Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 27
nMORGUNBLAÐIÐt-FIMMTUÐAGUK.23. MARZ,1989
27
V etrarvertí ðin:
Afli víðast hvar
meiri en í fyrra
ÞRATT fyrir ótíðina í vetur er
afli báta á svæðinu frá Stykkis-
hólmi tíl Hafiiar í Homafirði
víðast hvar meiri frá áramótum
en á sama tíma í fyrra. Netabát-
ar frá Grindavík hafa fengið
stóran þorsk, 5 til 10 kílóa þung-
an, að undanförnu og bátar frá
Akranesi hafa veitt þriggja til
fjögurra kílóa þorsk uppi í land-
steinum. Bátar frá Höfn í
Horaafirði hafa hins vegar
fengið mun minni afla frá ára-
mótum en á sama tíma í fyrra
og minni afla var landað f Sand-
gerði í janúar og desember
síðastliðnum en á sama tíma f
fyrra. Afli báta frá Stykkis-
hólmi og Vestmannaeyjum er
svipaður og f fyrra.
Stykkishólmur
Bátar frá Stykkishólmi byrjuðu
á netum fyrir hálfum mánuði og
þeir hafa fengið svipaðan afla og
á sama tíma í fyrra, að sögn Sól-
rúnar Júlíusdóttir í Stykkishólmi.
Hún sagði að í síðustu viku hefði
aflahæsti netabáturinn, Þórsnes II,
fengið um 63 tonn í 6 róðrum.
„Meðalvigtin á fiskinum er um 6
kfló núna og hann er svipaður að
stærð og í fyrra. Stærsti fískurinn
í aflanum er 7 til 8 kfló en venjuleg-
ur vertíðarfiskur er 5 til 6 kfló,“
sagði Sólrún Júlíusdóttir.
Grundarfjörður
Aflahæsti línubáturinn frá
Grundarfirði, Haukaberg, landaði
192,4 tonnum eftir 29 sjóferðir í-
janúar og febrúar síðastliðnum en
103,5 tonnum eftir 25 sjóferðir á
sama tíma í fyrra. Aflahæsti neta-
báturinn, Farsæll, landaði hins
vegar 145,8 tonnum eftir 36 sjó-
ferðir i janúar og febrúar síðast-
liðnum en 98,3 tonnum eftir 36
sjóferðir á sama tíma í fyrra, að
sögn Elísar Guðjónssonar hafnar-
varðar á Grundarfírði.
„Fiskiríið hefur verið lélegt eftir
áramótin en þó skárra en í fyrra,
enda var þá alger ördeyða," sagði
Elís. „í mars hefur verið smávottur
og netabátamir voru með um 60
tonn hver í síðustu viku. í alian
vetur er búin að vera ótíð og það
hafa verið stærri og harðari veður
en maður hefur átt að venjast,"
sagði Elís Guðjónsson.
Ólafsvík
í Ólafsvík var 12. mars síðastlið-
inn búið að landa 4.600 tonnum
frá áramótum en 3.862 tonnum á
sama tíma í fyrra, að sögn Jóhann-
esar Ragnarssonar á hafnarvog-
inni í Ólafsvík. „Vertíðin í fyrra
var mjög léleg og það er varla
hægt að segja að það hafí verið
reytingsfískirí eftir áramótin í vet-
ur. Hér eru búnir að vera nær
samfelldir umhleypingar, rok og
læti frá desemberbyijun," sagði
Jóhannes Ragnarsson.
Rif
Aflahæstu bátar frá Rifí og
Hellissandi höfðu um síðustu helgi
fengið meiri afla frá áramótum en
á sama tíma í fyrra, að sögn Leifs
Jónssonar á hafnarvoginni á Rifi.
Aflahæsti báturinn, Rifsnes, hafði
um síðustu helgi fengið 530 tonn
frá áramótum en 440 tonn á sama
tíma í fyrra og næst aflahæsti
báturinn, Ijaldur, tæp 500 tonn
en 370 tonn í fyrra. „Það kom
ioðna fyrir rúmri viku, þorskurinn
hefur verið í henni og fiskiríið var
ágætt í síðustu viku,“ sagði Leif-
ur. „Ég hef búið á Snæfellsnesi í
30 ár en man þó ekki eftir að hér
hafi komið eins langvarandi ótíð
og í vetur. Tíðarfarið hefur verið
fyrir neðan allar hellur," sagði
Leifur Jónsson.
Akranes
Á Akranesi höfðu 19. mars
síðastliðinn um 30 litlir bátar land-
að 1.130 tonnum frá áramótum.
Þetta er meiri afli hjá þeim en á
sama tíma í fyrra, að sögn Ársæls
Valdimarssonar á hafnarvoginni á
Akranesi. Hann sagði að bátamir
hefðu fengið helminginn af þessum
afla síðasta hálfa mánuðinn. „Það
er fískur hér uppi í landsteinum,
mest þriggja til fjögurra kílóa
þorskur," sagði Ársæll Valdimars-
son.
Keflavík
í Keflavík lönduðu bátar 2.773
tonnum í janúar og febrúar síðast-
liðnum en 2.552 tonnum á sama
tíma í fyrra, að sögn Þórhalls
Helgasonar á hafnarvoginni í
Keflavík. Hann sagði að netabátur-
inn Stafnnes væri aflahæstur frá
áramótum og hann hefði verið
kominn með 541 tonn á laugardag-
Breyting á lögum um
Seðlabanka samþykkt
NEÐRI deild samþykkti í gær frumvarp til breytinga á lögum
um Seðlabanka íslands og frumvarpið þvi orðið að lögum.
