Morgunblaðið - 19.03.1989, Side 29
hjá vatnsveitunni og væri sá vinnu-
staður öðrum betri þeim sem hann
hefði starfað á.
Eins og áður segir kynntust þau
ung, Gunnar og Rósa, og mér fannst
þau halda áfram að vera það þó að
aldurinn færðist yfir. Þau gengu í
hjónaband 7. nóvember 1942 og
eignuðust ijögur börn. Elstur er
Gestur fæddur 27. febrúar 1942.
Hann er kvæntur Sigrúnu Ragnars-
dóttur og eiga þau tvö böm. Gestur,
á auk þess son sem hann eignaðist
fyrir hjónaband. Móðir hans heitir
Dagný Sighvatsdóttir. Næst er Guð-
rún Erla, fædd 7. október 1945.
Eiginmaður hennar er Þórður Guð-
mundsson og börn þeirra eru tvö.
Þá er Katrín, fædd 11. maí 1951.
Hún er gift Hreiðari Ögmundssyni
og eiga þau fjögur böm. Yngst er
Auður, fædd 8. október 1961. Eigin-
maður hennar er Hannes Jónsson
og þau eiga eitt barn.
Þó að Gunnar væri ekki heilsu-
hraustur þegar þau Rósa hófu bú-
skap gátu þau eignast fallegt, lítið
hús á Hörpugötu 12 í Skeijafirði,
þar sem þau bjuggu í 30 ár. Að vísu
ekki allan tímann því í lok sjötta
áratugarins byggði hann nýtt og
stærra hús á lóðinni. Þar fæddust
telpumar þrjár. Þetta vora góð ár
og gjöful í margs konar skiliningi.
Börnin uxu og döfnuðu sjálfiim sér
og foreldranum til gleði og sóma.
Þetta vora _ár hinna miklu hús-
bygginga á íslandi og vinna ótak-
mörkuð. Góður heimilisfaðir taldi því
ekki alltaf vinnustundir sínar og
ætlaði sér stundum ekki af. Árið
1973 seldu þau húsið í Skeijafirðin-
um og bjuggu á ýmsum stöðum um
tíma þar til þau keyptu sér rúmgóða
og bjarta íbúð í Dalseli 31 þar sem
heimili þeirra hefur verið síðan.
Það er erfitt að lýsa nánum ætt-
ingja í fáorðri minningargrein en það
sem mér fannst ævinlega einkenna
Gunnar mest var hlýleiki hans. Hann
var virkilega hlýr maður, mjúkur
maður á nútímamáli. Hver nema
hugulsamur maður og elskulegur
hefði haft hugsun á að gefa litlum
bróðurbömum sínum jólagjafir
fyrstu jólin þeirra „fyrir sunnan".
Það gerði Gunnar, þá nýgiftur og
hafði tæpast séð eða lieyrt þessi
bróðurböm sín úr sveitinni. Eg varð-
veitti í mörg ár fallegu bókina sem
frændi minn gaf mér þá, bókina um
Hans og Grétu. Og vitaskuld elskaði
sex ára telpuhnáta umsvifalaust
frændann góða óséðan. Það leið þó
ekki á löngu þar til ég kynnist hon-
um betur og varð ekki fyrir von-
brigðum. Eftir að faðir minn dó varð
færra um fundi en fyrir nokkrum
áram tókum við upp þráðinn aftur
og þá sagði hann mér margt frá
æsku sinni og uppvexti, foreldram
sínum — sérstaklega móður sinni
sem hann tregaði alla ævi — Sigur-
jóni stóra bróður sem alltaf var hon-
um svo góður, fósturforeldranum í
Danmörku, frændfólki okkar í Vest-
urheimi og mörgu fleira. Það var í
einu af þessum samtökum okkar sem
kviknaði hugmyndin um að halda
ættarmót og kalla saman þau systk-
ini Gunnars, þau sem eftir voru á
lífi. Þau era reyndar ekki mörg, eitt
alsystkin og þijú hálfsystkin sem
hann hafði aldrei séð. Þetta gekk
eftir, mótið var haldið og þama hitt-
ust í fyrsta sinn systkinin Gunnar,
Rafn, Geir og Ósk, öll böm Gests
Guðmundssonar en móðir hálfsystk-
inanna hét Sign'ður Bjamadóttir.
