að vera
sjónvarp veraleikans en er samt
einsog öll sjónvörp saman sett úr
einhveijum gagnsæjum hveljubút-
um sem mynda draumkennda heild
í líkingu við þau sjávardýr sem era
aðlaðandi og ævintýraleg í allri
sinni margbreytilegu litadýrð en
haldast ekki saman stundinni leng-
ur ef þau era tekin úr sjó. Þá þorna
þau og verða að engu. Ástæðan
einföld: þau era ekkert án vatns.
Þannig fannst mér einnig sú lita-
dýrð sem við mér blasti á skermin-
um, hún þolir ekki það andartak
þegar draumkenndum veraleika
sleppir og óseðjandi skermurinn
kallar á nýja drauma úr þessum
brotkennda veraleika. Hafíð er
gagnsæjum óraunveralegum sjáv-
ardýram það sem skjárinn er mynd-
lausri og óáþreifanlegri hugsun.
Einsog dýrin era selta og ummynd-
að vatn, þannig er myndin á skján-
um ummynduð hugsun, ósýnileg án
þessa tækis.
M.
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
Þess var minnst um
síðustu helgi á ráðstefnu
um fijálshyggjuna að í
ár eru 10 ár liðin frá því
að bók Ólafs Bjömsson-
ar prófessors Frjáls-
hyggja og alræðishyggja
kom út. Með þeirri bók
varð orðið fijálshyggja hluti af umræðum
um íslensk stjómmál. Orðið hefur á þessum
10 áram fengið allt aðra merkingu en
Ólafur Bjömsson lagði í það í bók sinni.
Þar notar hann orðið sem þýðingu á enska
orðinu libertarianism. Hann leggur það'
sjónarmið til grundvallar að það séu tvær
meginstefnur sem allt frá því í fomöld
hafí tekist á í stjómmálunum. Annars veg-
ar það sem hann kallar fijálshyggju, hins
vegar það sem hann kallar alræðishyggju
(totaliarianism). Ólafur Bjömsson segir:
„Þessar stefnur og átökin á milli þeirra
má rekja allt aftur til skeiðs grísku borg-
ríkjanna og jafnvel enn lengra aftur í
tímann. Meðal Fom-Grikkja má telja Sókr-
ates og Períkles til formælenda fijáls-
hyggjunnar, en Plató höfuðpostula alræð-
ishyggjunnar. Kristindómurinn boðaði líka
fijálshyggju á fyrstu öldum kristninnar,
þó að það breyttist, þegar hún fékk viður-
kenningu ríkisvaldsins sem hin eina sanna
trú. Átökin milli þessara tveggja megin-
stefna hafa síðan verið háð á öllum sviðum
menningarlífsins, svo sem í heimspeki, trú-
málum og stjómmálum, en allir þessir
þættir eru auðvitað meira og minna sam-
ofnir."
Ágreining-
ur Platós og
Períklesar
í BÓK SINNI vitn-
ar Ólafur Björnsson
máli sínu til stuðn-
ings orðrétt í þá
Plató og Períkles.
Plató segir:
„Æðsta boðorðið hlýtur alltaf að vera
það, að enginn hvorki karl né kona, sé án
foringja. Ekki skyldi það heldur alið upp
í neinum að gera nokkuð að eigin frum-
kvæði. Engum skyldi tamið það hugarfar
að gera nokkuð að eigin framkvæði, hvorki
vegna sannfæringar né jafnvel í gamni.
En bæði í stríði og friði skyldi sérhver
beina augum sínum að foringja sínum og
fylgja honum í trúnaði. Og jafnvel í hinum
smæstu atriðum skyldu menn hlýða stjóm.
