Morgunblaðið - 19.03.1989, Page 28

Morgunblaðið - 19.03.1989, Page 28
MORGUNBLAÐIE), IV|,| M NI IMQABflWWPWKUK ,P, MAJIZ jt9fi9 PHILIPS sjónvarpstækin eru sannkallaöir gleðigjafar á heimilinu. Sjónvarpsdagskráin raeöur aö von nokkru um gleðina en PHILIPS tryggir skýrasta mynd og tærastan hljóm þess sem í boði er. Einstök myndgæöi, traust smíði og frábær ending eru meðmæli eiganda PHiLiPS sjónvarpa. — Viltu slást í Við vorum að fá til landsins stóra sendingu af þessu hágæða 20 tommu sjónvarpstæki frá PHILIPS, árgerð ’89, 16“ PHIUPS FRIÐARSTILLIR 16 tommu (ferða) sjónvarp með innbyggðu loftneti og 10 stöðva minni. Frábær mynd- og tóngæði, tenging fyrir heymartól. Silfurfitað. Verð: 29.980 281“ þar sem mynd og tóngæði eiu i sei- flokki, og getum því boðið þessi frábæru tæki á einstaklega lágu verði vegna hagstæðra samninga. • Þráölaus fjarstýring með öllum möguleikum handstýringar. • Smekklegt, nútimalegt útlit. • Sjálfleitari. • Frábærhljómgaeðiúrhátalaraframanátæki. • Lágmarks rafmagnsnotkun. • 16stöðvaminni. • Verðið kemur þér á óvart. Heimiiistæki hf Sætúní8 • • Knnglunm SIMI: 69 15 15 SIMI:69 15 20 (/úð e'uvftSveájy&téegA í Samuft^xott Gunnar Gestsson pípulagninga- meistari - Minning Fæddur 7. ágúst 1921 Dáinn 11. mars 1989 Föðurbróðir minn, Gunnar Gests- son, er látinn eftir erfið og langvar- andi veikindi. Hann var fæddur í Reykjavík 7. ágúst 1921, sonurhjón- anna Helgu Loftsdóttur og Gests Guðmundssonar, næstyngstur sex alsystkina. Helga og Gestur áttu bæði ættir að rekja um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dalasýslu og hófu búskap sinn á Kóngsbakka á Snæ- fellsnesi, þar sem fjögur elstu bömin fæddust, þau Hulda, Sigurjón, Hörð- ur og Loftur. Auk Gunnars fæddist í Reykjavík yngsti sonurinn, Svavar. Gunnar átti fjögur hálfsystkini sam- feðra, þau Rafn, Geir, Osk og Hlöð- ver. Þau lifa öll bróður sinn nema Hlöðver. Hann fórst ungur í bílslysi. Gunnar var ekki hár í loftinu þeg- ar sorgin barði að dyrum á heimili hans. Helga móðir hans veiktist al- varlega og þar sem batahorfur voru ekki góðar var drengnum komið í fóstur til hjónanna Rutar og Magn- úsar Þorvaldssonar. Rut var dönsk og þegar þau hjónin ákváðu að flytj- ast til Danmerkur fór Gunnar með þeim. Þó að hann væri ekki nema 9 ára gamall þegar þetta var grunaði hann sterklega að hann sæi ekki móður sína framar. Hann reyndist sannspár því að Helga Loftsdóttir dó skömmu síðar. Gunnar ólst upp í Danmörku til 17 ára aldurs, en þá fýsti hann að hverfa aftur heim til frænda og vina á íslandi. Gunnar bar fósturforeld- rum sínum vel söguna, þau létu sér umhugað um að pilturinn fengi góða menntun og létu hann því ganga í viðurkenndan unglingaskóla þar sem hann hlaut ágæta almenna menntun sem hann taldi sig hafa búið að alla tíð síðan. Einkum hafði hann á orði hvað málakennslan hefði verið góð enda var Gunnar mikill málamaður. Magnús fósturfaðir Gunnars er löngu andaður en fóstra hans lifir í Kaupmannahöfn í hátri elli. Það varð mikill fögnuður hjá föð- ur Gunnars og systkinum þegar von var á honum heim. Þau höfðu ekki séð hann í 8 ár og hvað litli bróðir hafði stækkað. Þama stóð hann, hár og grannur, dökkur á brún og brá, fríður sýnum og glæsilegur í alla staði. Sem nærri má geta urðu þama miklir fagnaðarfundir. Þetta var sólrika sumarið 1939 og samsumars réðst Gunnar fyrir milligöngu Magn- úsar fóstra síns til garðyrkjustarfa austur í Biskupstungur og var ætl- unin að hann legði sitt af mörkum og leiðbeindi þeim sem vom að stíga fyrstu skrefín í ylrækt á íslandi. Aður en hann fór austur hafði hann hitt stúlkuna sína, stúlkuna sem átti eftir að verða eiginkona hans og lífsförunautur í 50 ár. Hún heitir Rósa Guðmundsdóttir og kveður í dag tryggan eiginmann og góðan föður. Ætlunin var að Gunnar lærði garðyrkju en alvarleg veikindi komu í veg fyrir það. Hann veiktist af berklum um haustið og varð því að sinni að leggja á hilluna öll áform um frekara nám og fara á berklahæl- ið á Vífilsstöðum. Þar var hann í þijú ár og hafði þá komist það vel til heilsu að hann gat unnið létta vinnu. Innan skamms hafði hann náð fullri heilsu og hóf nám í pípulögnum og við þá iðn starfaði hann síðast lengst af ýmist sem sjálfstæður at- vinnurekandi eða hjá öðmm. Hann var lengi virkur í stéttarfélagi pipu- lagningarmanna og vann dijúgum við að koma uppmælingakerfínu á laggimar. Um tíma vann hann á Mælingastofu pípulagningamanna en frá árinu 1973 vann hann hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Um svipað leyti fór hann að fínna fyrir fyrstu einkennum hjartasjúkdómsins sem hafði lagt móður hans að velli kom- unga svo og Siguijón elsta bróður hans og Hörð þann næstelsta skömmu síðar. En Gunnar var harð- ur í horn að taka og hélt ótrauður áfram og stundaði vinnu sína og hélt daglegum háttum sínum eins og ekkert hefði í skorist. Allra síðustu árin varð hann þó að láta undan síga og fyrir einu og hálfu ári lenti hann í alvarlegu bílslysi og bar ekki sitt barr síðan. Gunnar var alls staðar afar vel látinn sem verkmaður og vinnufé- lagi. Hann var nákvæmur, vandvirk- ur og samviskusamur enda list- fengur að eðlisfari. Sjálfur kvaðst hann hafa notið sín hvað best í vinnu Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RÓSA KOLBEINSDÓTTIR, Hjaltabakka 30, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13.30. Kolbeinn Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Birna Gunnarsdóttir, Þórunn Ósk Þórarinsdóttir, Gunnar Svanhólm Ásgeirsson, Rósa Marfa Ásgeirsdóttir, Rúnar Breiðfjörð Ásgeirsson. Útför móður okkar, MARÍU MAGNÚSDÓTTUR, Lindarbraut 45, Seltjarnarnesi, sem lóst í Borgarspítalanum 1 2. mars, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. mars kl. 10.30 fyrir hádegi. Magnús Sverrisson, Gunnar Sverrisson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrafnlstu, Hafnarfirði, áður Háaleitisbraut 44, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 15.00. Bjarni Oddsson, Guðjón Oddsson, Elsa Friðjónsdóttir, Gfslína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.