Morgunblaðið - 19.03.1989, Side 10
tX10 °G
HAGFRÆÐI/rryggirbu
lífeyrisréttindin eftir á?
,yAð hugsa í öldum
en ekki árumu
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR hafa verið mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið
og þá einkum samskipti þeirra við stjórnvöld. Sjóðimir hafa þannig
gert athugasemd við nýju lánskjaravísitöluna. Þetta dægurþras er
ekki til umQöllunar hér, heldur miklu alvarlegra mál, sem er framtíð
lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðimir á Islandi byggja á svokölluðu söfh-
unarkerfi, en andstæða þess er gegnumstreymiskerfi. I fyrra kerf-
inu felst að lífeyrisgjald hvers sjóðfélaga á að jafnaði að standa
undir lífeyrisgreiðslum til hans í framtíðinni. Gegnumstreymiskerfið
gerir ráð fyrir því, að iðgjald starfandi manna standi undir greiðsl-
um til Iífeyrisþega. Þannig felst í gegnumstreymiskerfinu tilflutning-
ur milli kynslóða og enginn spamaður. I söfiiunarkefínu felst stjóðs-
myndun meðan þjóðin er ung. Heildariðgjaldatekjur líffeyrissjóð-
anna vora rúmlega 10 milljarðar króna á síðasta ári, en lífeyris-
greiðslur námu hins vegar um 4 milljörðum króna. 4% iðgjald fer
til að greiða lífeyri og 6% iðgjald rennur til að mæta framtíðarskuld-
bindingum. Heildareignir sjóðanna í lok síðasta árs em metnar um
50 milljarðar króna.
Við horfum nú til þess að lífeyris-
sjóðimir geta ekki staðið við þau
loforð um lífeyri, sem sjóðfélagam-
ir telja sig kaupa með aðild. Höfuð-
ástæður þessa em aukið langlífi
Islendinga, en enn þyngra vegur
þó að sjóðimir hafa rýmað verulega
vegna þess að þeir hafa verið ávaxt-
aðir á neikvæðum raunvöxtum,
einkum með steypulánum á útsölu-
vöxtum til sjóðfélaga.
íslensk þjóð er enn tiltölulega
ung, 25% þjóðarinnar em undir 15
ára aldri og 7% em eldri en 70
ára. Fæðingum hefur hins vegar
fækkað vemlega á undanfömum
áratugum, og gert er ráð fyrir enn
meiri fækkun á næstu ámm. Þessar
horfur benda til, að þjóðin muni
eldast veralega á næstu áratugum.
Stóra árgangamir, sem fæddust á
ámnum 1950-1960, komast á
lífeyrisaldur um 2020-2030, en spár
benda til að upp úr 2010 fari lífeyr-
issjóðimir að komast í greiðsluþrot.
Sjóðirnir em hins vegar löngn
orðnir gjaldþrota. Gjaldþol fyrir-
tækja er venjulega dæmt eftir eig-
inflárstöðu þeirra. Neikvæð eigin-
fjárstaða þýðir að eignir hrökkva
ekki fyrir skuldum. Endurskoðend-
ur gera efnahagsreikninga lífeyris-
sjóða upp þannig, að í stað þess
að mismunur eigna og skulda sé
eigið fé, er niðurstöðutalan kölluð
„hrein eign til greiðslu lifeyris".
Þetta er viðlíka og að efnahags-
reikningur Hafskips sáluga hafi
endað á „hreinni eign til greiðslu
lána“. Lán er ekkert annað en
skuldbinding um að greiða ákveðna
fjárhæð í framtíðinni skv. skilmál-
um lánsins. Lánsfjárupphæðin er
þá núvirði þessara framtíðar-
greiðslna. Lífeyrisskuldbindingar
sjóðanna em með sama hætti loforð
til sjóðfélaga að greiða þeim
ákveðna fjárhæð í framtíðinni. Þeg-
ar tryggingafræðingar núvirða
þessar skuldbindingar, kemur í ljós
að velflestir sjóðanna eiga ekki fyr-
ir skuldum.
