Morgunblaðið - 19.03.1989, Qupperneq 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMfÐLAR SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989
_L
Margt á döfínni
hjá fræðsluvarpi
- aðeins 1% horfir á útsendingu
- slæmur útsendingartími meginorsök
MARGT nýtt er á döfinni hjá fræðsluvarþinu að sögn Sigrúnar Stef-
ánsdóttur, forstöðumanns þess, og má þar nefha kennslu í þýsku,
frönsku íslensku og algebru, en þó hefur komið i ljós í fjölmiðlakönn-
un að horfun á fræðsluvarpið er litil.
Efni fræðsluvarpsins er unnið í
samráði við skólakerfið og far-
ið eftir leiðbeiningum og óskum frá
menntamálaráðuneytinu. Þáttaröð
um algebru er nýbyijuð og margir
áhugaverðir þættir fylgja í kjölfar-
ið, t.a.m. fjarnám í þýsku og
frönsku, þáttaröð um íslenskt mál
sem ber heitið „Málið og meðferð
þess“, þættir úr samfélagsfræði,
„Haltur ríður hrossi“, sem flallar
um þátttöku fatlaðra í þjóðfélaginu,
danskir þættir um vinnustellingar
sem unnir eru f samráði við holl-
ustuvemd og margt fleira.
Samkvæmt fjölmiðlakönnun fé-
lagsvísindastofnunar Háskóia ís-
lands sem gerð var laugardaginn
3. des. sl. var horfun á fræðsiuvarp-
ið aðeins 1% og var það einkum
eldra fólk sem horfði á útsending-
una. Sagði Sigrún skýringuna geta
verið þá, að útsendingartími
fræðsluvarpsins væri mjög slæmur,
þau væru þvinguð til að vera utan
dagskrárramma sjónvarpsins, en
þyrftu helst að vera með útsendingu
nær kvöldmatartíma eða strax eftir
hann. Því mætti heldur ekki gleyma
að fræðsluvarpið væri nýtt af nál-
inni og yfirleitt tæki það áhorfendur
sinn tíma að venjast nýju sjón-
varpsefni.
Mikið af efni fræðsluvarpsins er
tekið upp og notað í kennslu og
skýrir það ef til vill litla horfun.
Fræðsluvarpið er hugsað sem hjálp-
argagn í kennslu, en á að sjáíf-
sögðu erindi til almennings, og má
nefna að mikið hefur verið spurt
um þýskunámið.
Robert Maxwell er einn fjöl-
miðlakónganna Qögurra, sem
hyggjast mynda fjölmiðlasam-
steypu, m.a. til mótvægis við
áætlanir Roberts Murdoch.
ROBERT MAXWELL
Evrópskur flölmiðla-
risi í burðarliðnum
í BURÐARLIÐNUM er sam-
steypa fyrirtækja Qögurra af
þekktustu Qölmiðlakóngum Evr-
ópu. Samsteypan er mynduð til
mótvægis við Wamer/Time-
samsteypuna og áætlanir Qöl-
miðlarisans Robert Murdochs um
stofiiun sjóðs, sem að hluta til
yrði notaður til kaupa á evrópsk-
um fjölmiðlum. Starfsvið hennar
verður allt frá gerð kvikmynda-
og sjónvarpsefiiis, til reksturs
um 2000 kvikmyndahúsa um alla
Evrópu.
Ef af verður, gæti þetta orðið
til endurskipulagningar á evr-
ópskum kvikmynda- og sjónvarp-
siðnaði. Samsteypan verðandi er
metin á um einn milljarð dollara.
Fjölmiðlakóngamir Ijórir eru; ít-
alinn Silvio Berlusconi, eigandi aug-
lýsingasjónvarps þar í landi, breski
útgefandinn Robert Maxwell, og
ítölsku Qáraflamennimir Giancarlo
Parretti og Florio Fiorini, en saman
sljórna þeir Cannon kvikmyndaver-
inu í Hollywood og Pathé Cinema
of France. Viljayfírlýsing eigand-
anna fjögurra verður að öllum
líkindum undirrituð í lok mánaðar-
ins.
LÍFSBJÖRG í NORÐURHÖFUM
I SJÓNVARPINU Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD
SVIÐSLfÓS
eftir Ásgeir Friðgeirsson
„LIFIÐ ER lagt að veði og oft
er sjávarfangið dýru verði
keypt,“ — segir þulur
myndarinnar Lífsbjörg í
norðurhöfum á einum stað. Á
skjánum sést strandað skip
og á undan hafði verið farið
mörgum orðum um innilega
harmónlu íslendinga og
náttúrunnar. Þulur segir
síðan: „Við slíkar aðstæður
verða menn gjarnan
forlagatrúar og vandamál
Lífsbjörg
hvalveiðanna?
hversdagsins virðast
lítilQörleg. En sum vandamál
eru oft erfíðari viðureignar.
Eitt þeirra eru deilurnar um
sjávarspendýr á
norðurslóðum" — og á
skjánum birtast bátar
Grænfriðunga í vígahug.
