Morgunblaðið - 08.02.1989, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
Fjárhagsáætlun
bæjarins lög fram
‘ Húsavík.
Á FUNDI bæjarstjórnar
Húsavíkur 31. janúar sl. var
lögð fram til fyrstu umræðu
fjárhagsáætlun bæjarins fyrir
yfirstandandi ár. Bæjarstjóri,
Bjarni Þór Einarsson, fylgdi
henni úr hlaði með langri grein-
argerð, þar sem fram kom með-
al annars eftirfarandi:
Heildarrekstrartekjur bæjar-
Sjóðs og fyrirtækja eru áætlaðar
301.5 millj. króna, þar af útsvör
111 millj. króna og kísilgúrskattur
12.5 millj. króna. Útsvör verða
7,5% af útsvarsstofni en voru 6,7%
á síðasta ári. Aðstöðugjöld hækka
um 10% og álagningarprósenta á
INNLENT
fasteignir (íbúðir)hækkar úr
0,575% í 0,625% en á atvinnuhús-
næði er hún óbreytt.
Gert er ráð fyrir að framlag úr
jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði
3.870 krónur á íbúa og er það þá
fimmti stærsti tekjustofn bæjar-
ins. Framlag bæjarfyrirtækja til
bæjarsjóðs eru áætluð frá hita-
veitu 7,9 millj. króna og vatns-
veitu 12,9 millj. króna eða sam-
tals 20,8 millj. króna. Af rekstri
bæjarsjóðs er tekjuafgangur áætl-
aður 38 millj. króna sem eru tæp
20% af tekjum en var síðastliðið
ár áætlað 8,4%.
Stærstu liðir rekstrarútgjalda
eru: Til almannatrygginga og fé-
lagshjálpar 43,7 millj., tii fræðslu-
mála 35,7 milíj., áhaldahúss 33,3
millj. og til yfirstjómar bæjarins
25,7 millj. króna.
„í þessari íjárhagsáætlun er
beitt miklu aðhaldi í rekstrarút-
gjöldum, en þó reynt að gæta
raunsæis, hvað varðar einstaka
kostnaðarliði," sagði Bjami Þór
bæjarstjóri í lok framsöguræðu
sinnar. Fjárhagsáætluninni var
vísað til annarrar umræðu.
- Fréttaritari
Völsungar eignast
félag’sheimili
Húnavfk.
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Völsungur
hefúr keypt húseignina að
Höfðavegi 2, Hlöðufell, og
hyggst koma þar upp félags-
heimili. Völsungar hugsa sér að
skapa ungmennunum á staðnum
aðstöðu til að hittast og stytta
sér stundir við hollan leik og
aðra skemmtan.
Þar á að koma upp leiktækjum
og ýmsu til afþreyingar en starf-
semin er enn í mótun. Hlöðufell,
sem er byggt 1907, á sína sögu.
Vesturhluti hússins var upphaflega
hlaða og af þvf er nafnið komið en
í austurhlutanum hefur margháttuð
starfsemi verið.
Húsið var upphaflega byggt sem
vörugeymsla verslunar A & P
Kristjánssonar. Þar hefur verið salt-
að kjöt í margar tunnur og flutt
út til Noregs og ullarmóttaka var
þar á þeim tíma, sem ull var mikil
útflutningsvara. Síðar var húsinu
breytt í verslun og árið 1961 var
hætt afnotum af hlöðunni og hætt
að hafa hænsni og kindur í kjallara
og húsinu breytt í veitingahús, sem
nefnt var Hlöðufell, og var þar rek-
inn veitingarekstur í tæp 15 ár.
Þá var húsinu aftur breytt í versl-
unarhúsnæði og hefur sfðan að
mestu verið þar rekin verslun. Nú
hefur gamla húsið fengið nýtt hlut-
verk, sem vonandi verður æskunni
til góðs.
- Fréttaritari.
LEIKFÉLAG Akureyrar hefúr
ákveðið að fresta frumsýningu á
„Hver er hræddur við Virginíu
Woolf?“ um viku. Frumsýning
hafði verið fyrirhuguð næstkom-
andi föstudag, en Ijóst er að
fresta þarf henni um vikutíma.
Frumsýning verður því föstudag-
inn 17. febrúar. Helgi Skúlason
og Helga Bachmann fara með
aðalhlutverkin í verkinu.
