Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.02.1989, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 mmoruTMM Við bjóðum þér á kynningarfund Hefur þú tök á: * Ritvinnslu? * Tölvubókhaldi? * Töflureikni? * Innflutningsmálum? * Og fleira er viðkemur störfum á nútíma skrifstofú? Kennarar og útskrifaðir nemendur lýsa náminu og reynslu sinni. Fundur hefst í kvöld kl. 20.30 í okkar glæsilega húsnæói í Borgartúni 28. Allir velkomnir — Kaffi og veitingar Tölvufræðslan SIEMENS -gceði HRÍFANDI OG ÞRÍFANDI RYKSUGA FRÁ SIEMENS! Tilvalin ryksuga fyrir minni heimili og skrifstofur. Mm—"i i! Lítil, létt og lipur Kraftmikil (800 W) en sparneytin Stór rykpoki og sýklasía Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði Verð kr. 8.320,- SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Hverfisteinar Sambyggöur hverfisteinn meö hjóli til blautslípunar og hjóli úr gúmmíbundnum ál-ögnum til brýningar. Hljóðlátur iðnaðarmót- or 200W, 220v, 50 HZ, einfasa, snýst 70 snún- inga á mín. Laust vatnsílát. Sérstök stýring ffyrír sporjárn o.þ.h. Verðkr. 13.650. Laugavegi 29 Símar 24320 — 24321 — 24322. UJlittKi Ananaustum Sími 28855 KVÖLDNAMSKEIÐ I HUGARÞJALFUN HUGEFLI Bolholti 4 10. feb. kl. 19.00. Námskeiölð byggir á nýjustu rannsóknum í dáleiöslu, djúpslökun, tónlistarlækningum -og beitingu ímyndunaraflsins. Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a.: A Opnað aðgang að öflugustu hlut- um undirmeðvitundarinnar. A Náð djúpri slökun og sofnað á nokkrum mínútum. A Fyrirbyggt taugaspennu, kvíða og áhyggjur. A Hætt reykingum og ofáti. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. Mótmæli gegn hunda- haldi ekki ástæðulaus Til Velvakanda. Hundur er elskulegt dýr. Öllum á heimilinu þykir vænt um hann. Börn- um er hann ómissandi leikfélagi og fullorðnum er hann kær vinur. Hann er af öllum meðhöndlaður sem einn af fjölskyldunni, dekraður og dáður, og öllum sýnir hann sönn vinarhót. Húsbændurnir gæta hans vel, venja hann á þrifnað og láta hann ekki óhreinka gangstíga við hús sitt eða grasflatir í garði sínum. Hjá allt of mörgum nær gæsla hundsins ekki lengra en þetta. Því miður eru alltof margir hunda- eigendur tillitslausir í garð nágranna sinna og láta hundinn sinn leika laus- um hala um garða og gangstíga nágranna sinna, þar sem hann skítur allt út; grasflatir, gangstíga, blóma- beð, svo börnin > þeim húsum eru hvergi óhult fyrir þessum óþverra, og húsmæðurnar geta ekki annast um blómin sín, án þess að eiga á hættu að verða útbíaðar í þeim við- bjóði sem þessi óvelkomnu dýr leggja frá sér út um allt. Og ef þetta blessaða fóik ber fram aðfinnslur við rétta eigendur hunds- ins, fær það stundum ónot ein í stað- inn, og þykist hafa fullan rétt á að láta hundinn sinn haga sér að eigin geðþótta. Það er þessi tillitslausa framkoma sumra hundaeigenda, sem gerir þá og hundana þeirra óvinsæla í meira lagi. Ekkert gagna strangar reglur um hundahald, ef ekki er eftir þeim far- ið. Hundaeigendur mega sannarlega sjálfum sér um kenna, ef hundahald verður bannað í Reykjavík. Með því að mótmæla afnámi hundahalds, við þessar aðstæður, er í raun verið að halda hlífiskildi yfir þeim hundaeig- endum sem þverbtjóta allar reglur, sem þeim hafa verið settar um með- ferð hunda sinna. Leitt er til þess að vita, að börn og fullorðnir skuli ekki fá notið vin- áttu og nærveru þessara elskulegu dýra, vegna hroka og tillitsleysis til- tölulega fárra sóða, sem gera návist sína og hunda sinna öðrum óþolandi. Hval vilja hundaeigendur (hver einasti þeirra) á sig leggja til að fá að halda hund í friði? Hver og einn ætti að skilja að hundur, sem sóðar allt út hjá nágrannanum og er