M.ö.o. þá sækja að þjóðum
norðurhafa, sem fært hafa
fórnir í lífsbaráttu sinni og
eiga alla samúð skilið, illar
vættir sem jafiivel
forlagatrúin getur ekki
sigrast á. Sérhver viti borinn
maður tekur að sjálfsögðu
eftir því að svona efhislegar
tengingar eru rökleysa og
rugl. Hins vegar eru
vinnubrögð af þessu tagi vel
þekkt við gerð
sjónvarpsþátta, einkum og sér
i lagi áróðursþátta.
Myndskeiðum og orðum er
ekki raðað i röklegt samhengi
og gjarnan er gripið til
Qöltengja á borð við
forlagatrú til þess að spinna
þræði milli allsendis óskyldra
fyrirbæra eins og sjóstranda
og alþjóðlegra
umhverfisverndarsamtaka.
■ Áróðurstækni
beitt undir
yfirskini heimild-
armyndar
Annað sem einkennir áróðurs-
myndir á borð við Lífsbjörg
Magnúsar Guðmundssonar jóla-
tréssala og kynsystra hennar úr
skauti Grænfriðunga eru niður-
stöður sem aldrei eru sagðar ber-
um orðum en samhengi og efíiis-
tengslum þröngvað upp á áhorf-
endur. í Lífsbjörginni er sífellt
verið að setja sama-sem-merki á
milli Grænlands, íslands og Fær-
eyja. Þetta er sýnt á landakorti
og frá íslenskum vetri er klippt
yfír á grænlenskar auðnir og þaðan
yfír á grasi grónar og brattar fær-
eyskar fjallshliðar. Kynslóð fram
af kynslóð hafa þessar þjóðir búið
í mengunarlausu umhverfi og
byggt afkomu sína á umhyggju
fyrir náttúruauðlindum. Talað er
um sameiginlegan lífsstíl þjóðanna
sem byggir á fomum menningar-
arfí og samskonar baráttu þeirra
við náttúruöflin. Hin ósagða niður-
staða sem á borð er borin er að
eitt gildi um allar þjóðirnar þqár.
Því er það að grænlenskur kenn-
ari, sem á vandaðan hátt lýsir
óréttlæti aðgerða Grænfriðunga
gagnvart Inúítum á Norður-
Grænlandi, verður, að honum for-
spuiðum, talsmaður Hvals hf.
Til að útmá frekar hinar skörpu
línur, sem eru á milli íslenska iðn-
aðarsamfélagsins og veiðimanna-
samfélaga Inúíta norður við íshaf,
segir í handriti að tækniframfarir
breyti ekki forsendum. Og til þess
að vefengja ekki þessar ósögðu
niðurstöður, sem eru grunntónninn
i stórum hluta myndarinnar, er
ekkert íslenskt fiskveiðifley stærra
en 85 tonn sýnt í fyrri hluta mynd-
arinnar.
Ónákvæmni og ósamræmi texta
og mynda verður einnig að áróð:
urstæki í höndum framleiðenda. í
texta myndarinnar er þess vand-
lega gætt að þegar það hentar
málstað íslendinga þá er ekki gerð-
ur greinarmunur á ólíkum um-
hverfísvemdarsamtökum og þegar
fjallað er um tiltekin samtök þá
er skjárinn skreyttur með óvildar-
myndum þeim óviðkomandi. Fram-
leiðendum er augljóslega einnig
annt um að áhorfendur velkist
ekki í vafa um að gyðja vísinda
hafi bundið trúss sitt við íslenskan
sjávarútvegsráðherra. í viðtölum
við lærða menn í líffræði sem
studdu íslendinga var þess vand-
lega gætt að þeir væru í vísinda-
legu umhverfi og því var baksviðið
gjaman klætt línuritum, víð- og
smásjám og öðrum táknum
vísinda. Auðvirðilegasta áróðurs-
bragðið í þessari mynd er að enda
nærri alla efnisþætti í síðari hluta
myndarinnar á alvarlegum ásök-
unum í garð umhverfisvemdar-
samtaka, án þess að gefa þeim
færi á að svara fyrir sig. Það að
framleiðandinn hafí heyrt svör
þeirra öll áður gerir myndina ekki
að hiutlausri, vitrænni og heiðar-
legri heimildarmynd.
Konansismi
Frá samtali tveggja
kvenna var greint á
þá leið, að önnur
þeirra hefði sagt um þá
þriðju: „Húnsagga ébbisagta
þúbbirátta havað ettirenni
sjálri."
Þama var sagt með mikl-
um hraða: „Hún sagði, að
ég hefði sagt, að þú hefðir
átt að hafa það eftir henni
sjálfri."
í daglegu spjalli er fram-
burður okkar oft og einatt
slíkur, að samkvæmt honum
gæti stafsetning orðið eitt-
hvað svipuð því sem gat að
líta hér á undan. Þann fram-
burð köllum við meira að
segja réttmætan samkvæmt
því málsniði sem þá sé við
haft að eðlilegum hætti. Og
í rituðu máli getur stafsetn-
ing samkvæmt misjafnlega
skýrum framburði átt rétt á
sér, svo sem í beinni frásögn
af samtali, eða í leikritum.