Til dæmis skyldi sérhver aðeins klæðast,
hreyfa sig, þvo sér eða borða, þegar honum
er sagt að gera það. í stuttu máli hver
og einn skyldi temja sér á löngum ferli
að láta sig ekki dreyma um að starfa sjálf-
stætt, heldur verða alveg óhæfur til slíks.“
Telur Ólafur Bjömsson að sennilega
hafí boðskapur alræðishyggjunnar aldrei
fyrr né síðar verið boðaður jafn skýrt og
hreinskilnislega. Eftir Períklesi er þetta
hins vegar haft:
„Stjómkerfí okkar keppir ekki við það,
sem annars staðar er. Við líkjum ekki eft-
ir nágrönnum okkar, en reynum að vera
fyrirmjmd. Stjómskipun okkar byggist á
tilliti til hinna mörgu í stað hinna fáu,
þess vegna kallast hún lýðræði. Lögin
tryggja öllum jafnan rétt í einkamálum
þeirra, en við metum einnig verðleika. Ef
einhver borgari skarar fram' úr, verður
hann kallaður til þess að þjóna ríkinu,
ekki vegna forréttinda, en sakir verðleika,
og fátækt er engin hindrun. Frelsið, sem
við notum, nær einnig til hins daglega lífs,
við tortryggjum ekki hver annan, og átelj-
um ekki náunga okkar fyrir það að ganga
sínar eigin götur. En frelsið þýðir ekki
lögleysu. Okkur er kennt að virða yfirvöld-
in og lögin, og aldrei megum við gleyma
að vemda þá, sem órétti eru beittir. Og
okkur er líka kennt að virða hin óskrifuðu
lög, sem grundvallast aðeins af almennri
tilfinningu fyrir því, hvað sé rétt. . . . Við
lítum ekki á umræður sem hindrun í vegi
stjómarathafna heldur sem óhjákvæmiiegt
skilyrði fyrir skynsamlegum ákvörðunum.
Við trúum því að hamingja sé ávöxtur
frelsisins, en frelsið ávöxtur hreystinnar,
og við óttumst ekki ófriðarhættu."
Segir Ólafur Bjömsson að þama komi
fram í hnotskum grundvallaratriði fijáls-
hyggjunnar og sé vafasamt hvort nokkur
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 3. desember
síðari tíma formælandi hennar hafi þar
veralega bætt um. Fremsti höfundur fijáls-
hyggjunnar meðal Fom-Grikkja hafí þó
tvímælalaust verið Sókrates. Boðskapur
hans var lýðræði — þótt hann gagnrýndi
ýmislegt í aþensku stjómarfari og yrði að
láta lífið fyrir þá gagnrýni — jafnrétti allra
fyrir lögunum og umfram allt tjáningar-
frelsi og fijálsar umræður um þjóðfélags-
mál, sem hann taldi skilyrði fyrir allri skyn-
samlegri ákvörðunartekt. En það góða og
það skynsamlega fór ávallt saman að áliti
Sókratesar, skoðun sem vissulega er út
af fyrir sig umdeilanleg segir Ólafur
Bjömsson.
RÍKISSTJÓRNIN
^tinrnmála. sem nýlega var
ötjornmaia- mynduð hefur það
deilur a sem sérstakt sam-
einingartákn að
flokkamir í henni
ætli að beija á svokölluðum „fijálshyggju-
mönnum“. Orðið frjálshyggja hefur verið
oftar nefnt í stjómmálaumræðum hér und-
anfama daga og vikur en um langan tíma.
Á hinn bóginn fer því víðs fjarri að menn
séu að deila um þau grandvallarmál sem
þeir Sókrates, Plató og Períkles ræddu í
Aþenu fyrr á öldum.
Lítum á nokkrar tilvitnanir í ræðu sem
Steingrímur Hermannsson forsætisráð-
herra flutti á flokksþingi Framsóknar-
flokksins 18. nóvember sl. Þar talar hann
um það undir fyrirsögninni „Samsekir“
hvaða þróun hefur orðið í vaxtamálum hér
á landi undanfarið. Hann lýsir því að þeg-
ar ríkisstjóm var mynduð undir hans for-
sæti 1983 hafí verið skiptar skoðanir á
milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks um það hvenær og hvemig bæri
að innleiða frjálsræði í íslensku efna-
hagslífí eftir lögbundnar aðgerðir í upp-
hafí stjómarsamstarfsins. Niðurstaðan
hafí orðið sú að eftir u.þ.b. eins árs stjórn-
arsamstarf hafí framsóknarmenn sam-
þykkt nokkra hækkun á vöxtum. Megi þá
segja að þá hafi litli fíngur verið gefínn
en höndin öll tekin, eins og hann orðaði
það. Seðlabankinn hætti að ákveða há-
marksvexti og okurlögin urðu óvirk.
