Morgunblaðið - 19.03.1989, Blaðsíða 8
(g 0 e8ei SHAM 5IUO'Aa!J!WU3 >aiG>uiaKUOíK)!/
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989
MITTBÖL
EROFMIKH
ORKA
— Þú ert sem sagt ekki alveg
viss um stefnuna?
Það má vissulega segja að ég
standi á krossgötum. Ég hef það
gott eins og er og mér líður vel í
því sem ég hef verið að gera. Ég
veit að fari ég út í næturklúbba-
bransann gæti ég lent í sama strögl-
inu og veitingamenn hér heima
hafa átt við að glíma og ég reyndar
þekki sjálfur af eigin raun. En ein-
hverra hluta vegna get ég ekki
hætt. Kunningjar mínir kalla þetta
þurrafyllerí. En það er nú bara orð
sem menn eru famir að nota yfir
þá sem hafa mikla orku. Það er að
vissu leyti mitt böl að ég hef of
mikla orku.“
Skuggahliðar næturlífsins
Þorsteinn er með svart belti í
kárate og var um skeið keppnismað-
ur í þeirri íþrótt en hætti 1982 þeg-
ar liðbönd í hné slitnuðu. Hann
kvaðst þó vera að taka íþróttina
upp aftur enda hefði það oft komið
sér vel í veitingabransanum að vera
vel á sig kominn líkamlega. Hann
segist hins vegar hafa haft það sem
eins konar kjörorð að betra sé að
eyða háiftíma í að tala menn til en
tveimur tímum í réttarsal. Fortölur
dugi hins vegar ekki alltaf.
„Það fólk sem stundar næturlífið
í Kaupmannahöfn er af öðru sauða-
húsi en venjulegir íslendingar, sem
fara út að skemmta sér um helgar.
Meðal þessa fólks eru eituriyfja-
neytendur og jafnvel glæpamenn.
Þetta em menn sem svífast einskis
ef í harðbakkann slær. Það er með-
al annars ástæðan fyrir því að ég
hef takmarkaðan áhuga á að fara
aftur út í rekstur staða eins og
Bonaparte og Pussycat. f fyrra rak
ég stað sem heitir Rock Café, sem
naut mikilla vinsælda og var alltaf
troðfullur. En þangað söfnuðust
margir af þessum svokölluðu „hell’s
angels“ og þess vegna losaði ég
mig við staðinn þótt hann gengi
vel. Ég nennti ekki að standa í
uppákomunum sem fylgja þessu
fólki.
Ef þú ert í næturbransanum í
Kaupmannahöfn verður þú að vera
vel á þig kominn til líkama og sálar
því þú veist aldrei hvenær þú lendir
í klandri. Forstjórinn í einu þekkt-
asta diskótekinu í Kaupmannahöfn
hefur til dæmis ekki komið í vinn-
una frá því í desember, því hann
var barinn svo illa í klúbbnum eitt
kvöldið. Eitt sinn komu sex fílefldir
karlmenn í klúbbinn til mín og æt-
luðu að leggja hann í rúst af því
ég hafði hent einum þeirra út mán-
uði áður. Okkur tókst að koma þeim
út eftir talsverð átök og ég missti
tvær tennur.
Fyrir ári var fjórðungur þeirra
sem fóru út að skemmta sér í Kaup-
mannahöfn með hnífa á sér, en það
hefur eitthvað dregið úr því eftir
að ný lög voru sett sem banna
hnífa. En það er ekki óalgengt að
fólk sé með byssur í vösunum á
skemmtistöðum í Kaupmannahöfn.
í næturlífinu er mikið af svokölluð-
um „fljótum peningum“, peningum
sem skipta hratt um eigendur og
þar er yfirleitt um að ræða fólk sem
græðir á glæpastarfsemi eða ein-
hveijum viðskiptum sem mega ekki
sjá dagsins ljós. Þetta fólk er yfir-
leitt sjúkt að einhveiju leyti og þú
kemst ekki hjá því að kynnast því.
Þar af leiðandi kemur að því annað
slagið, að þú lendir í klandri með
það. Það er því ekki síður nauðsyn-
legt að menn séu andlega sterkir
til að starfa við þennan rekstur
þótt óhjákvæmilega séu líkamleg
átök einnig fylgifiskur næturlífsins.
