Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 RÖSE: Reynt að reka smiðs- höggið á er- indisbréfið Zllrich, frá önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Atlantshafsbanda- lagsríkjanna 16 og Varsjár- bandalagsríkjanna 7, sem funda í Vínarborg samhliða Ráðstefii- unni um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, vonast til að reka smiðshöggið á erindisbréf um fyrirhugaðar viðræður ríkjanna um jafnvægi og niðurskurð hefð- bundins vígbúnaðar frá Atlants- hafi til ÚralQalla innan nokkurra daga. Ágreiningur milli Sovét- manna og Tyrkja um svæðið í austurhluta Tyrklands, sem við- ræðumar eiga að ná til, er leyst- ur en deilur era hafiiar á milli Grikkja og Tyrkja um skilgrein- ingu svæðisins. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra, situr fundina fyrir íslands hönd. Hann sagði að vonast væri til að erindisbréfið yrði tilbúið um helgina og fulltrúarnir gætu sam- þykkt það snemma í næstu viku. Stefnt er að því að samningavið- ræður ríkjanna 23ja hefjist í Vínar- borg fljótlega eftir að Vínarfundi RÖSE lýkur. Helstu. hindruninni í vegi fyrir samþykkt lokasiqals Vínarráðstefn- unnar, sem nú hefur staðið í yfir tvö ár, var rutt úr vegi í vikunni þegar Bandaríkjamenn samþykktu að mannréttindaráðstefna yrði haldin í Moskvu haustið 1991. Ut- anríkisráðherrar aðildarríkja Hels- inki-sáttmálans munu funda t Vín um miðjan mánuðinn og stefnt er að því að lokaskjalið verði tilbúið þá, Vestræn ríki eru ánægð með mannréttindaákvæði sem eru f drögum að skjalinu og vonast til að öll aðildarríkin samþykki þau en óttast er að Rúmenía streitist við. Hannes sagði í gærkvöldi að það kæmi í ljós á næstu dögum hvort tekst að ljúka Vínarráðstefnunni nú eða hvort hún muni dragast enn á langinn. „Ef henni verður ekki lokið í þessum mánuði má búast við að .hún dragist fram á vor,“ sagði hann. Réttur dags- ins steiktur peningakassi Haverfordwest. Reuter. GLEYMNUM matreiðslu- manni í Haverfordwest í Wales varð það á um áramót- in að fela peningakassann sinn í eldavélarofiii yfir nótt. Daginn eftir setti hann straum á ofiiinn og eldaði sína dýrustu steik um ævina. Albert Grabham, en svo hét kokkurinn, faldi peningana á þessum stað, af því að hann var svo þreyttur eftir gamlárs- kvöldshrotuna ( New House Hotel, þar sem hann vinnur. Morguninn eftir barst fnykur af stiknandi seðlum um hótelið, eftir að búið var að hita ofninn upp fyrir hádegismatinn. Peningakassinn, sem var úr plasti, bráðnaði niður og seðlamir brunnu til ösku. Mynt- in sat eftir á kafi í plastdeiginu „Ég hef orðið að sitja undir alls konar glósum frá viðskipta- vinunum," segir Grabham. „Þeir biðja til dæmis um „heita peninga" og „hrökkbrauð". Deilurnar milli Bandaríkjanna og Líbýu Tvær líbýskar MiG orrustuþotur skotnar niöur 1. Tvær bandarískar F-14 orrustuþotur eru á venjulegu eftirlits- flugi (15.000 feta hæð um 112 km undan ströndum Líbýu. Tvær Kbýskar MiG-23-þotur fara á loft og nálgast.bandarísku þoturnar. 