Morgunblaðið - 08.02.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
„Farkort44 VISA og FÍF
VISA ísland og Félag Islenskra ferðaskrifetofa (FÍF) hafa gert með
sér samkomulag um útgáfu sérstaks greiðslukorts til notkunar bæði
innanlands sem utan. Greiðslukortið ber heitið Farkort, og veitir öll
sömu réttindi og almenn Visa-kort um allan heim. Því til viðbótar mun
handhöfiun þess bjóðast ýmis hlunnindi á sviði ferðalaga og skemmt-
ana með aðild að Farklúbbi FÍF.
Um er að ræða nýja gerð af Visa-
korti, svonefnt fríðindakort, en þau
ryðja sér nú til rúms víða um heim,
að sögn Einars S. Einarssonar^ fram-
kvæmdastjóra Visa ísland. A þeim
er leyfilegt að merki samstarfsaðila
birtist ásamt Visa-merkinu og nafni
útgefanda á framhlið kortsins. Getur
þar bæði verið um að ræða fyrir-
tæki, samtök eða stofnanir.
A blaðamannafundi þar sem sam-
starfsnefnd Visa og FIF kynnti nýja
greiðslukortið kom fram að meðal
hlunninda sem handhafar þess munu
njóta eru t.d. sveigjanleg greiðslu-
kjör, sérstakt bónuskerfi, ferðatilboð,
afsláttur í skoðunarferðum og hjá
veitingastöðum á ferðamannastöðum
og sérstakt ferðablað. Handhöfum
Gullkorta Visa munu sjálfkrafa veit-
ast sömu réttindi og Farkortið býður.
Fyrstu Farkortin verða gefin út í
maí næstkomandi, en fljótlega verður
hægt að sækja um þau. Árgjald Far-
korta verður nokkru hærra en al-
mennra Visa-korta, eða um 2.800
krónur. Stofngjald verður 1.200
krónur, en 600 krónur fyrir þá sem
eru Visa-korthafar fyrir.
19
Morgunblaðið/Bjami
Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa ísland og Karl Sigur-
hjartarson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifetofa.
Erfitt að selja ríkísskulda-
bréf ef vextir lækka í 5%
- segir Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans
„ÉG óttast, fyrir hönd ríkissjóðs, að það verði erfitt að selja ríkis-
skuldabréf, ef vextir á þeim lækka i 5%. Það hefiir verið mjög dræm
sala á þessum bréfiun undanfarið, þrátt fyrir að þau beri 6,8-7% vexti
og það verður tími þar til markaðurinn tekur við sér með þetta lágum
vöxtum,“ sagði Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans og formað-
ur Sambands íslenskra viðskiptabanka, um þá fyrirætlan ríkisstjórnar-
innar að lækka vexti af ríkisskuldabréfiun.
Ríkisstjórnin hefur jafnframt falið síðasta ári.
Seðlabankanum að stuðla að því að
aðrir vextir á lánamarkaðinum lagi
sig að vöxtum á ríkisskuldabréfum.
Hefur bankanum verið heimilað að
beita lagaákvæði til að ná þessu
fram, og auk þess er fyrirhugað að
rýmka lagaheimildir Seðlabankans
um vaxtaíhlutun. Stefán sagði um
þetta, að bankar væru háðir erlend-
um lánamörkuðum og lánskjör hefðu
þyngst á erlendum mörkuðum á
„Vextir á dollar hækkuðu úr 7,5%
í 9,5% og pundið úr 9% í 13%. Við
þetta ráðum við ekki. Útflutningsat-
vinnuvegimir hafa verið í vaxandi
mæli háðir þessum lánakjörum og
stjómvöld ráða ekki við þennan þátt.
Lánakjör á innlendum markaði vom
há, þegar þenslan var sem mest hér,
en þau hafa farið lækkandi. En auð-
vitað hlýtur innlendur spamaður að
vera jafti mikils virði og sá spamað-
ur sem erlendir sparifjáreigendur
fá,“ sagði Stefán.
Ríkisstjómin stefnir að því að
lengja lánstíma verðtryggðra §ár-
skuldbindinga, og festa vexti á verð-
tryggðum lánum. Stefán sagði að
bankamenn teldu eðlilegt að einhver
tími væri á verðtryggðum skuld-
bindingum. Um fasta vexti á verð-
tryggðum lánum, sagði Stefán að
hann teldi eðlilegt að menn byggju
við svipuð lánakjör, burtséð frá því
á hvaða tíma lánið væri tekið. Breyti-
legir vextir þýddu, að vaxtakjörin séu
þau sömu hvenær svo sem lánið er
tekið, og háir vextir á lánum, þegar
mikil eftirspum væru eftir lánsfé,
lækkuðu þegar eftirspumin minnkaði
og vextir lækkuðu.