Æfíngar á lokaverkefni leikárs-
ins heflast síðan í næstu viku, en
Húsavík:
það er „Sólarferð" eftir Guðmund
Steinsson. Leikstjóri verður Hlín
Agnarsdóttir og er stefnt að frum-
sýningu þann 7. aprfl. Hún hefur
nýlega lokið námi í leikstjóm í
Lundúnaborg. Verkið er í léttum
dúr og fjallar um sólarferð þriggja
hjóna og þau ævintýri, sem upp
geta komið í slíkum ferðum.
Jólaleikrit LA, „Emil í Kattholti",
hefur gengið mjög vel. Nær upp-
selt er á hveija sýningu, en næsta
sýning á þessum vinsæla fjölskyldu-
leik á sunnudaginn kl. 15.00.
, _ Morgunblaðlð/Silli
Iþróttafélagið Völsungur hefúr keypt húseignina að Höfðavegi 2
og hyggst koma þar upp félagsheimili.
Húsavík:
Kammerhlj óm-
sveit Akureyrar:
Fjölmenni á
Gershwin-
tónleikum
FJÖLMENNI sótti Gershwin-
tónleika Kammerhljómsveitar
Akureyrar sem fram fóru f
fþróttaskemmunni á sunnu-
dagskvöld. Tónleikarnir voru
haldnir í tilefni þess að á ár-
inu verða 90 ár liðin frá fæð-
ingu Georg Gershwin. Sextfu
manns tóku þátt í tónleikun-
um og hefúr hljómsveitin
aldrei verið fjölmennari.
Danski djassleikarinn Erik
Tschentscher stjómaði hljóm-
sveitinni. Einleikari á píanó var
Kristinn Öm Kristinsson, sem
er starfandi tónlistarmaður á
Akureyri. Þá fékk hljómsveitin
til liðs við sig unga söngvara frá
Reykjavík, þau Jóhönnu Linnet
og Michael Levine.
Hver er hræddur við Virgíníu Woolf?:
Seinkun á ftnmsýningn
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Jóhanna Linnet og Michael Levine sungu með Kammerhljóm-
sveit Akureyrar á tónleikum, sem fram fóru á sunnudagskvöld.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Minní saltkjötssala var á Akureyri nú en áður á sprengidaginn. Auknu svartamarkaðsbraski með kjöt
eftir að matarskatturinn var lagður á er kennt um auk þess sem bændur Cá sífellt minni kvóta til skiptanna.
Svartamarkaður blómstr-
ar eftir matarskattinn
segir Búi Ármannsson kjötmaður hjá KEA
ÆTLA MÁ að Qögur tonn af
kjöti hafi farið f salt á Akureyri
nú fyrir sprengidaginn. Hinsveg-
ar urðu kaupmenn á Akureyri
varir við mun minni sölu á salt-
kjöti nú en oft áður. Sama var
uppi á teningnum i hangikjöts-
„vertíðinni“ fyrir jólin. Mun
minna seldist af hangikjöti fyrir
síðustu jól heldur en tíðkast hef-
ur áður.
„Það er alveg ljóst að svarta-
markaðurinn hefur blómstrað eftir
að matarskattinum var komið á.
Ég hef orðið var við mikinn sam-
drátt í kjötsölu og það getur varla
verið vegna þess að fólk er hætt
að borða kjöt. Fólk hlýtur að fá
kjötið annars staðar en í verslunum.
Maður hejnár að minnsta kosti
miklu meira um sölu á heimaslátr-
uðu kjöti nú en áður þó sala á því
sé bönnuð samkvæmt lögum," sagði
Búi Ármannsson, lq'ötmaður hjá
KEA í Hrísalundi, í samtali við
Morgunblaðiið í gær. Hann sagði
að fyrst og fremst virtist þetta
svartamarkaðsbrask eiga við um
stórgripina. Samdrátturinn væri
ekki eins stórtækur í lambakjötinu,
en þó hefði hann berlega aukist
eftir að matarskatturinn svokallaði
var settur á. Jólasalan í hangikjöt-
inu og saltkjötssalan nú styddu þær
kenningar.
Búi sagði að eftirlit með sölu á
heimaslátruðu kjöti hlyti að vera
nær óframkvæmanleg. Menn seldu
kjötið sitt væntanlega til vina sinna
og kunningja og varla væri hægt
að fylgjast með því hvað fólk að-
hæfist í bflskúrum sínurti og öðru
geymsluhúsnæði.