Morgunblaðið - 08.02.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
25
Einvígi Jóhanns og Karpovs:
Lokahófið haldið
á skrifstofiinni
Seattie, firá Valgerði Hafstað fréttaritara Morgunblaðsins.
LOKAHÓF skákeinvígis þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Anatólíjs
Karpovs var haldið á skrifstofu Vináttuleikanefndar i Seattle-borg.
Horfið var frá því að halda hátíð-
ina á Sheraton-hótelinu, þar sem
enginn salur var þar fáanlegur.
Til samkomunnar var boðið
sendinefndum íslands og Sovétríkj-
anna, auk starfsmanna einvígisins.
Vitni vantar
Slysarannsóknadeild lög-
reglunnar í Reykjavík lýsir
eftir vitnum að árekstri sem
varð milli hvítrar og blárrar
fólksbifreiðar á mótum
Hringbrautar og Njarðargötu
laust fyrir klukkan 14 síðast-
liðinn föstudag.
Hvítu bifreiðinni var ekið
vestur Hringbraut og beygt suð-
ur Njarðargötu en bláu bifreið-
inni var ekið vestur Hringbraut.
Þegar menn höfðu gætt sér á
veitingum um stund bauð Bob
Walsh, forseti Vináttuleikanefndar-
innar, gesti velkomna og hrósaði
keppendum einvígisins fyrir
frammistöðu þeirra og óaðfinnan-
lega framkomu. Síðan tóku helstu
aðstandendur einvígisins til máls
og fluttu Jóhanni og Karpov miklar
lofræður.
Að ræðunum loknum afhenti Bob
Walsh keppendunum verðlaunafé:
Sigurvegarinn Karpov hlaut 50.000
dali en Jóhann 30.000 dali. Báðir
tóku stórméistaramir til máls og
var góður rómur gerður að máli
þeirra. Karpov sagði Jóhann eiga
framtíðina fyrir sér í skáklistinni
og óskaði honum alls hins besta.
Kvöddust þá keppinautamir með
virktum, en brátt munu leiðir þeirra
liggja saman að nýju, því báðir
hyggjast þeir taka þátt í skákmóti
því sem hefst í Linares á Spáni
þann 17. febrúar.
Nú vinna allir í hópbónus í stað einstaklingsbónus áður. Morgunblaðið/ólafur Bcmðdusson
Skagaströnd:
Ný flæðilína í fiystihúsinu
Afköst aukast osf nýtinff batnar
Skagaströnd. O •/ Ct
NÝ FLÆÐILÍNA hefur veríð
sett upp í frystihúsi Hólaness hf.
á Skagaströnd.
Að sögn Lárusar Ægis Guð-
múndssonar . framkvæmdastjóra
vinnst margt með nýju flæðilín-
unni. Mun betri nýting verður á
plássinu í vinnslusalnum, afköstin
aukast og nýting hráefnisins batn-
ar.
Telur Lárus þetta vera stórt skref
til hagræðingar í frystihúsinu en
þó hvergi nærri nóg til að leysa
vanda frystingarinnar því þar væm
vandamálin svo hrikaleg að aðgerð-
ir stjómvalda yrðu að koma til nú
þegar.
Starfsfólk Hólaness hf. lætur vel
af breytingunni og er ánægt með
þetta nýja vinnufyrirkomulag. Nú
vinna allir í hópbónus í stað ein-
staklingsbónus áður.
Þetta þýðir að allir sem vinna
að framleiðslunni fá sama kaup,
sem fer eftir afköstum og nýtingu
hveiju sinni. Lítil reynsla er komin
á nýja kerfið en strax fyrstu vikuna
fengu starfsmenn hærri bónus en
þeir hafa áður fengið. Lofar það
því góðu um framhaldið. — Ó.B.
