Morgunblaðið - 19.03.1989, Side 18
18 , C
, ., MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19., MARZ, 1989
ÞAÐ BESTA
ER ALLTAF EFTIR
í TRÚNAÐI//ÓHANNES NORDAL
efiirJóhönnu Kristjónsdóttur
ÞAÐ KANNAST allír wið hann og hann
hefur verið stöðugt í sviðsljósi fjöl-
miðla vegna efnahagsumræðna í góða
þrjá áratugi. í margra hugum hefur
hann umdeilda valdaáru og þeir sem
gagnrýna hann, stjórnmálamenn eða
leikmenn, hafa ekkl vandað honum
kveðjurnar.
Hann kemur fyrir sem ákaf lega
ákveðinn en agaður maður og alvöru-
gefinn. Og þótt allir kannist við hann
og flestir myndi sér skoðanir um
hann, mismunandi ígrundaðar, eru án
efa færri sem þekkja hann nema í
seðlabankagervinu sínu.
Einhverjir urðu til að segja að Jó-
hannes myndi verða erfiður í viðræðu.
Við töluðum saman tvö síðdegi á efstu
hæðinni í byggingunni sem er svona
um það bil jafn umdeild og hann.
Drukkum te og horfðum út á sundin
og þyngslalegi seðlabankastjórinn
reyndist bæði Ijúf ur og viðræðugóður.
Og ég hef líka uppruna hans í huga;
eldri sonur Sigurðar Nordals sem var
áratugum saman þekktasti og áhrifa-
mesti ritskýrandi íslenskra bók-
mennta á sinni tíð. Lagði grundvöll
að kennslu og rannsóknum í íslensk-
um fræðum við háskólann og var af-
kastamikill rithöfundur, lífsfílósóf og
heimsborgari. Ég veit um ungan mann
sem fyrir þrjátíu árum vildi ganga í
augun á stúlkunni sinni og taldi það
meðal sinna bestu kosta að hann ætti
sama afmælisdag og Sigurður Nordal.
Ég sagði honum þessa sögu víð ágæt-
ar undirtektir. Svo spurði ég um föður
hans.
Abamsaldri
íhugum við
sennilega ósköp
lítið, hvaða
starf foreldramir hafa. Þeg-
ar ég var fimm sex ára
spurði ég föður minn hvað
hann gerði. Hann sagði: „Ég
kenni fólki að lesa milli
línanna." Ég velti þessu lengi
fyrir mér og fannst þetta
hlyti að vera merkileg, allt
að því dularfull kennsla.
Meðal þess sem var sérstakt
við bemskuheimili mitt, mið-
að við margra félaga, var
að faðir minn vann aðallega
heima, eins og þeir gera sem
við ritstörf fást. Þar átti
hann mikið bókasafn og
fannst best að sinna störfum
í nálægð þess. Auðvitað var
stundum erfitt fyrir hann að
hafa næði, kostaði nokkra
baráttu. Jú, vitanlega átti
hann til óþolinmæði ef við
vorum með mikil ærsl og
hávaða þegar hann var að
glíma við verkefni sem
krafðist kyrrðar. Eftir á að
hyggja fínnst mér hann hafa
verið strangari og þyngri á
sínum fyrri árum, en þá var
hann einnig að fást við verk-
efni sem gengu misjafnlega
vel. Félagi okkar? Já, hann
var það. Hann hafði gaman
af því að tala við okkur og
fræða. Hann hafði áhuga á
fólki enda kemur það fram
í mörgum verka hans. Hann
var mikill kennari og hafði
unun af því að miðla þekk-
ingu sinni. Hann var félags-
lyndur og vinmargur og fólk
sótti til hans. Sjálfur hélt
hann persónulegu sambandi
við marga, og hann var
áhugasamur um hag og
gengi gamalla nemenda. En
hann þurfti vitanlega að
vetja sig fyrir umhverfi sínu.
Hann brýndi fyrir mér og
öðrum mikilvægi tímans,
tíminn væri það dýrmætasta
sem við ættum og mættum
ekki eyðileggja hann eða
verja honum illa.
I framhaldi af því hvarflar
hugurinn að þeim breyting-
um sem hafa orðið á fé-
lagslífí eða samskiptavenjum
í Reykjavík. Á yngri árum
föður míns og fram eftir ævi
hans voru menn stöðugt að
fara í heimsóknir, gengu á
milli. Það var gert ráð fyrir
þessum heimsóknum og
menn bjuggust við þeim. Nú
hefur enginn tíma og aldrei
á visan að róa þótt maður
ætli að detta inn í heimsókn
einhvers staðar. Að ætla sér
að koma fyrirvaralaust í
heimsókn er svo til úr sög-
unni.“
— Faðirþinnhefurekki
vænst þess að þú gengir
svipaða braut og hann.
„Hann lagði ekki að mér
að fara í sama fag. En and-
rúm heimilisins hafði sín
sterku áhrif, á því er ekki
vafi. Á hinn bóginn lá það
fyrir að ég færi til náms í
útlöndum. Ég hygg að hon-
um hafí þótt gott að ég valdi
England. Ég varð stúdent
1943 og þurfti að bíða eftir
leyfí býsna lengi, enda geis-
aði styijöld og ferðalög erf-
ið.“
— Hvað vekur áhuga
nítján ára stúdents frá bók-
menntaheimili á því að fara
í hagfræði fyrir 45 árum?
