Morgunblaðið - 08.02.1989, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
Bóthildur Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 18. október 1897
Dáin 31. janúar 1989
Bóthildur Jónsdóttir, amma okk-
ar, er látin. Þó háöldruð væri kom
það okkur mjög á óvart, þar sem
hún átti gleðistund með okkur fyrir
stuttu síðan þar sem hún söng og
gantaðist með okkur allt kvöldið.
Okkur systkinin langar að skrifa
nokkur orð um okkar ástkæru
ömmu. Okkar fystu minningar um
ömmu eru þegar við bjuggum öll
niður á Hverfísgötu, þar annaðist
hún heimili sitt af miklum dugnaði
og myndarskap. Sumrin eru okkur
afar minnisstæð er við vorum með
ömmu og afa upp í sumarbústað
þar sem oft var brugðið á leik. Síðan
hafa þessar æskuminningar verið
sveipaðar dýrðarljóma. Amma var
alltaf kát og hress og hafði unun
af að vera innan um sína nánustu.
Við minnumst allra þeirra ættar-
móta, afmæla og samverustunda
þar sem hún var ætíð hrókur alls
fagnaðar, söng, dansaði og lék á
munnhörpu. Sérstaklega er okkur
minnisstæður 90 ára afmælisdagur
hennar fyrir rúmu ári síðan. Allir
ættingjamir voru þar samankomnir
og hylltu hana á þessum merkis-
degi.
Við ætlum að þakka henni fyrir
allar þær ánægjustundir sem hún
gaf okkur. Við eigum eftir að sakna
hennar, þó innra með okkur vitum
við að hún mun ætíð fylgja okkur.
Ég fel í forsjá þina
Guð faðir sálu mína
því nú er komin nótt
um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt
(M. Joch.)
Ársæll, Símon, Hildur,
Kristín, Ragnheiður.
31. janúar barst mér sú fregn
að Bóthildur væri horfín burt úr
þessu lífi. Mann setur hljóðan, og
yfír mann kemur tómleikatilfínning.
Ég kynntist Bóthildi fyrir 15
árum er ég giftist Símoni bama-
bami hennar. Hún var ávallt hrókur
alis fagnaðar og lifði fyrir að vera
með sínu fólki og vildi ekki missa
af neinu sem fram fór. Bömum
mínum var hún ávallt mjög góð,
hún gantaðist við þau fram á
síðasta dag og tók þátt í öllu eins
og hún væri ein af þeim.
Ég þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast henni og taka þátt í
hennar lífí. Ég kveð hana hér með
þessum fátæku orðum.
Góður engill Guðs oss leiðir
gegnum jarðneskt böl og strið
léttir byrðir, angist eyðir
engill sá er vonin blíð.
(H. Hálfd.)
Guðrún Hjálmarsdóttir
í dag 8. febrúar verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju amma mín
Bóthildur Jónsdóttir sem lést á
heimili sínu 31. janúar síðastliðinn.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hennar,
Bóthildur fæddist á Ragnheiðar-
stöðum í Gaulveijabæjarhreppi 18.
október 1897: Hún var einkabam
foreldra sinna, þeirra Jóns Arasonar
frá Ragnheiðarstöðum og Guðrúnar
Guðmundsdóttur frá Þinghóli í
Hvolhreppi. 1904 flytur hún með
foreldrum sínum að Syðri-Sýrlæk í
Villingaholtshreppi og eiga þau þar
heima til ársins 1915 er þau flytja
til Reykjavíkur. Hún bar ætíð hlýjan
hug til æskustöðva sinna og naut
þess að fara um þær slóðir þegar
færi gafst.
Amma var af þeirri kynslóð sem
stundum er kennd við aldamótin
og mundi tímana tvenna. Nú fer
þessu fólki ört fækkandi sem kynn-
ist þessum tíma af raun og tengdi
okkur sem yngri erum við það liðna.
Amma giftist Sumarliða Gísla-
syni frá Akranesi 23. maí 1923 og
eignuðust þau saman 9 böm, einnig
ólu þau upp einn dótturson og eina
dóttur átti amma áður en hún gifti
sig. Allan sinn búskap bjuggu þau
á Hverfísgötu 104A í Reykjavík.
Sumarliði lést 15. mars 1969.
Hún var ómetanleg ættmóðir af-
komenda sinna sem nú eru um eitt
hundrað talsins. Það sem einkenndi
fas þessarar litlu konu var hispurs-
leysið og léttleikinn, hvar sem hún
kom var hún hrókur alls fagnaðar,
þannig hreif hún alla sem hún
umgekkst með sinni glaðværð. Kyn-
slóðabil var ekki til í hennar huga,
hún átti jafn mikla samleið með
öllum aldurshópum og talaði jafnan
við þá sem yngri vom sem jafn-
ingja en ekki í umvöndunartóni,
þannig hændi hún alla að sér. Hún
fór ekki dult með skoðanir sínar,
hún átti heitt skap og ríka réttlætis-
kennd. Hún var einlægur stuðnings-
maður hinna vinnandi stétta, en
ekki þeirra sem með ofurefli auðs
háfa náð völdum. Trúmál voru
henni einkar hugleikin og hún var
þess fullviss að yfír hverju hennar
spori væri vakað. Hún var ágætur
hagyrðingur og átti mikið safn af
vísum í fórum sínum sem aldrei
hafa birst opinberlega, hún notaði
gjamana tækifærið þegar afkom-
endur hennar komu saman og kast-
aði þeim fram. Hun var létt á fæti
og hafði yndi af söng og dansi og
tók gjaman dansspor á stofugólfinu
heima hjá sér, hún var vön að segja
að þetta væri sín leikfimi. Heimili
hennar bar vott um reglusemi allt
fram á síðasta dag er hún lagðist
til svefns að kvöldi 30. janúar sl.
