Morgunblaðið - 04.12.1988, Blaðsíða 29
.... IfWfi-llf mrw.
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
Hverjum kem-
ur það við?
marga smiði með
hamar og nagla
sem festu á það
greinar svo það liti
út eins og jólatré!
Ilminn af laufa-
brauðssteiking-
unni leggur um
bæinn. Eg held ég
hafi heyrt rétt að
bakaríin héma
byggju til laufa-
brauðskökur, jafn-
vel svo mælt væri
í hundruðum þús-
unda! Það er dálí-
tið undarlegt því
þó að gaman sé
að borða laufa-
brauð er ekki síður
skemmtilegt að
gera það. En fólk
er svo upptekið
núorðið. Já vel á
minst: Granni minn spurði mig
um daginn hvað það ætti eiginlega
að þýða að tala um að bakalaufa-
brauð. Við vitum það nefnilega
báðir að þetta er ekki öldungis
rétt íslenska. Laufabrauð er gert
og það er steikt. Hér fyrir norðan
þykir útlenska að tala um að baka
það.
Tæknin tekur smám saman
völdin. Nú er hægt að kaupa
laufabrauð útflatt eða skorið og
jafnvel steikt.
Kransamir em fá-
anlegir úr gleri og
plasti. Kertastjak-
arnir í öðmm-
hveijum glugga
em með raf-
magnsljósum, og
það er út af fyrir
sig ágætt öryggis-
atriði, en undrandi
varð ég þegar ég
heyrði auglýstar
jólarósir úr stáli!
Ur hveiju verður
hangikjötið um
aldamót - eða ijúp-
an?
Útlendir - siðir
em margir góðir,
en verstur jólasið-
anna frá Svíþjóð
held ég _sé jóla-
glöggið. Ég er út
af fyrir sig ekki að amast við því
að fólk neyti áfengis, en þá er
farið að kasta tólfunum þegar
enginn er maður með mönnum
nema hann sulli í þessu
brennivínsglundri sem flesta daga
frá desemberbyijun til jóla. Pipar-
kökurnar em engin afsökun. Með
þeim má drekka kaffi eða mjólk.
Þeir sem gera það keyra að
minnsta kosti síður fullir heim úr
vinnunni.
*
Ahól ofarlega í Mosfellsdal á
íslandi stendur gamall bær.
Þarna er líkast til fegursta bæjar-
stæðið í dalnum og á sína sögu eins
og flest bæjarstæði. Bærinn sem
stendur þarna þessa öldina var býli
bræðranna Kjartans og Bjarna
Magnússonar. Viði í húsið sendi
systir þeirra frá Englandi fyrir
sextíu til sjötíu ámm. Hún var rík
kona og gerði bræðmnum kleift að
reisa enn nýjan Hraðastaðabæ á
fomum gijóthlöðnum granni gömlu
bæjanna. Sjálfir hjuggu þeir til gijót
í veggi útihúsanna, og er þar á ferð
merkilegt hefðbundið rammíslenskt
handverk, listilega gert. Það sakar
ekki að geta þess að fomeskjuleg
verkfærin sem þeir notuðu á grjótið
em ennþá til, varðveitt í köngurló-
arvef og ryki, í hillunni þar sem
þeir lögðu þau frá sér síðast.
Bærinn sem nú stendur á gömlu
hleðslunum með ævagömlu moldar-
gólfi, flokkast af fagfólki undir
verðmæti. í fyrsta lagi kjallarinn
áðumefndi, í öðru lagi er bæjar-
húsið dæmigerður sveitabær eins
og tíðkaðist að byggja hér til sveita
snemma á öldinni og em eftirlíking-
ar gömlu torfbæjanna. Þetta er einn
örfárra sem eftir standa. í þriðja
lagi finnst ekki fúaspýta í viðum
hússíns. Viðnum sem Valgerður
Magnúsdóttir hefðarfrú sendi
bræðmm sínum úr
góða veðrinu í
Brighton. Nú er svo
komið að gamla
Hraðastaðahúsið er
nokkurnveginn
komið í eyði. Það
stendur yfirgefið á
hólnum og berst
hetjulega við veður
og vinda og spum-
ing um mánuði hve-
nær bærinn verður
að láta í minni po-
kann. Bæjarstæðið
er vitað mál að er
mikils virði, húslaust. Það er fal-
legt, uppí sveit og hægt, ef manni
leiðist, að komast þaðan inní miðbæ
Reykjavíkur á svona tuttugu mínút-
um.
Svo ekki vantar að afkomendur
Hraðastaðabræðra gætu með lítilli
fyrirhöfn náð sér í nokkrar milljón-
ir að auðvelda sér lífsbaráttuna.
En í stað þess að hlaupa hvert um
annað þvert á fasteignasölur, sem
hefði náttúrlega verið lang sniðug-
ast, þá hafði rausnarskapúrinn úr
Hraðastaðafólkinu yfírhöndina. Það
settist niður og skrifaði yfirvöldum
sveitarfélagsins bréf þar sem þau
biðja viðkomandi að þiggja að gjöf
Hraðastaðahúsin og hólinn sem þau
standa á, í von um að með litlum
tilkostnaði verði bærinn varðveitt-
ur. Engar kvaðir fylgja þessari gjöf,
e.t.v. myndi eitt og eitt skáld eða
ein og ein vefnaðarkona þiggja að
búa soldinn tíma í smáum Hraða-
staðastofunum og sinna sínu í friði.
Sveitaryfírvöld skutu á fundi og
vom hjartanlega sammála um að
þverneita þessari gjöf. Fyrr mátti
nú vera dónaskapurinn við fólk sem
er í miðju kafí að byggja ólympíu-
leikvang. Maður veit svosem að það
er ekki á færi verkafólks og bænda
að skemmta sér við að gera upp
og borga viðhald á gömlum sveita-
bæjum. Ef út í það er farið, hveijum
ber skylda að eyða aumm í eitthvað
sem ekkert hefur nema sagnfræði-
legt og fagurfræðilegt gildi?
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Hraðastaðir - eitt fegursta bæjarstæði á
landinu og bærinn berst hetjulegri baráttu við
veður og vinda.
........ llliillll
mon 0
wmmmam
^miýrurui (f
Nytsamar
jólagjafir
ágódu
rerói
CITIZEN
5.700,- stgr
GÍSLI J. JOHNSEN
Nýbýlavegi 16, Kópavogi
n
Sími 641222
%
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverlisgötu 33, simi: 62-37-37