Að hugsa yfirleitt
Það er hlálegt að ráðherrar sitji
nú pungsveittir yfir Amarflugi, sem
er með neikvæða eiginfjárstöðu upp
á nokkur hundmð milljónir, á sama
tíma og lífeyrissjóðirnir lofa millj-
örðum upp í ermina á sér. Og það
sem meira er, fullbúið fmmvarp til
laga um starfsemi lífeyrissjóða hef-
ur legið á borðum fj ármálaráðherra
í nær 3 ár. „Kontóristar“ í BMHR
hafa að vísu lýst andstöðu sinni við
frumvarpið og ÓRG er víst hræddur
um þau atkvæði. Andstaða „kontór-
ista“ ASÍ við skattabreytingar í
upphafi árs var hins vegar léttvæg
fundin.
Fyrirsögn þessa pistils er tekin
úr áramótaræðu Steingríms Her-
mannssonar, en þar vitnar hann í
þetta erindi úr Bræðrabýti Steph-
ans G. Stephanssonar. Þetta á eink-
ar vel við um lífeyrismálin.
Um þetta fmmvarp hefur engin
pólitísk umræða átt sér stað, hér
vantar bæði „perestrojku" og
„glasnost". Velkominn frá Moskvu,
félagi Grímsson.
Um 80-90 lífeyrissjóðir em
starfandi í landinu. Engin
heildstæð lög em til um starfsemi
þeirra og era því lífeyrisréttindi
mismunandi eftir sjóðum. Lífeyris-
réttindi má þó
greina í tvennt,
þar sem annars
vegar er um að
ræða sjóði opin-
berra starfsmanna
og bankamanna
eftir Sigurð °S hins vegar al-
Snævarr mennu sjóðina,_fé-
laga innan ASÍ.
Lífeyrisréttindi opinberra starfs-
manna og bankamanna em talin
vera allt að 70% betri en réttindi
hinna. Opinber starfsmaður vinnur
sér þannig inn árlega ellilífeyrisrétt-
indi sem svarar til 2% af föstum
dagvinnulaunum. En ASÍ-félagar
vinna sér inn árlega 1,8% af viðmið-
unarlaunum, þó eingöngu upp að
ákveðnu marki. Opinberir starfs-
menn geta hafið töku lífeyris 65
ára og þurfa ekki að greiða iðgjald
nema í 32, auk þessa er heimild til
að taka lífeyri fyrr eða þegar sam-
anlagður starfs- og lífaldur nær 95
ámm. Engin slík ákvæði er að fínna
í almennu lífeyrissjóðunum. Auk.
ellilífeyris greiða sjóðirnir bamalíf-
eyri og örorkulífeyri.
Að hugsa fram yfir aldamót
Tökum hér dæmi af manni sem
byijar að greiða í lífeyrissjóð 20
ára og greiðir í sjóðinn í 50 ár. Við
gemm ráð fyrir að hann hafi til
jafnaðar 60 þúsund krónur á mán-
uði eða 720 þúsund á ári. Árlega
greiðir hann því 72 þúsund krónur
til sjóðsins, sem gerir 3,6 milljónir
í 50 ár, en það svarar til 5 ára tekna.
Ávöxtun iðgjaldsgreiðslna
mannsins í þau 50 ár sem líða frá
því hann hefur iðgjaldsgreiðslur og
þar til hann fer á ellilífeyri skiptir
höfuðmáli fyrir greiðslugetu sjóðs-
ins. Auk þess skiptir vemlegu máli
hversu langlífur viðkomandi verður.
Hann á 5 ára tekjur í sjóðnum eft-
ir 50 ára greiðslur. Reiknað er með
að 65 ára íslensk kona eigi ólifað
tæp 19 ár og karlmaður á sama
aldri um 16 ár. Ævilíkur íslendinga
hafa batnað mjög frá því sem var
á fyrstu áratugum aldarinnar, en
lífeyrisiðgjaldið hefur ekki breyst.
6861 S3AM .61 HUO
--------morgunb:
M'/J.
QIGAJHMUOflOM
SUNNUDAGUR 19. MÁRZ 1989
LOGFRÆÐI/T/^ry vegna er nauösynlegt aö þinglýsa
kaupsamningi eöa afsali strax?