og kvaddi þetta jarðiíf, allir hlutir
á sínum stað. Hennar ósk var að
þurfa ekki að vera upp á aðra kom-
in hún vildi geta séð um sig sjálf
allt til enda og þá ósk sína fékk
hún uppfyllta.
Ég og fjölskylda mín vomm
þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga
Hugleiðingar um tilgang lífsins
og annað líf verða sjaldan áleitnari
en þegar góður vinur hverfur af
sjónarsviðinu. Tilvera okkar á jarð-
neskri vist sýnist í fljótu bragði
séð, hálf handahófskennt fyrir-
brigði, þar sem viðkomandi ein-
staklingar þroskast í mótlæti og
meðbyr, jöfíium höndum, kannski
vill gleymast það, sem mestu máli
skiptir í daglegu fari og samskipt-
um okkar á milli. Það olnboga-
rými, sem við teljum okkur þurfa
til að svala meðtorðagimd okkar
um lífsins gæði, er oft á kostnað
náungakærleika og umhyggju. Og
við viljum fá hégómagiminni sval-
að%
Ég fann i Einari Leó sannan
mann. Viðhorf hans til lífsins voru
einföld: „Vertu hreinn og beinn,
komdu fram við aðra eins og þú
vilt að aðrir komi fram við þig;
sýni þér góða framkomu."
Við sátum oft á rökstólum um
álit og ekkert; frásagnargleði hans
með henni margar góðar samveru-
stundir bæði á mínu heimili og ann-
ars staðar. Hún hafði þann sið að
koma annað slagið og gista nokkrar
nætur í senn. Það var ætíð hátíð í
bæ þegar hennar var von. Ógleym-
anlegar em einnig ferðimar tvær
sem við fóram saman til Banda-
ríkjanna og heimsóknimar til henn-
ar á Hverfísgötuna en þær voru
gjaman hápunktur Reykjavikur-
ferðanna, að koma við, þiggja kaffi-
sopa og einnig þá andlegu næringu
sem hún veitti svo ríkulega af. Hún
var mér meira en amma, hún var
góð vinkona mín.
Kveðjustundin verður ekki um-
flúin og mig langar til að þakka
ömmu samfylgdina og allar góðu
minningamar sem eftir sitja. Von-
andi gistir hún nú þá vistarvera sem
hún alla tíð trúði að biði hennar,
með ástvinum sínum.
Selma Katrín Albertsdóttir
Elsku amma er farin, við sjáumst
ekki aftur. Mikið er erfítt að trúa
því. Hún var alltaf svo hress, það
var alltaf gaman að vera þar sem
amma var. Mikið eigum við eftir
að sakna hennar. Við munum minn-
ast elsku ömmu á góðum stundum.
Hún var alltaf svo kát og hélt uppi
fjörinu þar sem hún var.
Það er svo margt sem okkur
langar að segja, en við geymum
minninguna í hjörtum okkar.
Við kveðjum elsku ömmu með
þessum fátæklegu orðum.
Sigrún, Valdi, Jón Ari,
Guðrún og Arnar.
Mig langar með nokkram orðum
að minnast eiskulegrar tengdamóð-
ur minnar Bóthildar Jónsdóttur sem
lést á heimili sínu 31. janúar, 91
árs að aldri. Þótt hár aldur væri,
kom það okkur öllum jafnmikið á
óvart sem til þekktum, því tengda-
mamma var frísk fram á síðasta
dag, bjó ein og sá á allan hátt um
sig sjálf.
og skopskyn var þann veg farið að
andartakið endumýjaðist í sífellu.
Hlýleiki og nærvera hans ollu vellíð-
an. Og nú stendur vinur minn við
Fögradyr þess fagnaðar, sem í boði
er.
Einkennileg er sú tilviljun, að
þegar þung höndin mín fór að
hreyfa við þessum kveðjuorðum,
fletti ég upp í Postulasögunni og
Pétur sagði: „Gull og silfur á ég
ekki en það sem ég hef, gef ég þér.
í nafni Jesú Krists frá Nazaret statt
upp og gakk. Og hann tók í hægri
hönd honum og reisti hann upp.“
Þegar ég sá vin minn Einar Leó
síðast á sjúkrabeði er mér minnis-
stæðust sú einkennilega ró og þessi
friður, sem virtist vera fylgifískur
vistaskiptanna og boðberi þess sem
koina skal.
