Morgunblaðið - 19.03.1989, Side 21

Morgunblaðið - 19.03.1989, Side 21
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 C 21 Þeir f ingralöngu fóru á kostum Kæru farþegar. Varið ykkur á vasaþjófunum! Þeir eru sérstaklega iðnir í jól- aösinni. Þeir njóta sín best í troðfullum almenningsfarartækjum og þegar farþegar fara inn og út úr vögnunum. Gætið að og haldið fast um töskurnar. Geymið buddumar og seðlaveskin í innri vösum. Gefið þeim ekki tækifæri til að ræna ykkur. Eitthvað á þessa leið hljómaði viðvörun almenningssam- göngukerfisins í Ziirich. Henni var útvarpað í spor- og strætisvögnum af og til yfir daginn og minnti fólk á að vera varkárt. En hún vakti einnig tortryggni í garð náungans. Alsaklaust fólk leit allt í einu út eins og það gæti verið að koma úr tíma hjá Fagin, læriföður Olivers Twists. Peningaveski sem áður voru talin örugg hjá lyklakippunni á kafi í úlpuvasanum voru nú geymd í rammhnepptum bijóstvasa og ósjálfrátt var af og til athugað hvort hlutirnir væru ekki örugglega á sínum stað. Lögreglan kom í veg fyrir þjófn- aði á þennan máta. Kærulaust fólk bauð jú hættunni heim. Það kom við kaunin á borgarbú- um þegar þeir heyrðu að 72 ára kona hafði verið margstungin til bana á fyrsta farrými í lest eitt kvöldið í desember. Lestin fer á milíi nágrannabæja borgarinnar og stoppar á hveijum stað. Konan, sem kenndi enn leikfimi, kom inn þó nokkrum stöðvum frá Zúrich og var ein á fyrsta farrými. Lestarvörður- inn fann hana látna í sæti sínu í neðanjarðargöngum tveimur eða þremur stöðvum frá aðalbrautar- stöðinni. Hann sendi strax út neyð- arkall og lögreglan var tii staðar þegar lestin renndi í hlað í mið- bænum. Hún handtók strax eitur- lyfjaneytanda sem var á rangli við lestina. Hann var í blóðflekkóttum fötum og viðurkenndi verknaðinn fljótlega. Hann hafði myrt konuna en bara haft nokkra tugi franka upp úr krafsinu. Þeir hefðu varla nægt honum lengi til að svala fíkninni. Þetta minnti enn einu sinni á hóp eiturlyfjaneytenda sem heldur til í garði við minjasafn borgarinnar. Þeir eru ofurseldir heróíni. Af og til birtast myndir, teknar úr fjar- lægð, af þeim í dagblöðum og fjall- að er um bölvun þeirra og vandann sem þeir skapa samfélaginu. Borgin reynir að hjálpa þeim en þeir láta eins og þeir viti ekki af morfín- kúrum sem eru í boði og krókna frekar úr kulda úti við en að leita í húsnæði sem er til staðar fyrir vegalausa. Þetta ergir góðborgarana. Það er sárt að vita af ungu fólki sem er að dauða komið steinsnar frá einni fínustu verslunargötu Evrópu. En hvað er til bragðs að taka ef það virðist ekki kæra sig um hjálp? Best að reyna að gleyma því og í desember ætti það svosem að vera auðvelt í erli jólanna. En þá glymur aðvörunin í eyrum fólks: „Kæru farþegar! Varið ykkur á vasaþjófun- um.“ Combi Car..K tjaldvagnar OPIÐ laugardag frá kl. 14-17, sunnudag frá kl. 14-17 Sjón er sögu rikari BENCO hf. Lágmúla 7, sími 84077. Hvernig ervömin? MJOLKURDAGSNEFND Það þarf trúlega ekki að segja þér að góð sókn dugar skammt ef vörnin er í molum. Samagildir um uppbyggingu líkamans. Það er ekki nóg að vaxa - það verður að sjá til þess að líkaminn fái rétt efni til þess að vinna úr. 12 ára strákur sem er að hefja mesta vaxtar- skeið líkama síns þarf nauðsynlega að fá úr fæðunni þau efni sem líkami hans þarfnast til þess að vaxa og þroskast. Mjölk er ein fjölhæfasta fæða sem völ er á frá næringarlegu sjónarmiði. Hún erekki aðeins mesti kalkgjafinn í fæðu okkar; í henni erfjöldi annarra bætiefna sem sum eru lífsnauðsynleg. 3 mjólkurglös á dag fullnægja dagsþörf unglinga af kalki. Námsgeta og athyglisgáfa skerðast verulega efunglingarfá ekki holla fæðu reglulega. í mjólkinni eru B vítamín sem eru nauðsynleg til þess að geta myndað nýtt erfðaefni fyrirnýjarfrumurhjá ungu fólki í örum vexti. Við eðlilegar aðstæður dregur mjólk úr tannskemmdum. Hið háa hlutfall kalks, fosfórs og magnium er verndandi fyrir tennurnar. Unglingar þurfa um 1200 mgr. afkalki á dag tíl þess að viðhalda vexti beina og tanna. Mjólk og mjólkurvörur eru langmikilvægustu kalkgjafarnir. Kjarkleysi, skynvilla, örlyndi og þunglyndi eru þekktir kvillar (ásamt mörgum fleiri), semgeta orsakast af næringarskorti. Próteiner nauðsynlegt, m.a. fyrir vöðvauppbyggingu. Strákarþurfa mikið og gottprótein á svo öru vaxtarskeiði. ímjólk eru hágæðaprótein, sem nýtast sérstaklega vel. I leik og starfi skiptir máli að taugakerfið sé í lagi. í mjólk eru bætiefni sem eru lífsnauðsynleg fyrir taugarnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.