RÉTTARÁHRIF
ÞINGL ÝSINGAR
ann 14. febrúar sl. var kveðinn
upp í Hæstarétti íslands dómur
sem er kaupendum fasteigna víti
til vamaðar. Þó að þar hafi ekki
komið fram neitt nýtt sem menn
vissu ekki áður er
dómurinn dæmi-
gerður fyrir þá
hættu sem af því
getur hlotist fyrir
kaupendur fast-
eigna að draga
þinglýsingu kaup-
samnings, eða af-
sals eins og um var
að ræða í þessu máli, lengur en
nauðsynlegt er. Þar sem hér er um
að ræða málefni sem snertir hags-
muni þorra fólks er við hæfi að
fjalla um dóminn á þessum vett-
vangi.
Atvik málsins vom þau að 1985
keyptu M og K fasteign. Fengu þau
umráð eignarinnar í júní það ár.
Afsal fengu þau fyrir eigninni 24.
júlí 1986, sem þau drógu í tæpar
þijár vikur að Ieggja inn til þinglýs-
ingar. Seljandi eignarinnar S átti í
nokkmm fjárhagsörðugleikum
vegna atvinnureksturs sem ekki
gekk sem skyldi og skuldaði fyrir-
tækinu A um 200.000.- kr. Vitandi
um bágan fjárhag S taldi A þörf
skjótra viðbragða. Varð úr að kraf-
ist var kyrrsetningar (löghalds) í
eignum S til tryggingar kröfunni.
Þ.e.a.s. tekið er veð í eignum skuld-
ara til bráðabirgða til að koma í
veg fyrir að hann geti ráðstafað
þeim áður en dómur fæst um kröf-
una og hægt er að gera ijámám.
Við nánari athugun á því hvaða
eignir væm hér um að ræða kom
í ljós að S var þinglýstur eigandi
umræddrar fasteignar ásamt öðr-
um. Var fasteignin að svo búnu
kyrrsett til tryggingar kröfunni
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði.
Var kyrrsetningunni þinglýst 1.
ágúst 1986. Afsali til M og K var
síðan þinglýst þ. 13. ágúst 1987.
í samræmi við það sem gert er
ráð fyrir í lögum höfðaði skuldar-
eigandinn (A) þegar mál til á hend-
ur S til greiðslu kröfunnar og til
staðfestingar á kyrrsetningunni.
Með dómi héraðsdóms 15. sept.
1986 var S dæmdur til greiðslu
skuldarinnar og kyrrsetningin stað-
fest. í kjölfar þess fór síðan fram
íjámám í eigninni. Fjárnámsgerð-
inni var að svo búnu áfrýjað til
Hæstaréttar og þess krafist að hún
yrði felld úr gildi.
M og K héldu því fram fyrir
hæstarétti að A hefði ekki haft rétt
til að gera fjámám í eigninni þar
sem þau hafi verið eigendur hennar
en ekki S. Það eigi ekki að skipta
máli þó afsali hafí ekki verið þing-
lýst fyrr en eftir þinglýsingu kyrr-
setningarinnar. Kyrrsetningin sé
ekki þess eðlis að hún geti hnekkt
eignarrétti þeim sem þau höfðu
öðlast með afsalinu og skipti ekki
máli þótt afsalinu hafi ekki verið
þinglýst. Af hálfu A var því haldið
fram að kyrrsetningin skapaði rétt
sem gangi framar rétti M og K þar
sem henni hafi verið þinglýst áður
en nokkurri eignarheimild M og K
var þinglýst. Vitnaði A til 29. gr.
þinglýsingarlaga nr. 39/1978 máli
sínu til stuðnings. í tilvitnuðu laga-
ákvæði segir, að réttindum yfir
fasteign skuli þinglýsa til þess að
þau haldi gildi sínu gegn þeim er
reisa rétt sinn á samningum um
eignina og gegn skuldheimtumönn-
um eiganda eða annarra rétthafa
að eign.
I niðurstöðu Hæstaréttar er vitn-
að til 18. gr. 1. 18/1949 um kyrr-
setningu og lögbann og 29. gr.
