Morgunblaðið - 08.02.1989, Side 4

Morgunblaðið - 08.02.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 Útför Kristjáns Albertssonar rithöfundar Útför Kristjáns Albertssonar var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Sr. Hjalti Guðmundsson jarðsöng og módettukórinn söng. Hörður Áskelsson var organisti. Úr kirkju báru Björn Bjarnason, Jóhann- es Nordal, Gylfi Þ. Gíslason, Matthías Johannessen, Kristján Karlsson, Eiríkur Hreinn Finnboga- son, Davíð Ólafsson og Kristján Jóhannsson. VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt á veðutspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR IDAG, 8. FEBRÚAR YFIRLIT f GÆR: Sunnan- og suðaustan gola eða kaldi og víða él sunnan- og vestanlands, annars staðar úrkomulaust. SPÁ: Suðlaeg átt, víðast gola eða kaldi og frost um allt land. Él um sunnanvert landið en bjart veður norðanlands framan af degi. Þykknar upp þegar líður ó daginn með vaxandi austanátt, hvasst og snjókoma syðst á landinu annað kvöld. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðaustan átt, víða allhvöss viö suðaust- urströndina en heidur hægari í öðrum landshlutum. Sunnanlands og austan verður snókoma eða slydda, en úrkomulítið annars stað- ar. Frost 1—3 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðan- og norðvestan átt, sennilega nokkuð hvöss norðan- og vestanlands með óljum en hægari og úrkomuminna annars staðar. Frost 3—6 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. -JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir r r r r r r r Rigning r r r — Þoka = Þokumóða * / * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * >, ’ Súld OO Mistur 4 K Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hltl +8 +3 vaður (óttskýjaft úrkoma Bergen B rigning Helrinkl 7 skýiaö Kaupmannah. 8 alskýjað Naresarssuaq +14 léttskýjað Nuuk +14 snjókoma Oaló 10 skýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórahðfn 3 skýjað Algarve 14 lóttskýjað Amstardam 12 mlstur Barcelona 14 þokumóða Berlin 10 skýjað Chlcago +16 heiðskfrt Feneyjar 3 þoka Frankfurt 7 þokumóða Glasgow 9 skúr Hamborg 11 skýjað Las Palmas 20 skýjað London 12 skýjað Los Angeleð 6 alskýjað Lúxemborg 3 þoka Madríd 11 hólfskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 16 hélfskýjað Montraal +8 alskýjað New York 0 alskýjsð Orlando 19 þokumóða Parfa 9 heiðskfrt Róm 16 þokumóða San Diego B skýjað Vín 11 léttskýjað Washington -1 fskom Wlnnlpeg +12 snjókoma Gengisfellingar einar leysa ekki vandann - segja fiskvinnslu- og útgerðarmenn GENGISFELLINGAR einar og sér leysa ekki vanda útgerðar og fiskvinnslu og 2,5% gengisfelling á mánudaginn var of lítil, að sögn útgerðar- og fiskvinnslumannanna Sigurðar Einarssonar í Vest- mannaeyjum, Ingimars Halldórssonar á Súðavík, Brynjólfs Bjarna- sonar í Reykjavík og Magnúsar Bjarnasonar á Eskifirði. Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar er bátaflotinn rekinn með 13,9% tapi, minni togarar með 1,6% tapi, stærri togarar með 2,8% tapi og að meðaltali er botnfiskveiðiflotinn rekinn með 7,3% tapi. Frysting- in er rekin með 2,5% tapi en saltfiskvinnslan með 4,5% hagnaði. „Hliðarraðstafan- ir þurfa að fylgja" „Þessi 2,5% gengisfelling hækk- ar verð á olíu og veiðarfærum, þannig að fyrir útgerðina er hún tvíbent," sagði Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Vestmannaeyja. „Það þarf að fella gengið um meira en þessi 2,5% og gengisfellingunni þurfa að fylgja hliðarráðstafanir. Við erum með 8 báta, það er mikill taprekstur á þeim og hann hefur aukist að undanfömu. Geng- isfellingamar frá því í haust hafa hins vegar bætt stöðu frystingar- innar, því kaup og fiskverð hafa ekki hækkað í vetur. Saltfiskvinnsl- an hefur gengið betur en frysting- in. Verð á saltfiski hefur hins vegar lækkað að undanfömu og það eru miklar blikur á lofti varðandi tolla- málin," sagði Sigurður Einarsson. „2,5% gengfisfelling lagar ekki stöðuna" „Ég get ekki séð að þessi 2,5% gengisfelling lagi þá stöðu sem þarf að laga. Gengisfelling ein og sér hefur ekkert að segja og leysir engan vanda," sagði Ingimar Hall- dórsson framkvæmdastjóri Frosta hf. á Súðavík. „Verðbólgan og fjár- magnskostnaðurinn skipta höfuð- máli. Raungengið þarf að vera rétt skráð og það þarf að hækka. Það er hugsanlegt að aðrar ráðstafanir en gengisfelling nægi ef þær leiða til þess að tekjur