Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
Meira um mamirétt-
indi leigubílstjóra
eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Mætur hæstaréttarlögmaður,
Jón Þorsteinsson, ritaði greinarstúf
hér í blaðið hinn 25. janúar sl. og
kallaði „Um mannréttindi leigubif-
reiðastjóra". Gerði hann að umtals-
efni hæstaréttardóm frá 15. desem-
ber sl. og umfjöllun um þann dóm
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
8. janúar sl. Grein Jóns vakti áhuga
minn á að segja nokkur orð um
málið.
Leigubílstjóramálið
í dómsmáli þessu var m.a. tekist
á um skýringar á tveimur ákvæðum
í stjómarskránni um mannréttindi,
ákvæðunum um félagafrelsi og at-
vinnufrelsi. Voru atvik málsins í
stórum dráttum þau, að leigubíl-
stjóri nokkur var sviptur atvinnu-
leyfi sínu fyrir þá sök að hann sagði
sig úr Bifreiðastjórafélaginu
Frama. Hér á landi ríkir sá háttur,
að menn mega ekki aka öðrum
gegn fégjaldi, nema hafa til þess
leyfi frá íslenska ríkinu. Fer um
þetta eftir lögum um leigubifreiðar.
I þeim lögum er hvergi berum orð-
am sagt, að það sé skilyrði fyrir
að fá (og halda) atvinnuleyfí að
vera í bifreiðastjórafélagi. Þetta er
hins vegar ákveðið skýrt og skil-
merkilega í reglugerð, sem sam-
gönguráðherra hefur sett með
heimild í lögunum.
Tvenn sjónarmið
Af hálfu leigubílstjórans voru
m.a. höfð uppi tvenn sjónarmið:
1. Það er óheimilt vegna ákvæð-
is stjómarskrárinnar um félaga-
frelsi að skylda leigubflstjóra til
aðildar að Frama með þeim hætti,
sem um gat í málinu.
2. í stjómarskrárákvæðinu um
atvinnufrelsi er m.a. sagt, að ekki
megi leggja bönd á atvinnufrelsi
manna nema með lagaboði. Skilyrði
um aðild að Frama felur í sér tak-
mörkun á atvinnufrelsi leigubíl-
stjórans. Su takmörkun fær sam-
kvæmt stjómarskránni ekki staðist,
nema hún sé ákveðin í settum lög-
um frá Alþingi.
í málinu lá fyrir um fyrra atrið-
ið, að ekki er berum orðum sagt í
stjómarskránni, að óheimilt sé að
skylda menn til þátttöku í félögum.
Hins vegar er um þetta beint
ákvæði í Mannréttindayfirlýsingu
Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir
m.a.: „Engan mann má neyða til
að vera í félagi." Var af hálfu
leigubílstjórans talið að þetta
ákvæði yfirlýsingarinnar, svo og
fleiri atriði úr alþjóðlegum heimild-
um um mannréttindi ættu að orka
á skýringar á íslensku stjómar-
skránni. Akvæði hennar um félaga-
frelsi bæri því ekki aðeins að skilja
svo, að menn mættu stofna félög,
heldur mættu þeir einnig synja að-
ildar að félögum. Um þetta fyrra
atriði dæmdi Hæstiréttur gegn
sjónarmiðum leigubflstjórans og
taldi að ákvæðinu um félagafrelsi
í íslensku stjómarskránni hafi að-
eins verið ætlað „að tryggja félags-
stofnunina sem slíka en ekki rétt
manna til að standa utan félaga."
Hæstiréttur féllst hins vegar á
síðara sjónarmið leigubflstjórans,
sem nefnt var að ofan, þ.e. að ekki
hafí mátt takmarka atvinnufrelsi
hans á þessu sviði með skylduaðild
að Frama, þar sem ekki hafi verið
til að dreifa lagaboði (þ.e. settum
lögum frá Alþingi) um þessa tak-
mörkun atvinnufrelsisins.
Viðbrögð í ráðuneyti
Að dómi gengnum var aðstaðan
orðin sú, að íslenska stjómarskráin
bannar ekki, að Alþingi setji lög
sem skylda menn til aðildar að fé-
lögum, þó þetta sé á alþjóðavett-
vangi talin regla sem verðskuldi
vemd. Viðbrögð úr samgönguráðu-
neytinu við þessum dómi komu fram
í Morgunblaðinu nokkmm dögum
eftir dómsuppkvaðninguna. Vom
þau á þá lund, að málinu yrði kippt
í liðinn með því að flytja á Alþingi
lagafmmvarp sem heimilaði þessa
takmörkun á félagafrelsinu.
