Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 1
128 SIÐUR B/C/D 69. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðræður PLO og Bandaríkjamanna Rættum leiðir til að draga úr spennu Túnis. Reuter. FULLTRÚAR stjórnar George Bush, Bandaríkjaforseta, áttu í gær fund með fulltrúum Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) í Karþagó í Tún- is í gær, hinn fyrsta frá því Bush tók við embætti. Lögðu Bandaríkjamenn fram tillögur um leiðir til að draga úr spennu á hemumdum svæðum ísraela, en fúlltrúar viðræðuaðila vildu ekki greina frá í hveiju þær hefðu verið fólgnar. Á fundinum óskuðu fulltrúar PLO eftir því að Bandaríkjastjóm viðurkenndi samtökin, lýsti stuðn- ingi við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og tæki undir hugmyndina um alþjóðlega ráð- stefnu er semdi um frið í Miðaust- urlöndum. Robert Pelletreau, sendiherra, sem fór fyrir bandarísku viðræðu- nefndinni, ítrekaði þá afstöðu Bandaríkjastjómar að beinar við- ræður ísraela og Palestínumanna væm bezta leiðin til að stuðla að friði. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Ráðstefiia Sameinuðu þjóðanna: Abed Rabbo, einn af helztu leið- togum Frelsissamtaka Palestínu, fór fyrir viðræðunefnd PLO á fundinum í Karþagó. Hann sagði að samtökin myndu ekki víkja frá kröfunni um alþjóðlega friðarráð- stefnu en að gagnkvæmar viðræð-, ur PLO og ísraela gætu orðið hluti af undirbúningi hennar. Búist er við að nýr fundur full- trúa PLO og Bandaríkjastjómar fari fram á næstu vikum. Samkomulag um við- skipti með eiturúrgang Basel. Reuter. JBLb FULLTRÚAR frá 116 ríkjum, er undanfarið hálft annað ár hafa setið ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna um út- Magnús Guðmundssyni á blaðamannafundi í Danmörku: Viðbrögð Greenpeace hafa auðveldað sölu myndarinnar DANSKA ríkissjónvarpsstöðin TV2 hélt blaðamannafúnd f Óðinsvé- um í gær þar sem rætt var um mynd Magnúsar Guðmundssonar Lífsbjörg f norðurhöfum og var höfundur myndarinnar viðstadd- ur. „Ef ég hefði séð fyrir öll lætin sem urðu vegna myndarinnar þá hefði ég þjarmað enn betur að grænfriðungum og látið þá standa fyrir máli sfnu varðandi falsanimar," sagði Magnús meðal annars og bætti við að Greenpeace hefði auglýst myndina meir en hann hefði nokkum tfma haft ráð á. Magnús sagði einnig að grænfriðungar hefðu reynt að stöðva hann f gerð myndarinnar áður en henni var lokið. Magnús sagði að Greenpeace hefði gert sér mun auðveldara að selja myndina en ella. Aðspurður sagðist hann ekki gera ráð fyrir að tii málsóknar kæmi af hálfu samtakanna; ráðamenn Greenpe- ace gætu ekki verið svo vitlausir að efna til málshöfðunar sem væri fyrirfram töpuð. Dönsku blöðin sögðu í gær frá blaðamannafundi grænfriðunga sem haldinn var í fyrradag áður en Lífsbjörg í norðurhöfum var sýnd í TV2. Er haft eftir Martin Leebum, einum af forsvarsmönn- um grænfriðunga, að samtökin íhugi yfir páskana hversu marga eigi að Iögsækja vegna myndarinn- ar. Leebum segir myndina fulla af lygum og ærumeiðingum um Greenpeace. Politiken segir að Reebum hafi verið spurður hvers vegna Greenpeace brygðist svo hart við myndinni og þá hafi hann svarað: „Maður getur látið sér fátt um finnast eða tekið afstöðu og það höfum við gert. Við megum ekki við ásökunum af þessu tagi og dómstóll verður að hreinsa sam- tökin af þeim.“ Sjá ennfremur yfirlýsingu grænfriðunga vegna Lífsbjargar í norðurhöfum á bls. 24-25. flutning á eiturefiiaúrgangi, náðu í gær einróma samkomu- lagi um reglur varðandi slík viðskipti. Bannað verður að flytja út úrgang sem valdið get- ur krabbameini, fósturskaða og fleiri meinum til landa sem ekki eru fær um að koma honum tryggilega fyrir. 34 ríki undir- rituðu samninginn strax en aðr- ir fúlltrúar munu fyrst bera hann undir stjórnvöld í löndum sínum. Milljónir tonna af eiturefnaúr- gangi eru sendar frá vestrænum ríkjum til þróunarríkja eða Aust- antjaldslanda á hveiju ári. Helsta markmið viðræðnanna, -sem fóru fram í Sviss, var að stöðva eiturút- flutning frá vestrænum iðnríkjum til þriðjaheimsríkja, „rusl-heims- valdastefnuna," eins og sum Afríkuríki hafa nefnt þetta fram- ferði. Afríkuríkin ákváðu í samein- ingu að bíða með að undirrita samninginn þar til fjallað hefði verið um hann á vettvangi sam- taka Afríkuríkja (OAU). Mostafa Tolba, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÞ, sagðist mjög ánægður með árangur viðræðn- anna þar sem hann hefði fyrir fram talið afar erfítt að samræma sjónarmiðin. Ýmis ákvæði voru hert aðfaranótt miðvikudags og náðist um það fullt samkomulag. „Samningurinn stöðvar ekki við- skipti með eiturefnaúrgang. En hann gefur skýrt til kynna að þjóð- ir heims eru staðráðnar í að út- rýma þeirri hættu sem umhverfí okkar og heilsu fólks stafar af eiturefnunum," sagði Tolba. Fulltrúar ýmissa umhverfis- vemdarsinna eru ekki jafn ánægð- ir og Tolba. Segja þeir að margar smugur séu á samningnum og hann hafí verið samþykktur í snatri með göllunum aðeins til að staðið yrði við tímaáætlun. „Ein- hvem tíma verður bam í þriðja heiminum veikt og þá munum við útskýra fyrir því að við höfum ekki gefíð okkur tíma til að gaum- gæfa allar hliðar málsins,“ sagði Allen Hershkowitz, bandarískur umhverfísvemdarsinni. Umhverf- ismálaráðherra Kenýu taldi hins vegar að samningurinn væri við- unandi; nú hefðu menn. eitthvað til að byggja á. Fulltrúi frá Seneg- al tók í sama streng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.