„Þannig innleiddu þeir, sem peningamál-
unum stjórnuðu, frjálsá vexti og fijálsa
fjármögnunarstarfsemi hvers konar og um
leið hagstjóm á grundvelli peningahyggj-
unnar.“ Óg enn segir Steingrímur Her-
mannsson: „Það verður að viðurkennast
að við áttuðum okkur ekki nógu fljótt á
því hvert frjálshyggjupostulamir stefndu."
Síðar undir millifyrirsögninni „Fórn-
ariömb fijálshyggjunnar" segir forsætis-
ráðherra: „Fyrstu fómarlömd fijálshyggj-
unnar eru hin mörgu verslunar- og þjón-
ustufyrirtæki, ekki síst á höfuðborgar-
svæðinu, sem nú verða hvert af öðra gjald-
þrota.“
Á ráðstefnunni um frjálshyggjuna kall-
aði Guðmundur Magnússon fyrram aðstoð-
armaður menntamálaráðherra þessa með-
ferð á orðinu fijálshyggja málspellvirki.
Að kenna nauðungaruppboð, gjaldþrot fyr-
irtækja, uppsagnir starfsfólks og annað
af því tagi og jafnvel okurlánaviðskipti við
frjálshyggju í framkvæmd, hefði haft áhrif
á fólk og ruglað marga í ríminu. „Spell-
virkjunum finnst þetta auðvitað fyndið auk
þess sem það þjónar pólitískum markmið-
um þeirra, tilgangurinn helgar meðalið. í
mínum huga er þetta dæmi um hve lág-
kúruleg stjómmálin geta orðið, en það er
vert að átta sig á því að þessi vinnubrögð
eru til marks um rökþrot vinstri manna
og sýna málefnaiega uppgjöf þeirra," sagði
Guðmundur Magnússon.
villigötum
Hlutur
framsókn-
armanna í
vaxtamálum
VEGNA þeirrar
hörðu gagnrýni
sem framsóknar-
menn hafa uppi um
stefnuna í vaxta-
málum núna þegar
þeir hafa setið um
17 ár í ríkisstjórn er forvitnilegt að líta á
hlut þeirra sjálfra á þessu sviði. í því efni
er athyglisvert að í flokksþingsræðu sinni
viðurkennir Steingrímur Hermannsson
Meyjahofiö á Akrópólishœð í Aþenu.
réttilega að hann var forsætisráðherra
þegar þau skref vora stigin í vaxtamálum
sem hann telur nú að hafí verið og séu
af hinu illa. Enginn hefur þó lagt meiri
áherslu á það í seinni tíð en einmitt
Steingrímur Hermannsson, hve ríka
ábyrgð forsætisráðherra ber á stjóm efna-
hagsmála. Hlýtur það að hafa átt jafnt
við á árunum 1983-1987 og eftir þann
tíma.
Þá er óhjákvæmilegt að minna á það
að Ólafur Jóhannesson, forveri Steingríms
Hermannssonar á formannsstóli í Fram-
sóknarflokknum, var eindreginn talsmaður
þess að sparifé væri verðtryggt og flutti
um það tillögu á Alþingi þegar árið 1960.
Síðan gerðist það þegar Ólafur Jóhannes-
son varð forsætisráðherra í ríkisstjórn Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks á áranum 1978-1979 að sett
vora svokölluð Ólafslög vorið 1979. Þar
er sú stefna mörkuð að allt sparifé lands-
manna og almenningssjóða skuli verð-
tryggt en reglur um verðtryggingu skuli
einkum við það miðaðar að tryggja allt
sparifé sem bundið er til þriggja mánaða
eða lengur gegn verðrýmun af völdum
verðhækkana. A grundvelli þessara laga
samdi síðan Seðlabankinn reglumar um
lánskjaravísitölu sem nú fara hvað mest
fyrir bijóstið á framsóknarmönnum og
forsætisráðherra.
