Morgunblaðið - 08.02.1989, Síða 44
COShAOLVJX'
sólbaösperur
tryggja árangurinn.
Páll Stefánsson, heildv.
«sf 91-7 25 30
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Sparnaður
minnkarum
26 milljarða
, ^kSPARNAÐUR þjóðarbúsins hefur
minnkað um 40%, eða rúmlega 26
milfjarða, á undanfbmum tiu
árum. Spamaðurinn var 24—25%
af vergri landsframleiðslu fyrir
áratug en er nú um 14%. Fjárfest-
ing hefur einnig minnkað og sýnir
þessi þróun að eyðsla hefur aukist
verulega -í þjóðfélaginu.
Ólafur Davfðsson framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra iðnrekenda
segir að þetta sé uggvænleg þróun
, og að á meðan spamaðurinn sé þetta
lítill megi búast við áframhaldandi
viðskiptahalla og minnkandi kaup-
mætti. Hann segir að til að auka
spamaðinn þurfí afkoma fyrirtækj-
anna að batna, ríkissjóður að eyða
minna og heimilin að leggja meira
T sparifé fyrir.
Sjá „Spamaður þjóðarbúsins ...
á miðopnu.
2,5% gengisfelling;
Dollar skráð-
urá 51,45 kr.
SEÐLABANKINN hefur lækkað
meðalgengi íslensku krónunnar
^un 2,5% samkvæmt heimild ríkis-
stjóraarinnar. Jafnframt hefur
Seðlabankinn ákveðið að dagleg
gengisskráning geti vikið allt að
2,25% upp eða niður fyrir hið
nýja meðalgengi ef tilefni verður
tU, einkum vegna gengissveiflna
á erlendum gjaldeyrismörkuðum.
í samræmi við breytt gengi
íslensku krónunnar og gengisskrán-
ingu erlendis var sölugengi dollars
51,45 kr. í gær, en var 50,42 á
mánudaginn, og nemur hækkunin
2,04%. Sölugengi sterlingspunds
hækkaði um 2,3%, úr 87,36 kr. í
89,34. Þýskt mark hækkaði úr 26,73
kr. í 27,55, eða um 3,1%. Dönsk
króna hækkaði úr 6,89 kr. í 7,09,
eða um 2,6%, norsk króna hækkaði
VJm 2,4%, úr 7,41 kr. í 7,61, sænsk
króna hækkaði um 2,4% úr 7,89 kr.
í 8,11, og fínnskt mark hækkaði
einnig um 2,4%, úr 11,62 kr. í 11,94.
Franskur franki hækkaði úr 7,86 kr.
í 8,09, eða um 2,7%. Belgískur franki
hækkaði um 1,6%, úr 1,28 kr. í 1,31.
Svissneskur franki hækkaði um
2,8%, úr 31,46 kr. í 32,42. Hollenskt
gyllini hækkaði úr 23,68 kr. í 24,40,
eða um 2,7%. Spánskur peseti hækk-
aði úr 0,43 kr. í 0,44, eða um 2,3%.
Japanskt yen hækkaði um 2,6%, úr
0,39 kr. í 0,40 kr.
Sjá Peningamarkaðinn bls. 24
«►>7: • *
Morgunblaðið/PPJ
Miklar annir vom í innanlandsflugi þjá Flugleiðum í gær, en í fyrradag féll allt flug niður vegna veðurs. Flogið var á alla áætlunarstaði
i gær, og vora meðal annars faraar sjö ferðir til Akureyrar, en farþegafyöldinn var samtals um 1200 manns. Á myndinni sést snjó-
plógur ryðja Reykjavíkurflugvöll.
Allar helstu leiðir færar
SAMKVÆMT upplýsingum Vegaeftirlitsins vora allir helstu veg-
ir hreinsaðir í gær, og áttu þeir allir að vera orðnir feerir í gær-
kvöldi. Víða er mikill snjór, sérstaklega á VestQörðum og Norður-
landi, og hætt við að leiðir lokist á ný ef mikill skafrenningur
verður.
Vegurinn um Þrengsli var mokaður í gær, en leiðin um Hellisheiði
er lokuð. Mokað var um suðurströndina til Austfjarða, og vegir á
Héraði voru hreinsaðir. Vegir á Snæfellsnes voru hreinsaðir og einnig
vestur í Dali og Reykhólasveit. Þá var vegurinn um Holtavörðuheiði
hreinsaður og norður Strandir til Hólmavíkur, og vegir í ísafjarðar-
djúpi voru mokaðir. Þá hefur leiðin norður til Siglufjarðar verið opn-
uð, og einnig vegurinn um Öxnadalsheiði og til Akureyrar. Fært er
frá Akureyri til Húsavíkur og vegir hafa verið hreinsaðir með strönd-
inni austur til Þórshafnar.