Þetta ættarmót varð Gunnari til
MlNNIlMÍlHllfk
i9; MARZ ,,89
mikillar ánægju því að hann var
bæði frændrækinn og trygglyndur
og var ætlunin að endurtaka það við
fyrstu hentugleika.
Og nú er komið að leiðarlokum.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt Gunn-
ar að frænda og vini og hið sama
er að segja um systkini mín. Móðir
mín — mágkona Gunnars — getur
ekki fylgt honum til grafar fyrir elli
sakir en hún sendir kveðjur og þakk-
læti fyrir tryggð hans vináttu í hálfa
öld. Állir sem þekktu Gunnar hafa
misst mikið en fjölskylda hans að
sjálfsögðu mest. Við bróðurböm
Gunnars sendum Rósu, bömum
hennar, -tengdabömum og bama-
bömum innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar Gestsson verður jarð-
sunginn frá Seljakirkju í Breiðholti
á morgun, mánudaginn 20. mars,
kl. 15.00.
Helga Siguijónsdóttir
Látinn er Gunnar Gestsson. Þeg-
ar ég heyrði þessi tíðindi varð mér
hugsað, enn einn af okkar gömlu
og góðu félögum horfinn yfir landa-
mærin lífs og dauða, til hinnar eilífu
framtíðar, þar sem andinn lifir af
dauðlegan líkama.
í minningunni er Gunnar Gests-
son einn af þessum mönnum sem
taka störf sín alvarlega og skila
þeim af sér með slíkum ágætum
að eftir er tekið. Þessi mynd er mér
í huga þegar ég skrifa þessa stuttu
kveðju til míns góða vinar. Skrifa
mætti margar greinar um þennan
mann listar til hugar og handa, en
mig skortir orð til að fjalla um það
í löngu máli. Það má hinsvegar víða
sjá á löngum starfsferli Gunnars
að gjörvur maður hefur lagt hönd
að verki. Eftir uppeldisár sín í Dan-
mörku kom þessi ungi maður heim
til að leggja grundvöll að framtíð
sinni, þá 19 ára gamall. Þessi
framtíð hófst meðal annars þegar
hann lauk námi í pípulögn hjá Helga
Magnússjmi með sveinsprófi og
námi frá iðnskóla. Gunnar tók virk-
an þátt í starfí sveinafélagsins og
var meðal annars formaður þar um
árabil, einnig átti hann ríkan þátt
í undirbúningi og hönnun á ákvæð-
isvinnutaxta fyrir pípulagninga-
menn og var hann fyrsti starfsmað-
ur mælingastofu félaganna. Gunnar
sýndi alla tíð mikinn hug til fram-
fara í iðngrein sinni og var oft til
hans leitað ef um vandasöm verk-
efni var að ræða, og þó sérstaklega
ef góðan hönnuð vantaði, má þar
til nefna fána sveinafélags og
marga aðra góða hluti. Árið 1954
gengur Gunnar í Félag pípulagn-
ingameistara og er þar í stjóm eitt
ár sem ritari auk þess sem hann
gegndi öðram trúnaðarstörfum fyr-
ir það félag. Árið 1968 eftir að
hafa verið í störfum, meðal annars
á Keflavíkurflugvelli hjá Vatns-
virkjadeild og Hitavirkjun, stofnar
hann sitt eigið fyrirtæki, Almenna
verktaka, og veitti hann því for-
stöðu frá byijun. Nokkrum árum
síðar hóf Gunnar störf hjá Vatns-
veitu Reykjavíkur og starfaði þar
fram á æfíkvöld.