Ríkissjóður er að draga sig
út af verðbréfamarkaðnum
- segir Gunnar Helgi Hálfdánarson
„MIÐAÐ við óbreyttar aðstæður
þýða 5% vextir á spariskírteinum
að ríkissjóður er að draga sig út
af markaðnum og hættir að selja
sín bréf, sem þegar gengur illa
að selja,“ sagði Gunnar Helgi
Hálfdánarson framkvæmdastjóri
Fjárfestingarfélagsins.
Gunnar benti á, að þegar vextir á
ríkisskuldabréfum vom lækkaðir ein-
hliða 1986, hefði ríkissjóður misst
markaðshlutdeild á verðbréfamark-
aðnum, með þeirri afleiðingu að sala
bankabréfa jókst. Fyrir þetta hefðu
spariskírteinin liðið síðan.
Seðlabankinn á að sjá til þess að
vextir á lánamarkaðnum lagi sig að
vöxtum á ríkisskuldabréfum. Gunnar
sagði að ekki væri hægt að beita
lögum á ýmsa hluta ijármagnsmark-
aðaríns, til dæmis affallaviðskipti.
„Ef ríkisstjómin ætlar að lækka vexti
með handafii, þýðir það að spamaður
minnkar og féð, sem fjármálastofn-
anir geta lánað atvinnulífinu, minnk-
ar. Það hefur síðan í för með sér,
að vextir þess hluta flármagnsmark-
aðaríns sem er frjáls, munu hækka.
Jafnframt mun eyðsla aukast og er-
lendar skuldir. Ég sé ekki að þetta
haldi til lengdar ef skuldahlutfall
íslendinga við útlönd hækkar enn
frekar en nú er. Það gæti flýtt fyrir
þjóðargjaldþrotinu hans Steingríms,
og kannski er það stefnan," sagði
Gunnar.
Gunnar sagði að vonandi gerðu
markaðsaðstæður almenna vaxta-
lækkun mögulega. „Ef ríkissjóði
tekst að hafa stjóm á sfnum útgjöld-
um gæti samdrátturinn í þjóðfélag-
inu leitt til lækkandi raunvaxta, en
ég á eftir að sjá það gerast," sagði
Gunnar Helgi.
HONIG
-ómissandi
á matarborðið.
■M
HONI©j
macaro*11
250 9
Bráðabirgðaráðstaf-
anir ennþá einu sinni
- segir Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ
ARI Skúlason, hagfræðingur Alþýðusambands íslands, segir að efiia-
hagsaðgerðirnar sem forsætisráðherra kynnti i upphafi þings standi
ekki undir nafiii. Þetta séu ennþá einu sinni bráðabirgðaráðstafanir,
sem kalli á nýjar aðgerðir eftir tvo til þijá mánuði. Þarna sé mikið
um fyrirheit og óljósa stefiiumörkun, en minna fari fyrir beinhörðum
aðgerðum. Sumt hafi einnig verið i síðustu ráðstöfimum eins og loforð
um að fella niður söluskatt á raforku til útflutningsfyrirtælga og sama
mætti segja um fyrirheit um að lækka vexti.
ARNÁRogÖRLYGS
„Það er alveg ljóst að vandamál
sjávarútvegsins eru ekki leyst með
þessum aðgerðum og eru nær þau
sömu og áður. Þegar peningamir í
verðjöfnunarsjóði til greiðslu uppbóta
á freðfisk eru búnir í apríl eða maí,
sem teknir voru að láni erlendis,
stöndum við í sömum sporum og
síðastliðið haust. Það er dálítið
merkilegt að gera þurfi sífelldar
efnahagsráðstafanir, þrátt fyrir að
ástandið sé óbreytt," sagði Ari.
Hann sagði að sífellt væri klifað
á því að staða okkar gagnvart útlönd-
um væri slæm, en það væri ekki alls
kostar rétt. Vandinn væri að miklu
leyti heimatilbúinn og það væri orðið
þannig að þessar sífelldu efnahagsr-
áðstafanir væru orðnar ansi mikið
vandamál í sjálfu sér. Það sem væri
gert stæði stutt. „Það er mikið talað
um að gengisfelling sé afgangs-
stærð. Mér er spum, afgangur af
hveiju, þegar aðgerðimar saman-
standa nánast ekki af neinu nema
gengisfellingu."
„Ríkisstjómin telur ekki að það
sé svigrúm til kaupmáttaraukning-
ar,“ sagði Ari um stefnuna í at-
vinnu- og kjaramálum. „Við getum
ekki sætt okkur við það, alla vega
ekki fyrir hönd þeirra félaga okkar
sem hafa lægstar tekjur. Staða þeirra
er verri en oft áður. Ég get ekki séð
annað en með þessu kaupmáttartali
forsætisráðherra sé verið að stefna
í sama farveg og 1983, þ.e.a.s að
keyra kaupmátt niður með offorsi,
sem kemur til með að skapa ails
konar misgengi."
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA
FRAMLENGJUM VIÐ HINUM GLÆSILEGA
BÖKAMARKAÐI OKKAR TIL II. FEBRUAR.
ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR
á hundruðum bókatitla i takmörkuðu upplagi
ÖRN OG
o
oö
ÖRLYGUR
SÍÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866