í Reykjavíkurbréfinu 8. janúar
var fjallað um málið og þ.m.t. við-
brögðin úr ráðuneytinu. Kom fram
það viðhorf, að ekki ætti að vera
markmið starfsmanna í stjómsýslu
að reyna að koma fram eins miklum
takmörkunum á frelsi borgara og
stjómarskrá okkar frekast leyfði.
Ber að taka undir með höfimdi
Reykjavíkurbréfs að þessu leyti.
Grein Jóns Þorsteinssonar
Jón Þorsteinsson fjallar um mál
þetta í fyrmefndri grein sinni. Er
hann allt annað en sáttur við um-
ijöllun Morgunblaðsins. Er á Jóni
að skilja, að honum þyki lítið koma
til sjónarmiðanna um mannréttind-
in, sem leigubflstjórinn byggði á og
Hæstiréttur staðfesti að hluta.
Jón segir m.a. í grein sinni: „Ég
tel það fjarri öllu lagi að líta á skyld-
una til félagsaðilar sem mannrétt-
indabrot, jafnvel þótt leitað sé að
mannréttindabrotum með stækkun-
argleri eins og sumir tíðka. í meira
en þijá áratugi hafá 600 félags-
menn í Frama talið sig bundna af
skylduaðild og unað því vel. Hafa
þessir menn verið svona glám-
skyggnir á mannréttindi sín?“
Skrítið er að sjá svona texta á
prenti eftir jafn færan lögfræðing
og Jón Þorsteinsson hæstaréttar-
lögmann. Hann á að vita að mann-
réttindi hans verða ekki mæld á
þann mælikvarða sem hann þama
beitir. Vel má vera að fjöldinn allur
af leigubifreiðastjórum hafi kunnað
vel félagsaðildinni að Frama í gegn-
um árin. Þeir hafa þá unað sér vel
í félaginu og er ekkert nema gott
um það að segja. Það hefur ekkert
með „glámskyggni" á mannréttindi
að gera. Jón veit t.d. sjálfur, að
vegna stjómarskrárreglunnar um
prentfrelsi er ekki unnt að banna
honum að halda fram á prenti kenn-
ingum um að jörðin sé flöt. Engu
máli skiptir um rétt Jóns þó aðrir
menn hafni því að beita rétti sínum
til að taka undir með honum. Og
áreiðanlega er hæpið að telja aðra
menn af slíku tilefni „glámskyggna
á mannréttindi sín“.
Um félagafrelsi
Sannleikurinn er vitaskuld sá að
það hlýtur að vera nokkurs virði
fyrir alla fijálsboma menn að mega
ráða því sjálfir í hvaða félög þeir
ganga. Raunar er það augljóst, að
eigi frelsið til að stofna félög með
öðrum um áhuga- og baráttumál
sín að vera einhvers virði verður
maðurinn einnig að vera vemdaður
fyrir því að verða skyldaður til þátt-
töku í öðru félagi, sem berst gegn
hans eigin áhuga- og baráttumál-
um. Sýnist hér augljóst rökrænt
samhengi vera á milli. Og þó Hæsti-
réttur vilji ekki fallast á að svona
frelsi felist í stjómarskrá okkar,
ættum við að geta fallist á að við-
hafa það í reynd.
Er ófrelsið réttlætanlegt?
Jón heldur því sjálfsagt fram, að
þetta ófrelsi sé réttlætanlegt í til-
felli leigubílstjóranna, þar sem það
sé' aðeins skilyrði fyrir að fá að
njóta atvinnuleyfís frá ríkinu. Menn
sem ekki vilji vera í félaginu geti
þá bara gert eitthvað annað en að
aka leigubfl. Engin ástæða er til
að fallast á þessi sjónarmið Jóns.
Kemur þar margt til. Nokkur atriði
skulu nefnd:
Stjórnarskrá, mannrétt-
indi og kóróna Kristjáns IX
eftir Pál Skúlason
Umboðsmaður Alþingis hefur rit-
að forsetum Alþingis bréf þar sem
hann vekur eftirtekt á því að í
íslensku stjómarskrána vanti
ákvæði um veigamikil mannrétt-
indi, svo sem um „skoðanafrelsi,
jafnrétti, bann við afturvirkum
refsilögum, vemd fjölskyldulífs og
rétt til réttlátrar málsmeðferðar
fyrir dórni." Er það skoðun umboðs-
manns að „setning nýrrar stjómar-
skrár hafi dregist úr hófi“.