Við hjá Félagi pípulagningameist-
ara kunnum Gunnari Gestssyni
maklegar þakkir fyrir öll hans störf
sem hann vann fyrir félagið og all-
ar þær gleðistundir sem hann gaf
okkur með samvistum við okkur í
gegn um árin.
I dag kveðjum við þennan góða
dreng með söknuði og biðjum al-
góðan guð að halda vemdarhendi
yfír ástvinum hans og veita þeim
huggun í harmi, og með þessum fáu
kveðjuorðum biðjum við hinn hæsta
höfuðsmið að taka við þessum látna
bróður okkar og vemda hann á
nýjum leiðum þar sem ný verkefni
bíða úrlausnar. Útför hans fer fram
á morgun, 20. þ.m.
Stefán Jónsson
t
Eiginmaöur minn,
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
Klapparstíg 9,
Reykjavfk,
er látinn.
Guðlaug Markúsdóttir.
HEILSKUSKÓR1
MED TÖKKUM - KR. 695,-
Litir: Hvítir/grænir, hvítir/bláir Stærðir: 36-46
Póstsendum 5% staðgreiðsluafsláttur
KRINGWN
KBIHeNM
S. 689212
21212
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
ÞURÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. mars kl.
13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd.
Svava Þórisdóttir Eatough, Norman Eatough,
Sigmundur Þórisson, Minnie Eggertsdóttir,
Örn Þórisson, Stella Aðalsteinsdóttir,
og barnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín,
ULLA-LILL SKAPTASON,
Snekkjuvogi 17,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 22. mars kl.
10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á
Krabbameinsfélag íslands.
Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna,
Gunnar Skaptason.
t
Móðir okkar,
ÞURÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
sem lést 15. þ.m. veröur jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudag
inn 21. mars kl. 11.00.
María Finnbogadóttir,
Guðrún Finnbogadóttir,
Guðjón Finnbogason,
Pálmi Finnbogason.
t
Móðir okkar,
UNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Barmahlfð 53,
Reykjavfk,
lést föstudaginn 17. mars sl.
Erla Sv. Jórmundsdóttir,
Óli GH. Þórðarson.
t
Faðir okkar,
GUÐMUNDUR KJARTANSSON,
lést laugardaginn 11. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug.
Ólína Guðmundsdóttir,
Emanúel Ellertsson.
t
STEFÁN JÓNSSON
arkitekt
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
21. mars kl. 13.30.
Stefán Örn Stefánsson og fjölskylda.
t
Útför eiginkonu minnar og systur okkar,
ARNDÍSAR STEFÁNSDÓTTUR,
Stóragerði 38,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. mars kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlegst látið líknarstofn-
anir njóta þess.
Sigurður Jónsson,
Brynhildur Stefánsdóttir,
Margrét Stefánsdóttir,
Guðrún Stefánsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar og fósturmóðir,
ÓLÖF ANNA BJÖRNSDÓTTIR,
Bergþórugötu 25, Reykjavfk,
verður jarðsungin frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins mánudaginn 20.
mars kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á trúboð Ffladelfíusafnaðarins.
Páll Guðmundsson,
Lfney Guðmundsdóttir,
Axel Guðmundsson,
Guðrún Hafliðadóttir,
Hafliði Frfmannsson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi,
ÞORGEIR ÞORLEIFSSON
frá Þverlæk,
Byggðarholtl 21,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 21. mars kl.
14.00.
Þorgerður Jónsdóttir,
Jón Þorgeirsson, Sigurbjörg Runólfsdóttfr,
Vilborg Þorgeirsdóttir, Gunnar Þórisson,
Friðgeir Þór Þorgeirsson, Anna Davfðsdóttir,
Guðmundur Skúli Þorgeirsson, Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir
og barnabörn.