Morgunblaðið - 19.03.1989, Blaðsíða 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989
MYNDLISTÆr^ listaverk dýrf
MiUjónimar
og málverkin
þá upphæð sem borguð var fyrir
Gullfjöllin Svavars. Notaður vasa-
klútur getur verið milljónavirði ef
sannað þykir að Adolf Hitler eða
annar ámóta „snillingur“ sögunn-
ar hafi snýtt sér í hann.
Ef aðrar listgreinar en myndlist
eru skoðaðar kemur margt skrý-
tið í ljós. Til dæmis fékk leikarinn
Marlon Brando hundruð, ef ekki
þúsundir milljóna fyrir það eitt
að birtast í upphafsatriði kvik-
myndarinnar Superman og tók
senan um fimm mínútur. Michael
Jackson og Madonna raka hæg-
lega saman þeirri upphæð fyrir
kúnstir sínar þótt mér sé til efs
að þau verði eins langlíf í listasög-
unni og Svavar okkar Guðnason.
En þá er því til að svara að list-
markaðurinn gengur ekki endi-
lega út á gæði og langlífi. Skyndi-
list getur verið markaðnum
margfalt dýrmætari en list sem
endist. Enda hef ég aldrei séð
hneykslast á baksíðum blaða yfir
tekjum þekktra poppara. Þeir fita
flárhirslur heimalanda sinna og
spyija þá fæstir að vöruvöndun.
En flestar þjóðir með viti reyna
þó jafnframt að stýra efnahag
UM DAGINN var það birt á
baksíðu eins dagblaðanna að
Listasafn íslands hefði keypt
„Gullfjöll", eittaföndvegis-
verkum Svavars Guðnasonar
frá 5. áratugnum, fyrir rúmar
þijár milljónir. Einhver vand-
lætingartónn fylgdi skrifunum,
enda vitnað í erlenda „sérfræð-
inga“ með meiru, sem töldu
verkið í hæsta lagi hálfrar
milljónar virði.
Nú er það svo að rúmar þrjár
milljónir eru mikið fé og skal
ekki deilt um það við nokkum
mann. En við búum ekki lengur
í veröld með föstum gildum eins
mmmmmmmmmm og forðum. í
nútímanum er
allt á reiki og
köllum við það
afstæði. Það era
hin margum-
töluðu markaðs-
sjónarmið sem
ráða verðlagi
hluta og gildir
þá einu hvað í boði er. Hægt er
að kaupa frímerki fyrir margfalda
eftir Halldór Bjöm
Runólfsson
Hiö umdeiida málverk Gullfjöll eftir Svavar Guðnason (1946).
sínum eftir svokölluðum
langtímamarkmiðum. Bretar, sem
eiga sæg ágætra poppara, reyna
jafnframt að selja heiminum var-
anlega list. Má þar nefna hinn
þekkta og ágæta Habitat-vaming
sem prýðir mörg íslensk heimili.
Þótt sá vamingur sé enginn Bítla-
galdur á markaðstorgi þjóðanna
er áreiðanlega ekkert tap á hon-
um. Og hver veit nema komandi
kynslóðir eigi fremur eftir að
minnast Breta fyrir Habitat en
Bítlana?
„Það er erfitt að spá, einkum
um framtíðina," sagði sá ágæti
háðfugl Storm Pedersen. Og víst
fellur meistaraverk eftir Svavar
Guðnason undir langtímamark-
mið. Þó er það svo að undirritaður
átti þess eitt sinn kost að kynna
Listasafn íslands fyrir þýskum
túristum með góða menntun og
óskerta sjón. Eftir að hafa fengið
sig fullsadda á sveitasælumynd-
um margra okkar ágætu meistara
og látið sér fátt um finnast, því
þeir sögðust eiga svo margfalt
fleiri og tilþrifameiri „fífilbrekku-
málara“ í sama dúr, þustu þeir
að þeim Svavari og Kjarval eins
og mýflugur að mykjuskán.
„Við viljum sjá meira af svona
löguðu," sagði frúin í Hamborg
og undir það tók sú í Miinchen.
„Þessir eru einstæðir eins og
landið ykkar. Margir hinna eru
ágætir, en það er eins og þeir
hafí smitast um of af aka-
demískri list utan úr Evrópu."