Tvö hundruð
í eðlisfræði-
keppni
UM 200 nemendur framhalds-
skólanna um allt land tóku i gær
þátt í fyrrí hluta í Landskeppni
í eðlisfræði. Vegna samgöngu-
erfiðleika féll þó keppnin niður
á Laugarvatni og ísafirði. Ekki
náðu allir keppendur heldur f
tæka tíð til Akureyrar svo þar
voru Éærri en boðað höfðu þátt-
töku.
Landskeppnin í eðlisfræði er nú
haldin í 6. skipti hér á landi og er
tilgangur hennar að auka áhuga
nemenda og almennings á viðfangs-
efnum eðlisfræðinnar. Það eru Fé-
lag raungreinakennara og Eðlis-
fræðifélagið sem standa fyrir lands-
keppninni og fer hún fram í tveim-
ur hlutum.
Forkeppnin er haldin um allt
land, 30 flölvalsverkefni sem svara
skal á 2 klukkustundum og birtast
þau síðar í Morgunblaðinu. Úrslita-
keppnin verður haldin helgina 25.
og 26. febrúar í Háskóla íslands
og felst í að svara fræðilegum verk-
efnum á 3 klukkustundum fyrri
daginn og framkvæma tilraunir og
úrvinnslu á 3 klukkustundum seinni
daginn.
Allir þátttakendur í landskeppn-
inni fá viðurkenningarskjal fyrir
þátttöku sína og fyrir góðan árang-
ur eru veitt bókaverðlaun. Fyrir
góðan árangur í úrslitakeppninni
Morgunblaðið/Bjami
í eðlisfræðikeppninni,
eru veitt peningaverðlaun og fá
þátttakendur í henni að heimsækja
fyrirtæki sem starfa á sviði eðlis-
fræðilegra verkefna. Morgunblaðið
stendur straum af kostnaði við
framkvæmd landskeppninnar og
veitir verðlaun.
Til úrslitakeppninnar mæta um
10 efstu nemendur úr forkeppninni
og verður allt að 5 efstu nemendum
úr úrslitakeppninni boðið að taka
þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði
sem fram fara í Varsjá t Póllandi
í júlí nk.
Umfangsmesta fíkniefiia-
mál til þessa á Vestfjörðum
ísaflörður:
LÖGREGLAN á ísafriði hefiir unnið að rannsókn umfangsmesta
fikniefiiamáls sem komið hefur upp á VestQörðum, að sögn Jónasar
Eyjólfesonar yfirlögregluþjónn. Alls hafa þrir gæsluvarðhaldsúr-
skurðir verið kveðnir upp og 13 manns yfirheyrðir vegna gruns um
aðild eða vitneskju að málinu. Einn maður á þrítugsaldri er enn í
haldi. Lagt hefur verið hald á um 70 grömm af hassi og örlítið af
amfetamíni.
Upphaf málsins var að lögreglan
handtók mann á þrítugsaldri á Isa-
fjarðarflugvelli á föstudag. Sá var
nýkominn frá Amsterdam og hafði
lögregla hann grunaðan um að hafa
keypt þar fíkniefni. Grunurinn
reyndist á rökum reistur og var
maðurinn samdægurs úrskurðaður
í viku gæsluvarðhald. í framhaldi
þessa voru tveir karlmenn á
þrítugsaldri handteknir og einnig
úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald.
Einn þeirra þriggja er útlendur en
hinir eru búsettir vestra. Að sögn
Jónasar Eyjólfssonar er talið að
mennimir hafí stundað þessa starf-
semi undanfama 4-5 mánuði. Jónas
varðist frétta af því hve mikið magn
mennimir væm gmnaðir um inn-
flutning og dreifingu á. Rannsókn
málsins er vel á veg komin og verð-
ur það sent ríkissaksóknara á næst-
unni.
Fyrirlestur um að-
gerðarannsóknir
JÓN Sch. Thorsteinsson, framleiðslustjóri hjá Smjörlíki/Sól, segii^
dag á fimdi hjá Aðgerðarannsóknafélagi íslands frá Qórum verkefii-
um, sem hann hefúr unnið. Fundurinn hefet klukkan 17:10 og er í
stofú 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands.
