Morgunblaðið - 19.03.1989, Page 39

Morgunblaðið - 19.03.1989, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNID SUNNUDAGUR 19. MARZ 1989 C 39 Páll Kolbeins yfirféhirðir hjá Eimskipafélagi íslands hafði tvo til reiðar. Á myndinni situr hann hryssuna Skellu, en Skjóni var hafður með. Eftir að hafa greitt atkvæði reið Páll af kjörstað til heimilis síns á Túngötu 31. Hestarnir voru settir þar út í garð. Þar munu hafa verið góðir beitarhagar. Pálmi Jónsson fyrrum skrifstofustjóri Systurnar í Landakoti mættu snemma hjá Kveldúlfi með konu sinni, Ágústu „til að kjósa rétt“. Júlíusdóttur. SÍMTALIÐ... ER VIÐ ERLING ÞORSTEINSSON, LÆKNIOG FORMANN SÓLSKRÍKJUSIÓÐS Smáfuglafellivetur 11516 - Halló? - Góðan dag. Hugi Ólafsson heiti ég á Morgunblaðinu. Er það Erlingur Þorsteinsson formaður Sólskríkjusjóðs? Jú jú. - Hefur þessi vetur ekki verið harður fyrir smáfuglana? - Það hefur nú verið þannig að við höfum varla séð snjó í mörg ár ef maður ber það saman við það sem maður sér núna. Menn hafa alls ekki verið við þessu bún- ir. Þess vegna var það nú að það fuglafóður sem til var hér gekk mjög fljótlega til þurrðar. Það var miklu meiri eftirspum en hægt var að anna. - Þannig að fólk hefur brugðist vel við? - Já. Ég þakka því fólki ákaf- lega vel fyrir hönd sjóðsins sem er að hugsa um fuglana. - En hvert er hlutverk sólsk- ríkjusjóðs? - Sólskríkjusjóðurinn var stofn- aður fyrir fjörutíu ámm síðan. Móðir mín, ekkja Þorsteins Erl- ingssonar skálds gaf Dýravernd- unarfélagi íslands dálitla ijárupp- hæð og óskaði eftir því að úr þessu yrði stofnaður sjóður í minningu föður míns. Hans hlutverk ætti að vera að kaupa kom og koma því út um landsbyggðina. Hug- myndin hefur verið framkvæmd þannig að það er sent til allra bamaskóla út um landið, sérstaklega á þeim svæðum þar sem snjóþyngsli era mest. Þrösturinn vill buffog spælegg - Hvað er best að gefa fuglunum? - Það sem mest hefur verið notað nú undanfarin ár er kurlaður maís, en stundum hefur það komið fyrir að hann hefur þrotið og þá höfum við gripið til þess til dæmis að gefa ómalað hveitikom. Þó að manni finnist fljótt á litið að það sé full stórt þá virðast þeir borða þetta alveg upp til agna. Auk þess má mjög gjarna gefa snjótittlingunum mulið brauð. Skógarþrösturinn étur líka brauð en þrösturinn snertir aldrei við korninu sem maður gefur snjótittlingunum. Hann vill fá mannamat, helst buff og spælegg. Hann borðar mikið flot og ýmis konar fitu og matarleifum sem er kastað út til hans. - Geta fuglarnir ekki bjargað sér án aðstoðar mannsins? - Þegar jörð er gjörsamlega hulin með þykku snjólagi eins og nú er - það er varla nokkurs staðar auður blettur á landinu - þá má hreinlega búast við felli. Þessir litlu fuglar geta ekki eins og sumir stærri fugl-V ar krafsað sig niður í jörð. Maður sér það þó að það sé bara venjulegt árferði, ekki eins og nú, að þá leita þeir ofan af heiðunum og niður í mannabyggðir. Bara þegar jörðin frýs eiga þeir erfitt með að fá nokk- urt viðurværi, svo það er flest vel þegið. - Geta snjótittlingamir ekki bara flogið til útlanda? - Þeir era taldir vera staðfuglar og það er þrösturinn líka. Eg þori ekki að segja um hvort þeir flækjast eitthvað á milli, því það eru marg- ir fuglar sem era minni en þeir, sem era far- fuglar. - Það var þá ekki fleira. Ég þakka fyrir spjallið. - Þakka þér fyrir. Vertu blessaður. - Blessaður. Kristján Guðlaugsson skrifaði ritstjórnargrein í skólablað Menntaskólans í Hamrahlíð, Bene- ventum, í nóvember 1968. Leiðara- höfundur Morgunblaðsins taldi skrif Kristjáns bera vitni „Sorglega ömurlegu hugarfari". Æskulýðurinn var órólegur og rót- tækur árið 1968. Kristján Guð- laugsson var róttækur — og hann var ritstjóri skólablaðsins. I 1. tbl. 3. árg. sem kom út í nóvembermán- uði þetta ár var allharkaleg árás á lögregluna og „smáborgara". Þar var m.a. hægt að lesa: „Lögreglan er tæki smáborgarans ... lögreglan er afsprengi hræðslunnar... hjálp- armeðal til að halda mannkyninu á braut haturs, kúgunar og stétta- skiptingar... Hugsjónamaðurinn hins vegar. . . berst fyrir öðram verðmætum en smáborgarinn, frelsi, sannleika... Hann þarf ekki lögreglu til að gæta auðæfa sinna... Hann hatar smáborgar- ann og fyrirlítur...