En að jafnaði kemur þó fram
í hefðbundinni stafsetningu
sá greinarmunur sem gerður
er á talmáli og ritmáli, svo
að af rituðum orðum verður
ekki ráðinn framburður þess
sem ritar.
Nú er Ijóst, að talmál leit-
ast einlægt við að hafa áhrif
á ritmálið, og hefðbundið rit-
mál ber ýmisleg gömul og
glögg merki þeirra áhrifa.
Hitt ætti þó engum að dylj-
ast, að ástæða ertil að stinga
við fótum og veija ritmálið
eftir föngum gegn nýstárleg-
um talmáls-áhrifum, ef það
á ekki að verða samastaður
fyrir hvers kyns latmæli og
tafs, unz það fengi helzt til
mikinn svip af klausunni hér
í upphafí. Hætt er við að
undanlát í þá átt gæti orðið
upphaf málþróunar, sem
nagaði sundur það sögulega
samhengi, sem brýnast alls
er að varðveita. Sem betur
fer bendir ekki margt til þess
í rithætti, að slík hætta sé á
ferðum, þó aðeins hafi örlað
á því upp á síðkastið, að fólk
sem fæst við ritstörf, vilji
svolítið rýmka þar til með
allri gát, svo sem að Komið
þið sæl sé ritað Komiði sæl.
Reyndar hefur mér skilizt,
að þeir sem prófað hafa
slíkan rithátt, hafí horfið frá
honum aftur.
Hins végar kemur það fyr-
ir í flutningi ritaðs máls, að
reynt sé að knýja ritmálið
nauðugt viljugt til að taka
upp lifnaðarhætti talmáls í
framsögn. Lengi hefur Ævar
Kvaran haldið fram ágætum
reglum um það, hvenær rétt-
mætt sé að fella brott eða
mýkja viss hljóð í flutningi
ritaðs máls. Þessar reglur
miðast við það sem kaila má
„eðlilegt tal“. Sá sem les:
Þetta sagði hann, segir að
eðlilegum hætti: „Þetta
sagðann, því að enginn mað-
ur bæri fram: sagði hann,
þótt svo sé ritað, nema sér-
staklega væri bent á, að
þetta hefði Pétur sagt en
ekki Páll, og þess vegna
væri áherzla á hann. Þetta
á jafnan við, þegar saman
fer snið ritmáls og talmáls.
En ekki er ævinlega svo, því
þrátt fyrir allt er sitt hvað
talmál og ritmál. Og fyrir
kemur, raunar æði oft, að
villzt sé á málsniðum, þegar
ritað mál er lesið, að reglum
Ævars sé ranglega beitt af
misskilningi lesarans.
Ef lesa skal: Þar var Jón
Björnsson og kona hans
meðal annarra, þá er rangt
að lesa: Jón Bjömsson og
konans, vegna þess að þann-
ig talar ekki nokkur maður.
Þessi setning er með sniði
ritmáls en ekki talmáls. Á
talmáli yrði sagt; Jón Björns-
son og konan hans og borið
fram konanans. Þá er A-ið
feilt niður úr áherzlulausu
atkvæði, en greinirinn látinn
vama því, að atkvæðið á
undan falli brott fyrir samr-
una sérhljóðanna.
En framburður af sama
tagi og konans heyrist of
oft, þegar lesið er. Ég minn-
ist þess, að þulur las frétt á
þessa leið: Hann lét lífið þeg-
ar þyrlans fórst. Þarna var
þulurinn að þröngva ímynd-
uðu talmáls-sniði upp á rit-
máls-setningu. Framburður-
inn þyrlans (fyrir þyrla hans)
var af sama sauðahúsi og
konans í hinu dæminu.
Þessi bannsettur konans-
ismi er ofgerð tilhneiging til
að tosa ritmálinu niður í tal-
málið, og getur verið átakan-
legt að heyra slíkan usla í
flutningi bundins máls, þeg-
ar ljóð eru lesin upp.
Miklu skiptir að sá munur,
sem hlýtur að vera á ritmáli
og talmáli, sé sem minnstur.
En forðast ber að talmálið
fái of greiðan aðgang að
landhelgi ritmálsins, hvort
heldur væri í stafsetningu
eða flutningi. Ritmálið er sú
eign þjóðarinnar sem dýr-
mætust er, og sú sem varð-
veitt skal af mestri um-
hyggju. Því ber að kapp-
kosta, að talmálið taki sem
nánast mið af ritmáli, en
ekki öfugt.
Ungur maður, sem röltir
með vinkonu sinni um Hljóm-
skálagarðinn á hlýjum sum-
ardegi, er vís til að losa um
skyrtukragann, og engum
þætti tiltökumál þótt hann
gengi með hendur í vösum,
að minnsta kosti aðra hönd-
ina, hvað sem sem hann
kynni að gera við hina. En
þegar að því kemur, að hann
gengur með vinu sinni upp
að altarinu, er ekki eins sjálf-
sagt að hann slangri inn
kirkjugólfið með fráhneppta
skyrtuna og hendurnar í
buxnavösunum.
Helgi
Hálfdanarson