Morgunblaðið - 19.03.1989, Síða 26
.26 C
MORGUNBLAÐIÐ IVIENiMINGARSTRAUI\/!AR SUNMJDAGUR 19. MARZ 1989
SNYRTJ VÖRUR
SEM FAGFOLKIÐ VELUR
fást í
apótekum
snyrtivörudeildum
stórmarkaöa
snyrtivöruverslunum
snyrtistofum
DUGGUVOGI 2 5
sími 91-686334 5
SIGILD TÓNLISTjVerdur kennarinn
ánœgdur meb nemendumaf
Til heiðurs Gunnari
ANNAÐ kvöld verða gítartónleik-
ar í Islensku óperunni og hefjast
þeir klukkan 20. Tónleikamir eru
haldnir til heiðurs Gunnari H.
Jónssyni gítarleikara en hann er
60 ára um þessar mundir. Það eru
fyrrverandi nemendur Gunnars
sem halda þessa tónleika.
Gunnar H. Jónsson lærði hér
heima. Hann hóf nám sitt hjá
Jósef Felzmann sem lék með Sin-
fóníuhljómsveit íslands á fiðlu og
einnig lærði hann hjá Sigurði Briem
gítarleikara. Gunn-
ar fór síðan að
kenna við Tónlist-
arskóla FÍH sem
þá starfaði aðeins
í stuttan tíma og
síðar var hann einn
af stofnendum
Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristins-
sonar, sem heldur einnig upp á stór-
afmæli, er 25 ára í þessum mánuði.
Gunnar hafði alveg sérstök tök á
nemendum sínum og hafði gott lag
á að glæða kennsluna lífí enda
byggði hann upp góðan hóp nem-
enda. Hann útskrifaði Símon ívars-
son og Arnald Arnarson og seinna
útskrifuðust úr hópi nemenda hans
Einar Kr. Einarsson, Erik J. Mogens-
en og Kristinn H. Árnason en það
var eftir 1980 en það ár fluttist
Gunnar til Akureyrar þar sem hann
kennir nú við Tónlistarskólann. Þess-
ir fimm gítarleikarar sem nefndir
hafa verið koma allir fram á tónleik-
um ásamt John Speight barítón-
söngvara og tónskáldi og Robyn Koh
semballeikara.
Efnisskráin er fjölbreytt og verður
víða komið við. Flutt verða ljúf söng-
lög eftir enska tónskáldið og lútuleik-
arann sem lék við hlið danakóngs,
John Dowland (1563-1626). Þá verð-
ur flutt tilbrigði við stef eftir Mozart
eftir spænska tónskáldið Ferdinando
Sor (1778-1839) sónata fyrir sembal
og gítar eftir mexíkanska tónskáldið
Manuel Ponce (1882-1948) og Ho-
mage a Tarrega eftir spænska tón-
skáldið J. Turina (1882-1949). Þá
verða verk eftir brasilíska tónskáldið
Hector Villa-Lobos (1887-1959) og
jafnaldra hans frá Venesúela, Vic-
ento Sojo (1887-1974), ítalska tón-
skáldið Tedesco og þýska samtíma-
manninn og marxistann Hans Wenn-
er Henza (1926).
eftir Jóhönnu V.
Þórhollsdóttur
Gunnar gítarkennari — spilar
á flest hljóðfæri: hér leikur hann á
kontrabassa á kammertónleikum
fyrir norðan.
Ennfremur verða fluttar Bagatell-
ur nr. 1 og 4 eftir John Speight, sem
var samkennari Gunnars við Tón-
skóla Sigursveins, og dúett fyrir tvo
gítara eftir Hróðmar I. Sigurbjöms-
son, sem er einn af gömlum nemend-
um Gunnars í gítarleik.
Allir nemendur Gunnars eru hrifn-
ir af meistara sínum síunga, „óvið-
jafnanlegum orginal og lífskúnstner"
sem gaf sig allan í kennsluna og var
tilbúinn að ræða tónlistarmál jafnt
nótt sem nýtan dag.
Góða skemmtun!
Mikið úrval
af leðurhúsgögnum.
Margir litir.
Skoðið glæsileg húsgögn
i skemmtilegri verslun.
Við erum í
„Nútíð“
Faxafeni 14,
sími 680755
HUSGOGN
K VIKM YNDIR /Hvada erlendu myndir veljast í Óskarinn
oghvemigf
Klíka, pólitik og strangar reglur
Einu sinni á ári stígur Holly-
woodgoðið fram í sviðsljósið í
glæsilegri stjörnudýrð og gefiir
son sinn Óskar þeim sem það hef-
ur velþóknun á. Þannig klappar
Hollywood á bakið á sjálfu sér.
