Morgunblaðið - 19.03.1989, Side 38
38 C
-1-
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989
ÆSKUMYNDIN . .
ERAF ÖRNÓLFITHORLACIUS, REKTOR
Góður
ogglaður
kutur
HANN var ákafur plöntusafhari, áskrifandi að
National Geographic tíu ára og liðtækur teiknari
og ljósmyndari. Hugðarefhi Örnólfs Thorlacius,
rektors MH, gagntóku hann snemma og hann
sinnti þeim af atorku.
• •
Omólfur fæddist í Austurbæjar-
skólanum 9. september 1931,
sonur Sigurðar Thorlacius, skóla-
stjóra þar, sem nú er látinn, og
Áslaugar Thorlacius ritara. Ömólf-
ur er elstur fímm systkina; Kristín-
ar Rannveigar, Hrafnkels, Hallveig-
ar og Kristjáns. Ömóifur og Kristín
vom mjög samrýnd og höfðu gaman
af því að stríða yngri systkinum
sínum. „Ég leit upp til hans og elti
hann út um allt. Hann var sífellt
að fræða mig um eitthvað, en ekki
veit ég hvort öll viskan var úr bók-
um eða hans eigin vangaveltur,"
segir Kristín.
Svolítil pempía
Áslaug minnist sonar síns sem
þægilegs barns, hann hafí verið
rólegur og svolítil pempía, rétt eins
og bræður hans. „Ornólfur varð t.d.
alveg ráðalaus ef hann óhreinkaði
á sér hendumar. Hann var líka
dálítil skræfa, vildi ekki fara einn
í neinar „svaðilfarir“. En hann var
mjög vænn og góður, snemma skýr
og fljótur að læra. Hann lá í bókum
og varð læs á fjórða ári.“
Níu ára gamall féll Ömólfur af
efstu hæð í Austurbæjarskólanum
niður lyftuop. Öllum til mikillar
Ég getsagtR
Ömólfur var greindur og hress strákur
sem varð sjaldan svarafátt.
Örnólfur Thorlacius
furðu slapp hann ómeiddur. En
hann var ekki heilsuhraustur og
dundaði sér við kyrrsetustörf. Hann
fékk snemma áhuga á náttúmfræði
og var ekki. nema tíu ára þegar
faðir hans gaf honum ársáskrift að
National Geographic. Nokkm áður
hafði hann fengið forláta kassa-
myndavél að gjöf og var duglegur
við að taka myndir. Þá var hann
liðtækur teiknari og safnaði blóm-
um og grösum, sem hann þurrkaði.
Greindur og málgefinn
Málgefinn var hann, sérstaklega
við fullorðna. Föðurbróðir hans
Birgir Thorlacius segir Ömólf hafa
verið glaðan og góðan kút, óvenju
greint bam sem hafi verið gaman
að tala við. Og Ömólfur var fljótur
að svara fyrir sig. Sex ára gamall
kom hann á bæ þar sem bjuggu
gormæltir bræður. Annar þeirra
greip strák í bóndabeygju og spurði
hvað hann gæti nú gert. „Ég get
sagt R,“ svaraði Ömólfur að bragði.
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Alþingiskosningar 1967
Við hverjar kosn
ingar em kjós-
endur hvattir til að
mæta snemma á kjör-
stað. Sunnudaginn 11
júní hlýddi Ólafur K.
Magnússon þessu
kalli kjörstjómar —
og e.t.v. kalli frétta-
og ritstjóra. Sumar þeirra mynda
sem vom teknar þennan morgun
birtust samdægurs í sérstakri
síðdegisútgáfu Morgunblaðsins.
Alþingiskosningar þykja að jafnaði
nokkur viðburður, ekki síður á „ Við-
reisnarárunum“ heldur en nú. Kjör-
sókn verður líka að teljast hafa
verið mjög þokkaleg, 91,4%
í þessum kosningunum var deilt um
störf og stefnu stjómar
Bjama Benedikssonar.
Þegar gömlum Morgun-
blöðum frá dögunum fýr-
ir kosningarnar er flett
má oft lesa stuðlunina
„Vörður um viðreisn" í
ýmsum tilbrigðum —
stundum í bláum ramma
og ekki þarf lengi að leita eftir litlu
x-i framan við stórt D.
Það skal engum getum leitt að
því við hvaða bókstaf þeir kjósendur
sem Ólafur K. Magnússon myndaði
þennan morgun settu x-ið. En þess
verður að geta að kjósendur stóðu
„vörð um viðreisnina", kjörfylgi
stjómarflokkanna samanlagt
reyndist 53,2% á landsvísu.
Birgir Kjaran frammámaður í Sjálfstæðisflokknum með konu sinni,
Sveinbjörgu Helgu Sophusdóttur.