þar með gjammi og gelti, hlýtur að vera með öllu óalandi og ófeijandi. Hundaeigendur almennt verða mjög að taka sig á, ef þeir eiga aftur að vinna glataða hylli almennings, og fá í friði að njóta návistar við þessi dýr, sem sannarlega gætu verið öll- um kær, ef réttri meðhöndlun væri beitt. Hundavinur Yíkverji skrifar Ifréttaskýringu, sem Agnes Bragadóttir skrifaði um málefni Arnarflugs í Morgunblaðið sl. laug- ardag, kom m.a. fram, að samráð- herrum Steingríms J. Sigfússonar, samgönguráðherra, þætti fyndið að fylgjast með því, hvað þessi só- síalíski samgönguráðherra væri hallur undir þá skoðun, að bezt væri fyrir ríkið að losa sig við Arn- arflug í hendur Flugleiðamanna. í sjónvarpsviðtali um helgina gaf ráð- herrann í skyn, að þetta væri úr lausu lofti gripið. Stjómmálamenn ættu að varast að gefa slíkar yfírlýsingar að lítt athuguðu máli. Staðreynd er, að þetta viðhorf til samgönguráðherra er að finna innan ríkissljórnarinn- ar. Nú eru mörg dæmi þess, að blaðamenn fari með rangt mál eða treysti heimildum, sem ekki er treystandi. Það er föst regla á Morgunblaðinu, ef slíkt kemur upp, að beðið er afsökunar á mistökum af því tagi. Hins vegar eiga stjórn- málamenn ekki að komast upp með að afgreiða fréttir eða aðrar frá- sagnir með því, að þær séu úr lausu lofti gripnar, jafnvel þótt fréttirnar geti verið óþægilegar fyrir þá. Stjómmálamennirnir verða að gera sér grein fyrir, að þeir geta verið að vega að starfsheiðri blaðamanna með slíku ábyrgðarlausu tali. Yfirleitt em samskipti stjórn- málamanna og blaðamanna ágæt. En margs er að gæta í þeim efnum. Fyrir nokkmm ámm birti Morgun- blaðið frétt, sem byggð var á upp- lýsingum þingmanns, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Samtal blaða- manns við þingmanninn var hins vegar tekið upp á segulband og var því til. Sama daginn og fréttin birt- ist í blaðinu kom þessi þingmaður fram í útvarpsfréttum og lýsti því yfir, að frétt Morgunblaðsins væri röng. Þessj þingmaður á enn sæti á Alþingi. í samræmi við þá megin- reglu blaðamanna að gefa ekki upp heimildir átti blaðið ekki annan kost en láta þingmanninn komast upp með þessi ósannindi. Námskeiðið verður haldið á hverju föstudagskvöldi í 4 vikur. Leiðb. er Garðar Garðarsson. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Gulu Línunni, 62 33 88 XXX Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvernig staðið verður að auglýsingum um bjór eftir 1. marz n.k. Að sjálfsögðu er heimilt að auglýsa bjór, sem inniheldur áfeng- ismagn í tilteknu lágmarki. Um helgina kom fram í Morgunblaðinu, að settar yrðu nýjar reglur væntan- lega til þess að koma í veg fyrir auglýsingar á áfengum bjór! Auðvitað er útilokað að koma í veg fyrir, að innlendir bjórframleið- endur og erlendir framleiðendur auglýsi vörumerki sín, eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Vonandi taka opinberir aðilar ekki upp á því að setja einhvetjar barnalegar regl- ur um þetta eins og gert var hér fyrir nokkrum áratugum, þegar bannað var að auglýsa dansleiki! XXX Greiðslukortum fjölgar nú hér. Auk þeirra tveggja, sem fyrir eru, er nýtt kort komið til sögunnar á vegum samvinuhreyfingarinnar og í blaðafréttum um helgiúa var talað um nýtt kort á vegum ferða- skrifstofa. Um þetta er allt gott að segja út af fyrir sig. Nú er nokkur reynsla komin á notkun greiðslukorta hér. Sennilega er það almenn reynsla fólks að eyðsla sé mun meiri, þegar greiðslukortjeru notuð að staðaldri. Þess vegna er ekki ólílegt, að fólk dragi úr notkun þessara korta á næstu árum, enda bjóða verzlanir víða staðgreiðsluafslátt, ef greitt er með reiðufé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.