“ Og leiðaran- um í Beneventum lauk með: „Eigi frelsi og friður að verða raunveraleg hugtök, verður kúgun, valdbeiting og allt, sem heitir lög að hverfa ásamt siðaþvingunum og fordóm- um.“ Óbeit og hryllingur Ekki einungis skólanemar lásu Beneventum, Morgunblaðsmenn gerðu það líka. Miðvikudaginn 27. nóvember var ritstjórnarspjallið í skólablaðinu gert að umtalsefni í fréttagrein á síðu 3 í Morgunblað- inu: „ ... birtist vafalaust eitthvað af þeim hugsunarhætti, sem hefur "i i.-* ' HVAR ERU ÞAU NÚ? RÓTTÆKIRITSTJÓRINN KRISTJÁN GUÐLAUGSSON Skjóta þresti með fallbyssu verið að grafa um sig í þessum skóla ... Hér á eftir er ritstjórnar- greinin birt í heild og getur þá hver dæmt hana fyrir sig.“ — Einhver hinna þriggja ritstjóra Morgun- blaðins dæmdi svo greinina í leiðara Morgunblaðsins daginn eftir: „Sorglega ömurlegt hugarfar .. . Hvað er að gerast í huga þessa unga manns, sem slíkum kenning- um heldur fram? .. . allur almenn- ingur lítur á með óbeit og hryll- ingi... Hér er vissulega uggvæn- leg hætta á ferðum. Ekki verður annað séð en að nokkur hópur fólks stefni að því að koma á hreinu stjórnleysi í landinu." Kristján Guðlaugsson lá í rekkju sinni morguninn 28. nóv. og hlust- aði með öðra eyranu á lestur úr leiðuram dagblaðanna. Allt í einu áttaði hann sig á því um hvern væri verið að tala. Róttæklingurinn ungi hresstist allur við og dreif sig í skólann. Ritnefndarmenn þóttust hafa fengið rós í hnappagatið. ....' .....■■i.i, ii Útgefiandi Framkvœmdast j óri Ritstjórar Ritstj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðslfi Auglýsingar Askriftargjaid kr. 130.00 - 1 lausasölu Morgunblaðið/Emilía Morgunblaðiö fylgist með Kristjáni Guðlaugssyni. Kristilegur anarkisti En fyrir ritstjórann var rósin ekki án þyrna; sómakærir foreldrar Hf. Arvakur, Reykjavflc. Haraldur Sveinsson. Sigurður Björnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. AmrGarðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Simi 10-100. Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.0 ÖMURLEGT HUGARFAR Kaö er sorglega ömurlegtl hugarfar, sem getur aöj lita í grein, sem birtist hér blaðinu i gær upp úr skóla l blaði Menntaskólans í Hamr; 1 hlíð. Niðurstaða hennar el sú, að frumskilyrði þes:J að friður og frelsi verðl „raunveruleg hugtök“ þurf „allt, sem heitir lög að hverf.j ásmt siðaþvingunum og forj dómum“. f samraemi við þessil kenningu ræðst svo greinarl höfundur heiftarlega ó þál sem lögunum eiga að framf fylgja, löggæzluna í landinul Hvað er að gerast í hugíj unga manns, sem slíku kenningum heldur fram? Hann lítur á þá, sem hald.J [upp löggæzlu í landinu sen |óvini skólaæskunnar og hin íslenzka þjóðfélags. kröfðust að þessu voðamenni yrði vikið úr skóla. Ingvar Brynjólfsson menntaskólakennari hélt uppi vöm- um og líkti róttækum nemendum við „kristilega anarkista“. Að lokum varð að ráði að Kristján læsi til stúdentsprófs utan skóla í MR. Eftir stúdentpróf fór Kristján á flakk um Evrópu og hafnaði að lok- um í Svíþjóð. Þar var hann virkur í félagslífi og pólitísku starfi vinstri manna, „sló taktinn á bassatrommu í lúðrahljómsveit komúnistasam- taka í Gautaborg". Á áranum 1972-77 var Kristján á íslandi, kenndi m.a. í Þinghólsskóla í Kópa- vogi og Gagnfræðaskóla Garðabæj- ar. Árið 1977 fór Kristján aftur til Svíþjóðar og lauk prófi í sagnfræði og kínversku 1980. Árið 1982 var hann við nám í Kína en fluttist síðan til Noregs og settist enn á skóla- bekk í norska blaðamannaháskólan- um. Þaðan lauk hann prófi 1986, að því loknu starfaði hann eitt ár við grenndarútvarp Aftenposten“. Nú er Kristján Guðlaugsson frétta- stjóri við Rogalands avis í Stav- angri. Blaðið er í eigu Verkamanna- flokksins norska. Kristján sagði í samtali við Morg- unblaðsmann að hann væri enn vinstri maður en menn mótuðust og þroskuðust. Þegar hann skrifaði ritstjórnargreinina frægu hefði hann ekki gert sér nána grein fyrir því hvað afleiðingar hún gæti haft. Honum fyndist ennþá að líkja mætti leiðara Morgunblaðsins 28. nóvem- ber 1968 við „að skjóta þresti með fallbyssu“. 11 ■■ nuiiinm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.