Greinargerð um stöðu lagmetisins rædd í ríkisstjórn:
Liggja með 150 til 190 millj-
óna króna birgðir fyrir Aldi
„Ætlunin er að aðstoða þá með Qármögnun þessara birgða,“ segir sjávarútvegsráðherra
Á FUNDI ríkisstjóraarinnar í
gærmorgun var lögð fram
greinargerð um stöðu lagmetis-
iðnaðarins í kjölfar hransins á
Vestur-Þýskalandsmarkaði.
Greinargerð þessi var unnin af
Félagi íslenskra iðnrekenda. í
henni kemur m.a. fram að
íslensku lagmetisfyrirtækin
I'K83a nú með birgðir, sem áttu
að fara á Þýskalandsmarkað,
að mestu til Aldi-verslanakeðj-
anna, en verðmæti þeirra er
150-190 milljónir króna. í gær
Deila launþegahreyfíngarinnar og Flugleiða:
Rætt við Arnarflug
um ferðamöguleika
FULLTRÚAR allra stærstu Iaunþegasamtakanna í landinu hafa
Jtkveðið að kanna ferðamöguleika með öðram flugfélögum en Flug-
leiðum vegna málshöfðunar Flugleiða á hendur Verslunarmannafé-
lagi Suðurnesja.
Fulltrúar Alþýðusambands ís-
lands, Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja, Bandalags háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna og Sam-
bands íslenskra bankamanna
ákváðu þetta á fundi í gær.,1 frétta-
—tilkynningu segir að samtökin telji
það mikilvægt að leitað verði allra
leiða til viðskipta við íslenskt flugfé-
lag og óskað hafí verið eftir því við
Samvinnuferðir-Landsýn að ferða-
skrifstofan hafí forgöngu um slíka
könnun. Hefur fundur með Amar-
flugi verið ákveðinn klukkan 11 í
dag.
Helgi Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar,
sagði að samningar við Flugleiðir
hefðu verið á lokastigi þegar þessi
málshöfðun hefði komið upp. Sam-
vinnuferðir-Landsýn hefðu fyrir
hönd verkalýðshreyfíngarinnar ver-
ið búin að semja um fjögur þúsund
3æti með áætlunarflugi Flugleiða
Degar verkalýðshreyfíngin hefði
iskað eftir að hætt yrði við samn-
nginn og annarra leiða leitað.
barst skeyti frá v-þýzka fyrir-
tækinu Aldi-Nord, þar sem til-
kynnt var að fyrirtækið hætti
viðskiptum við íslendinga eins
og hinn hluti verzlunarkeðjunn-
ar Aldi-SUd vegna þrýstings út
af hvalveiðum Islendinga.
í greinargerðinni um stöðu lag-
metisiðnaðarins kemur fram að
hann er nú í þröngri og erfíðri
stöðu vegna þess að Þýskalands-
markaðurinn er fallinn. í þeim
kafla hennar sem fjallar um sölu-
mál fyrirtækjanna kemur fram að
þau hafa framleitt töluvert magn
sem átti að fara til Aldi á þessu
ári. Fyrrgreind tala, 150-190 millj-
ónir, nær bæði yfir hráefni á lager
og fullunna vöru.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra segir að nú sé verið
að ræða innan ríkisstjómarinnar
hvemig stjómvöld geti bmgðist við
þessum vanda og hvað sé hægt
að gera til lausnar hans. „Meðal
þess sem rætt hefur verið um er
að aðstoða lagmetisiðnaðinn við
að fjármagna þær birgðir sem til
eru í landinu og fyrirtækin liggja
með,“ segir Halldór.
í máli sjávarútvegsráðherra
kemur einnig fram að stjómvöld
hyggjast aðstoða lagmetisiðnaðinn
við markaðsöflun á nýjum mark-
aðssvæðum eftir því sem möguleik-
ar eru á. Halldór segir að hann
muni athuga þetta á næstunni í
samráði við Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra.
Sjá bls. 2: Aldi Nord hættir
viðskiptum við íslendinga og
yfirlýsingu Halldórs Ásgríms-
sonar um óbreytta stefiiu í
hvalveiðimálum.
Fiskmarkaður
Suðurnesja:
Metverð
álúðu
METVERÐ fékkst fyrir 267
kg af lúðu á Fiskmarkaði
Suðurnesja í gær. Hæsta
verð var 440 krónur, lægsta
verð 275 krónur, en meðal-
verðið var 364,93 krónur.
Hæsta verð, sem áður hafði
fengist fyrir lúðu á Fiskmark-
aði Suðumesja, var 415 krónur
í janúar síðastliðnum.
Sjá Fiskmarkaðinn bls. 25