Hann brosir við. „Kannski
hafði ég trú á því að hag-
fræði og efnahagsmálaum-
ræða gæti kennt okkur eitt-
hvað merkilegt. Gert eitt-
hvað fyrir heiminn sem væri
til góðs. Menn voru vafalaust
trúaðri á það þá en nú býst
ég við. í upphafí hef ég
líklega hugsað mér að ég
sinnti greininni fyrst og
fremst sem fræðimaður. Það
hefur þó naumast verið full-
mótað. Varla gerði ég ráð
fyrir að aðalstarf yrði við
efnahagsráðgjöf og banka-
störf. Þegar að námi loknu
fór ég í framhaldsnám í þjóð-
félagsfræði. Var enn að
stefna í fræðilegri viðfangs-
efni. Um þær mundir hætti
Klemens Tryggvason sem
hagfræðingur Landsbankans
og ég var ráðinn að skrif a
Ársskýrslur bankans, sem
hann hafði annast. Árbókin
var heilmikið rit sem ég vann
að í fríum frá náminu næstu
þijú ár. Að doktorsprófí
loknu kom ég svo til starfa
að Landsbankanum sem að-
alhagfræðingur bankans og
fór fljótlega að sinna Seðla-
bankaþættinum í starfsemi
hans. Þegar Emil Jónsson
varð forsætisráðherra í
minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins 1959 tók ég við af
honum og var svo tveimur
árum síðar skipaður Seðla-
bankastjóri. Svo að ég hef
verið æði lengi í þessu. Hvort
ég hef hugsað mér til hreyf-
ings?“ Og segir véfréttalegur
á svip að það komi sjálfsagt
að því. Vill ekki fara nánar
út í þá sálma að sinni.
— Þú ert í öllum möguleg-
um nefndum og ráðum, allt
frá orkumálum og upp í bók-
menntir.
„Já, ég hef reyndar lent í
mörgum aukastörfum um
ævina.“ Hlærvið. „Ég var
áður fyrr kallaður nefnda-
kóngur eða eitthvað slíkt.
Og ekki var það í jákvæðri
merkingu, svo mikið er víst.
En nú orðið er minna um það
rætt. Ég er hræddur um að
ég hafí fyrir æði löngu glatað
konungstitlinum. En ég hef
alltaf haft víðtæk áhugamál.
Auk þess eru mörg þessara
aukastarfa tengd aðalstarfí
mínu í bankanum eða orku-
og iðnaðarmálum, sem ég
hef lengi haft mikil afskipti
af. Jú, ég get ekkki neitað
að mér fannst áður ósann-
gimi gæta í tali manna.
Margir höfðu tilhneigingu til
að líta einkum á slík störf
sem bitlinga. En í reynd
fylgdi þeim oftast mikil
auka- og yfírvinna, álag og
ábyrgð. Því þótti mér stund-
um hart að heyra slíka gagn-
rýni er krefjandi vinna var
afgreidd. Ég skal ekkert bera
á móti því.“
— En nú hefurðu líka ver-
ið viðloðandi nefndir og ráð
alls óskyld seðlum, orku eða
iðnaði.
„Ég hef verið í Bókmennt-
aráði AB frá 1955, einnig í
stjóm Fomritafélagsins. Svo
hef ég fengist við útgáfu á
jafn ólíkum ritum og Nýju
Helgafelli og Fjármálatíðind-
um! En ég hætti með Helga-
fell þegar ég varð banka-
stjóri. Kannski er það veik-
leiki að fást við svona margt.
Hvað heldurðu um það? Eða
kannski veikleiki og styrk-
leiki í senn. Það hlýtur að
víkka sýn að við emm fá-
mennt samfélag og fáir
þurfa að einbeita okkur að
mörgu. En þetta sprettur
líka af löngun hjá mér, ekki
bara nauðsyn. Líklega dreifír
maður kröftunum fullmikið.
Ég neita því ekki, en mér
er einnig svo farið sem mörg-
um að afkasta meim undir
álagi."
— Mérskilstþú sértfeiki-
lega áhugasamur um laxveiði.
Hann lyftist næstum í'
stólum. Mig granar hann
hafi ívið meira yndi af því
að tala um laxveiði en efna-
hagsmál. „Já, það er víst
ekki ofmælt. Þó byijaði ég
fremur seint í henni. Lengi
vel hafði ég ekkert útivistar-
hobbí. Auðvitað fóram við
oft upp í sveit með bömin
eða í gönguferðir. En ég
komst í kynni við laxveiðina
fyrir 20 áram og átti það sér
þann aðdraganda að haustið
1967 kom ég í heimsókn til
pabba. Bjöm Blöndal rithöf-
undur frá Laugarholti í
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁDHÚSTORGI
Talaðu við
ofefeur um
eldhústæfei
SUNDABORG 1 S. 688588-688589
Talaðu við
ofefeur um
ofna
SUNDABORG 1 S. 68 85 88 -688589
Talaðu við
obkur um
uppþvottavélar
Talaðu við
ohhur um
þvottavélar
&
...
TVliele
SUNDABORG 1 S.688588-688589
Miele