Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 27

Morgunblaðið - 08.02.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 27 Fyrirspum vísað ft’á Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, hefur vísað frá fyrirspum Friðriks Sophus- sonar (S/Rvk) til Jóns Sigurðsson- ar, viðskiptaráðherra, um vinnu- brögð í Seðlabanka íslands. í fyrirspuminni var þess farið á leit. við viðskiptaráðherra, að hann lýsti skoðun sinni á þeim ummælum STUTTAR ÞINGFRÉTTIR Ný stjórn Sementsverksmiðju ríkisins Á fundi sameinaðs Alþingis í gær var kosin ný stjóm Se- mentsverksmiðju ríkisins og mun hún sitja til ársins 1993. I stjómina voru kjörin: Steinunn Sigurðardóttir, Eiður Guðnason og Inga Harðardóttir af hálfu ríkisstjómarflokkanna og Frið- jón Þórðarson og Ingi Bjöm Albertsson af hálfu stjómarand- stöðunnar. Verndun vatnsbóla Lögð hefur verið fram á Al- þingi þingsályktunartillaga um skipulag til vemdunar vatns- bóla. Flutningsmenn eru úr öll- um flokkum. I tillögunni er skor- að á ríkisstjóm að beita sér fyr- ir því að umhverfí allra byggða- kjama á landinu verði rannsak- að og skipulagt með tilliti til nýtingar og vemdunar grunn- vatns. Fyrirspurnir Eftirfarandi fyrirspumir hafa verið lagðar fram á Alþingi: 1. Halldór Blöndal (S/Ne) spyr viðskiptaráðherra um ríkis- ábyrgð á skuldbindingum At- vinnutryggingarsjóðs útflutn- ingsgreina. 2. Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) spyr samgönguráðherra hvað líði kostnaðaráætlun og könnun á uppsetningu neyðarsíma á íjallvegum. 3. Friðrik Sophusson (S/Rvk) spyr fjármálaráðherra um auk- ajgárveitingar úr ríkissjóði á tímabilinu 1. október til 31. des- ember 1988. 4. Ingi Bjöm Albertsson (B/Vl) spyr dómsmálaráðherra um at- hugun á kostnaði við kaup og rekstur björgunarþyrlu. 5. Alexander Stefánsson (F/Vl) spyr fjármálaráðherra hvenær kerfi fyrir fasteignamat og brunabótamat verði samræmt. 6. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) spyr forsætisráðherra hvort Stjómarráðið og Alþingi hafí tekið upp notkun endurunn- ins pappírs og hvort ríkisstjómin hyggist hvetja ríkisstofnanir til þess að hefja notkun slíks pappírs. utanríkisráðherra á opnum fundi á Akureyri, að 150 af 166 starfsmönn- um Seðlabankans störfuðu við að naga blýanta. Spurði Friðrik einnig hvort farið hefði fram könnun á vinnubrögðum starfsfólksins og hvort viðskiptaráðherra ætlaði að hreinsa starfsfólk bankans af þess- um áburði, ef ummælin reyndust ekki á rökum reist. Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis, vísaði þessari fyrir- spum frá á þeirri forsendu, að hún stangaðist á við þingsköp og við- skiptaráðherra bæri ekki ábyrgð á ummælum utanríkisráðherra á fund- um víðs vegar um landið. Að ósk Friðriks var efnt til atkvæðagreiðslu í sameinuðu þingi um þessa niður- stöðu. Þingmenn stjómarflokkanna greiddu atkvæði gegn því að fyrir- spumin yrði leyfð en þingmenn Kvennalista og Sjálfstæðisflokks auk Inga Bjöms Albertssonar (B/Vl) studdu þá málsmeðferð. Aðrir þing- menn Borgaraflokksins voru ýmist flarverandi eða greiddu ekki at- kvæði. Nokkrar umræður urðu um þing- sköp af þessu tilefni og verður efnt til utandagskrámmræðu um málið. Bankar og vextir: Morgunblaðið/Ámi Sæberg í gær voru samþykkt kjörbréf þriggja varaþingmanna, sem ekki hafa áður tekið sæti á Alþingi. Þessir nýju