Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 39
st aVo'ÆAt. >woétBfrcimtsejAiawuoacu MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 39 Meryl Streep þáði fegin boðið um að setja sig í fótspor Christin- ar Onassis meðan hin engilfagra Viktoría fiiæsti af móðgun yfir sama tilboði. MERYL STREEP Leikur Christinu Onassis Nú á að kvikmynda líf Christinu Onassis en hún lést í lok árs- ins er leið. Löngu áður hafði verið ákveðið að gera kvikmynd um Christinu og líf hennar sem mörg- um þykir áhugavert. Aumkunar- verð vellauðug kona sem naut lítillar hamingju í lífinu er efniviður- inn í stórum dráttum. Skyndilegur dauði hennar hefur flýtt fyrir verkefninu sem var frest- að eftir að leikkonan Viktoría Princ- ipal hafnaði aðalhlutverkinu sem Christina í fyrra. Viktoría varð æfareið og tók það sem móðgun að það skyldi hvarfla að framleið- endum að hún, svona grönn og fín, vildi leika akfeitan og ólánlegan kvenmann. Það var því engri ann- arri en Meryl Streep sem var boðið aðalhlutverkið og stóð ekki á svari. „Nú verð ég að bæta á mig tuttugu kílóum, það hef ég aldrei þurft að gera áður, en það skal takast," seg- ir Meryl Streep. ÁSTRALÍA Bjargað úr hákarlskjafti Adam McQuire, sem býr í Syd- ney í Astralíu, varð fyrir óhugnanlegri lífsreynslu á dögun- um er hann var við brimbrettasigl- ingar ásamt félögum sínum. McQu- ire féll af brimbretti sínu og áður en hann gat náð taki á því á ný réðist að honum hákarl. Tókust þeir á drykklánga stund McQuire og hárkarlinn og virtist sá síðar- nefndi ætla að hafa betur. Það varð McQuire til lífs að hóp höfungra dreif að og flæmdu þeir hákarlinn illskeytta á brott. McQuire dvelst nú í sjúkrahúsi í Sydney þar sem gert var að sárum hans og herma óstaðfestar fréttir að hann hyggist snúa sér að frímerkjasöfnun. FRAKKLAND Nú árið er liðið... Tígrisýrið Samson óskar yfir- boðara sínum, austurríska dýratemjaranum Jósef Korittn- ig, velfarnaðar á nýju ári með kossi. Jósef á ekki langt að sækja hæfileika sína á þessu sviði þvf forfeður hans kepptust einnig við að temja villidýr. Tfgrisdýrið Samson er 18 vetra en myndin var tekin í Nimes f Suður-Frakkl- andi. ÚTSALA Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Heba hekJur vió heilsunni Námskeið hefjast 9. janúar Konur! Við bjóðum uppá: Þolaukandi (aerob), vaxtarmótandi, liðkandi og megrandi leikfimi með músik (víxlþjálfun). Dag- og kvöldtímar. Frjáls mæting laugardaga. Keöjuvirkandi bónuskerfi í gangi. Nýjung HEBU-linanu 4+1, 3+1, 2+1 er algjör nýjung. Nýtt - Nýtt! Höfum tekið nýja tækið TRIMFORM í þjónustu okkar. í HEBU geta konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Innritun og upplýsingar í símum 42360 og 641309 (Elísabet). Kennari: Elísabet Hannesdóttir íþróttakennari. Hetlsurcektin Heba Auðbrckku 14. Kópavogi. lotaS T,ÍSK LJVERSL UN ÁLFTAMÝRl 7, SÍMI35522 t/RAIá ÚRVALS LEÐURFATNAÐUR I r Skólavörðustíg 17a, simi 25115.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.