Morgunblaðið - 08.02.1989, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
Borgaraflokkurinn sleit
vidræðum við stjórnina
Tveir sátu hjá. Óli Þ. Guðbjartsson með sérbókun. Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir segir enga reiði í sínum huga.
ÞINGFLOKKUR Borgaraflokksina ákvað á fundi sínum í gœr-
morgun að tilgangslaust væri að halda áfram viðræðum við ríkis-
stjómina um stjómaraðild Borgaraflokksins, eftir að ljóst varð
að ekki yrði gengið að kröfum flokksins um afhám matarskatts-
ins þegar i stað. Júlíus Sólnes formaður flokksins segist harma
þessa niðurstöðu. Albert Guðmundsson og Óli Þ. Guðbjartsson
sátu hjá við atkvæðagreiðslu og ÓU lét jafnframt bóka að ekki
væri flúllreynt, hvort hægt væri að ná samkomulagi við ríkisstjóm-
ina. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir segir engin illindi í sínum huga,
hvað varðar þessa niðurstöðu og segist munu vega og meta hvert
stjómarfrumvarp, áður en hún afræður hvort hún styður það
eða ekki.
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir,
þingmaður Borgaraflokks, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær:
„Ég er búin að taka afstöðu til
bráðabirgðalaganna og mun
greiða þeim nákvæmlega eins at-
kvæði, þó svona hafi farið. Hvort
ég mun greiða öðrum frumvörp-
um ríkisstjómarinnar atkvæði
mitt kemur bara í ljós, þegar þau
koma til atkvæðagreiðslu og ég
hef kynnt mér þau. Hins vegar
er engin reiði eða illindi í mér,
þó svona hafi farið."
Halldór Pálsson, formaður kjör-
dæmisráðs Borgaraflokksins í
Albert Guðmundsson, þingmaður
Borgaraflokks:
„Létu draga sig
á asnaeyrum“
ALBERT Guðmundsson segist
ekkert hafa við það að athuga
að þingflokkur Borgaraflokks-
ins hafi ákveðið að slíta viðræð-
um við ríkisstjómina. Hann
hafi ekkert skipt sér af þessum
viðræðum fyrr en i fyrradag,
„þegar það var farið að vera
áberandi I augum fólksins al-
mennt hvað Borgaraflokkurinn
var dreginn á niðurstöðum.
Þetta gat ekki gengið svona
lengur. Þetta var orðið átakan-
legt og ég gat ekki horft upp
á þetta lengur,“ sagði Albert.
Albert sagði að þessar viðræður
hefðu ekkert verið annað en sýnd-
armennskan eintóm. Dagar og
vikur hefðu liðið án þess að nokk-
ur fundur hefði verið haldinn,
hvað þá meir, og félagar hans í
Borgaraflokknum létu „einfald-
lega draga sig áfram á asnaeyr-
um“.
Albert sagði að kröfumar sem
Borgaraflokkurinn hefði sett fram
á sínum tíma hefðu farið dag-
minnkandi og endað með því að
hluti af einni kröfu hefði staðið
eftir, þ.e. afnám matarskattsins.
„Það leit ekki út fyrir það að
stjómarflokkamir hefðu nokkum
tíma viljað fá Borgaraflokkinn
heilan og óskiptan til þessa stjóm-
arsamstarfs. Það sýndu vinnu-
brögðin og allur sá dráttur sem
varð á því að ná fram niðurstöð-
um.“
Reylqaneskjördæmi, hafði sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins ákveðið að segja af sér for-
mennskunni ef flokkurinn sliti
ekki viðræðunum við ríkisstjóm-
ina, þar sem hann ásamt fleirum
mun hafa talið að ef Borgara-
flokkurinn gengi inn í ríkisstjóm-
arsamstarfíð á skilmálum ríkis-
stjómarinnar, þá fengi hann ná-
kvæmlega ekkert fyrir sinn snúð.
„Flokkurinn mun bara taka
flokkslega afstöðu í hveiju máli
fyrir sig. Það hefur nú oft, út af
fyrir sig, komið fyrir að flokkur
í stjómarandstöðu hafl getað stutt
eitthvað af stjómarfrumvörpum.
Það getur farið á hvaða veg sem
er,“ sagði Júlíus Sólnes, formaður
Borgaraflokksins er hann var
spurður hvort hann teldi að flokk-
urinn í heild, eða einstakir þing-
menn hans, myndu halda áfram
að tryggja ríkisstjóminni meiri-
hluta á Alþingi með því að greiða
frumvörpum hennar atkvæði sín.