„Ég tek því, sem að höndum ber
með jafnaðargeði," sagði hann
brosandi og yfír ásjónu hans var
slík ftiðsæld og birta að mér varð
starsýnt.
Bóthildur var líka þannig að okk-
ur í fjölskyldunni fannst hún ekki
gömul, hún var alltaf eins og ein
af okkur.
Ég kynntist tengdamóður minni
fyrir 20 áram síðan, þá 21 árs göm-
ul, og er ég hugsa nú til baka og
minnist þess að þá hafí hún verið
70 ára, sem mörgum þykir nokkuð
hár aldur, þá er það svo ótrúlegt að
í dag, 20 áram seinna, fínnst manni
að hún gæti ekki verið degi eldri
en 80 ára, svo hress og ungleg var
hún.
Bóthildur kom okkur ætíð jafn-
mikið á óvart, eins og núna að sofna
hress að kvöldi í rúmi sínu, en vakna
ekki aftur. Hún Hildur var farin.
Með okkur tengdamömmu tókst
strax mikil vinátta og kærleikur,
voram hreinskilnar hvor við aðra
og sögðum það sem okkur bjó í
huga hveiju sinni, enda vissum við
alltaf hvar við stóðum.
Bóthildur var á margan hátt ein-
stök kona, einbimi, en eignaðist
sjálf tíu böm og ættleiddi dótturson
sinn. Hún sagði mér einu sinni að
faðir sinn hefði sagt við sig að hún
ætti bömin fyrir hann líka.
Tengdamamma mat lífíð og
heilsuna fram yfír öll veraldleg
gæði, enda sagði hún eitt sinn að
hún hefði unnið stærsta happ-
drættisvinning lífs síns og það var
heilsan, og hvað hún var alltaf sjálf-
bjarga og allt það bamalán sem
henni varð auðið.
Við sem umgengumst Bóthildi
fundum aldrei fyrir neinu kynslóða-
bili, hún tók þátt í öllu með okkur
bæði störfum og leik og var þá
hrókur alls fagnaðar. Tengda-
mamma kom mikið á heimili okkar
og eram við þakklát fyrir að hafa
fengið að hafa hana hjá okkur svona
lengi og alltaf fríska.
Þegar hún kvaddi þennan heim
höldum við að það hafi gerst ein-
mitt eins og hún vildi hafa það.
Fyrir ári síðan er hún varð níræð,
héldum við henni afmælishóf og
vora sem þar mættir allir vinir og
vandamenn hennar, bæði þeir sem
hér búa og þeir sem búsettir era
erlendis. Þetta var mikill hamingju-
dagur í lífí hennar og minntist hún
hans oft með mikilli ánægju.
Ég er sátt við að kveðja tengda-
mömmu, þótt við hefðum öll viljað
hafa hana lengur, því eins og hún
komst að orði og reyndar skráði:
Astvinir mínir, grátið mig ekki, því
svo mjög mundi það hryggja mig,
því þetta er innganga til eilífs lífs.
Og vil ég þakka henni þær góðu
stundir sem ég fékk að eiga með
henni. Ég á í huga mér góðar minn-
ingar og ég veit að hún mun lifa
áfram í hugum okkar. Með stöku
sem hún kvað níræð, enda ég þess-
ar línur, og bið Guð að blessa og
varðveita þessa góðu konu.
Alla daga er ég glöð
ekkert böl mun granda.
Guð hann hefur gefið mér
gull til beggja handa.
Valgerður Guðmundsdóttir
Skömmu seinna var hann allur.
Einar Leó gengur nú á Guðs vegum
á góðum skósólum þess, sem öraggt
innlegg hefur. Kærleikur og mann-
gæska vora hans framlag til mín
og annarra.
Ég þakka vini mínum. Góður Guð
blessi hann og hans nápustu.
Einar Sigfússon
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURVIN ÖSSURARSON
frá Kollsvfk,
Grænuhlfð 26,
Raykjavfk,
lést 5. febrúar.
Zfta Benediktsdóttir og börnin.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTÓFER GUÐLEIFSSON,
Hjallaseli 29,
lést í Borgarspítalanum að morgni þriðjudagsins 7. febrúar.
Guðrún Guðmunsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐBJÖRG KETILSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 20,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 9. febrúar
kl. 15.00.
Sveinn Gamalfelsson,
Sólveig Sveinsdóttir,
Gamalfel Sveinsson, Vilborg Gunnlaugsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma
MARGRÉT HEMMERT
Holtsgötu 16,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.30.
Helga Guðrún Eysteinsdóttir, Sigurður Einarsson,
Björg Hemmert Eysteinsdóttir, Ágúst Ágústsson,
Jóhanna Arnljót Eystelnsdóttir, Bergur Slgurbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eigínkona mín,
JENNEY SIGRÚN JÓNASDÓTTIR,
Borðeyrl,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. febrúar kl.
13.30.
Fyrir hönd móður, barna, barnabarna, tengdabarna og systkina.
Ottó Björnsson.
Kveðjuorð - EinarLeó
Guðmundsson