2. Bandarísku þoturnar lækka flugiö niöur (4.000 feta hæö og reyna fimm sinnum aö foröast Kbýsku þoturnar. MiG-þoturnar nálgast enn og reyna aö komast (sjón- mál viö F-14 þoturnar. 3. Þegar MiG-þoturnar eru 22,4 km frá F-14-þotunum granda Bandaríkjamenn fyrri þotunni. Slöari þotan er skotin niður á innan viö 9.6 km færi. 4. Bandarísku flugmennirnir sjá tvær fallhltfar og líbvsk stefnir síðan á björqunarþyrla svæðið. KRTN Bretar segjast hafa sannanir fyrir eftiavopnaverksmiðju Líbýskur stjórnarandstöðuleiðtogi fullyrðir að svo sé London. Reuter. BRETAR tóku á miðvikudag undir með banda- rískum stjóravöldum sem segja að Líbýumenn hafi reist efiiavopnaverksmiðju í grennd við höfúðborgina Trípólí. Breska stjórnin sagðist hafa upplýsingar undir höndum sem sönnuðu tilvist verksmiðjunnar. Líbýskur stjórnarand- stöðuleiðtogi búsettur í London sagði á miðvikudag að Líbýustjórn hefði byggt efiiavopnaverksmiðju neðanjarð- ar. Breska ríkisstjómin lýsti því yfir á mið- vikudag að bandarísku orrustuvélamar hefðu skotið þær líbýsku niður í sjálfsvöm. „Við höfum haft samband við fulltrúa fjölmargra landa til að tilkynna þeim að við höfum undir höndum upplýsingar um efnavopnaáætlun Líbýumanna," sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins. „Sam- kvæmt upplýsingum okkar er verksmiðjan mikið bákn og það leikur enginn vafi á því að í henni er hægt að framleiða efna- vopn,“ bætti hann við. Bandarísk stjómvöld hafa haldið því fram að verksmiðjan í Rabta, um 80 km suðvestur af Trípólí, sé hönnuð til að fram- leiða taugagas og þau hafa sagt að ekki sé loku fyrir það skotið að árás verði gerð á verksmiðjuna. Bandarísk stjómvöld höfnuðu boði Líbýumanna um að banda- rískir aðilar skoðuðu verksmiðjuna. Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi hefur vísað þessum ásökunum á bug og segir að í umræddri verksmiðju verði framleidd lyf. Abu Abdullah, leiðtogi Alþýðufylkingar fyrir frelsun Líbýu sem búsettur er í Lon- don, sagði að ekki væri hægt að koma auga á verksmiðjuna þar sem hún væri byggð inn í fjall. „Verksmiðjan er að mestu leyti neðanjarðar...! sjö eða átta km fjar- lægð er verið að reisa lítið sjúkrahús. Gaddafi er að tala um sjúkrahúsið, sem ráðgert er að opna í marsmánuði," sagði Abdullah. Hann sagði ennfremur að upp- lýsingar sínar bentu til þess að Gaddafi hefði í hyggju að sýna Bandaríkjamönnum sjúkrahúsið í Wadi al-Hira. Barst flugmönn- unum skipun um að heQa árás? London. Daily Telegraph. ÓLÍKLEGT er talið að flugmenn bandarísku F-14 herþotnanna hafi sjálfir tekið ákvörðun um að skjóta niður líbýsku orrustuþoturnar á mið- vikudag. Sérfræðingar í flughernaði telja að í kjölfar þess að líbýsku flug- mennirnir settu flugskeyti í skotstöðu hafi bandarísku flugmönnunum borist skipun frá flugmóðurskipinu eða tveimur eftirlitsvélum um að grfpa til vopna. Talið er að F-14 orrustuvélamar hafi verið á eftirlitsflugi um 50-80 mílur frá flugmóðurskipinu John F. Kennedy. Sam- kvæmt því fylgdu orrustuvélunum tvær