Morgunblaðið - 19.03.1989, Síða 11

Morgunblaðið - 19.03.1989, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR sunnWAgur 19. MARZ 1989 Cntll SÁLARFRÆÐI/Getur mabur elskad allajafnt? Kærleiksboðorðið lyfti tónsprotanum eða meistarinn snerti strengi hljóðfærisins, þá er djúp þögn í barmi þínum, en hún er lifandi spenna, sem jafnframt er slökun, þú ert að opnast fyrir dular- fullri snertingu, sem getur ekki fundið farveg inn á þig nema gegn- um þögnina í sjálfum þér. Ungur tónlistarmaður, Kolbeinn Bjarna- son, sagði i blaðagrein: „Við þurfum ekki þekkingu til að njóta tónlistar. Við þurfum mikið næmi og opinn hug. Tónlistin er systir þagnarinn- ar. Aðeins í þögninni getum við þroskað næmleikann. I þögninni byrjum við að heyra.“ í öllu kristnu helgihaldi erum við að gefa sjálfum Guði hljóð, leita þeirrar þagnar hið innra, sem leyfir honum að fá orðið, komast að. Slík kyrrð heitir lotning, tilbeiðsla, and- akt, hljóður, sterkur andvari slær á ýfða röst vitundarlífsins og stillir hina mörgu og marghljóma strengi hugans svo að þar fer allt að óma í mjúku, djúpu samræmi, og einn tónn fær yfirhönd, tær falslaus ómur frá rótum hjartans. Réttara sagt: Gegnum rætur eða grunn hjartans af því að guð nær að snerta, hræra hið hljóða djúp, sem hylst innst og er sjálf vera manns. Tal af vörum við guð í einrúmi rýf- ur ekki þá kyrrð, getur þvert á móti verið nauðsynleg og ómetanleg hjálp til þess að halda huganum hljóðum og opnum. Söngur og heil- agt mál í samfélagi með öðrum rýfur ekki heldur þessa kyrrð, held- ur þjónar henni. Tilbeiðsla er systir þagnarinnar, bæn er að hljóðna hjá Guði og lifa návist hans. Þetta minnir kyrra vik- an á og bænadagarnir. Og þetta lifa menn og reyna hveiju sinni sem þeir taka þátt í sameiginlegri guðs- þjónustu safnaðar síns. „Ég vil hlýða á það, sem Guð Drottinn tal- ar. Hann talar frið til lýðs síns og til dýrkenda sinna og til þeirra, er snúa hjarta sínu til hans.“ (Sálm. 85,9.) Sú stilla eða kyrra í djúpi hugans er skapandi lífsnautn og virkjun hugsunar og hjartalags við þjónustu við hinn krossfesta og upprisna Drottin kærleikans. Dr. Sigurbjöm Einarsson lýkur með þessum pistli skrifum sínum um trúmál hér í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins að sinni a.m.k. Blaðið færir honum bestu þakkir fyrir samstarfið. þeim gæti A á grundvelli héraðs- dómsins krafist fjámáms til trygg- ingar á skuld S. Var fjárnámið í samræmi við þetta staðfest. Þetta merkir að Hæstiréttur taldi að A hefði með kyrrsetningunni unnið rétt yfír fasteigninni sem gengi framar rétti M og K þar sem henni hafði verið þinglýst á undan afsalinu. Eftir að dómur hafði feng- ist um kröfuna og kyrrsetningin staðfest var ekkert því til fyrirstöðu að gera fjárnám í þessum rétti, enda þótt afsali til M og K hefði verið þinglýst í millitíðinni. Gera má ráð fyrir að skuldareig- andinn hafí nú þegar krafíst upp- boðs á eigninni til lúkningar skuld- inni. Miðað við þann langa tíma sem þetta hefur tekið er líklegt að krafan sé nú um 600.000 krónur með dráttarvöxtum og kostnaði. Flestum reynist nægilega erfítt að koma sér þaki yfír höfuðið þótt ekki bætist slíkir reikningar við. í mörgum tilfellum þegar slík mál koma upp er aðstaðan þannig að kaupandi hefur ekki greitt seljand- anum að fullu og getur því spomað við með því að halda eftir greiðslum sem duga til að greiða slíkar kröf- ur. í þessu máli höfðu kaupendur greitt allt og ef að líkum lætur einn- ig gefíð út skuldabréf fyrir eftir- stöðvunum. Þau gátu því ekki hald- ið eftir neinum greiðslum og sitja uppi með kröfuna, ef skuldarinn getur ekki greitt. En dómurinn er líka vitnisburður um mikilvægi þess að þinglýsa kaupsamningi strax, enda geta slíkar kröfur auðvitað orðið hærri en það sem kaupandinn á eftir ógreitt. Gæti svo farið að hann yrði að sitja uppi með mismun- inn. Þess má að lokum geta að það hefur sáralítinn kostnaðarauka í för með sér að þinglýsa kaupsamningi (280 kr), þar sem stimpilgjöld eru aðeins greidd einu sinni. Einhver fegursti og áhrifaríkasti boðskapur kristindómsins er „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig.“ En þrátt fyrir — eða e.t.v. vegna mikilfengleika þessa boðskapar hefur hann vafíst all- mjög fyrir mörg- um. Ér krafan ekki ofurmannleg? Er hún ekki algjör- lega óraunsæ? Eða eins og einhver sagði: „Hvers vegna í ósköpun- um skyldi maður elska þá sem sýna manni kulda og óvináttu? Því fer fjarri að allir séu ástar verðir. Og eru það ekki svik við nanns nán- ustu að elska alla jafnt? Ég veit að kristin trúfræði á svör við spuming- um sem þessum, enda ætla ég ekki að reifa þetta nánar, heldur reyna að skoða málið frá öðrum sjónar- hóli. Þegar boðað er „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig,“ felst í þvi sem sjálfgefíð að maður elski sjálfan sig. En í því efni er sitthvað að skoða. „Sjálfsást“ er sjaldnast talin mönnum til gildis, miklu frem- ur er litið á hana sem galla. Orðiðn „sjálfselska“ og „sjálfselskur" hafa fremur dimman hljóm í eyrum flestra og eru ekki óskyldar merk- ingar og „eigingirni". Þá er heldur ekki fyrir það að synja að ekki virð- ast allir elska sjálfa sig ýkja heitt. Margir vanmeta sjálfa sig, hæfí- leika sína, útlit, persónugerð og þeim hættir til að mikla ágalla sína. Þar fer varla mikið fyrir sjálfsást- inni og því lítil gæði í því að varpa svipuðu viðhorfí yfír til annarra. Það er sem sagt varla nema hluti manna sem elskar sjálfan sig. Sá hluti skerðist nokkuð ef skoðuninni er haldið áfram. Sjálfsást er fleira en eitt og kannski fleira en tvennt. Víst þekkjum við hina eigingjömu sjálfsást; tillitslausa sjálfsdýrkun, upphafningu á kostnað annarra. Oft er hún sprottin af vöm einstakl- ingsins við djúpri — einatt dulvit- aðri — vanmetakennd og lýsir mik- illi tilfínningalegri fátækt. Sá ein- staklingur á ekkert að gefa öðmm. Allt þarf hann að fá sjálfur. eftir Sigurjón Björnsson En það er einnig til annars konar sjálfsást. Sú er fólgin í virðingu mannsins fyrir sjálfum sér, Iöngun til að rækta sjálfan sig, hlúa að andlegum vexti sínum. Slíkt viðhorf felur það auðvitað í sér að manni beri að stuðla að andlegri og Iíkam- legri velferð sinni. Maður sem ástundar að rækta sjálfan sig á þennan hátt — af því að hann elsk- ar sjálfan sig — verður auðugur hið innra, sterkur og ömggur. Hann á ekki erfítt með að gefa öðmm, sýna hlýju, 'vinsemd, göfuglyndi, veita öryggi. Það g;erist blátt áfram ósjálfrátt sem eins konar útgeislun hins sterka og velþroskaða persónu- leika. Ríkidæmi hans eykst við hveija gjöf í stað þess að honum fínnist eitthvað frá honum tekið. En á sama hátt og maður getur elskað sjálfan sig með ýmsum hætti birtist ást til annarra einnig í mörg- um myndum. Sumir elska aðra af e.k. ágengri forræðisþrá. Það er eins og þeir segi: „Ég skal elska þig ef ég má eiga þig, ráða yfir þér, stjóma þér — ef þú vilt vera þræll minn.“ Þjakandi er að verða fyrir slíkri ást og í henni felst harla lítill kærleikur. Þá er það ekki held- ur ótítt að fólk veiti öðmm eins konar „gerviást“ sem í því felst að sýna vinarhót og elskusemi í þeirri von að það fái betra álit í augum annarra og njóti meiri vinsælda. Eða fólk er beinlínis að reyna að „kaupa“ sér ást annarra með þessu móti. Varla þarf að taka fram að ekki er víst að viðkomandi geri sér minnstu grein fyrir því hvemig honum er farið í þessu efni. Hann kann að vera sæll í þeirri trú að hann sé einkar vænn og göfuglynd- ur maður og skilur illa vanþakklæti annarra. En það skilur einmitt á milli. Á sama hátt og hin þroska- vænlega sjálfsást sem felst í ræktun hins besta í manni sjálfum er a.m.k. í mínum skilningi sú ást sem kær- leiksboðskapurinn höfðar til eins er náungakærleikurinn sem henni fylgir sjálfkvæmur, áreynslulaus og kröfulaus. Hann þarfnast einskis þakklætis. Fermingorgjofir, snyrtivörur, náttföt, nærföt, ilmvötn. Opið á laugordögum kl. 10-16. Snyrtivöruverslunin Nóatúni 17, sími 624217. Gullbrá, Skialastjórn Námsstefna um skjalastjórn verður haldin í Kristalsal Hótels Loftleiða 3.-5. apríl 1989 á vegum Félags um skjalastjórn. Fyrirlesari verður William Benedon, CRM, deildarstjóri hjá Lock- heed Corp. í Kaliforníu og prófessor við ríkis- háskóla Kaliforníu. Benedon fjallar um undirstöðuatriði góðrar skjala- stjórnar, m.a. um geymslu- og grisjunaráætlun, skjalavistun, tæki og búnað, val á hugbúnaði fyrir skjalavörslu og kynnir nýjustu tækni við notkun örefnis og geisladiska. Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 29. mars n.k. til Ragnhildar Bragadóttur, hs: 15216/vs: 621022, eða Svanhildar Bogadóttur, hs: 688943/ vs: 18000. Námsstefnunefnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.