vinnslunnar auk- ast án þess að tiikostnaður hækki. Frystingin er rekin með tapi en útgerðin á togaranum Bessa kom þokkalega út á síðasta ári og það var ekki tap á honum. Mér sýnist hins vegar að afkoma útgerðarinnar fari versnandi. Tilkostnaður, til dæmis olíuverð, hefur hækkað en fískverð ekki. Við erum með rækju- bát en verð á rækju hefur verið lágt til útgerðar og reksturinn á rækjuvinnslu okkar er í jámum. Það er verið að smíða fyrir okkur nýjan ísfisktogara í Flekkefjord í Noregi sem á að afhenda í haust og Bessi fer út í staðinn fyrir hann. Mikil gengisfelling getur því verið tvíbent fyrir okkur, því hún mjmdi hækka verðið á nýja togaranum," sagði Ingimar Halldórsson. „Raungengi þarf að lækka um 10%“ „Ég tel lækkunina á raungenginu of litla og að hún nægi ekki til að hagnaður verði af rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja. Það er tap á bæði veiðum og vinnslu hjá okkur," sagði Brynjólfur Bjamason fram- kvæmdastjóri Granda hf. í Reykjavík. „Ég tel að raungengi þurfí að lækka um 10% í viðbót. Gengisfelling ein og sér er ekki nægjanleg. Mér finnast þessar að- gerðir ríkisstjómarinnar vera af- skaplega veikar og endurtekning á aðgerðum sem ekki komu til fram- kvæmda í haust, til dæmis raforku- verðslækkun," sagði Biynjólfur Bjamason. „Gengið verður trú— lega látið síga“ „Þessi 2,5% gengisfelling var of lítil. Gengisfeilingin hefði sjálfsagt þurft að vera 10% og henni hefðu þurft að fylgja hliðarráðstafanir til að hægt sé að reka frystinguna með nauðsynlegum hagnaði," sagði Magnús Bjamason ' framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. „Eg hugsa að það sé stefiit að því að láta gengið síga f rólegheitun- um.Ég held að það myndi ekki nægja að vera eingöngu með aðrar ráðstafanir en að fella gengið. Það hjálpar hins vegar ef vextir lækka og þeir hafa lækkað mikið. Það er stórtap á minni bátum og minni kvótar skerða tekjumögu- leikana skipanna. Það er lækkandi verð á saltfiski, verð á mjöli hefur lækkað og lýsisverðið hefur farið úr 470 dollumm niður í um 275 dollara fyrir tonnið. Við emm með tvo litla togara og það er ekki tap á rekstri þeirra. Við unnum 800 tonn af rækju á síðasta ári og það gekk ágætlega. Við emm í svo mörgu og emm ekki á hausnum," sagði Magnús Bjamason. Grandi hf. leggur Hjörleifi: 15-20 milljóna kr. út- gerðarkostnaður sparast Otto N. Þorláksson og Snorri Sturlu- son veiða kvótann GRANDI hf. hefur lagt togaran- um Hjörleifi og fert kvóta hans yfir á Otto N. Þorláksson og Snorra Sturluson til að spara út- gerðarkostnað vegna samdráttar í veiðum á þessu ári. Kvóti sex togara fyrirtækisins er 1.684 tonnum minni en á sfðasta ári. Með því að leggja Hjörleifi og auka afla hinna skipanna sparast 15—20 milljónir í útgerðarkostn- að, að sögn Sigurbjörns Svavars- sonar útgerðarsfjóra Granda hf. Á síðasta ári var aflamark skipa Granda hf. 20.749 tonn, en 19.065 tonn á þessu ári, og er munurinn 1.684 tonn, eða rúmlega 8% sam- dráttur. Sigurbjöm sagði að karfa- kvótinn væri nú 20% minni en fyrir þremur ámm og þorskkvótinn 11% minni, þannig að heildarkvoti togar- anna suðvestanlands væri í raun 15% minni en fyrir þremur ámm. „Við stóðum frammi fyrir því að minnka kvóta hvers skips sem nemur kvót- aminnkun þessa árs með tilheyrandi verri afkomu á hveiju skipi eða leggja Hjörleifi, sem er minnsta skip- ið, og færa kvótann yfir á hin skip- in,“ sagði Sigurbjöm. Aflamark Hjörleifs er 2.090 tonn og verður það flutt yfir á Otto N. Þorláksson, sem að sögn Sigurbjöms hefur aflað mik- ið og langt umfram kvóta, og frysti- skipið Snorra Sturluson. Hin þijú skip Granda hf., Jón Baldvinsson, Ásbjöm og Ásgeir, verða á sóknar- marki. Sigurbjöm sagði að ekki yrði mjög erfítt fyrir hin skipin að veiða þennan afla því á þeim væm miklir afla- menn. Umtalsverður útgerðarkostn- aður sparaðist, meðal annars viðhald, olía og veiðarfæri að hluta. Áætlaði hann árlegan spamað 15—20 millj- ónir kr. Búið er að leggja Hjörleifí. Búið er að segja upp 15 manna áhöfn hans. Sigurbjöm sagði að athugað yrði hvort einhvetjir vildu leigja Hjör- leif, til dæmis til rækjuveiða eða til veiða á meðan skip væm í viðgerð. Þá yrði athugað hvort hægt yrði að fá kvóta á hann með öðmm hætti, til dæmis með því að kaupa báta, taka þá úr rekstri og flytja kvótann yfir á Hjörleif.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.