Morgunblaðið - 19.03.1989, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.03.1989, Qupperneq 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 MTITBOL EROFMIKIL ORKA eftir Svein Guðjónsson ÞAÐ ER sjaldan lognmolla í kringnm Þorstein Viggósson og á þeim tuttugu árum sem hann hefur starfað við veitingarekstur hefur hann kynnst flestum hliðum skemmtanalífsins, bæði þeim dökku og björtu. Hann rak um árabil tvö vinsælustu diskótek Kaupmannahafnar. Hann hefur tvisvar tapað aleigunni, en hefiir þó aldrei lagt árar í bát enda keppnismaður fram í fíngurgóma. Þorsteinn rekur nú tvo veitingastaði í Danmörku og hefiir nýlega, ásamt þriðju eiginkonu sinni, opnað barnafataverslun á Kastrup- flugvelli. Hann hefiir einnig hug á að auka enn umsvif sín í veitingabransanum, með opnun 1.200 manna næturklúbbs í Kaupmannahöfn. Attundi áratugurinn var blómaskeið diskóte- kanna. Á þeim árum rak Þorsteinn skemmti- staðina Pussycat og Bonaparte í miðborg Kaupmanna- hafnar og sá síðamefndi var um langt skeið þekktasta og vinsælasta diskótek á Norðurlöndum. Þangað komu ýmsar stórstjömur sem sóttu Kaupmannahöfn heim og þekktar persónur úr dönsku þjóðlífí voru þar tíðir gestir. „Ég hafði haldið mínum föstu viðskiptavinum í fímm eða sex ár og tapaði þeim svo öllum á einni helgi. Það gerðist þannig að keppi- nautur minn opnaði nýjan stað, Tordenskjold, og ég játa að hann fór smart í það að ná af mér kúnn- unum. Hann keypti frá mér allt starfsliðið og viðskiptavinunum náði hann þannig að þeir þurftu ekki að borga reikningana sína til að byija með. Það má líka segja að fólkið hafí þurft á einhverri nýj- ung að halda því ég var búinn að vera einn um hituna í nokkur ár og breytinga var vissulega þörf. Þetta var í desember 1976 og ég beið fram í mars til að svara þessu, og endumýja viðskiptavinahóp minn, því janúar og febrúar eru dauðir mánuðir hvað aðsókn varð- ar. Ég hugsaði þá með mér: Hvar er nýja kynslóðin, sem ég get haft hjá mér næstu sex árin? Þetta fólk fann ég á tveimur öðrum diskótek- um og náði því þaðan á einni helgi. Ég fékk til liðs við mig nokkra stráka úr fatabransanum og við skipulögðum herferð sem gekk upp. Þessu fólki hélt ég þar til ég seldi bæði Bonaparte og Pussycat árið 1979.“ Skotínn á götu í Mílanó Þegar hér var komið sögu hafði Þorsteinn ákveðið að hætta öllum afskiptum af veitingarekstri í Kaup- mannahöfn og færa sig sunnar í álfuna. „Ég ætlaði að setja upp næturklúbb í Monte Carlo ásamt ítölskum kunningja mínum. Hann rak verksmiðjur í íjórum löndum, þar af tvær í arabalöndunum og var í tengslum við olíufursta sem ætluðu að leggja umboðslaunin í þennan rekstur. Við vorum búnir að fá húsnæði og tilskilin leyfí þeg- ar endi var bundinn á þessi áform með sviplegum hætti. Þessi ítalski kunningi minn var skotinn til bana á götu í Mílanó af afbrýðisömum eiginmanni. Á sama tíma tapaði ég fjórum milljónum dönskum vegna sölunnar á Pussycat og Bonaparte þannig að það voru erfíðir tímar sem í hönd fóru. Bæði var að kaupandinn stóð ekki í skilum og lögfræðing- amir þinglýstu eignunum á hann, án þess að hann kæmi með pening- ana. Af þessu leiddi málaferli og ég stóð í þessu strögli í fjögur ár, sem endaði með því að ég fékk stað- ina aftur, í niðumíðslu, tóma og lokaða. Ég hefði getað látið svipta lögfræðingana leyfínu, en sá ekki að ég hefði neitt upp úr því.“ — Hvemig leið þér á þessum tíma? „Ég var náttúrulega kominn á botninn og þurfti að byrja upp á nýtt, frá grunni. Ofan á þetta bætt- ist að ég skildi á þessum tíma, og það vill oft verða svo, að svona áföllum fylgja erfíðleikar í einkalíf- inu.“ Veitíngabransinn stórhættulegur Hér má skjóta inn, að Þorsteinn er þríkvæntur og hafa eiginkonum- ar allar verið danskar. Núverandi kona hans er reyndar einnig af íslensku bergi brotin. Hann á fjögur böm með tveimur fyrri konum sínum. „Eitthvað verður maður að gera því ég drekk ekki og reyki ekki,“ segir hann og hlær og aug- ljóslega ber að taka þessi ummæli eins og þau em sögð. Ég spyr hann um ástæðuna fyrir þessari reglu- semi á vín og tóbak. „Sem krakki varð ég vitni að ýmsu neikvæðu sem tengdist brennivínsdrykkju og það dapurleg- asta fannst mér þegar menn vom að skríða meðfram veggjum daginn eftir fyllerí og vom að biðjast afsök- unar á einhveiju sem þeir höfðu sagt eða gert í ölvímunni. Ég sá því enga ástæðu til að feta í fót- spor þessara manna og þegar mað- ur kemst í gegnum unglingsárin án þess að smakka áfengi hefur maður engan áhuga á að byija á því eftir að fullorðinsaldri er náð.