Morgunblaðið - 19.03.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989
C 19
Morgunblaðið/Ámi Sœberg
„Ég var áöur fyrr kallaóur nefndakóngur eöa eitthvaó slíkt...
og ekki var það í jákvæðri merkingu, svo mikið er víst. En riú orðið er minna um það rætt. Ég
er hræddur um að ég hafi fyrir æði löngu glatað konungstitlinum.
Borgarfirði var þá staddur
hjá honum og pabbi sagði
að þeir hefðu einmitt verið
að ræða um mig. Þetta gengi
ekki lengur að ég hefði ekki
komist í almennilegt fri í háa
herrans tíð. Þeir voru sam-
mála um að við svo búið
mætti ekki standa og væri
kannski hægt að bæta úr því
með því að kenna mér að
veiða, Björn sagðist bjóða
mér tiltekinn dag sumarið
eftir í laxveiði í Svarthöfða
í Hvítá. Hann bauð að leið-
beina mér. Þetta var fast-
mælum bundið á staðnum.
Tengdafaðir minn var mikill
veiðimaður. En hann hafði
aldrei haldið að mér veiði-
skap. Hann sagðist ekki vilja
taka áhættuna, ef ég annað
tveggja ánetjaðist eða þætti
ekkert varið í það. Sumarið
eftir æxlaðist þó svo að mín
fyrsta laxveiðiferð var í
Þverá með Pétri Benedikts-
syni. Og það gerðist eitthvað
þama úti í ánni... ég get
ekki lýst hvað var. Ég fór
að veiða á flugu strax og
gekk sæmilega og hafði
mikla ánægju af ferðinni.
Þegar kom að deginum sem
við Bjöm Blöndal höfðum
ákveðið var ég fullur til-
hlökkunar. Eftir ferðina vom
svo örlög mín ráðin í þessu
efni.“
Hvaðer þaðsem
gagntekur lax-
veiðimanninn?
„Hver ætli
geti skilgreintþað,“ segir
hann hugsandi. „Það er
óskilgreinanlegt. Laxveiði
býr yfir takmarkalausri fjöl-
breytni. Maður kemst í
tengsl við náttúmna á allt
annan hátt en í annarri úti-
vist. Og svo félagsskapurinn,
að vera með mönnum úti í
náttúmnni og allir era hug-
fangnir af þessu sama. Nei.
Enn hef ég ekki skrifað um
laxveiði, ekki haft tíma til
þess. Fráþessu sjónarmiði
er gaman að velta fyrir sér
þeim snillingi sem Bjöm
Blöndal var, skáld og nátt-
úrafræðingur í senn. Það var
heillandi og lærdómsríkt að
tala við hann um alla þá töfra
sem ámar búa yfir. En lax-
veiðimaðurinn er stöðugt að
læra nýtt og nýtt um laxinn
og ámar. Og það eitt er til
dæmis rannsóknarefni af
hveiju laxinn tekur flugu eða
beitu.“
_ v
„Jú, það er í raun og vera
andstætt öllum náttúralög-
málum að hann skuli taka
nokkurn skapaðan hlut, því
að laxinn fastar algerlega
eftir að hann gengur í ána.
Þetta er því stórmerkilegt."
— Er konan þín áíj'áð í
veiði líka?
„ Já, hún kemur oftast
með mér. Þegar við föram í
Svarthöfða era krakkarnir
oft með. Hún var alin upp í
þessu hjá föður sínum og
vissi miklu meira um veiði-
skap en ég í byijun. Mér
finnst grandvallaratriði að
hjón geti notið þessa saman.
Það er varla hægt að hugsa
sér betra frí.“
— Ertu góður ijölskyldu-
maður?