STARFIÐ
Þorbjörg Sveinsdóttir scetavísa
BÓKIN
ÁNÁTTBORÐINU
PLATAN
ÁFÓNINUM
sælgæti í hléinu, þvo upp og ganga
frá á kaffístofu starfsfólks. Þor-
björg er í skóla og segir þetta starf
kjörið til að vinna með skólanum,
hún geti jafnvel stundað heimanám-
ið á meðan á sýningu stendur.
Þorbjörg segir starfíð hafa orðið
til þess að hún fari mun sjaldnar í
bíó. Áður hafí hún farið á hvaða
mynd sem er en nú hafi hún lært
að greina á milli góðra og lélegra
mynda og fari ekki nema um góðar
myndir sé að ræða.
Þorbjörg Sveinsdóttir sætavísa
ÞETTA SÖGDU
ÞAU t>Á_
Flestir vilja finna
sætin sjálfir
Það er búið að slökkva í salnum
og kvikmyndin er byijuð. Þá
rýfiir geisli vasaljóss myrkrið,
sætavísan er að vísa þeim sem
koma of seint til sætis.
Þorbjörg Sveinsdóttir hefur verið
sætavísa í Laugarásbíói í eitt
og hálft ár. Hún segir það ekki al-
gengt að fólk leiti aðstoðar við að
rata í sæti sín, helst sé það fullorð-
ið fólk sem vilji láta fylgja sér og
svo auðvitað þeir sem koma of
’seint, en flestir vilji fínna sín sæti
sjálfír.
Sætavísumar afgreiða einnnig
Guömundur
Vlgfússon fyrr-
um borgarfulltrúi
og forystumaður í
Kommúnistaflokk
íslands og Sósíal-
istaflokknum og
Alþýðubandalag-
inu.
Æskulýðsfydkinguna
(Æskulýðsfylkingin, sam-
band ungfa sósíalista) kvað
hann eiga að vera fyrirmynd
annarra æskulýðsfélaga og hlut-
verk hennar væri einnig að
vinna gegn útbreiðslu áfengra
drykkja.
Guðmundur Vigfússon á mál-
fundi í Æskulýðsfylkingunni. 24
nóvember, 1948.
að er alltaf einhver bók á nátt-
borðinu. Nú er ég að lesa Bab-
bitt eftir Sinclair Lewis, sem er
mjög skemmtileg aflestrar. Þá les
ég eina og eina ástarsögu úr Great
American Love Stories inn á milli.
Ég hef áhuga á alls kyns bókum,
auk þess að glugga í skáldsögum-
ar, hef ég t.d. gaman af ævisögum.
Við hjónin vorum að kaupa nýja
plötu, Fahrenheit með hljóm-
sveitinni Toto, og erum að spila
hana þessa stundina. Hér á heimil-
inu er hlustað töluvert á tónlist en
það er frekar maðurinn minn sem
sér um þá hlið mála. Ætli Toto og
Sting séu ekki í mestu uppáhaldi.
A
Eg er hálfnuð með bókina Pas-
kval Duarte og hyski hans eft-
ir Camilo Jose Cela. Dálítið skrýtin
bók, en skemmtileg. Ég hef lesið
töluvert af spænskum bókmenntum
undanfarið, auk annarra. Nú eru
um tíu bækur á náttborðinu; fag-
bækur, ljóð og skáldsögur.
egar ég get á annað borð hlust-
að á tónlist, þá vel ég klassík.
Siðast var á fóninum fjórða sin-
fónía Beethovens. Allar sinfóníurn-
ar hans eru í uppáhaldi hjá mér,
að ekki sé nú minnst á Bach. Ég
er mikill aðdáandi hans, sérstaklega
orgelverkanna. Þau hlusta ég tölu-
vert á, auk þess sem ég leik verk
Bachs á orgel, sjálfum mér til
ánægju.
MYNDIN
ITÆKINU
Haraldur A.
Ingþórsson
vélvirki
Síðast horfði ég á Jumpin’ Jacl
Flash með Whoopi Goldberg.
Hún er með betri gamanmyndum
sem ég hef séð, skemmtileg en vit-
laus. Annars leigi ég ekki oft mynd-
ir, horfí aðallega á það sem ég tek
upp úr sjónvarpinu.
Sigrún
Krlstjáns-
dóttir,
kennari
Síðast horfði ég á Þjóð bjarnarins
mikla, sem er gerð eftir sögu
Jane M. Auel. Ekki fannst mér
myndin neitt sérstök, hún stendur
bókinni töluvert að baki. Ég horfí
afar lítið á myndbönd, þá helst til
hátíðabrigða og þegar ég á margra
daga frí og hef ekkert að gera.