eftirlitsflugyélar, EA-6B Prowler og E-2C Hawkeys. í vélunum eru rafeindatæki er nema meðal annars ratsjárgeisla nálægra flugvéla. Þessi tæki geta til dæmis mælt það ef ratsjá hættir að leita að hlut og tekur til við að miða hann út. Sérfræðingar segja að eftirlitsvélamar hafi verið í tölvusambandi við F-14 vélam- ar og ESM-fjarskiptakerfí um borð í flug- móðurskipinu. Þess vegna er talið líklegt að stjómendur um borð í flugmóðurskipinu og eftirlitsvélunum hafí tekið ákvörðun um árásina ( ljósi þess að rafeindaboð gæfu til kynna, að líbýsku flugmennimir hefðu búist til árásar. Herstyrkur Bandaríkjamanna viö Miöjaröarhaf SPÁNN ■ Hermenn: Flugher 4,800; Hoti 3,600; Undgönguliö 200; Undher 25 ■ Orrustuþotur: 72 ÍTALÍA ■ Hermenn: Flugher 5,700; Floti 4,800; Undher 4,800; Undgönguliö 300 ■ Orrustuþotur: Engar meö fastar bækistöövar GRIKKLAND ■ Hermenn: Flugher 2,200; Roti 530; Undher 460; Undgönguliö 17 ■ Orrustuþotur: Engar meö fastar bækistöövar FLOTASTYRKUR ■ Hermenn: 10,000, auk 2,000 landgönguliöa, sem einnig starfa i landi ■ Orrustuþotur: 80 ■ Hersklp: Rugmóöur- skipiö John F. Kennedy, 2 beitiskip, 2 tundurspillar, 5 freigátur og nokkur fylgiskip. Alls eru 23 bandarisk herskip á Miöjaröarhafi, flest þeirra eru meö Kennedy-flotadeildinni LÍBÝA TYRKLAND ■ Hermenn: Flugher 3,600; Ftoti 100; Undher 1,275; Undgðnguliö 17 ■ Orrustuþotur: Engar meö fastar bækistöövar 'Fyrírhugað er aö Theodore Roosevelt-flotadeildin, meö 15.000 hermenn og 85 orrustu- þotur, taki viö af Kennedy- flotadelldinni HEIMILDIR: Chicago Trtoune. Centar for Delense Intormalion, banderíske vamarmálaráöuneytifi og tréttaskeyti KRTN Andstæðingur Reagans í Líbýu Hóreru tíundaöir helstu atburöir í samskiptum Reagans Bandaríkjaforseta og Gaddafis Lfbýuleiðfoga. 19. égúst 1981: Bandarískar þotur skjóta tvær líbýskar orrustu- þotur yfir Syrtuflóa. 11. égúst, 1983: Reagan fordæmir hemaö Líbýumanna (Tsjad og hémaöarupp- byggingu þeirra. 7. |an., 1986: Reagan fyrirskipar efna- refsiaögeröir gegn Lfbýu og kallar Bandarlkjamenn i Libýu heim. |l 21. des., 1988: Reagan segir aö bandamenn Bandarikjamanna hafi rætt aögeröir vegna llbýskrar efnavopna- verksmiöju. Bandariska utanrfkis- réöuneytið segir aö Líbýumenn frétmleiöi efnavopn. 4. lan., 1989: Tveim Kbýskum þotum grandaö. Reagan ver aögeröir Bandaríkja- manna yfir Syrtuflóa og segir að flóinn, sem Lfbíumenn segjaá slnu yfirróöasvæöi, sé alþjóölegt svæöi. HEIMtLO: AP 24. jan., 1985: Reagan segir aö Mtö-Amerlkurikjum stafi ógn af stuöningi Líbýumanna viö stjórn Nicaragua. 5. aprfl, 1986: Hryöjuverkamenn sprengja skemmtistaö í Berlín; 2 týna IIR og 230 slasast. 9. aprfl, 1986: Reagan kallar Gaddafi “brjólæöing Miö- Austurianda.- 14. april, 1986: Bandarískar þotur varpa sprengjum á Libýu; 37 týna tlfl, 93 særasL 2okt, 1986: Washington Post segir frá þv( aö Bandarfkja- stjóm hafi reynt aö koma inn ótta hjá Gaddati um yflrvofandl árás Bandarikja- manna. KRTN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.