þingmenn eru (talið firá vinstri): Sigríður Hjartar (F/Rvk), Jóhanna Þorsteinsdóttir (Kvl/Ne) og Auður Eiríksdóttir (SJF/Ne). Þrjú stj órnarfrumvörp Tvö um verðtryggingu og verðlagsráð í gær vóru lögð fram á Al- þingi fímm stjórnarfrumvörp: 1) firumvarp til breytinga á lög- um um Seðlabanka íslands (nr. 36/1986), 2) frumvarp til breytinga á lög- uin um viðskiptabanka (nr. 86/1985), 3) frumvarp til breytinga á vaxtalögum (nr. 25/1987), 4) frumvarp til breytinga á lög- nm um stjórn efiiahagsmála (nr. 13/1979) og 5) frumvarp til breytinga á lög- um um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti (nr. 56/1978). Viðurlögin renni í ríkissjóð í greinargerð segir að frum- varpið til breytinga á Seðlabanka- lögum sé flutt í þrennum tilgangi: 1) til að draga úr réttaróvissu varð- andi skilgreiningu á lausu fé inn- lánsstofnana, 2) heimild er gefin til að setja regl- ur um gjaldeyris- og endurlánajöfn- uð innlánsstofnana, til að draga úr gengisáhættu, 3) 3/4 viðurlaga, ef hlutfall lausafjár viðskiptabanka er fyrir neðan ákveðin mörk, skal nú renna í ríkis- sjóð. Seðlabankanum skal heimilt, skv. frumvarpinu, „að setja innláns- stofnunum reglur um gengisbundn- ar eignir og skuldir þeirra (gjald- eyrisjöfnuð) svo og endurlánajöfnuð sem miði að því, að hlutaðeigandi innlánsstofanir skuli sjá til þess að slíkar eignir séu í janfvægi, þannig að gengisáhætta sé sem minnst. Seðlabankinn getur beitt innláns- stoftianir viðurlögum skv. ákvæðum 41. greinar sé ákvörðunum bankans í þessum efnum ekki hlítt". Þá segpr að 2. málsgrein 9. grein- ar laganna skuli hljóða svo: „Seðlabankinn getur að fengnu samþykki ráðherra bundið vaxta- ákvarðanir innlánsstofnana tak- mörkunum til að tryggja að raun- vextir útlána innlánsstofnana verði hóflegir og eigi hærri en þeir eru að jafnaði í helztu viðskiptalöndum íslendinga svo og til að draga úr óhæfílegum vaxtamun milli inn- og útlána að teknu tilliti til annarra tekna innlánsstofnana." Bankaráð ákvarði vexti 1) Samkvæmt frumvarpi til breytinga á lögum um viðskipta- banka telst hlutafláreign í fyrirtæki þátttaka í atvinnurekstri „nema um sé að ræða óverulegan hlut, sem ekki ræður úrslitum um stjómun þess og sem fyrst og fremst telst ávöxtun sparifjár." Frumvarpið kveður á um að bankaeftirlit Seðla- banka skeri úr um f einstökum til- fellum, hvort hlutafjáreign bijóti f bága við lög þessi. 2) Bankaráðsmenn skulu ekki taka þátt í meðferð máls er varðar viðskipti þeirra sjálfra eða fyrir- tækja sem þeir eiga hlut í, sitja í stjóm hjá, eru fyrirsvarsmenn fyrir eða eiga að öðru leyti hagsmuna að gæta í“. 3) Endurskoðun hjá ríkisbanka skal ffamkvæmd af ríkisendurskoð- un og skoðunarmanni sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn og skal vera löggiltur endurskoðandi. Breyting á vaxtalögnm Fmmvarp þetta er flutt til þess að koma í veg fyrir ósanngjama vaxtatöku, að því er segir í athuga- semdum. Ef hundraðshluti vaxta er ekki tiltekinn f í lánsviðskiptum „skulu vextir frá því að til skuldar var stofnað vera á hveijum tíma jafnháir vegnu meðaltali ársávöxt- unar á nýjum almennum útlánum hjá viðskiptabönkum og sparisjóð- um“. Verðbréfafyrirtæki skulu til- kynna Seðlabanka um breytingar á ávöxtunarkröfum, sem gerðar eru fyrir verðbréfasjóði í þeirra umsjá og eignarleigufyrirtækjum skal skylt að upplýsa