Júlíus sagði að ákveðnir hlutir
í efnahagsaðgerðum ríkisstjómar-
innar væru Borgaraflokknum að
skapi. „Ég harma þessa niður-
stöðu. Menn eru búnir að leggja
mikið á sig við að reyna að ná
þessu saman, en það tókst ekki.
Við létum bijóta á þessu ágrein-
ingsmáli, matarskattinum, sem er
búið að vera á oddinum allan
tímann," sagði j'úlíus.
Júlíus kvaðst vísa orðum Al-
berts Guðmundssonar þess efnis,
að þingmenn Borgaraflokksins
hefðu verið dregnir á asnaeymn-
um af ríkisstjóminni, til fóður-
húsanna. Hann kvað Borgara-
flokkinn hafa komið fram eins og
ábyrgur stjómmálaflokkur, en
þrátt fyrir mjög umfangsmiklar
og ýtarlegar málalengingar hefði
ekki tekist að ná samkonjulagi.
Júlíus kvaðst engin merki sjá á
lofti þess efiiis, að samstaða
flokksins væri að rofna.
Forsætisráðherra og utanrfldsráðherra um ákvörðun Borgaraflokks:
Vildu koma til móts
við Borgaraflokkinn
RÍKISSTJÓRNIN telur ekki skynsamlegt að ákveða upphæð og
dagsetningu lækkunar matvæla, en það mat ríkisstjómarinnar
varð endanlega til þess að þingflokkur Borgaraflokksins ákvað
á fimdi sínum i gærmorgun að tilgangslaust væri að halda áfiram
viðræðum við rikisstjómina um stjórnaraðild Borgaraflokksins.
Þessu mati sinu lýstu þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráð-
herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra i samtölum
við Morgunblaðið i gær.
„Við teljum ekki skynsamlegt
að setja upphæð og dagsetningu
á lækkun matvæla inn í sam-
starfssamning við Borgaraflokk-
inn,“ sagði forsætisráðherra.
Hann sagði að þetta hefði ríkis-
stjómin rætt sín á milli og talið
óskynsamlegt og greint Borgara-
flokknum frá þessari afstöðu
sinni.
„Það verður bara að ráðast,
hvort við leitum eftir stuðningi
einstakra þingmanna flokksins við
stjómarfrumvörp okkar, en ég tel
það mjög mikilvægt að þetta gerð-
ist allt án nokkurra illinda," sagði
Steingrímur.
„Stjómarflokkamir höfðu teygt
sig langt til móts við Borgara-
flokkinn, um þau meginmál, sem
flokkurinn vildi setja á oddinn,
enda var það fyrst og fremst eitt
— lækkun matvömverðs," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra um ákvörðun
Borgaraflokksins.
Jón Baldvin sagði að í slqali frá
forsætisráðherra til Borgara-
flokks hefði komið fram að ríkis-
stjómin væri reiðubúin til að leita
leiða til að lækka verð á þýðingar-
mestu matvælum.'Auk þess hefði
verið greint frá því að ríkisstjóm-
in væri reiðubúin til þess að kanna
það við undirbúning á upptöku
virðisaukaskatts, hvort skynsam-
legt væri að taka upp tvö þrep í
virðisaukaskatti, sem yrði þó að
skoðast með tilliti til heildamiður-
staðna ríkisQármála. Loks hafí
verið greint frá því að ríkisstjóm-
in væri reiðubúin til þess að beita
sér fyrir lækkun verðs á tilteknum
matvælum: mjólkurvörum,
brauði, komvöru, kjöti og físki, í
tengslum við efnahagsráðstafan-
ir, enda yrði þá samkomulag um
aðra tekjuöflun á móti.
Utanríkisráðherra segir að
þetta bréf gefl það berlega til
kynna að fullur vilji hafí verið tii
þess af hálfu stjómarflokkanna
að leysa þetta mál þannig að
Borgaraflokki lfkaði. Samkomu-
lag hafí hins vegar strandað á
samþykkt flokksstjómar Borg-
araflokksins frá því sl. laugardag,
þar sem þess hefði verið krafíst
að þetta yrði gert þegar í stað,
áður en ráðrúm fengist til þess
að leita svars við því með hvaða
hætti tekjumissir ríkissjóðs yrði
bættur.
Jón Baldvin sagði að framtíðin
myndi leiða í ljós hvemig ríkis-
stjómin kæmi stjómarfrumvörp-
um sínum í gegnum þingið án
samstarfs við Borgaraflokk.
Eldur um borð í Selfossi
ELDUR kom upp í lest Selfoss,
flutningaskips Eimskipafélags-
ins, þar sem það var statt í Mið-
jarðarhafi á mánudagskvöld.
