Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
BRIAN HLROrVEY
FOR8ÆTISRAÐHERRA KMADA
Sigursæli
Iianada-
madiuiiui
BRIAN MULRONEY forsætisráðherra hefur tryggt stjórn
sinni og Ihaldsflokknum öruggan sigur í þingkosningum
í Kanada eftir einhverja hörðustu kosningabaráttu, sem
þar hefur verið háð. Þar með hefiir það gerzt í fyrsta
skipti í 35 ár í Kanada að ríkjandi stjórn hefur sigrað í
þingkosningum tvisvar sinnum í röð. Að vísu fékk íhalds-
flokkurinn ekki nema 43% atkvæða ogþingmönnum hans
fækkaði úr 211 í 170, en Frjálslyndi flokkurinn hlaut að-
eins 82 menn kjörna og nýdemókratar 43.
John Tumer, leiðtogi
frjálslyndra, gerði kosn-
ingamar að nokkurs kon-
ar þjóðaratkvæðagreiðslu
um fríverzlunarsamning við
Bandaríkin, sem Mulroney hefur
reynt að fá þingið til að stað-
festa, og andúð á samningnum
virtist auka fylgi fijálslyndra um
tíma. Nú hafa kjósendur kveðið
upp sinn dóm og samningurinn
verður líklega staðfestur í þinginu
fyrir 1. janúar.
Tumer reyndi að ala á rótgrón-
um ugg um að Kanadamenn verði
algerlega háðir Bandaríkjamönn-
um í efnahagsmálum. Margir hafa
óttazt að kanadísk fyrirtæki geti
orðið gjaldþrota vegna tollalækk-
ana. En Mulroney segir að samn-
ingurinn muni tryggja velsæld í
Kanada á næstu öld og að gert
sé ráð fyrir nægum aðlögun-
artíma. Enn fremur að kanadískur
útflutningur fái greiðan aðgang
að markaðnum í Bandaríkjunum
og losni við vemdartolla.
„Sjálfstraust" og „samkeppni"
voru ein helztu vígorð Mulron-
-eys.„Við ótt-
umst ekki sam-
keppni!“ hróp-
aði hann á
kosningafund-
um.„Við, sækj-
umst eftir sam-
keppni. Við getum keppt við þá
beztu í heiminum." Yfirlýsingar
hans virtust falla í góðan járðveg,
jafnvel í Ontario, þar sem and-
staðan gegn fríverzlun virtist
hörðust. Þeim virtist þó hvergi
eins vel tekið og í Quebec.
„Þjóðarsátt“
Mulroney er sjálfur frá Quebec,
sem var áður vígi Fijálslynda
flokksins, en nú virðist hann á
góðri leið með að gera héraðið
að vígi íhaldsflokksins. Þegar
hann varð flokksleiðtogi fyrir
fimm ámm höfðu íhaldsmenn að-
eins eitt af 75 þingsætum Qu-
ebecs, en nú em þingmenn þeirra
þaðan orðnir 63.
Auk fríverzlunar leggur Mul-
roney mikla áherzlu á að þjóðar-
sátt verði tryggð og honum virð-
ist hafa orðið talsvert ágengt.
Svokallað Meech Lake-samkomu-
lag virðist hafa leyst hatrammar
deilur einstakra fylkja og sam-
bandsstjómarinnar a.m.k. í bili.
Martin Brian Mulroney,
Kanadamaðurinn sigursæli, er
sonur fátækra írskra innflytjenda
og fæddist 20. marz 1939 í smá-
bænum Baie Comeau í afskekktu
og víðáttumiklu héraði á norður-
bakka St. Lawrence-fljóts í Qu-
ebec. Mulroney eldri var í hópi
fyrstu landnemanna á þessum
slóðum á kreppuámnum og kom
til Baie Comeau á bát, því að
vegur var ekki lagður þangað fyrr
en löngu síðar. Um tíma bjuggu
hann og fjölskyldan í (jaldi.
í Baie Comeau var prentsmiðja
stórblaðsins The Chicago Tribune
og Mulroney eldri fékk stöðu raf-
virkja þar. Þegar forstjóri blaðs-
ins, Robert McCormick ofursti,
kom í heimsókn var Mulroney
litli, sem var einn sex systkina,
oft beðinn að syngja fyrir hann.
Fyrir það fékk hann 50 dollara,
sem hann lagði til heimilisins.
Þótt Mulroney-fjölskyldan talaði
ensku lærði Brian frönsku á unga
aldri og náði leikni í henni.
________________ Sumir halda
MAWWSMYWP
efiir Gudm. Halldórsson
því fra,m að góð
frönskukunn-
áttan sé skýr-
ingin á því að
Mulroney varð
forsætisráð-
herra. I Quebec hefur löngum
verið gmnnt á því góða með
frönskumælandi og brezkættuðu
fólki. Kaþólskir og enskumælandi
írar hafa oft reynt að bera klæði
á vopnin.
Sáttasemjari
Að loknu námi í heimavistar-
skóla í New Bmnswick lagði
Mulroney stund á stjómvísindi við
St. Francis Xavier-háskóla á'Nova
Scotia, en síðan lauk hann lög-
fræðiprófí við Laval-háskóla í
Quebec. Hann kom fram á leik-
sýningum á stúdentsámm sínum
og tók þátt í stjómmálastarfí
stúdenta úr íhaldsflokknum. A
þeim árum hafði verkamannason-
ur meiri framavonir í íhalds-
flokknum en Fijálslynda flokkn-
um, sem var við völd. Skólafélag-
ar hans komu honum í kynni við
ýmsa áhrifamenn.