Þessari mikilvægu ábendingu ber
að fagna. Stjómarskráin er og á
að vera undirstöðuplagg íslenskra
stjómmála og réttarfars. Það er ein
höfuðforsenda þess að hér verði
réttarríki, þar sem valdhafar
stjóma eftir lögum og þegnamir
gera sér fulla grein fyrir skyldum
sínum og réttindum.
„Skyldi ekki vera tíma-
bært að Qalla skipulega
um þau grundvallarlög
sem við viljum lúta og
reyna þar með að
tryggja ekki einungis
sjálfstæði okkar gagn-
vart öðrum þjóðum,
heldur líka okkar eigið
innra sjálfstæði?“
í nóvember síðastliðnum skrifaði
ég forseta sameinaðs Alþingis eftir-
farandi bréf sem varðar þetta brýna
málefni.
Virðulegi forseti.
í tilefni af umræðum á Alþingi
um það hvort taka beri kórónu
Kristjáns IX. Danakonungs af Al-
þingishúsinu, leyfi ég mér að varpa
fram einni tillögu. Hún er sú að
Alþingi fresti ákvörðun í þessu
máli þar til endurskoðuð hafí verið
frá rótum stjómarskrá íslenska
ríkisins og ný stjómarskrá sam-
þykkt.
Astæða þessarar tillögu er sú að
meginstofn núgildandi stjómar-
skrár íslands er fenginn frá Krist-
jáni IX, sem af stjómvisku sinni
færði íslendingum hana árið 1874.
Kórónan er því ekki einungis sögu-
legt minnismerki um yfírráð Dana
á íslandi, heldur lifandi tákn um
þá staðreynd að við höfum ekki sjálf
sett okkur grundvallarlög. Er þetta
ef til vill skýringin á erfíðleikum
okkar íslendinga við að hafa heilla-
dijúga stjóm á sameiginlegum
málum okkar? ‘
Þessu til frekari skýringar leyfi
ég mér að vitna í ritgerð um stjóm-
Jón Steinar Gunnlaugsson
„ Að dómi gengnum var
aðstaðan orðin sú, að
íslenska stjórnarskráin
bannar ekki, að Alþingi
selji lög sem skylda
menn til aðildar að fé-
lögum, þó þetta sé á
alþjóðavettvangi talin
regla sem verðskuldi
vernd. Viðbrögð úr
samgönguráðuneytinu
við þessum dómi komu
fram í Morgunblaðinu
nokkrum dögum eftir
dómsuppkvaðninguna.
Voru þau á þá lund, að
málinu yrði kippt í lið-
inn með því að flytja á
Alþingi lagafrumvarp
sem heimilaði þessa
takmörkun á félaga-
frelsinu.“
1. Sú athöfn að aka öðm fólki í
bíl er dagleg athöfn alls þorra
manna og þarfnast einskis leyfis
(nema venjulegs ökuleyfis.) Leyfið
til leigubflaaksturs felur því aðeins
í sér heimild til að taka peninga
fyrir greiðann, en þar er um að
ræða aðra athöfn (að skiptast á
peningum), sem mönnum er í öðrum
samskiptum heimil. Leyfi til leigu-
bflaaksturs felur því í reynd ekki í
sér neitt, sem af efnislegum ástæð-
um útheimtir sérstakt leyfi. Sér-
stakar skyldur „leyfishafa" verða
því ekki réttlættar með því að þeir
séu að þiggja mikið góðgæti af yfír-
völdum.
2. Engin þörf er á að gera félags-
aðildina að skilyrði fyrir hinu opin-
bera leyfi til leigubflaaksturs. Eru
Páll Skúlason
arskrána frá árinu 1945 eftir Ólaf
Jóhannesson, frv. forsætisráðherra,
en þar er á það bent „að megin-
stofn núgildandi stjómarskrár sé
raunar mörg dæmi í okkar þjóð-
félagi um að menn fái alls konar
starfsleyfi frá ríkinu, án þess að
slíkum leyfum fylgi svona skylda.
Jón segir, að atvinnuleyfakerfið sé
„flókið í framkvæmd og því verði
ekki haldið uppi nema með atbeina
viðkomandi stéttarfélags". (Frami
er raunar atvinnurekendafélag, þó
það skipti svo sem ekki máli hér.)
