Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSHPn AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 29 Tölvur Versnandi rekstraraf- koma hjá tölvuframleið- andanum NixdorfAG Lögfræðiskrifstofa Hef opnað lögfræðiskrifstofu á Suðurlandsbraut 22, sími 680068. Hreinn Loftsson, héraðsdómslögmaður. Frá Kctilbirni Tryggvasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÝSKI tölvuframleiðandinn Nixdorf AG (aðalstöðvar í Pader- born) hefur mikið verið í sviðsljósinu á undanförnum vikum hér- lendis vegna orðróms um versnandi rekstrarafkomu fyrirtækisins. Á seinustu vikum nýliðins árs urðu hlutabréf Nixdorf, sem í mörg ár höfðu verið mjög erftirsótt og stöðugt hækkað í verði, fyrir miklu verðfalli eða u.þ.b. 30%. Verðfall þetta kom í kjölfar yfirlýsinga ýmissa bankastofnana um að arðút- borgun Nixdorf til hluthafa myndi lækka stórlega á árinu 1988 vegna versnandi rekstrarstöðu og jafnvel ekki verða nein. Þessar spár og hið mikla verð- fall á hlutabréfum fyrirtækisins sem þeim fýlgdu, urðu til þess að stjórn Nixdorf sá sig knúna til að skýra opinberlega frá áformum um arðútborganir. I þeim upplýsingum var lækkandi arðútborgun til hlut- hafa staðfest en jafnframt bent á að ástæðan væri ekki taprekstur heldur nauðsynleg notkun eigin fjármagns til fjárfestinga. Á fyrstu dögum þessa árs fékk umræðan um rekstrarerfiðleika hjá Nixdorf aftur byr undir báða vængi þegar stjóm fyrirtækisins gaf út yfirlýsingu um að starfsmönnum yrði fækkað um 1000 á þessu ári. Yfirlýsingunni fylgdi reyndar sú staðhæfing að hér væri einungis um stöðvun á nýráðningum að ræða og eðlilegt fráhvarf eldri starfs- manna, en flestum þótti með þessu sýnt að erfiðleikar fyrirtækisins væru meiri en stjóm þess hefði vilj- að viðurkenna. Flestum kemur saman um að ástæðan fyrir versnandi rekstraraf- komu Nixdorf liggi í veikum Banda- ríkjadollar. Mikill hluti framleiðslu fyrirtækisins fer til Bandaríkjanna eða til markaða þar sem verðsam- keppnin fer fram í dollurum og hafi því tekjur af þessum mörkuðum lækkað stórlega á seinasta ári sam- fara verðfalli Bandaríkjadollars. Verksmiðjur Nixdorf eru hinsvegar flestar í Þýskalandi og hefur inn- kaupsverð til framleiðslunar því ekki lækkað í sama hlutfalli og lækkun söluverðs framleiðslunnar þar sem innkaupsverð á þýskum mörkum hefur haldist nær til óbreytt eða jafnvel hækkað. ITALIA — Tveir starfsmenn Fiats að fægja Tipo-inn áður en hann var kynntur opinberlega. Ítalía Hagnaður FIA T yfír 100 milljarðar Tórino, frá Bryiyu Tomer fréttantara Morgunblaðsins. FIAT-verksmiðjurnar, sem hafa aðalaðsetur í Tóríno, hafa á undanf- örnum árum tekið yfir rekstur allra ítalskra bílaverksmiðja. Alls voru ítalskar bifreiðir seldar fyrir 45.000 mifijarða italskra líra á árinu 1988, eða 1.575 milljarða íslenskra króna. Nettó hagnaður af rekstri FIAT var um 105 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. Cesare Romiti, aðalframkvæmdastjóri FLAT, greindi frá stöðu fyrirtækisins í við- tali við ítalska ríkissjónvarpið fyrir skömmu. Þar sem FIAT hefur á undanförnum árum keypt aðrar bíla- verksmiðjur á Ítalíu eru nú Alfa Romeo, Ferrari og Laneia undir sama þaki og Fiat. „Við erum ánægðir með rekstrar- afkomu FIAT á síðasta ári,“ sagði Romiti. FIAT hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið þar sem nokkrir verkamenn verksmiðjanna sögðu að eina leiðin til starfsframa innan fyrirtækisins væri að hætta störfum innan verkalýðsfélags síns. FIAT-menn hafa neitað því að um- mælin séu á rökum reist. Málið mun hins vegar hafa byijað þannig að starfsmaður FIAT, (Alfa Itomeo, sem áður var ríkisrekið og heyrir nú undir FIAT) sem var mjög virkur í verkalýðsfélaginu og gegndi stöðu stjórnarmanns þar, lagði fram opinber mótmæli vegna þess að hann hafði ekki fengið stöðuhækkun inn- an FIAT. Hann sagði að yfirmaður sinn hefði sagt að meðan hann ynni einnig hjá verkalýðsfélaginu ætti hann enga möguleika á stöðuhækk- un innan FLAT. Umræddur yfirmað- ur hefur hins vegar fullyrt að starfs- maðurinn fari ekki með rétt mál. Hann hafi ekki getað unnið fullan vinnudag hjá FTAT vegna sífellt aukinna starfa innan verkalýðsfé- lagsins. „Ég benti manninum ein- faldlega á að aukin vinna fælist í stöðuhækkun og þvi gæti hann ekki leyft sér miklar fjarvistir vegna ann- arra starfa, í þessu tilfelli í þágu verkalýðsfélagsins." Málið hefur vakið miklar og heitar deilur á Ítalíu og í kjölfar þessa máls kvörtuðu aðrir starfsmenn undan