í fréttatilkynningu frá Aðgerða-
rannsóknafélagi íslands segir að,
fyrsta verkefnið, sem Jón segir frá,
hafi falist í þvi að athuga hámarks-
flæði eftir ákveðinni framleiðsl-
ulínu. Annað verkefnið var notkun
PERT/CPM-tækni við uppsetningu
búnaðar til framleiðslu á nýrri vöm-
tegund, þriðja verkefnið fólst í
ákvörðun lotustærða og ijórða og
síðasta verkefnið sem Jón mun
segja frá, felst í tölfræðilegum
rannsóknum á því hve stór hluti
kostnaðar fyrirtækisins er í raun
breytilegur og hve stór fastur.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 7. febrúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hœsta Laagsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 60,00 58,00 59,14 20,251 1.197.664
Þorskur(ósl-) 66,00 66,00 66,00 0,330 21.780
Ýsa(ósl.) 77,00 77,00 77,00 0,919 70.802
Karft 48,00 36,00 37,53 19,268 723.162
Langa 40,00 40,00 40,00 0,858 34.320
Samtals 49,19 41,626 2.047.728
Selt var úr Otri HF og Guðrúnu Björgu ÞH. 1 dag veröa meöal
annars seld 45 tonn af þorski, 1,5 tonn af grólúðu og 0,5 tonn
af ýsu úr Höfðavík AK, 13 tonn af þorski, 1 tonn af ýsu og 1
tonn af keilu úr Ljósfara HF, 1,7 tonn af ufsa, 1 tonn af löngu og
1 tonn af undirmálsfiski úr Otri HF. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 65,00 64,00 64,22 0,489 31.403
Þorsk.(ósl.l.bL) 53,00 48,00 53,65 0,486 26.072
Þorsk.(ósl.dbL) 40,00 40,00 40,00 0,260' 10.400
Þorskjsl.dbl.) 28,00 28,00 28,00 0,110
Þorsk(ósl1-2n) 52,00 45,00 48,17 10,668 513.866
Ýsa 86,00 82,00 82,83 0,672 55.664
Ýsa(ósl.) 85,00 48,00 69,36 0,610 42.309
Ýsa(umál.) 29,00 29,00 29,00 0,185 5.365
Ýsa(umálósl.) 29,00 29,00 29,00 0,022 638
Rauðmagi 60,00 60,00 60,00 0,020 1.200
Hrogn 50,00 50,00 50,00 0,006 300
Samtals 51,02 13,531 690.297
Selt var úr netabátum. 1 dag verða meðal annars seld 14 tonn af þorski úr Farsæli SH og óákveðið magn úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 57,00 57,00 57,00 1,000 57.000
Þorskur(ósl.) 58,50 41,50 54,44 19,500 1.061.550
Undirmál(ósl.) 22,00 22,00 22,00 0,500 11.000
Ýsa 66,00 66,00 66,00 0,058 3.828
Ýsa(ósl.) 87,00 75,00 82,18 4,000 328.700
Karfi 27,50 15,00 20,40 1,077 21.968
Ufsi 31,50 31,50 31,50 2,000 63.000
Ufsi(ósL) 25,50 25,50 25,50 3,000 76.500
Langa 34,50 34,50 34,50 0,103 3.554
Langa(ósl.) 20,50 20,50 20,50 0,350 7.175
Lúöa 440,00 275,00 364,93 0,267 100.720
Steinbítur 24,50 24,50 24,50 0,015 368
Keila(ósL) 12,00 12,00 12,00 0,200 2.400
Hrogn 120,00 120,00 120,00 0,089 10.680
Samtals 54,35 32,168 1.748.443
Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK, Hrungni GK, Baldri KE og Jóhannesi Jónssynl KE. i dag verður selt úr dagróðrabátum
ef á sjó gefur.