Starfsmenn fógetaréttarins í Reykjavík
sem era manna kunnugastir gjaldþrota-
málum í landinu telja að til þessarar laga-
setningar á árinu 1979 megi rekja þær
brejdingar á íslenska peningakerfínu sem
vega hvað þyngst þegar leitað skal orsak-
anna fyrir fjölgun gjaldþrota á undanföm-
um árum með sérstöku tilliti til einstakra
stjómarathafna. Hin þrönga túlkun fram-
sóknarmanna á orðinu fijálshyggja á
þannig einkum við um þá stefnu sem
mótuð var í Ólafslögum en á ekkert skylt
við ágreining á milli þeirra sem aðhyllast
frelsi annars vegar og alræði hins vegar.
Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1978-79. í hennar tíð kom lánskjaravísital
an til sögunnar.
ÞÓTT ÞEIR hafi
verið framsýnir
Sókrates, Períkles
og Plató getur eng-
inn með nokkrum
rökum haldið því
fram, að þeir hafí lagt grunn að peninga-
kerfínu sem gildir á Islandi á því herrans
ári 1988. Þeir lögðu á hinn bóginn grunn-
Umræður á
röngum for-
sendum
inn að kenningum og umræðum um fijáls-
hyggju og alræðishyggju. Öngþveitið á
íslenska peningamarkaðinum er af inn-
lendum toga og að mestu pólitískum. Vilji
menn leita að sökudólgi hljóta þeir óhjá-
kvæmilega að staðnæmast við Framsókn-
arflokkinn vegna aðildar hans að ríkis-
stjómum í 17 ár og lykilhlutverks forráða-
manna hans, þegar mikilvægar ákvarðanir
voru teknar.
Að hinu verða talsmenn fijálshyggju
að huga sérstaklega, hvemig á því stendur
að andstæðingum þeirra hefur tekist að
kenna þeim um vandræðaganginn í stjóm
efnahagsmála. Ein af ástæðunum fyrir því
er vafalaust sú, að málsvarar frjálshyggj-
unnar hafa lagt ofurþunga á hina efna-
hagslegu hlið hennar. Þegar hin 10 ára
gamla bók Ólafs Bjömssonar er skoðuð
kemur í ljós, að hann dregur þar saman
yfirlit yfir hugmyndafræðilega þróun
stjómmálakenninga og í því ljósi á að
skoða orðið fijálshyggja en ekki tengja
það nafni einstakra manna, hagfræðinga
eða annarra, þótt þeir séu merkir vegna
skoðana sinna og rannsókna.
Hreinn Loftsson, fyrrum aðstoðarmaður
'-samgönguráðherra, rifjaði það upp á ráð-
stefnunni fyrir viku, að ráðist hefði verið
á þá Ólaf ThorS og Bjama Benediktsson
og þeir sakaðir um oftrú á markaðinum,
þegar viðreisnarstjómin hratt fijálsræðis-
stefnu sinni í framkvæmd í upphafi sjö-
unda áratugarins. Taldi hann þær árásir
sambærilegar við þá gagnrýni sem fijáls-
ræðisstefna í atvinnu- og efnahagsmálum
sætir nú. Kemur það vel heim og saman
við þá skoðun, að í þessum málaflokki sé
nær að tala hreinlega um sjálfstæðisstefn-
una en fijálshyggju. Hins vegar telur
líklega enginn fært að segja, að þeir Sókr-
ates og Períkles hafi boðað sjálfstæðis-
stefnuna í Aþenu á sínum tíma; einmitt
þess vegna er orðið fijálshyggja komið til
sögunnar.
„Þóttþeir hafi
verið framsýnir
Sókrates, Perí-
kles og Plató get-
ur enginn með
nokkrum rökum
haldið því fram,
að þeir hafi lagt
grunn að pen-
ingakerfinu sem
gildir á íslandi á
því herrans ári
1988. Þeir lögðu á
hinn bóginn
grunninn að
kenningum og
umræðum um
fijálshyggju og
alræðishyggju.
Öngþveitið á
íslenska peninga-
markaðinum er af
innlendum toga
og að mestu
pólitískum. Vilji
menn leita að
sökudólgi hljóta
þeir óhjákvæmi-
lega að staðnæm-
ast við Framsókn-
arflokkinn vegna
aðildar hans að
ríkisstjórnum í 17
ár og lykilhlut-
verks forráða-
manna hans, þeg-
ar mikilvægar
ákvarðanir voru
teknar.“