Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988 Símar 35408 og 83033 Þingás AUSTURBÆR Sóleyjargata o.fl. Birkihlíð Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Skúlagata Laufásvegur 58-79 o.fl. Háteigsvegur Sæviðarsund ifloroimblnbíb XVÍ HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI VORÖNN 1989 Innritun í kerfisfræðinám á vorönn 1989 Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans dagana 5.-8. desember kl. 13.00-19.00. Markmið námsins er að gera nemendur hæfa til að skipuleggja og annast tölvu- væðingu hjá fyrirtækjum og stunda kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Hægt er að hefja nám í janúar og september. Stúdentar af hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnum en aðrir stúdentar geta þurft _að sækja tíma í fornámi, sem er ein önn til vióbótar. Áhersla er lögð á að fá til náms fólk, sem í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvudeildum fyrirtækja, auk nýstúdenta. Nemend- ur, sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslustjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Önnur önn: Kefíshönnun Kerfísforritun Gagnasöfnun og upplýsingakerfi Forritun í Cobol Gagnaskipun Þriðja önn: Lokaverkefni AS/400 forritun og OS/400 stýrikerfí. Stutt námskeið í ýmsum greinum, svo sem: Tölvufjarskipti, verkefnisstjórnun, forritunarmálið ADA, hlutbundin for- ritun, þekkingarkerfí. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans á meðan innritun stendur og í síma 688400. TÖLVUHÁSKÓLI VL Fornám: Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Fyrsta önn: Vélamál Forritahönnun Turbo Pascal Almenn kerfisfræði Stýrikerfi Verkefni VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS ÖLDUNGADEILD Innritun á vorönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans dagana 5.-8. desember kl. 13.00-19.00. Kenndar verða eftirfarandi námsgreinar: Auglýsingasálfræði Bókfærsla Danska Enska Farseðlaútgáfa Ferðaþjónusta Franska íslenska Líffræði Markaðsfræði Reksturshagfræði Ritvinnsla Saga Stærðfræði Tölvubókhald Tölvufræði Tölvunotkun Vélritun Verslunarréttur Þjóðhagfræði Þýska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. Símastúlkan varð fram- kvæmdastjóri Margrét Ágústsdóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Aðal- stöðvarinnar í Keflavík. Aðalstöðin var stofnuð fyrir 40 árum og var þá bensín- og leigubílastöð og er í dag ein af umfangsmestu þjónustustöðvum landsins fyrir bifreiðaeigendur með um 50 starfs- menn. Margrét hóf störf þjá Aðalstöðinni sem símastúlka fyrir 14 árum, þá 18 ára og hefur hún siðan stöðugt verið að vinna sig upp með elju og dugnaði. ættaður úr Rangárvallarsýslu og móðir hennar er Hulda Guðmunds- dóttir frá Grindavík. Tvo bræður á Margrét, Guðmund sem er við- skiptafræðingur og Skúla sem er framkvæmdastjóri í blikksmiðju föður síns. Fljótlega eftir að Margrét lauk námi í Gagnfræðaskólanum í Keflavík réði hún sig sem síma- stúlku hjá Aðalstöðinni. „í upphafi bjóst ég ekki við að verða lengi hjá fyrirtækinu, en þegar ég hafði starfað í 1 ár á símanum voru gerð- ar breytingar á rekstrinum og mér bauðst starf á skrifstofunni sem ég Margrét er borin og bamfædd í Keflavík, faðir hennar er Ágúst Guðjónsson blikksmiður, þáði. Eg er ákaflega metnaðarfull og hef gaman af að fást við ný viðfangsefni og þama fékk ég tæki- færi til að vinna mig upp,“ sagði Margrét. Eftir nokkurra ára starf sem skrifstofustúlka varð hún skrif- stofustjóri, síðan aðstoðarfram- kvæmdastjóri og núna fram- kvæmdastjóri. Margrét er gift Árna Ásmunds- syni birgðaverði hjá Flugleiðum og eiga þau einn son sem er 12 ára. Margrét sagði að vinnan væri sitt áhugamál og hún hefði lítinn tíma í önnur hugðarefni, en ef hann byð- ist kysi hún að eyða honum í ferða- lög. Sem útivinnandi húsmóðir hefði hún átt hauk í homi þar sem móð- ir sín væri. „Hún hefur verið mér afskaplega hjálpleg í gegnum árin og án hennar hjálpar væri ég ekki það sem ég er í dag.“ Fyrir 6 ámm stofnsetti Margrét bamafataverslunina Aþenu í Keflavík, en hyggst nú hætta með verslunina. „Það gengur ekki að vera með of mikið á sinni könnu Sett ofan af framliðnum * Ifyrra fór fram heldur óvenjuleg sala sem vakti almenna van- þóknun í Bretlandi. Westminster- borgarráðið í London seldi bygg- ingaverktaka þijá kirkjugarða, í Mill Hill, East Finchley og Han- well, fyrir fimm pence hvern, sem gerir samtals 12 íslenskar krónur. Kirkjugarðamir skiptu síðan ört um hendur og verð þeirra hækkaði upp í margar milljónir punda, enda jafn stórar byggingarlóðir af skornum skammti í London. En þessi tomb- ólusala varð fljótt að martröð fyrir seljendur. Það var ekki síst hið hlálega verð sem fór fyrir brjóstið á mörgum. Grunsemdir vöknuðu um spillingu og svindl í tengslum við söluna og var því krafist rannsóknar á mál- inu. Eftir gagngera endurskoðun var öllum aðdróttunum hrundið. En þó að engin sönnunargögn hafi fundist um va/asama viðskipta- hætti var ljóst að lítil forsjálni hafði verið viðhöfð þegar endanleg ákvörðun var tekin; engin tilraun var gerð til að meta raunverulegt verðmæti eignanna og engum að- vömnum hlítt um hugsanlegan eft- irmála sölunnar. Það vom ekki síst ættingjar þeirra, sem grafnir em í kirkjugörð- unum, sem urðu furðu lostnir þegar friður hinna framliðnu var svívirtur svo berlega. Þeir mynduðu þrýsti- hóp til að knýja borgarráðið til að ná kirkjugörðunum aftur. Borgar- ráðsmenn vom sakaðir um að hugsa ekkert um vilja fólksins, heldur ein- ungis um fjárhagslegan gróða. Eft- ir mikil mótmæli í þinginu, fjölmiðl- um og meðal almennings sam- þykkti ráðið í mars síðastliðnum að kaupa kirkjugarðana aftur. En síðan hefur lítið gerst. Engir fjár- munir hafa verið lagðir til hliðar, þrátt fyrir að kaupin munu kosta stórfé. Þvert á móti hefur ráðið gefið út fréttatilkynningu um hve vel núverandi eigendur haldi kirlqu- görðunum við. Formaður þrýstihópsins segir hinsvegar þá sögu aðeins tilbúning, því ekkert eftirlit sé haft með görð- unum. Unglingamir noti þá sem leiksvæði, eyðileggi mannvirki og geri aðsúg að þeim sem eiga erindi í garðana. Og svo sé jafnvel stolið úr bílum á meðan ættingjar líti eft- ir leiðunum. En það sem vekur þó mesta at- hygli við þessa furðulegu deilu er ekki verðið á kirkjugörðunum, held- ur að þetta tiltekna borgarráð hafi talið sér akk í því að losna við þá. Það er lítið heilagt í þessari kaup- glöðu veröld, ekki einu sinni hin vígða jörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.