Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 24

Morgunblaðið - 04.12.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Kafli úr bókinni Við byggðum nýjan bæ — ævisögu Huldu Jakobsdóttur eftir Gylfa Gröndal Hulda við steinda gluggann eftir Gerði Helgadótt- ur, sem Oidtman-bræður gáfu henni og settu upp í stofunni á Marbakka. Efst til vinstri er mynd af sumarbústaðnum, sem Hulda og Finnbogi Rútur hófii búskap sinn í, síð- an má sjá hvernig Marbakki hefur stækkað smátt og smátt, neðst er hann í núverandi mynd sinni. til okkar og Rútur kenndi honum undir stúdentspróf, en í staðinn hjálpaði hann okkur við búskap- inn. Þetta gekk alveg prýðilega, enda var Kristján gáfaður og sómakær piltur. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946, læknaprófi frá Háskóla íslands 1954, stundaði síðan framhaldsnám í Svíþjóð — og er nú læknir í Keflavík. Árið 1942 var enn úthlutað nýbýlajörðum og þá fékk Rútur land, sem síðan hefur borið nafn hans og er kallað Rútstún; þar voru útihátíðir haldnar á sumrin, og nú er verið að byggja þar stóra og fallega sundlaug, sem ég skal segja frá síðar. A Rútstúni höfðum við mikla grænmetisræktun og einnig tún, þar sem við gátum heyjað fýir gripina. Baldur Bjarnason magister og sagnfræðingur var heimagangur hjá okkur á þessum árum; sér- kennilegur maður, hafsjór af fróð- leik, stálminnugur og svo flug- mælskur, að þegar hann flutti erindi í útvarpi datt honum ekki í hug að hafa fyrir að festa neitt á blað, heldur mælti af munni fram. Eitt sinn slóst hann í för með okkur, þegar við fórum upp á Rútstún til að vinna við ræktun- ina. Við Rútur hófumst þegar handa, en Baldur lagðist í grasið, hallaði undir flatt, sleit puntstrá og fór að naga það. Hann þótti ekki ýkja iðjusamur og þegar hann hafði horft á Rút vinna baki brotnu um stund, sagði hann við hann fullur meðaumkun- ar: „Og þarftu nú að gera þetta á hveijum degi, Rútur minn!“ Við áttum stórt land upphaf- lega og illgjam andstæðingur í pólitíkinni sagði eitt sinn af því tilefni: „Hann fær einhvem tíma gott verð fyrir þetta stóra land sitt, hann Finnbogi Rútur.“ Við vildum ekki liggja undir slíku ámæli og afhentum því bæn- um Rútstún og alla jörðina um- Hulda Jakobsdóttir er, eins og kunnugt er, einn af frumbyggjum Kópavogs og hafði ásamt eiginmanni sínum, Finnboga Valdemarssyni og Framfarafélaginu Kópavogi, forystu um að koma skipulagi á þennan bæ, sem hefiir á Qórum áratugum breyst úr hálfgerðri grjóturð með fáeinum sumarbústöðum í einn af stærstu kaupstöðum landsins. Hulda varð síðar bæjarstjóri Kópavogs, fyrst kvenna á íslandi til að gegna slíku embætti. Þegar við Rútur settumst að hér á Marbakka hóf- um við búskap í þess orðs fyllstu merkingu, því að við höfðum kýr, hænsni og svín. Við komum okkur upp íjósi, svínastíu og hænsnahúsi, en þær byggingar er búið að rífa fyrir löngu. Aftur á móti stendur hlað- an okkar enn uppi, því að við breyttum henni í litla íbúð. Þar hafa bömin okkar gjaman byijað að búa — og barnabömin. Já, hún er eftirsótt þessi litla íbúð hjá afkomendum okkar, ekki síst þeim sem þurfa næði til að lesa undir erfíð próf, eða eru bú- settir erlendis og koma til fóstur- landsins öðm hveiju. Ástæðan til þess að við ræktuð- um svín var sú, að kunningi okk- ar, sem átti hlutdeild í búskapnum með okkur, hafði mikinn áhuga á því. íslendingar höfðu hins vegar enn ekki komist upp á lag með að virða svínakjöt á þessum árum, en okkur tókst að selja það til setuliðsins. Ég minnist þess, að um tíma var prentvél geymd í hlöðunni okkar. Rútur var forstöðumaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu, sem hafði með höndum umfangsmikla bókaútgáfu á þeim tíma, og kom á fót prentsmiðju. Hann byggði hús, sem verksmiðj- an Málning hf. eignaðist síðar og brann fyrir skemmstu. í það var prent.vélin flutt. Þetta var upphafið að prent- smiðjunni Odda, sem nú er stærsta og fullkomnasta prent- smiðja landsins. Einu sinni höfðum við vinnu- mann við búskapinn, ungan efnis- pilt að vestan, Krisján Sigurðsson að nafni. Hann var fæddur 14. nóvember 1924 í Hælavík í Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu, sonur Sigurðar Sigurðsson- ar bónda það og konu hans, Stef- aníu Guðnadóttur. Þau voru þrett- án systkinin, og í hópi þeirra eru skáldkonumar Jakobína og Fríða Á. Sigurðardætur. Bróðir Rúts, Hannibal Valde- marsson, sem þá var skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði, kynntist Kristjáni, hreifst af námshæfileikum hans og vildi hjálpa honum að ganga mennta- veginn, en hann var bláfátækur. Hann kom því Kristjáni í fóstur Hulda og Finnbogi Rútur í stofúnni á Marbakka umvafín blómum á 75 ára afinæli hennar. hverfis Marbakka, nema það sem við höfðum girt kringum húsið. Já, búskapurinn skilaði góðum arði; það kom sér vel að hafa bæði mjólk og egg á staðnum, sérstaklega meðan verslunarþjón- ustan var lítil sem engin. Og stundum veiddum við fisk í soðið. Það þýðir víst ekki að reyna það lengur vegna mengunarinnar. Guðjón Jónatansson skósmiður, sem bjó á Innra-Sæbóli, fékkst við að smíða áraskip, og hann smíðaði bát fyrir Rút á sínum tíma. Þetta var sterkleg fleyta, sem reyndist okkur vel, og við áttum hana til skamms tíma. Ég held það hafi verið á útmán- uðum þessa árs, sem gerði ill- viðrakast með afspyrnuroki. Þegar veðrinu slotnaði kom í ljós, að báturinn hafði legið á hvolfi hér fýrir norðan húsið. Hann hafði einu sinni áður fok- ið, en rak þá aftur á land hinum megin við flörðinn. Þess vegna lagði Rútur nú af stað og gekk í kringum allan vog- inn til að leita að gamla bátnum okkar.En hann fannst ekki í þetta sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.