Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
25
Æviágrip athafiiamanna
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ÞEIR SETTU SVIP Á ÖLDINA.
Ritstj. GOs Guðmundsson. Iðunn.
Reylqavík, 1988.
A
Ibók þessari, sem er 2. bindi ís-
lenskra athafnamanna, eru ævi-
ágrip átján manna sem settu svip
á öldina. Höfundar eru heldur færri
eða fimmtán talsins. Þættirnir eru
því að vonum misjafnir, enda mis-
jafnlega unnir. Til dæmis má líta á
þátt Jakobs F. Ásgeirssonar um
Alfreð Elíasson sem útdrátt úr bók
þeirri sem Jakob skrifaði um Alfreð
og Loftleiðir og út kom fyrir fáein-
um árum. Sama máli gegnir um
þátt Ásgeirs Jakobssonar um Einar
Þorgilsson. Ásgeir gerði ævi hans
og störfum ítarleg skil í viðamiklu
verki sem út kom í fyrra. Um Thor
Jensen hefur mikið verið skrifað en
þátturinn af honum er skráður af
Bergsteini Jónsssyni. Þórarinn Þór-
arinsson skrifar um Egil Gr. Thor-
arensen, en fjölmargt hefur áður
verið um Egil ritað. Öðru máli gegn-
ir t.d. um Olaf Jóhannesson, kaup-
mann og útgerðarmann á Patreks-
fírði, en frá honum segir Jón Guðna-
son í skemmtilegum þætti. Ólafur
var af þeirri kynslóð sem Jónas
Jónsson frá Hriflu kallaði aldamóta-
menn. Ólafur nam í Lærða skólan-
um en féll á stærðfræði sem hann
Bókmeiwtir
Jenna Jensdóttir
Kuggur til sjávar og sveita.
Ilöfundur Sigrún Eldjárn.
Forlagið 1988.
Hér eru fjórar furðusögur um
strákinn Kugg og félaga hans,
þau Málfríði gömlu, mömmu hennar
eldgamla og Mosa litla, sem er ekki
allur þar sem hann er séður.
Blómkál. Vorið er komið og þeir
Kuggur og Mosi heimsækja maeðg-
umar, sem eru önnum kafnar við
gróðursetningu. Blýantar og blóm-
kálsfræ — hvort tveggja sett í mold-
ina í von um uppskeru. Örlítil blóm-
kálsfræ eru lengi að vaxa í mold-
inni. Mosi og Málfríður bæta úr því
— og ósköpin dynja yfir.
Málfríður hefur á orði að þau verði
kvaðst aldrei geta skilið. Eigi að
síður átti það fyrir honum að liggja
»að sýsla með tölur mestanpart
ævinnar«. Eitt sinn skrifaði stúd-
entaráð honum og bað hann að
styrlq'a námsmenn. Ólafur svaraði
og kvaðst hafa heyrt að stúdentar
væru teknir að hallast að bolsév-
isma. Vildi hann, áður en hann léti
fé af hendi rakna, fá um það »hrein-
an og ósminkaðan sannleika«. Höf-
undar, sem á fyrri hluta aldarinnar
ortu eða skrifuðu um fyrirmanninn
í plássinu, þann sem öllu réð, mega
hafa haft menn eins og Ólaf til hlið-
sjónar. Mynd sú, sem þeir drógu
upp af burgeisunum, var þó oft og
tíðum ýkt.
Rafmagnið kom til sögunnar
snemma á öldinni. Það fær sinn
dijúga hlut í þessu riti. Minnst er
fjögurra brautryðjenda á sviði raf-
væðingar. Jón Hjaltason skrifar um
Frímann B. Amgrímsson, Stefán
Júlíusson skrifar um Jóhannes J.
Reykdal, Andrés Kristjánsson um
Eirík Hjartarson og Sigurjón Ein-
arsson um Bjama Runólfsson —
Bjama í Hólmi. Þykir mér síðast-
nefndi þátturinn vera bæði
skemmtilegastur og fróðlegastur.
Með tilliti til aðstæðna gat Bjami
í Hólmi talist meira en fmmheiji.
Hann var hugvitsmaður. Siguijón
Einarsson bendir á að Skaftfelling-
um hafi flestum öðmm fremur ver-
ið nauðsyn á nýjum orkugjafa.
Sauðataðið, aðaleldsneyti í mörgum
að komast í geimferð. Auðvitað
verður það að veruleika. Þau lenda
á lítilli stjömu og hitta þar fyrir
röggsama geimvem. Allt í volli —
en bjargast samt. Svolítið keimlíkt
ævintýrinu „Béfyeir".
Næst er það utilega. Þau fara öll
Qögur saman og tjalda í nánd við
fuglabjarg. Krían gerist nærgöngul
og þær mæðgumar komast í hann
krappan.
