Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐH) IÞROT71R FMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
FRJÁLSÍÞRÓTTIR / MEISTARAMÓT ÍSLANDS INNANHÚSS
Jón Arnar Magnússon
lékk flmm gullverðlaun
Jón Amar Magnússon
JÓN Arnar Magnússon, frjáls-
íþróttamaður úr HSK, náði
mjög góðum árangri í flokki
15-22 ára á meistaramóti ís-
lands ífrjálsum fþróttum inn-
anhúss, sem fram fór um helg
ina í Reykjavík og á Laugar-
vatni. Jón vann til fimm gull-
verðlauna og hafði mikla yfir-
burði f flokki 19-22 ára.
Jón sigraði í 50 metra hlaupi og
jafnaði íslandsmetið, 5,7 sek.
Hann sigraði einnig í 50 m grinda-
hlaupi (7,0 sek), langstökki (14,42
m) og stangarstökki (3,70 m). Jón
keppti í fimm greinum og sigraði í
þeim öllum.
Bjöm Traustason, FH, náði einn-
ig mjög góðum árangri í flokki
drengja 16-17 ára. Bjöm keppti í
sex greinum og sigraði í fimm.
Hann sigraði í 50 m hláupi (6,2
sek), langstökki (6,32 m), lang-
stökki án atrennu (3,08 m), há-
stökki án atrennu (1,50 m) og
þrístökki án atrennu (8,91 m). Þá
lenti Bjöm í 2. sæti í þrístökki.
...kjörin leið til sparnaðar
er Kjörbók Landsbankans
Betri, einfaldari og öruggari leið til ávöxtunar sparifjár er vand-
fundin. Háir grunnvextir og verðtryggingarákvæði tryggja góða
ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 1 6 og 24
mánuði. Samt er innstæða
Kjörbókar alltaf laus.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
GETRAUNIR
Níu
milljónir í
pottinum?
Engin röð kom fram með 12
réttum leikjum í síðustu viku.
Þá var potturinn þrefaldur og bæt-
ast 4.468.483 krónur við fyrsta
vinning á laugardag. Því stefnir
allt í stærsta vinningspott í sögu
Islenskra getrauna, en gert er ráð
fyrir að fyrsti vinningur verði um
níu milljónir.
Sveinn Jónsson, formaður KR,
vann Eyjólf Bergþórsson, vara-
formann knattspymudeildar Fram,
5:4 í getraunaleik Morgunblaðsins
og heldur því áfram. Jón Magnús-
son, verkstjóri á Laugardalsvelli og
virkur Þróttari á ámm áður, tekur
sæti Eyjólfs.
SVEINN
Sveinn Jónsson heldur áfram
fjórðu vikuna í röð. „Það er
eitt að sigra í svona leik og annað
að fá vinning í Getraunum. Til að
fá vinning þarf að skoða leikina
nánar, en við fyrstu sýn fínnst mér
röðin hjá mér líta vel út, þó ég vildi
að sjálfsögðu heiltryggja suma leiki
og hálftryggja aðra. Einkum og sér
í lagi þegar eins margir leiðinlegir
leikir em á seðlinum og raun bér
vitni," sagði Sveinn.
1
X
2
1
1
1
X
1
1
1
1
X
Leikir25. mars
Aston Villa - West Ham
Charlton - Coventry
Derby - Nott. For.
Everton - Millwall
Man. Utd. - Luton
Sheff. Wed. - QPR
Southampton - Arsenal
Wimbledon - Middlesbro
Chelsea - Boumemouth
Stoke - Bamsley
Sunderland - Ipswich
Swindon - WBA
JÓN
Jón Magnússon fylgist grannt
með ensku knattspymunni.
„Tommy Taylor, miðheiji Man-
chester United, var fyrirmynd allra
ungra drengja þegar ég var strákur
og eftir að hafa séð hann flatan í
loftinu og skalla í mynd í Tjarn-
arbíói var ekki aftur snúið — Man-
chester United var toppurinn og
hefur verið það síðan, þó titlarnir
hafi látið á sér standa, en það kem-
ur ár eftir þetta," sagði Jón.
1
2
2
i
1
2
2
X
1
X
X
2