Áhöfii skipsins slökkti eldinn án
utanaðkomandi aðstoðar. Engan
úr áhöfhinni sakaði. Eldsupptök
eru rakin til skammhlaups í hita-
blásara, að sögn Þórðar Sverris-
sonar framkvæmdastjóra hjá
Eimskip.
Þórður sagði að hvorki hefðu
orðið skemmdir á skipinu né telj-
andi seinkun á för þess til grísku
hafnarborgarinnar Patrai. Ekki var
ljóst hvort skemmdir hefðu orðið á
farmi skipsins, síðast þegar Morg-
unblaðið hafði spumir af.
Aldi Nord hættir
kaupum á lagmeti
ALDI Nord, annar hluti Aldi-
verslanakeðj unnar í Vestur-
Þýskalandi, hefiir hætt kaupum
á niðursoðinni rækju frá ís-
landi. Tilkynning þess efiiis
barst til Iceland Waters í Kiel
I gær. Ástæður þess að Aldi
Nord hættir viðskiptum við ís-
lendinga eru þær sömu og hjá
Aldi Slid, eða þrýstingur firá
Grænfriðungum vegna hval-
veiða íslendinga.
kvæmdastjóri Aldi Nord, hafði
síðan samband við K.H. Jakubow-
ski framkvæmdastjóra SL í Kiel
og sagði honum að formlegt upp-
sagnarbréf yrði sent seinna í vik-
unni. í skeyti sem Jakubowski
sendi síðan skrifstofu SL í
Reykjavík segir orðrétt: „Nú er
síðasta tækifærið til að stöðva
hvalveiðar, að öðmm kosti er við-
skiptum okkar (í Þýskalandi) lok-
ið.“
Theódór Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Sölustofnunar lag-
metis, segir að þessi ákvörðun Aldi
Nord hafí ekki komið þeim á óvart.
Þeir hafí alltaf átt von á því að
Aldi Nord myndi fylgja í fótspor
Aldi Sud. Því hafí þeir áætlað sölu-
tap sitt á þessum markaði 430
milljónir króna strax í upphafi. Af
þessari upphæð seldi Aldi Siid fyr-
ir 230 milljónir króna en Aldi Nord
fyrir 200 milljónir króna.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað sér eru
Aldi-verslanakeðjumar yfirleitt
með það ákvæði í samningum
sínum við heildsala að Aldi geti
sagt þeim upp hvenær sem er.
Theódór segir að slíkt ákvæði hafí
ekki verið til staðar í samningum
Iceland Waters, sölufyrirtæki SL í
Þýskalandi, við Aldi. SL hefur
hinsvegar ekki í hyggju málshöfð-
un gegn Aldi fyrir samningsbrot.
„Við reiknum þetta dæmi þann-
ig út að þetta hvalamál muni
ganga yfír og eftir það munum við
aftur taka upp samstarf við Aldi,“
segir Theódór Halldórsson. „Mála-
ferli nú myndu bara hleypa illu
blóði í Aldi-menn og hafa þær af-
leiðingar að við kæmust ekki aftur
að hjá þeim í framtíðinni."
Tilkynningin barst með
símskeyti, en Kujahn, fram-
INNLENT
Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra:
Engin stefnu-
breyting í
hvalveiðum
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra lagði fram upplýs-
ingar á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun um hvalveiðimál íslend-
inga og að honum loknum áttu
hann og Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra ítarlegan
firnd um málið með utanrikis-
málanefiid Alþingis. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins eru
stjómarliðar innan Alþýðu-
bandalagsins einna helst á því
að íslendingum beri að breyta
hvalveiðstefiiu sinni, en Halldór
segir enga breytingu vera á meg-
instefiiu ríkisstjórnarinnar og
utanríkismálanefndar um málið.
„Þetta mál er til umQöllunar í
utanríkismálanefnd og hjá þeirri
nefnd hefur engin stefnubreyting
orðið," sagði Halldór, „en hitt er
svo annað mál, að það eru ýmsar
skoðanir uppi þar, hvemig best sé
fyrir okkur að koma upplýsingum
og skoðunum okkar á framfæri.
Innan nefndarinnar er enginn
ágreiningur um meginstefnu, en sú
nefnd er sá vettvangur sem er til
ráðuneytis í þessum efnum.“
Halldór sagði að sér væri full-
kunnugt um afstöðu ákveðinna
þingmanna gegn hvalveiðum, svo
sem Áma Gunnarssonar, en hún
hefði engin áhrif á stefnu utanríkis-
málanefndar.