Nema i einum ilokki verðlauna,
sem yfirleitt kafiiar í flóði Hoff-
manna og Hackmanna og banda-
rískra stórmynda en það er besta
myndin á öðru máli en ensku.
Frá árinu 1947 hefur Óskarsverð-
launaakademían bandaríska
heiðrað sérstaklega myndir gerðar
utan engilsaxnesku málsvæðanna
með því að velja það sem hún kallar
„Bestu erlendu
mynd ársins".
Fimm myndir eru
tilnefndar til verð-
launanna á hveiju
ári en alls sendi 31
þjóð myndir í
keppnina í ár, þar
á meðal var í
skugga hrafnsins
eftir Hrafn Gunnlaugsson frá íslandi.
Löndin nota mismunandi aðferðir
við að velja mynd í keppnina. Valið
hér á landi er skiljanlega mjög ein-
falt. Við gerum ekki það margar
myndir og það eru kvikmyndagerðar-
menn sjálfir sem ákveðahver er send
út. í Frakklandi t.d. þar sem velja
verður eina mynd af meira en 150 í
ár er kerfið öllu þyngra í vöfum.
Þrír aðilar hafa puttana í valinu:
fulltrúar stjórnarstofnunarinnar sem
hefur með kvikmyndamál að gera,
öll þijú félög kvikmyndagerðar-
manna og Unifrance, sem sér um
dreifingu á frönskum myndum er-
lendis.
Annarstaðar er kerfið talsvert
bagalegra. Akademían biður um
„bestu mynd“ frá hveiju landi en
myndir eru oft valdar vegna þess að
framleiðendurnir hafa ítök í ríkis-
stjórnum landanna eða eiga ekki
möguleika vegna þess að pólitík
þeirra hentar ekki skriffinnunum í
valnefndinni.
Þannig ætlaði Pólland að drága
myndina Járnmaðurinn eftir Andrzej
Wajda útúr keppninni eftir að hún
hafði verið tilnefnd árið 1981. Aka-
demían neitaði. Þótt Akira Kurosawa
hafi verið tilnefndur sem „besti leik-
stjóri“ árið 1985 fyrir mynd sína
Ran, var hún ekki valin sem fulltrúi
Japans í keppnina um bestu erlendu
myndina vegna klíkuskapar í val-
nefndinni.
Akademían hefur líka sínar regl-
ur. Brasilíska myndin Pixote eftir
Hector Babenco vann gagmýnenda-
verðlaunin í bæði Los Angeles og
New York árið 1981 en komst ekki
í keppnina um bestu erlendu myndina
vegna þess að hún hafði verið prufu-
sýnd í Brasilíu nokkrum dögum fyrir
leyfileg tímamörk. í ár var myndum
frá Sviss og Indónesíu hafnað vegna
þess að þær höfðu ekki enskan texta.
Einnig var myndinni frá Hollandi
hafnað vegna þess að hún gerist í
Frakklandi og megnið af henni er á
frönsku. Reglur akademíunnar gera
ráð fyrir að 51 prósent myndarinnar
sé á máli landsins sem hún kemur
frá.
Og hér koma þær fimm myndir
sem akademían hefur tilnefnt í ár:
Frá Danmörku Pelle erobreren eftir
Bille August um gamlan mann og
drenginn hans; frá Indlandi Salaam
Bombay! eftir Mira Nair um krakka
á götum Bombay; frá Ungveijalandi
Hanussen eftir István Szabó um
listamenn á nasistatímanum (líkt efni
og Szabó fjallaði um í Mephisto,
óskarsverðlaunamynd sinni frá 1981,
en David Puttnam fjármagnaði þessa
nýju þegar hann réð Columbiu); frá
Spáni Konur á barmi taugaáfalls
eftir Pedro Almodóvar um konur
tvær sem eru að fara í hundana og
loks frá Belgíu Tónlistarkennarinn
eftir Gérard Corbiau um söngkenn-
ara sem helgar líf sitt einum nem-
anda.
Og sigurvegarinn er . . .
eftir Arnald
Indriðoson
í sumar bjóðum við fjórar ólíkar
rútuferðir um Evrópu.
Allar ferðirnar eiga það sameiginlegt að vera
þægilegar og aðeins er gist á góðum hótelum.
Fararstjóri okkar, Árni G. Stefánsson, gjör-
þekkir þau svæði sem ferðast er um og hefur
mikla reynslu í ferðum sem þessum.
Ítalía 13/618 dagar kr. 109.270-
Frakkland 6/7 15 dagar kr. 71.390,-
Austur - Evrópa 26/7 15 dagar kr. 84.890,-
Austurríki/Ungverjaland 18/8
15 dagar kr. 79.760,-
FERÐASKRIFSTOFAN