Morgunblaðið - 04.12.1988, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1988
Um hlut-
skipti jafn-
réttis-
sinnans
Kunningi minn ágætur kom til
mín á dögunum. Hann var
þreytulegur, kinnfiskasoginn og
tekinn til augnanna. Hann settist
þyngslalega andspænis mér og
lagði hendurnar
slyttislega á borð-
ið. í>ær voru
bólgnar og negl-
urnar sokknar í
þrútið holdið á
fingrunum.
„Hvað er að sjá
hendurnar á þér
maður?“ sagði ég.
„Helv . . .
uppþvottavélin
bllaði og ég hef ekki aura þennan
mánuð til þess að láta gera við
hana. Arnlaug fékk sér
skinnkápu um daginn, hún verð-
ur að vera svo fín i vinnunni. Svo
þurfti ég lika að skúra stigagang-
inn.“
Hér er nauðsynlegt að skýra
ofurlitið. Kunninginn er heima-
vinnandi. Konan skaffar. Eftir að
þau komu heim frá námi hefur
hann séð um heimilið, eldað mat,
þvegið þvotta og komið börnunum
í skólann. Konan er í góðri stöðu
og tekur þátt í félaginu „Konur á
uppleið”. Jafnréttið er þessum
kunningja mínum þungur baggi,
því hann er að leiðrétta aldagam-
alt ofriki kynbræðra sinna og for-
feðra. Einsamall heima hjá sér.
Og nú sagði hann:
„Er það ekki satt? Ég meina,
fólk í stöðu eins og hennar verður
að/vera klætt í samræmi við það.
Annars er þaí-bara meðhöndlað
eins og blækur. Sérstaklega kon-
ur.“
Ég spurði i karlrembulegu
hugsunarleysi: „En hefur þú eng-
ar tekjur? Gast’ekki bara gefið
henni kápuna?" En ég sá eftir að
hafa spurt. Því þrátt fyrir heimil-
ishaldið sitja alltaf í þessum
kunningja mínum einhveijar
dreggjar af eldfomri forsjár-
hyggju. Ég sá að honum sveið.
Hann svaraði dræmt: „Neei.
Það er ekkert að fá fyrir mig.“
Reyndar er hann með tvöfalt
doktorspróf i slafneskri saman-
burðarmálfræði, en verkefni eru
lítil í faginu. En það bjó eitthvað
meira í þessu vonleysislega svari.
Það var ekki uppþvottavélin sem
varað angra hann. Svo égspurði:
„En er ekki gott á milli ykkar,
samt?“
„Gott og gott. Hún leggur sig
þegar hún kemur heim. Kemur
svo fram og finnur að matnum,
uppþvottinum eða fötunum
krakkanna. Eftir kvöldmat drífur
hún sig i leikfimi og fer að sofa
þegar hún kemur heim. Á föstu-
dögum er hún svo útkeyrð að ég
verð að fara einn í stórmarkaðinn.
Á laugardögum em fundir í
klúbbnum.“
„En þú veist, á milli ykkar, þið
sofið þó saman?”
Þarna lá hundurinn grafinn.
„Öllu má nú nafn gefa. Það er
eiginlega bara á sunnudagskvöld-
um því önnur kvöld er hún sofnuð
þegar ég er búinn með húsverkin.
Og þá er hún oftast farin að kviða
mánudeginum. Þá eru fundir í
deildinni og stundum hefur hún
bölvað deildarstjóranum í miðju
kafi. Það er ekki mjög upplífg-
andi.“
Það þurfti greinilega að herða
hann upp. Ég fékk svívirðilega
hugmynd. Það var fallega meint,
svona eins og þegar geðlæknar
hleypa á fóik rafstraumi til þess
að gera því gott. Ég sagði við hann:
„Hvernig væri nú Jói minn, að þú
hættir þessu djöfuls væli, fengir
þér vinnukonu og færir að vinna!”
Þetta var það sem hann þurfti.
Hann leit hvasst á mig, hreytti
út úr sér: „Mikið andskotans karl-
rembusvín ert þú nú alltaf.” Svo
rauk hann út og hefur ekki talað
við mig síðan.
eftir Sigurð G.
lómosson
|||l|g
Morgunblaðið/Þorkell
ÖLDURHÚS
Stúdentar fagna á fiillveldisdagmn
Unga fólkið dillar sér við dynjandi taktinn
íTung-linu að kvöldi fúllveldisdagsins.
Oldurhúsastemmningin liggur í loftinu,
fólk að dansa, fólk á rölti, fólk við bar-
inn. Nóttin er ennþá ung, stúdentarnir
tínast hver af öðrum inn á staðinn, eftir
hátiðadagskrá á 70 ára afmæli fúllveldis-
ins. Byrðunum er kastað þessa kvöld-
stund, nú er það ekki námið sem veldur
heilabrotum.
Þetta er hvorki staður né stund fyrir gáfu-
mannaleiki, heldur er það bjargföst trú
á ævintýri sem fær sumt unga fólkið til þess
að fara eina ferðina enn á barinn og bjóða
síðan eins og einni/einum upp í dans. Fólk
situr í hópum og ræðir vinsælasta umræðu-
efni allra tíma, lífið og tilveruna. Kannski
er pískrað eilítið um kennarana eða jafnvel
Sólveig Eggerz Pétursdóttir
með eina mynda sinna í Gyllta
hananum.
VATNSLITIR
íslenska stemmningin
í farteski Sólveigar
Sólveig Eggerz listmálari hefúr um nokk-
urt skeið sýnt myndir reglulega í veitinga-
staðnum Gyllta hananum við Laugaveg.
Sólveig hefiir lagt mikið kapp á vatnslita-
myndir um tíma og nýlega setti hún upp
nýja sýningu mynda í Gyllta hananum.
Sólveig leitar fanga í íslenskri náttúru þeg-
ar hún velur myndefni sitt, í íslensk ljóð
og og hið myndræna allt í kring, andlit fólks
sem hún hittir á förnum vegi. Þannig hefur
þessi listamaður haldið sínu striki allt frá því
að hún varð fyrst kunn fyrir myndir sínar á
rekavið af fjörum landsins. En nú hefur hún
gengið frá fjörunni og tekin til við vatnslitina
og pappírinn auk olíulita.
talað um verðlagið, þá vefst engum tunga
um tönn.
Enn er nóttin ung. Gestir staðarins eru
ekki komnir í rómantíska „fílinginn", þrír
tímar enn fram að hálfþijú-röltinu. Þetta er
rétti tíminn til þess að skipta sér réttlátlega
niður á félagana og kannski kemst einhver
á glósusamning hjá vinveittum. Eins og sjá
má á myndunum er létt yfír fólki svona rétt
fyrir jólahátíðina. Enda yrðu margir dökk-
eygðir ef engin væru jólin til þess að stytta
blessað skammdegið, og ef ekkert væri fríið
fyrir þá sem vilja verða fræðimenn og þurfa
að nýta hveija stund ef þeir ætla að ná prófi.
Kannski hittast inni á þessum stað tvö
hjörtu sem slá í takt, þó ekki væri það nema
þessa einu nótt. Og ef leiðin liggur að sömu
dyrum eftir ballið, hægið á hjartslættinum
og látið holl ráð landlæknisembættisins koma
í hugann, á undan öllu öðru. Notið veijur!