„Tja, ég held að ég sé
mikill ijölskyldumaður. Fjöl-
skyldan skiptir mig auðvitað
meira máli en annað. Hús-
legur? Nei, ég held að ég
geti ekki með neinni sann-
gimi haldið því fram. Það
getur verið að það hljómi sem
afsökun, en ég hef oftast
unnið langan vinnudag og
því hefur orðið verkaskipting
á heimilinu. En ég kom þó
garðinum til á sínum tíma,
þótt ég reyndi að vísu að
hafa hann þannig, að það
væri ekki of mikið af blóma-
beðum sem þyrfti einlægt að
sinna. Miðað við aðstæður
býst ég við að ég hafi ræktað
fjölskyldu mína allvel. Ég
held líka að ég hafi ekki ver-
ið kröfuharður um að stöð-
ugt þyrfti að vera að snúast
í kringum mig eða stjana við
mig. Konan mín, Dóra, er
úr Reylqavík. Við kynntumst
í Englandi, hún var þar að
læra píanóleik, en lagði það
að mestu á hilluna þegar f öl-
skyldan fór að verða svona
stór, en við eigum sex böm
svo að nógu hefur verið að
sinna. Það er gott samkomu-
lag milli okkar og bamanna,
held ég. Égget ekki hugsað
mér að neitt jafnist á við
gott fjölskyldulíf og sam-
heldið."
— Ættirðu að lýsa sjálf-
um þér, myndirðu segja að
þú værir skapgóður? Glað-
vær? Þungur á báranni?
Hann hugsar sig lengi um.
Ég er farin að halda hann
ætli ekki að svara. Svo skelli-
hlær hann og fómar hönd-
um.
„Ég þótti fljótur að reiðast
hér áður fyrr. Satt að segja
var haft á orði að ég væri
uppstökkur sem bam. En
það fór fljótt úr mér. Því er
farið með mig, eins og fleiri
sem era bráðlyndir, að það
eldist af manni. Eða ég hef
passað mig betur, náð nokkr-
um tökum á skapi mínu. Ég
held það. Þetta er sjálfsagt
úr móðurætt minni, pabbi
var öllu þyngri. Nú, hvort
ég sé glaðvær. Mér fínnst
erfitt að gefa sjálfum mér
einkunnir. Mér finnst ég ekki
vera þungur í skapi, en það
er óvíst að maður hafi sömu
hugmyndir um sjálfan sig og
aðrir eða sjái sig á sama
hátt. Og svo snýr ekki endi-
lega allt að umhverfínu sem
inni fyrir býr, enda finnst
mér ekki ástæða til þess.
Hvort ég sé rómantískur.
Allir eiga slíka strengi í
bijósti sínu, það er margt í
listum til dæmis sem kallar
fram þær kenndir. Já, það
er alveg rétt, ég er að koma
mér undan að svara þessu —
öðravísi en svo að þetta býr
í flestu fólki þótt mismikið
beri áþví.“
Tóhannes hefur nú ver-
ið í bankamálum í
þijátíu ár eða vel það.
Langar hann ekki til
að fara að hætta?
„Stundum," viðurkennir
hann. „Stundum langar mig
til að hætta. Kannski hefði
ég viljað skrifa meira og
stúdera. En ég verð nú varla
rithöfundur úr þessu. En
ýmislegt varðandi þróun og
sögu efnahagsmála liggur
einna næst fyrir. Mig langar
ekki til að hætta bara til að
rækta garðinn minn eins og
Englendingar segja. En
þetta er ekki alveg á dag-
skrá. Við sjáum nú til.“
— Ég held þú viljir ekki
segja mér það, segi ég. Þú
virðist dálítið lokaður maður.
Hann horfír á mig ögn
forviða.
„Það veit ég ekki. En ég
er ekki alinn þannig upp að
mér þyki sjálfsagt og eðlilegt
að bera einkamál mín á torg.