Veiðiferð. Spennandi að fara
saman út að veiða. En gamanið kám-
ar þegar Málfríður skutlar í eitthvað
mikið, svart og gljáandi og flýgur
sjálf með skutlinum. Hvalur?
Ævintýrin hennar Sigrúnar iða af
Ijjöri, ef svo má að orði komast. Þau
em algerlega á valdi fantasíunnar. í
þeim felast einhveijir töfrar sem
koma bæði bömum og fullorðnum
til þess að skemmta sér vel við lest-
Gils Guðmundsson
hémðum, var þar af skomum
skammti »vegna þess, að í Skafta-
fellsýslu hafði tíðkast um aldaraðir
að sauðfé lægi við opið, sem kallað
var.« Ekki bætti úr skák að »mótak
var bæði lítið og lélegt« þar um
slóðir. Siguijón segir að virkjun
bæjarlækjanna hafi fylgt »einhver
mesta lífsháttabreyting sveitanna«.
Og Bjami í Hólmi átti þar drýgstan
hlut að máli þó fleiri kæmu við
sögu.
Bjarni í Hólmi féll frá fyrir aldur
fram en var þá búinn að skila stór-
Sigrún Eldjárn
ur þeirra. Góðlátlegt grín er alltaf á
reiðum höndum — en aldrei ofnotað.
Myndimar em í fyllsta samræmi við
textann, sem er bæði lipur og látlaus
í eðli sínu.
miklu ævistarfí. Jónas frá Hriflu
mat hann mikils og bendir Sigurjón
Einarsson á hversu störf Bjama
féllu einmitt að landnámshugsjón
þeirri sem Jónas og fylgismenn
hans trúðu á og boðuðu um þær
mundir.
Bjarni Jónsson, sá sem Bjarna-
borg er við kennd, var einhver ötul-
asti byggingameistari höfuðstaðar-
ins um aldamótin síðustu. Sá varð
endirinn á umsvifum hans að hann
varð gjaldþrota. Hrefna Róberts-
dóttir ritar hér um Bjama. Hún
bendir á að orsökin til gjaldþrots
hans hafi meðal annars legið í því
að Bjami fjárfesti í jarðeignum,
áttaði sig ekki á þverrandi verðgildi
jarða í hlutfalli við húseignir í
Reykjavík.
»Stórútgerðarmönnum er ekki held-
ur gleymt í þessari bók: Auk Thors
Jensen sem áður er getið, er hér
þáttur af Pétri J. Thorsteinssyni
sem Gils Guðmundsson skrifar,
annar af Ingvari Guðjónssyni sem
Bragi Siguijónsson skrifar og þriðji
um Eggert Jónsson frá Nautabúi
sem Elín Pálmadóttir hefur tekið
saman. Eggert hafði raunar fleiri
jám í eldinum því hann hafði áhuga
á hrossarækt og kom upp hestabúi
í Kirkjubæ á Rangárvöllum.
»Þá fá 'kaupmenn hér sinn skerf.
Þáttur er af Garðari Gíslasyni, rit-
aður af Gils Guðmundssyni, og ann-
ar um Magnús J. Kristjánsson, rit-
aður af Þórami Þórarinssyni.
Magnús var einnig alþingismaður
og reyndar tekur Þórarinn allt eins
fyrir þann vettvanginn í ævistarfí
hans. Em þá ótaldir þættir um Jón
ólafsson eftir Bergstein Jónsson,
Einar Gunnarsson eftir Halldór
Kristjánsson og ísak Jónsson eftir
Vilhjám Hjálmarsson, en ísak varð
á efri áram »landskunnur fyrir
framkvæði og brautryðjandastarf
við byggingu frosthúsa á íslandi,«
hafði kynnst þeirri tækni í Vestur-
heimi.
Vant er að segja mikið altækt
um bók þessa sem heild. Hún er
nokkuð misgóð sem að líkum lætur
þar sem höfundar era margir og
nálgast efni hver frá sínu sjónar-
homi. Bestu þættirnir era að mínu
mati piýðisgóðir. Og allir saman
bregða þeir nokkra ljósi yfír at-
vinnusögu þjóðarinnar á fyrstu ára-
tugum aldarinnar allt eins og hver
hinna gengnu athafnamanna
bragðu svip yfír sitt nánasta um-
hverfi, og sumir yfír þjóðfélagið
gervallt.
Allt iðar af Qöri
Bíla-
vörur
Vara-
hlutir
I
■
Verðkönnun *
sýnir að bfleigendur
geta sparað þúsundir
króna hjá okkur.
★ Bilablaðið Billinn 4. tbl. 1988.
fBORGARTÚNI 26,
SÍMI62 2262.
XJöfóar til
XI fólks í öllum
starfsgreinum!
Hig
s t 1 |jl