hinu sama, að þeir fengju ekki stöðuhækkun þar sem þeir ynnu í þágu verkalýðs- félagsins. FIAT hefur hins vegar mótmælt þessum ásökunum og er líklegt að málið leysist sjálfkrafa á næstu vikum. Önnur ástæða sem sumir vilja meina að valdi Nixdorf erfiðleikum í augnablikinu er of mikill starfs- mannakostnaður fyrirtækisins sam- fara of miklum nýráðningum sein- ustu ára. (Til dæmis má nefna að á árinu 1987 voru ráðnir til Nix- dorf 3.900 nýir starfsmenn og á fýrri hluta seinasta árs 1100). í greinum viðskiptablaða og tímarita um málefni Nixdorf, kemur fram að fæstir greinahöfunda telja rekstrarerfiðleika fyrirtækisins mjög alvarlega einsog þeir líta út í dag. Flestir eru sammála um það að þessir erfiðleikar séu einskonar vaxtarverkir ungs fyrirtækis sem hefur vaxið gífurlega á seinustu árum. Vaxtarverkir þessir muni jafnvel verða til þess að styrkja fýrirtækið í frekari vexti. \ Psoriasis- sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 12. apríl næst- komandi til eyjarinnar Lanzarote, á heilsugæslustöðina Panorama. Þeir, sem hafa þörf fyrir slíka ferð, snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim og sendi það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 28. febrúar. Tryggingastof nun ríkisins. Verslunarráð íslands kynnir: Viðskiptaþing 1989 ÍSLAIMD OG EVRÓPUBAIMDALAGIÐ Áttunda Viðskiptaþing Verslunarráðsins verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasai, þriðju- daginn 14. febrúar nk., kl. 10.00-17.30. Þingið snýst um ísland og Evrópubandalagið. Lagðar verða fram og kynntar fyrstu niðurstöður EB-nefnda Verslunarráðsins. Um 40 manns í fjórum nefndum hafa síöan í nóvember brotið til mergjar málefni Evrópubandalagsins, iið fyrir lið, og lagt mat á stöðu okkar gagnvart innri markaði EB 1992. í nefndunum eru fulltrúar allra atvinnugreina, en forysta nefndanna er í hönd- um fimm manna framkvæmdastjórnar Verslunarráðsins. Nefndirnar hafa ennfremur notið atbeina hagfræöinga ráðsins, Steingríms Ara Arasonar og Vilhjálms Egilssonar, framkvstj. Niðurstöður EB-nefndanna verða lagðar fram á Viðskiptaþinginu í 200 síðna möppu (handbók) og síðan kynntar og ræddar. Kynninguna annast: Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups, Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur VSÍ, Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda, Ólafur Ó. Johnson, forstjóri O. Johnson & Kaaber hf., Stanley Pálsson, verkfræðingur, Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar hf., Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri verslunardeildar S(S, Ásbjörn Björnsson, markaösstjóri, Útflutningsráði íslands, Birgir Rafn Jónsson, forstjóri Magnúsar Kjaran hf., Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá-Almennra trygginga hf., Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags islands hf., Jón Atli Kristjánsson, hagfræðingur, Þróunarfélagi islands, Ólafur Örn Ingólfsson, framkvstj., Landsbanka fslands, Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbanka islands hf., Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri, Hf. Eimskipafélagi islands, Erling Ásgeirsson, forstjóri Skrifstofuvéla hf., Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf., Kristinn Björnsson, forstjóri Nóa-Síríus hf., Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins, Maria E. Ingvadóttir, fjármálastjóri Útflutningsráðs islands. Þá mun Ólafur Davíðsson, sem nú gegnir formennsku í ráðgjafanefnd EFTA, fjalla um hvað framundan er í málefnum EB og næstu hugs^njeg skref okkar varðandi bandalagið. Sérstakur fyrirlesari mætir til þingsins frá Brússel, Hans'Joachim vom Búlow, sem er framkvæmdastjóri Euro- chambers, verslunarráðs EB-þjóðanna. Verslunarráöum annarra Evrópuþjóða gefst kostur á aukaaöild aö því. Heiðursgestur þingsins verður Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Þingið setur Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunarráðsins, en þingforseti verður Hörður Sigurgestsson, forstjóri Hf. Eimskipafélags islands. Þar sem Viðskiptaþing 1989 verður fyrirsjáanlega mjög fjölmennt, er nauðsynlegt að tilkynna bindandi þátttöku í síðasta lagi 10. febrúar nk. til Verslunarráðsins í síma 83088. Þátttaka er opin öllum, sem áhuga hafa, á meðan sæti eru laus. Þátttökugjald er 4.800 krónur, fyrir dagskrána með hádegisverði, kaffi og móttöku að þingi loknu, svo og handbók EB-nefnda Verslunarráðsins. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.