“ — Hefur reglusemin kannski hjálpað þér í þínu starfí? „Já, ég held að enginn vafí sé á því. Eg væri eflaust alkóhólisti í dag ef ég hefði byijað að smakka vín. Veitingabransinn er stórhættu- legur hvað þetta varðar. Ég gerði það því strax upp við mig að best væri að láta áfengið eiga sig. Ég stofnaði, ásamt fleiri íslendingum, Von Veritas í Danmörku, en það fyrirtæki hefur ekki gengið eins og vonir stóðu til og reyndar er ég með milljón í klemmu út af því. Húseignin fer á uppboð 31. mars og það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á þeim bæ.“ Bjór í brunaslöngum Þegar Þorsteinn hóf veitinga- rekstur í Kaupmannahöfn starfaði hann sem flugþjónn hjá Sterling og opnaði kaffibar samhliða flug- þjónsstarfínu. Síðan færði hann smátt og smátt út kvíamar uns hann var orðinn einn þekktasti veit- ingamaður borgarinnar. Hann var útsjónarsamur við að auglýsa upp staði sína þannig að frægt fólk sótti þá. Þetta leiddi af sér umtal í blöð- um og tímaritum sem var ómetan- leg auglýsing. „Við skulum bara líta á þetta eins og hrein og klár viðskipti og taka blöð til samanburðar. Blaða- menn lifa af því að selja frásagnir á prenti og frægt fólk er blaðamat- ur. Frægar persónur eru trygging fyrir myndbirtingu í tímaritum á borð við Billed Bladet og Se og Hör. Ég hugsaði því með mér: Hvað hef ég margar frægar persónur til að selja í blöðin. Hugmyndin er ein mynd, persónan er önnur. Blaða- menn koma ekki á blaðamannafund til að horfa hver á annan. Þess vegna verður maður að hafa eitt- hvað til að selja þeim og þeir verða hafa eitthvað til að selja sín blöð. Það var góður kunningi minn, sem þá var hæst launaði blaðamaður Danmerkur, sem leiddi mér þetta fyrir sjónir. Hann hætti í blaða- mennskunni til að forðast það að verða alkóhólisti því hann var alltaf í kokteilpartýum. Hann er núna auglýsingastjóri hjá Tívolí í Kaup- mannahöfn. En hans ráð hafa dugað vel og sem dæmi get ég nefnt að þegar ég opnaði Duke og English Pub þá sótti ég tuttugu sekkjapípuleikara til Skotlands, Rolls Royce-bifreið, enskan tveggja hæða strætisvagn og gamlan brunavagn og leiddi bjór í slönguna, þannig að þeir sem ekki komust inn á staðinn gátu fengið sér bjór á gangstéttinni fyrir utan. Síðan voru dyraverðimir klæddir eins og enskir lögregluþjónar og þeir fóru í skrúðgöngu ásamt sekkjapípuleikurunum, frá Ráð- ÞORSTEINN VIGGÓSSON veitmgamaðiir í Kaupmannahöfii hefiir þolað bæði súrt og sætt í sínu lífi. Hér segir hann frá ýmsu sem á dagana hefiir drifið frá því hann rak vinsælasta diskótek á Norðurlöndum. hústorginu að Kóngsins nýja torgi, daginn sem við opnuðum. Þetta kostaði að vísu mikið, en vakti gífurlega athygli og umtal í blöðum. Það er annaðhvort að opna með svona aðförum, sem vekja athygli, eða þá að gera það í rólegheitum og bjóða þá upp á fyrsta flokks veitingar og þjónustu. Það er oft betra að opna þannig í kyrrþey en að gera það með einhverri mis- heppnaðri vitleysu.“ Keypt og selt á vixl Þorsteinn rekur nú tvo veitinga- staði í Danmörku, LA (Los Ang- eles) í miðborg Kaupmannahafnar og lítinn stað fyrir utan borgina. En það hefur gengið á ýmsu frá því hann tók aftur við fyrri stöðum sínum, Pussycat og Bonaparte, í niðumíðslu, svo tekinn sé upp þráð- urinn þar sem frá var horfið: „Ég seldi staðina aftur og fór síðan inn í reksturinn með þeim sem keyptu af mér og keypti þá síðan út aftur. Reksturinn var tvískiptur þannig að veitingareksturinn sjálfur var í einu fyrirtæki og húsnæðið í öðm. Fyrirtækið sem var með hús- næðið fór á hausinn og ég fékk það fyrir eina krónu og hélt í því lífinu i þijú ár, en síðan var það selt ofan af mér á meðan ég var í fríi. Sá kaupandi sá hins vegar fram á að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.