Morgunblaðið - 07.02.1989, Side 5

Morgunblaðið - 07.02.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR ,7. FBBRÚAR 1989 5 Islenska óperan: Brúðkaup Fígarós í marsbyrjun ÆFINGAR standa nú yfir á óper- unni Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart i íslensku Óperunni. Að sögn Garðars Cortes, óperu- stjóra, verður hún frumsýnd í byijun mars þegar sýningum á Ævintýrum Hoffinanns eftir Off- enbach lýkur i Þjóðleikhúsinu. Með aðalhlutverk í Brúðkaupi Fígarós fara þau Kristinn Sig- mundsson, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, John Speight, Hrönn Hafliðadóttir, Sig- urður Bjömsson, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, sem syngur sitt fyrsta óperuhlutverk, Viðar Gunnarsspn og Sigríður Gröndal, ásamt kór ís- lensku Óperunnar. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir óperunni og Anthony Hose stjómar hljómsveit íslensku Óperunnar. Búninga hannaði Alexander Vass- eliev og Nikolai Dragan leikmynd. Þau unnu öll einnig við uppsetningu á Ævintýmm Hoffmanns. Ljósa- meistari Operunnar, Jóhann Pálma- son, hannaði lýsingu. Viku varðhald: Grunaður um að hafa hagn- ast á vændi MANNI um fimmtugt hefur, að kröfu RLR, verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til næsta föstu- dags, vegna gruns um brot á 206. gr. almennra hegningarlaga. Tilvitnuð lagagrein kveður á um allt að 4 ára fangelsi yfir þeim sem stuðlar að því í ávinningsskyni, með ginningum, hvatningum eða milli- göngu, að aðrir hafi kynferðismök, eða gerir sér lauslæti annarra. að tekjulind. Maðurinn hefur ekki áfrýjað úr- skurðinum. RLR verst allra frétta af rannsókninni og þar voru engar aðrar upplýsingar fáanlegar um málið. Afengis-og tóbaks- neysla minnkaði 1988 ÁFENGIS-og tóbaksneysla íslendinga minnkaði á árinu 1988 miðað við árið áður. Áfengissalan dróst saman um 1,67% í lítrum talið. Sam- drátturinn í tóbaksneyslunni nam 2,27%. Heildarsala áfengis og tóbaks á síðasta ári nam 7 milljörðum og 247 milljónum króna. Þar af seldist áfengi fyrir 4,25 milljarða óg tóbak fyrir tæpa 3 milljarða. Heildameysla áfengis nam 3,23 milljónum lítra á móti 3,28 milljónum lítra 1987. Heildameysla vindlinga nam rúmum 431.000 lengjum á síðasta ári á móti rúmum 441.000 lengjum árið 1987. Inn f þessar tölur er ekki tek- in með áfengi/tóbak sem áhafnir flugvéla og skipa taka inn í landið með sér né það magn sem ferða- menn koma með. Af einstökum tegundum áfengis var mest salan í Piat de Beaujolais hvað rauðvín varðar eða 95.700 flöskur. Hvað magn rauðvíns varðar var mest selt af Valpolicella eða 54.800 2ja lítra flöskur. Af hvítvíni var mest selt af Hochheimer Daub- haus eða 67.250 flöskur. Af rósavína var mest selt af Matheus eða 54.000 flöskur. Af koníaki var mest selt af Cam- us Celebration á hálfflöskum eða 18.350 stykki. Remy Martin fylgir fast á hælana með 15.000 flöskur. Af sterku áfengi var langmest salan á Smimoff vodka eða 295.650 flösk- ur og á íslensku brennivíni eða um 225.200 flöskur. Af viskýtegundum var Ballantine langvinsælast, alls seldust 29.600 flöskur af venjulegu Ballantine og 24.000 flöskur af 12 ára gömlu. Af gini var mest selt af Beefeater eða 65.750 flöskur. Af líkjörum var Bailey's vinsælastur með 47.100 flöskur. Hvað tóbakneyslu varðar er Wins- ton með sérstöðu hvað vindlinga áhrærir. Alls seldust 7.625.800 pakkar af rauðum Winston og rúm- lega 3 milljónir pakka af „léttum" Winston. Áf vindlum voru Fauna vinsælastir, salan á þeim nam tæp- um 3,3 milljón stykkjum. Lögreglan: Færri gistu fanga- geymslur 1988 en 1987 Færri ölvaðir á almánnafeeri en fleiri þjófeir MUN FÆRRI gistu fangageymsl- ur Iögreglunnar á liðnu ári en 1987, 1.878 á móti 2.295. Þar af voru 238 konur. Gistinóttum fækkaði úr 6.514 í 5.924. Fjöldi þeirra sem staðnir voru að inn- brotum eða þjófiiuðum margfald- aðist. Einnig fjölgaði þeim úr 979 í 1.078 sem óskuðu eftir gistingu hjá lögreglu i vandræðum sínum. Hins vegar voru mun fterri hand- teknir ölvaðir á almannafteri árið 1988 en 1987. í síðasttalda hópnum fækkaði úr 3.520 í 2.527. Einnig fækkaði þeim verulega sem handteknir voru ölv- aðir á veitingahúsum, í fyrra voru þeir 454 en 543 í hitteðfyrra. Fleiri, þ.e. 572, voru handteknir inni á heimilum árið 1988 en 1987 þegar lögreglan greip 456 sinnum til þess úrræðis. 600 sinnum voru menn vistaðir í fangageymslum eftir að hafa verið staðnir að innbroti eða þjófnaði árið 1988, en slík tilfelli voru aðeins 215 talsins árið 1987. Karlar voru miklum mun fleiri en konur í hópi þeirra sem gistu fanga- geymslur lögreglunnar. Konur, sem voru 238 eins og fyrr sagði, gistu 460 sinnum en 1.640 karlar gistu þar 5.464 sinnum. Ný sakamál í uppsigUngu sem þeir MATLOCK Og DERRICK munu glíma við - hvor á sinn hátt. s A fimmtudögum og föstudögum í vetur. Spennandi mál fyrir augiýsendur. SJONVARPIÐ ekkert rugl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.