Mér fínnst þjóðfélagið vera
orðið of opið í þeim skiln-
ingi. En hvað varðar sjálfan
mig, mér fínnst ég geta unn-
ið með flestum og hef átt_
frekar auðvelt með það. Ég
er ekki langrækinn og er
þakklátur fyrir það. Sumum
fínnst það veikleiki að reiði
ijúki strax úr manni, en ég
held að það sé manni sjálfum
fyrir bestu. Flestir sem hafa
haft hom í síðu minni er fólk
sem ég hef lítið kynnst. Það
hefur haft hom í síðu stofn-
unarinnar og þess sem hún
er fulltrúi fyrir. Seðlabank-
inn þarf oft að beita aðhaldi
og taka ákvarðanir sem era
óvinsælar. Það er engin
möguleiki fyrir slíka stofnun
að búast við að hún nái ár-
angri á vinsældalistunum.
Seðlabankinn gengur auðvit-
að ekki í berhögg við vilja
ríkisvaldsins, heldur ber að
samræma stefnu sína að því
sem stjómvöld ákveða. En
hann ber ábyrgð á að við
stöndum við skuldbindingar
okkar, út á við sem inn á
við. Það má kalla hann ör-
yggistæki. Vegna þess að
hann er hluti ríkisvaldsins
og ber sjálfstæða ábyrgð á
vissum sviðum er líka á hans
verksviði að sannfæra stjóm-
völd um réttmæti sinna
stefnumiða. Vissulega er
nauðsynlegt að hafa gott
samstarf við stjómvöld. Auð-
vitað getur þetta stundum
verið flókið við stjórnarskipti
eða þegar miklar áherslu-
breytingar verða. Menn
koma stundum í ráðherra-
stóla með hugmyndir sem
bera keim af því að hafa'
ekki verið gaumgæfðar til
fullnustu. Það er hlutverk
bankans að stuðla að stöðug-
leika og að tryggja samhengi
í þjóðarbúinu inná við sem
útávið."
— Þú sagðiraðfaðirþinn
hefði brýnt fyrir þér og öðr-
um að fara vel með tímann.
Finnst þér að það hafí þér
tekist?
„Mér fínnst ég ekki, svona
þegar á heildina er litið, hafa
farið illa með tímann í þeim
skilningi að ég hafí verið
iðjulaus eða hangið yfir til-
gangslausum óþarfa. Ég hef
haft nóg að gera, ærin verk-
efni og reynt að sinna þeim.
Svo er aftur erfiðara að
greina hvort maður hefur að
sama skapi notað timann
VEL. í starfí eru alltaf næg
umsvif og ef maður er ekki
latur að eðlisfari og hefur
góða heilsu er líklegt að
maður fáist við margt. Efna-
hagsmál verða aldrei leyst
endanlega — það koma upp
ný viðfangsefni, — nýr vandi
þegar einn er leystur. Svo
að hér er aldrei nein loka-
lausn. Ég hef stundum íhug-
að með sjálfum mér, ef ég
hefði unnið starf eins og fað-
ir minn, þar sem hann réði
sínum tíma að töluverðu
leyti, varð sjálfur að hafa
framkvæði og kraft til að
gera eitthvað gagnlegt,
hvort ég hefði getað unnið
eins vel og hann. Til þess
þarf að beita sig miklum
sjálfsaga."
— Hvaðfinnstþérum
aldurinn? Ertu hrseddur við
hann?
„„Aldursins viðurstyggð“
eins ogþar stendur. Pabbi
sagði alltaf að allur aldur
væri jafn skemmtilegur.
Hann naut allra sinna ald-
ursskeiða og vitnaði oft til
orða Brownings: „Grow old
with me/ The best is yet to
be.“ Ég horfí ekki með sökn-
uði til liðnu áranna. Bemsku
og unglingsáram fylgir oft
barátta og síðan tekur við
alls konar vandi, sem er
löngu leystur þegar hér er
komið. Maður hefur öðlast
reynslu og vonandi lært eitt-
hvað, meðal annars að það
besta er alltaf eftir."
I'alaval
Keflavík, sími 92-12227