í fyrstu starfaði Mulroney hjá
„Hættir við að
ýkja og færa
í stílinn.“
„ Virðist falskur í
sjónvarpi þótt hann
sé eðlilegur."
„Ekki eins róttækur
hægri maður og
Thatcher.1*
kunnu lögfræðifyrirtæki í Montre-
al. Hann sérhæfði sig í samning-
um við verkalýðsfélög og þótti
laginn að setja niður vinnudeilur.
Árið 1973 gekk hann að eiga
fagra, júgóslavneska innflytj-
endadóttur, Milu Pivnicki, sem er
13 ámm yngri en hann. Þau eiga
eina dóttur og þijá syni.
Mulroney talaði á fundum
íhaldsflokksins og safnaði fé í
kosningasjóði. Það þótti kostur
að hann kom eins vel fyrir á
verkamannakrám og í pólitískum
kvöldverðarboðum og var jafn-
vígur á ensku og frönsku. Sagt
var að hann gæti sannfært alla
sem hann talaði við um að hann
hefði tröllatrú á því sem þeir
væm að gera. Þegar hann ákvað
að komast á þing bauð hann sig
fram í héraðinu þar sem hann var
fæddur, en ekki í ömggu íhalds-
kjördæmi.
Árið 1976 munaði litlu að
Mulroney yrði Iq'örinn leiðtogi
íhaldsflokksins, þá 36 ára gam-
all, í stað Joe Clarks. Þá var fátt
annað vitað um hann en það að
hann hafði setið í stjómamefnd,
sem rannsakaði spillingu í bygg-
ingariðnaðinum í Quebec, en hann
þótti líkur Robert Redford, „evr-
ópskur“ í hátt og líklegur til að
ná fylgi af Pierre Trudeau, leið-
toga fijálslyndra, í Quebec og
víðar.
Flokksleiðtogi
Síðan hóf Mulroney störf hjá
jámgrýtisfyrirtæki í eigu Banda-
ríkjamanna í Schefferville og varð
forseti þess að ári liðnu. Hann
þótti laginn að semja við reiða
verkamenn, en andstæðingar
hans sökuðu hann um að loka
einni námu fyrirtækisins og sögðu
að honum hæfði bezt að vera
bandarískur útibússtjóri. Hvað
sem því líður efnaðist hann vel
og tryggði fjölskyldu sinni §ár-
hagslegt sjálfstæði.
Hinn 11. júní 1983 var Mul-
roney kosinn leiðtogi íhalds-
flokksins í stað Joe Clarks eftir
tvísýna viðureign. Hann var fyrsti
Quebec-búinn, sem hafði verið
kjörinn flokksleiðtogi og var tal-
inn standa til hægri í flokknum.
Enginn keppinauta hans, sem
vom sjö að tölu, lýstu yfír eins
eindregnum stuðningi við Banda-
ríkjamenn.
Rúmu ári síðar, 4. september
1984, vann Mulroney mesta kosn-
ingasigur í sögu Kanada eftir
velskipulagða kosningabaráttu.
íhaldsmenn fengu 211 þingsæti,
fijálslyndir undir forystu Johns
Tumers 40 og nýdemókratar 30.
Andstæðingar Mulroneys reyndu
að gera lítið úr sigrinum, því að
Tumer væri seinheppinn leiðtogi
og stjóm hans hafði verið veik
og verið sökuð um spillingu.
Fyrstu tvö árin spillti fyrir
Mulroney að nokkrir ráðherrar
flæktust í hneykslismál og skip-
-un„flokksgæðinga“ í mikilvæg
embætti var gagnrýnd. Eyðslu-
semi konu hans komst í fréttim-
ar. Sjálfur þótti hann of hikandi
og ekki nógu mikilhæfur leiðtogi,
en vinsældir hans virtust ekki bíða
hnekki.
Umdeildur
Um Mulroney er sagt að honum
hætti að ýkja og færa í stílinn,
en það sé einkenni á írskri sam-
ræðulist og hann kunni því að
virðist háll og óáreiðanlegur.
Kunnur fréttaskýrandi segir að
mesta ólán hans sé að hann virð-
ist falskur í sjónvarpi, þótt hann
sé eðlilegur. Hann sækist mikið
eftir vinsældum, en þrátt fyrir
kosningasigrana hefur því verið
haldið fram að fæstir Kanada-
menn virðist treysta honum og
að flestum þeirra sé lítið um hann
gefið. Gagnrýnendur hans segja
að hann geti þakkað kosninga-
sigrana því að aðalkeppinauturinn
hafí verið óvinsælli en hann.
Það virtist fara í taugarnar á
sumum Kanadamönnum að hann
gerði mikið veður út af fundi
heimsleiðtoga um efnahagsmál í
Toronto fyrr í ár og lét flagga í
marga mánuði á eftir til að minna
á árangur fundarins.
Sumir hafa viljað líkja Mulron-
ey við Margréti Thatcher, en hann
er ekki talinn eins róttækur hæ-
grimaður og hún. Til dæmis styð-
ur hann valddreifingu og leggur
áherzlu á samráð við aðra. Hann
hefur ekki viljað rísa gegn al-
mennri samstöðu Kanadamanna
um mikil framlög til félagsmála
og miklum afskiptum yfirvalda
af málum venjulegra borgara, en
hefur hvatt til aukins framtaks
einstaklinga. „Ríkisstjómir skapa
ekki auð,“ segir hann. „Fólkið
gerir það.“