þinglýsingarlaga sem getið er hér
að framan og taldi að samkvæmt
eftir Davíð Þór
Björgvinsson
TRÚIVIÁL/Gefum viö Guöi hljóö?
Kyrravika
VIKAN SEM byijar í dag er auð-
kennd með sérstæðu nafiii. Hún
heitir kyrravika. Hljóðleiki,
kyrrð, þögn er einkenni hennar.
Og tveir dagar hennar heita
bænadagar. Það er líka sérstætt
heiti á dögum. Kyrrð og bæn,
þögn og íhugun, hlóðleiki og
helgi fara saman. Og allir þeir
dagar, sem kirkjan hefiir friðað,
eiga sama erindi: Þeim er ætlað
að veita hvíld þeirrar þagnar í
sálinni, sem er helgi. Og hver og
einn þeirra hefur sitt hugleiðing-
arefni. Þar tekur ein perlan við
af annarri á bænafesti kristins
manns eða eitt lindaraugað af
öðra við veg hans. En efstavika
langaföstu helgast af því dauða-
stríði, sem kristin trú á Iíf sitt
að þakka. Og hún er undanfari
sigurdagsins mikla, fyrsta dags
nýrrar sköpunar, páskadagsins.
Atburðir þessara daga em undir-
staða og lífskjami alls þess,
sem kristnir menn þakka og hug-
leiða' í trúariðkun sinni árið um
kring: Jesús Kristur gekk í dauðann
af elsku til dauð-
vona heims. Elska
hans er sterkari en
dauðinn. Hann
endurfæðir til lif-
andi vonar, endur-
skapar þína þraut
og þinn dauða til
blessunar og lífs,
ummótar þig til
sinnar myndar, ef þú vilt þiggja
lífgjöf hans, ef þú gefur honum
tækifæri til að ljúka upp huga
þínum og verka með anda sínum á
anda þinn. En þetta getur ekki
gerst nema þú unnir þér kyrrðar
einhvem tíma, hljóðnir hið innra,
ekki nema þú viljir lifa þá þögn í
djúpi vem þinnar, sem gerir þér
fært að heyra rödd Drottins þíns.
Kyrrð og þögn virðast ekki vera
meðal eftirsóknarverðra lífsverð-
mæta á nægtamarkaði nútímans.
Margur sá glymur, sem framleiddur
er nú á dögum, er viðleitni til upp-
bótar á vondri þögn í sálinni, köldu,
dauðu tómi í barminum. Þögn er
margs konar. Það er til þegjandi
þumbaraskapur, þögn hins móðg-
aða eða fúla, þögn milli vina eða
ástvina af því að sambandið er rof-
ið. Þá er ekki kyrrð hið innra, eng-
in hljóðlát og heið stilla, heldur
úfin rysja eða umrótuð for í lind-
inni inni fyrir í bijóstinu. Fangar
em stundum settir í einangmnar-
klefa. Það er hörð refsing. Hin al-
gera þögn umhverfís gmnaðan eða
sekan mann er þungbært ok. Því
maðurinn á ekki heima í þegjandi,
orðlausri tilvem. Hann er skapaður
til samfélags. Hann á þann skap-
ara, sem virðir hann viðtals. Og
hjartað er órótt uns það hvílist hjá
honum.
Kvikmynd Ingmars Bergmans,
Þögnin, bregður svölu leiftri yfir
þá tilvem, sem er alger, ísköld þögn
af því að hún er guðvana. Guð er
útlægur úr henni. Kyrrðin eða
þögnin, sem þessi vika minnir á,
er annars eðlis. Það er til lifandi,
skapandi hljóðleiki. Þú hljóðnar
frammi fyrir því, sem er mikilfeng-
legt, hljóðnar þegar þú vilt taka við
áhrifum af persónu, viðburði, feg-
urð. Þú horfir hljóður á listaverk
og opnar þannig huga þinn fyrir
áhrifum þess. Og sértu í þljómleika-
sal og bíðir þess að stjórnandinn
eftir dr. Sigurbjörn
Einorsson