bankann um al- Franskur saxófón- kvartett í óperunni Saxófónkvartett Jean-Yves Fo- urmeaus er væntanlegur til lands- ins og mun halda opinbera tón- leika á vegum Alliance Francaise í íslensku óperunni sunnudaginn 12. febrúar. Á dagskrá er jazz og klassísk tónlist. Kvartettinn leikur verk eftir Handel, Mozart, Offenbach, Rossini, Lochu, De- vogel, Stanley... Miðasala er þeg- ar hafín í Óperunni. Saxófónkvartett þessi er fransk- ur, stofnaður 1979 af §órum fyrstu verðlaunahöfum frá Konservatoríinu „national supérieur de musique de Paris", en þeir voru þá orðnir kenn- arar við tónlistarskólann. Saxofón- kvartettinn hefur síðan leikið á ótal tónleikum og er álitinn ein besti kvartett franska skólans í saxofón- leik. Að markmiði eru hljóðfæraleik- aramir opnir fyrir hvers kyns tónlist og vilja bjóða hlustendum upp á „raf- magnaða tónleikaskrá, sem nær frá klassískri tónlist til jazz að ógleymdri, nýrri nútfma tónlist. Þessi fjölbreytni í tíma og tegund hefur dregið að og fyllt tónleikasali í hveijum tónleikum þeirra. Saxófónkvartettinn skipa Jean- -Yves Forumeau, Pierre Leman, Guy Demarle og Joel Batteau. Saxófónkvartett Jean-Pierres Forumeaus frá París mennar breytingar á eignarleigu- kjörum, sem þeir bjóða. Fjárfestingarlánasjóðir skulu endurlána það fé, sem þeir fá til ráðstöfunar, með sambæríleguitwei lánskjörum og þeir sjálfír sæta, að viðbættum hæfílegum vaxtamun. Jafnframt skulu þeir gæta þess að gengistryggðar, verðtryggðar og óverðtryggðar eignir og skuldbind- ingar standist í meginatriðum á. Viðskiptaráðherra lætur fram fara árlega, eða oftar, „athugun á lánskjörum fjárfestingarsjóða, sam- anber ákvæði 1. mgr. og skal þá bera saman við samsetningu þess Qármagns sem sjóðimir hafa yfír að ráða og þeim lánskjörum sem almennt gilda á lánamarkaði á sam- bærilegum lánveitingum. SpariJQárreikningar skráðir á nafiti „Það er skilyrði verðtryggingar skv. lögum þessum", segir í frum- varpinu um stjón efnahagsmála o.fl.: „1) að verðtryggðir sparifiár- reikningar, kröfur og skuldbinding- ar séu ætíð skráðar á nafn, 2) að við endurlán verðtryggðra peninga- lána standist verðtryggingarákvæði í aðalatríðum á í báðum samningun- um, 3) að verðtrygging sparifjár og lánsfjár sé eigi til skemmri tfma en tveggja ára hvað varðar aðrar skuldbindingar en sparifjárinni- stæður, sem því aðeins mega njóta verðtryggingar að bundnar séu j sex mánuði eða lengur, 4) að grund- völlur verðtiyggingar sé sem hér segir: a) miðað sé við opinbera skráða vísitölu eða vísitölur eins og þær eru reiknaðar á hveijum tíma, b: miðað sé við gengi erlends gjald- eyris þar sem slíkt er heimilt skv. lögum og reglugerð. Seðlabanki íslands skal birta vísi- tölur, sem heimilt er að miða verð- tryggingu spárifjár og lánsfjár við, ásamt vaxtakjörum. Seðlabanki ís- lands er að fengnu samþykki við- skiptaráðherra heimilt að ákveða lengri lágmarkstíma verðtryggðra spariskírteina og útlána, sbr. 3. tl., og að ákveða að vextir verð- -* tiyggðra útlána skuli vera óbreyt- anlegir á lánstímanum. Varamenn í verðlagsráð Frumvarpið kveður á um lqör varamanna í verðlagsráð. Þá segir að verðlagning orku frá orkuvinnslufyrirtækjum og dreifi- veitum falli undir verðlagslög ft#B' þvi að yfírstandandi verðstöðvun lýkur og til 1. september 1989.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.