Eftirvæntingarkliðurinn jókst
og æ fleiri olnboguðu sig í átt að
verkum meistaranna tveggja. Mér
veittist erfitt að finna nokkuð
haldbært svar við tæpitungulaus-
um athugasemdum þessara
áhugasömu útlendinga. En glöggt
er gests augað, og ekki kom mér
til hugar að andmæla því mati
þeirra að Svavar og Kjarval væru
í sérflokki. Á leiðinni út keyptu
Þjóðveijamir póstkort af verkun-
um sem svo mjög höfðu hrifið þá
og sumir splæstu meir að segja í
bækur og bæklinga.
Ef til vill mun taka nokkum
tíma, nokkur póstkort og nokkrar
bækur til að borga upp Gullíjöllin
Svavars. En kröfur erlendra
ferðalanga um að sjá meira af
menningu okkar gerast sífellt
háværari.
Ferðamannalönd lifa nefnilega
ekki á náttúrunni einni saman.
Þá munu þeir útlendingar sem á
annað borð lq'ósa að heimsækja
Listasafn íslands, ekki frekar en
Þjóðveijamir títtnefndu, velkjast
í vafa um gæði okkar fremstu
listamanna. Þótt það sé einhver
lenska að hafa bestu list í flimt-
ingum nær sá ósiður sem betur
fer ekki langt út fyrir landstein-
ana.
Því ér lítil ástæða til annars
en óska Listasafni íslands til ham-
ingju með ágæt kaup. Þijár millj-
ónir fyrir meistaraverk eftir Svav-
ar em ekki stórfé í landi þar sem
listaverk eftir minni spámenn, lífs
og liðna, hlaupa á hundruðum
þúsunda. Það var löngu tímabært
að koma á skarpari skilum milli
þess sem best er gert og hins sem
minna er vert. Þá verður þjóðin
að skilja að milljónir má greiða
fyrir margt fleira en flotta bfla
og uppstoppaða geirfugla.
brother
HL-8 Laser
tilboð
Brother HL-8, er fullkominn laser prentari er býður upp á
margar íslenskar leturgerðir, og er samhæfður við alla helstu
prentstaðla.
Bjóðurn útmars mánuðþennan fullkomna laserprentara á
einstöku tilboðsverði aðeins Kr. 129.000
Einstakt tækifæri er ekki býðst aftur.
Eigum emnig á lager minnisstækkanir og umbrotsforrit fyrir HP
samhæfða laser prentara á sérstöku tilboðsverði.
Digital-Vörur hf, Skipholti 21, sími 24255 og 622455
TLEIKLIST/Hver rcedur í leikhúsinuf
Jafnræði eða einræði
Fyrir nokkmm vikum nefndi ég
til sögunnar breskan leikara í
tengslum við sýningu á einþáttung-
um Allans Bennetts er ganga þar
ytra. Nafn þessa leikara og reyndar
leikstjóra líka, er
Simon Callow og
nú fyrir fáum dög-
um rak á fjörur
mínar bók er þessi
ágæti maður sendi
frá sér fyrir fjórum
árum og nefnist
hún BEING AN
ACTOR. Líklega
fínnst einhveijum sem lítið nýnæmi
sé að svo „gamalli" bók en innihald-
ið er svo sannarlega ekki gengið
úr sér og vakti undirritaðan til
umhugsunar um ýmislegt sem á
góma hefur borið hér heima að
undanfömu. Við nánari eftir-
grennslan kom svo auðvitað í ljós
að bókin þessi vakti mikla athygli
á sínum tíma og hefur verið gefin
út í einum fjómm útgáfum síðan.
Simon Callow er fæddur árið
1949 og lauk leiklistamámi sínu
árið 1973 og er dijúgur hluti bókar-
innar helgaður frásögn af leikara-
ferli höfundar, samskiptum hans
við hina ýmsu leikstjóra og meðleik-
ara og er þetta fróðleg lesning á
lífi og skilyrðum leikara í Bretlandi
á þessum tíma sem um ræðir 1973
- 1984. Það sem gefur bókinni eink-
um gildi umfram margar aðrar
bækur af svipuðum toga er misk-
unnarlaus hreinskilni höfundar á
öllum sviðum og sterkur hug-
myndafræðilegur grundvöllur sem
Callow byggir á skoðanir sínar og
gagnrýni á breskt Ieikhús þessara
ára. Þá er bókin gagnleg fyrir þær
sakir að hún veitir skýra innsýn í
hugsanagang leikarans á öllum
stigum vinnu hans og er hún að
því leyti mun aðgengilegri en Ld.
tyrfinn texti Stanislavskys sem
undirritaður hefur satt að segja
aldrei komist í gegnum svo mark-
tækt sé. En Stanislavsky er hér
nefndur til sögunnar þvi Callow
nam leiklist við Drama Centre í
London þar sem stíft er fylgt eftir
kenningum hálfguðsins rússneska.