Ekki lýsir Jón því neitt, hvað sé svo
flókið í kerfinu, og er raunar vand-
séð hvað það ætti að vera. í hinu
er svo fólgin mjög varhugaverð
steftia í stjómsýslu að fela einstakl-
ingsbundnum aðilum stjómvald,
eins og hér er gert. Stjómvald á
heima í stjómarráðinu og ríkis-
stofnunum. Jón segir að þetta sé
„félagslegt kerfí“ (hvað sem það
nú þýðir) og sé bundið við frum-
kvæði og þátttöku stéttarfélagsins.
Hér hittir hann sjálfsagt naglann á
höfuðið um að atvinnuleyfakerfið
er svo sem ekkert annað en fom-
eslq'ulegt einokunarkerfi, sett að
ósk og frumkvæði þeirra, sem vilja
vera óhultir fyrir samkeppni á þessu
sviði.
3. Ef skylda má menn, sem njóta
atvinnuleyfa, til aðildar að félagi,
eru þá einhver takmörk fyrir því,
hvaða mál slíkt félag má láta tií
sín taka? Þurfa félagsmenn t.d. að
sæta því ef félag tekur að álykta
um stjómmál? Eða, eins og var í
dæmi leigubflstjórans í dómsmálinu
góða, þurfa menn að sæta því að
félagið veiji fjármunum sínum til
að vinna gegn lögmætum hagsmun-
um þeirra sjálfra? Áhugaverðar
spumingar, sem Jón hefur áreiðan-
lega gaman af að velta fyrir sér.
Huggun harmi gegn
Ég varð fyrir vonbrigðum með
þau viðhorf, sem skína út úr grein
míns ágæta starfsbróður Jóns Þor-
steinssonar. Finnst mér hann eiga
skilið að örlögin búi honum upplits-
djarfari lífsviðhorf. Önnur grein í
þessu sama Morgunblaði gerði þó
miklu meira en að bæta upp von-
brigði mín yfír Jóni. Það var opnu-
grein eftir Gunnar Inga Gunnarsson
lækni, sem berst harðlega fyrir því
réttindamáli sjúklinga, að trúnaður
við þá sé virtur. Margir læknar láta
sig mál af þessu tagi engu skipta,
enda eru ekki þeirra réttindi í húfi.
M.a. em dæmi um að læknar hafi
samið við Tryggingastofnun ríkis-
ins um að stofnunin megi fá aðgang
að upplýsingum, sem sjúklingar
hafa trúað þeim fyrir. Aðrir lækn-
ar, þ.m.t. Gunnar Ingi, hafa talið
það skyldu sína að beijast fyrir
sjúklinganna hönd í þessu dæma-
lausa máli, sem minnir helst á rit
Orwells um 1984 þar sem enginn
fékk að vera óhultur fyrir hinu al-
sjáandi auga Stóra bróður. Hafí
þeir þökk fyrir baráttu sína.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur.
gamla stjómarskráin frá 1874, með
þeim viðaukum og breytingum, sem
á henni voru gerðar". Síðan segir
Ólafur: „Þó að sú stjómarskrá,
ásamt síðari breytingum, væri
ftjálsleg í ýmsum greinum, er ekki
nema eðlilegt, að sum þeirra
ákvæða, er þá þóttu réttmæt og
viðeigandi, þurfi nú nokkurrar end-
urskoðunar og breytinga við. Við-
horf manna og ýmsar aðstæður
hafa tekið svo gagngerðum breyt-
ingum frá þeim tíma, er þessi
ákvæði urðu upphaflega til. Mun
það nú orðið nokkuð almenn skoð-
un, að þörf sé ýmissa endurbóta á
lýðveldisstjómarskránni, enda í
rauninni ráðgert, að stjómarskrá
sú, er samþykkt var í fyrra, yrði
aðeins bráðabirgðastjómarskrá,
sem tekin skyldi til rækilegrar end-
urskoðunar."
Síðan þessi orð vom rituð em
liðin 43 ár. Skyldi ekki vera tíma-
bært að fjalla skipulega um þau
grundvallarlög sem við viljum lúta
og reyna þar með að tryggja ekki
einungis sjálfstæði okkar gagnvart
öðmm þjóðum, heldur líka okkar
eigið innra sjálfstæði?
Höfundur er prófessor íheim•
speki.