Mér hefur reiknast til að ég hafi
um 400 sinnum lent í líkamlegum
átökum á þessum 20 árum sem ég
hef verið í þessum bransa og það
eina sem ég hef tapað eru tennum-
ar tvær, sem ég nefndi áðan. En
þetta er munurinn á því að vera í
veitingarekstri í Kaupmannahöfn
og hér heima. Hér er ekki þetta
ofbeldisfólk, þótt einstaka sterkir
sjómenn sleppi sér kannski stundum
í fylleríi. En þarna ertu í návígi við
glæpamenn og þú veist aldrei hve-
nær einhver þeirra dregur upp
byssu og skýtur þig.“
Að lifa sínu eigin lífi
— En þegar þú slappar af frá
öllu Joessu, hvað gerir þú þá?
„Ég er í góðu hjónabandi og við
ferðumst mikið. Ég hef sérstaklega
gaman af að keyra suður Evrópu
og eins að fara í siglingar á fjarlæg-
um stöðum, svo sem í Karabíahaf-
inu. Annars lifi ég nú orðið ákaf-
lega rólegu lífi. Ég er kominn á
þann aldur að lífið fer að verða eins
konar endurtekning á því sem mað-
ur hefur upplifað áður. Það er hætt
að koma manni á óvart. Til dæmis
er ég hættur að æsa mig upp út
af hlutum, sem kannski fóru í taug-
arnar á mér hér áður fyrr.
Ég hef tvisvar misst allt mitt. 1
fyrra skiptið þegar ég var með
Storkklúbbinn hér heima og síðan
þama í Danmörku á árunum milli
1980 og 1984. Það tók mig auðvit-
að tíma að sætta mig við þessi áföll
og gera þetta upp við sjálfan mig.
Allt sem ég gerði á þessum tíma
mislukkaðist, en það sem hélt mér
gangandi var að ég ákvað að taka
því eins og maður. Ég hugsaði með
mér að úr því ég gat rifið mig upp
einu sinni gæti ég alltaf gert það
aftur. Maður má aldrei missa trúna
á sjálfan sig.
— Varstu einhvern tíma, á þessu
tímabili, nálægt því að leggja árar
í bát og gefast upp?
' „Nei, það hvarflaði ekki að mér.
Ég hef kennt sjálfum mér að úti-
lok*a öll vandræði úr huganum þeg-
ar ég þarf á því að halda. Þegar
maður nálgast vandamálin svo aft-
ur seinna, kannski út frá öðrum
sjónarhóli, eru þau oft leyst. Ann-
ars heid ég að oft á tíðum stafi
vandræði fólks af einhvers konar
innri erfiðleikum. Fólk er þá jafnvel
að hugsa um hvað aðrir halda: Ef
ég nú missi allt sem ég á, hvað
hugsar fólk þá um mig? Ef ég fer
á minni bíl, ætli fólk haldi þá að
ég sé kominn á hausinn? Þessi
hræðsla við almenningsálitið fer oft
verst með fólk, en auðvitað eiga
menn bara að lifa sinu eigin lífi án
tillits til þess hvað aðrir hugsa, og
keyra sinn bíl glaðir og ánægðir
burtséð frá því hvort hann er lítill
eða stór. Þegar ég hafði tapað öllu
hélt það mér gangandi að ég hugs-
aði: Hvað með það. Ég get alltaf
byijað aftur. — Ég gengst ekki upp
í peningum þvf ef maður byijar að
láta þá ráða lífi sínu þá getur mað-
ur alveg eins farið út í stiga-
mennsku.“
KRINGIUNNI4
dagana 17.—22. mars
■ fTniKKA.]))í)L])
afsláttur
af öllum vörum í
NÁMSMENN
ATHUGIÐ!
Ný hraðvirk, létt og
handhæg TA
Triumph-Adler skríf-
stofurítvéi á verði
skólaritvélar.
Umboðsmenn um land allt:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík, Bókabúð Olivers Steins,
Hafnarfirði, Bókabúðin Gríma, Garðabæ, Grifill, Reykjavfk,
Hans Árnason, Reykjavík, Jón Bjarnason, Akureyri,
Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf.,
Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi,
Penninn, Reykjavík, Rás s.f., Þorlákshöfn, Stuðull s.f.,
Sauðárkróki, Sameind, Reykjavík, Skrifvélin, Reykjavík,
Tölvuvörur hf., Reykjavík, Traust, Egilsstöðum.
Sendum í póstkröfu
• Prenthraði 13slög/sek
• ”Lift off” leiðréttingar-
búnaður fyrir hvern staf eða
orð.
• 120 stafa leiðréttingarminni
• Sjálfvirk: miðjustilling
undirstrikun
feitletrun
• Handfang og lok.
auk ýmissa annarra kosta sem
prýða eiga ritvél morgun-
dagsins.
Komdu við hjá okkur eða
hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
Kringlan 4
S: 689789
Opið kl. 10-19, laugardaga kl. 10-16
Góð hönnun og glæsilegt útlit einkenna
ritvélarnar frá TA Triumph-Adler