Callow gagnrýnir harðlega þá
stefnu sem breskt leikhús hefur
tekið þar sem leikstjórar ráða ferð-
inni á öllum sviðum, hvort sem lýt-
ur að túlkun verka, rekstri leik-
húsa, listrænni stefnu þeirra og loks
segir hann þá í rauninni einvalda
þegar kemur að því að ákvarða
hvort leikarinn hafí vinnu þá stund-
ina eða ekki. „Samt em það leikam-
ir sem framkvæma - leika leikritið
- en sýningin er engu að síður kennd
við leikstjórann." I augum Callows
hefur leikarinn orðið að handverks-
manni sem lýtur byggingameistar-
anum í öllum atriðum. Sköpunar-
kraftur leikarans, ímyndunarafl
hans og fmmkvæði má sín lítils við
slíkar aðstæður. Ábyrgðartilfinning
leikarans gagnvart hlutverki sínu
og sýningunni í heild minnkar í
samræmi við þetta. „Leikarinn
bíður eftir að verða ráðinn og síðan
bíður hann eftir að vera sagt hvem-
ig leika eigi hlutverkið og aðalmark-
mið hans er að þóknast leikstjóran-
um svo hann fái tækifæri til að
stunda handverk sitt síðar.“ Þá
bætir Callow því við að höfundar
hafi orðið að lúta sömu stjórn, þeim
hafi verið talin trú um að eina rétta
leiðin sé að vinna sem nánast og
mest með leikstjóra; leikstjórinn
viti best hvernig setja eigi saman
leikrit og enginn höfundur sé full-
gildur í leikhúsi nema hafa sér við
hlið ráðhollan og alvitran leikstjóra.
Þetta þýðir segir Callow að í stað
þess að bein tengsl séu á milli leik-
arans og höfundarins hafí á síðustu
áratugum skapast milliliður - leik-
stjórinn - sem oftar en ekki heimti
stimpil sinn á bæði handritið og
einnig vinnu leikarans.
Ekki skildi þó misskilja þessi orð
svo að leikstjóri í nútímaleikhúsi sé
til bölvunar einnar - ijarri því,
Callow viðurkennir fúslega að leik-
stjórinn sé jafnnauðsynlegur og
leikarinn eða höfundurinn. Callow
rekur samskipti sín við ýmsa af
þekktustu og virtustu leikstjómm
Bretlands síðustu ára s.s. Peter
Hall og John Dexter, Þá hefur hann
einnig unnið undir stjóm leikskáld-
anna Edwards Bond og David Hare.
Gildi þessara frásagna felst í því
hversu vel Callow tekst að lýsa innri
viðbrögðum sínum sem leikara
gagnvart mjög mismunandi Ieik-
stjómaraðferðum. Er greinilegt að
Callow er mjög meðmæltur mjúkri“
leikstjóm þar sem við slíkar aðstæð-
ur fái leikarinn notið sín best.
Framtíðarsýn þessa skelegga
leikara lýsir leikhúsi þar sem leik-
arnir velji sér leikstjóra á gmnd-
velli sérþekkingar hans á viðkom-
andi leikriti, „innri heimi þess og
sýningarhefðum" svo vitnað sé
beint í manninn. Bendir hann á að
slíkt sé í raun ekki annað en aftur-
hvarf til fýrri tíma - og hliðstæðu
í nútímanum megi finna í skipulagi
o g uppbyggingu sinfóníuhljóm-
sveita. Þetta væri auðvitað að hafa
endaskipti á hlutunum miðað við
þær hefðir sem skapast hafa í leik-
húsi síðustu áratuga - með fjöl-
mörgum undantekningum að vísu
- en þetta er sjónarmið sem á fylli-
lega rétt á sér.
eftir Hávar
Sigurjónsson