Páll Pétursson, formaður Qár-
hags- og viðskiptanefndar neðri
deildar, mælti fyrir áliti meirihluta
nefndarinnar. Lagði meirihlutinn
til að frumvarpið yrði samþykkt
eins og það hefði komið frá efri
deild og skrifuðu auk Páls, þau
Ámi Gunnarsson (A/Ne), Guð-
mundur G. Þórarinsson (F/Rvk),
Ragnar Amalds (Abl/Nv) og
Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk)
(með fyrirvara) undir frumvarpið.
Matthías Bjamason (S/Vf)
mælti fyrir áliti minnihluta nefnd-
arinnar, sem hann myndaði ásamt
Hreggviði Jónssyni (B/Rn). í
nefndaráliti þeirra segir að þær
breytingar sem efri deiid gerði á
„tæknilegum" atriðum í Seðla-
bankalögunum ættu að vera til
bóta en hins vegar væm þeir
andvígir þeim ákvæðum sem sett
hefðu verið inn í frumvarpið um
bindiskyldu og takmörkun á
vaxtahámarki. Að undanskildum
þessum síðastnefndu breytingum
teldu þeir að frumvarpið fæli í
reynd ekki í sér mikilvægar breyt-
ingar á Seðlabankalögunum.
Kristín Einarsdóttir sagðist
geta fallist á að sumar greinar
frumvarpsins væm til bóta en
hafði ekki mikla trú á að þessar
breytingar á lögunum yrðu að
nokkm gagni. Hún hefði valið að
standa með þessu frumvarpi þó
hún teldi það ekki skipta máli
hvort það yrði samþykkt eða ekki.
Spurði hún viðskiptaráðherra
hvað átt væri við með því orða-
lagi frumvarpsins að vextir ættu
að vera „hóflegir".
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði að þurft hefði að
skerpa á nokkmm ákvæðum lag-
anna án þess að breyta heildarfyr-
irkomulagi vaxtamála. Varðandi
spumingu Kristínar sagði ráð-
herra að Seðlabankinn ætti að
leggja huglægt mat á það hvað
væm hóflegir vextir.
Lánsfjárlög samþykkt
LánsQárlög fyrir áríð 1989 voru samþykkt á Alþingi í gær.
Umræða um frumvarpið stóð lengi fram eftir í neðri deild á
þriðjudag og voru þar gerðar breytingar á frumvarpinu af stjórn-
arliðum. Stjórnarandstæðingar fluttu Qölda breytingartillagna á
þriðjudag en þær voru allar felldar. Þar sem neðri deild hafði
gert breytingar á frumvarpinu þurfti það að fara til einnar
umræðu í efri deild í gærmorgun.
Nokkrar umræður urðu í efri óvíst að 100 m.kr. myndu duga.
deild um þá breytingu sem neðri
deild gerði á fmmvarpinu að
heimila allt að 100 m.kr. erlenda
lántöku vegna „skuldbreytinga
sveitarfélaga og fyrirtækja
þeirra". Jóhann Einvarðsson
(F/Rn) sagðist ekki vera viss um
að þetta væri rétta leiðin til að
hjálpa sveitarfélögunum og taldi
Halldór Blöndal (S/Ne) sagði að
i öllum landshlutum ættu sveitar-
félög í erfíðleikum þar sem þau
hefðu tekið á sig þungar byrðar
til að halda uppi atvinnu. Karl
Steinar Guðnason (A/Rn) sagðist
hafa miklar áhyggjur af þessari
stefnu sem verið væri að taka upp
og spurði hvort tilefnið væri að á
næsta ári væra kosningar til bæj-
arstjóma. Ætti að nota þetta láns-
fé til framkvæmda sem hægt
væri að flagga í kosningum? Jú-
líus Sólnes (B/Rn) sagði þessa
tillögu vera gjörsamlega fráleita
og gæfí heimild til mikilla fram-
kvæmda fyrir kosningar.
Framvarpið var loks samþykkt
með átta atkvæðum gegn tveim-
ur. Fjórir þingmenn sátu hjá og
sjö vora íjarstaddir. Samkvæmt
frumvarpinu er fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að
taka lán á þessu ári fyrir allt að
5.135 milljarða í eriendri mynt
og fyrir 5,3 milljarða innaniands.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Höfrungur II GK er afiahæstur Grindavíkurbáta og 15. mars slðast-
liðinn var hann búinn að fá 553 tonn frá áramótum.
inn. „Enda þótt veðrið hafí skánað
er rólegt yfír þessu og frekar léleg
veiði á gmnnslóð. Það er þokka-
legt hjá línubátunum en frekar
dapurt í netin," sagði Þórhallur
Helgason.
Sandgerði
í Sandgerði lönduðu bátar 3.262
tonnum eftir 673 sjóferðir í janúar
og febrúar síðastliðnum en 3.485
tonnum eftir 778 sjóferðir á sama
tíma í fyrra, að sögn Sigurðar
Bjamasonar hafnarstjóra í Sand-
gerði. „Veðrið hefur gert okkur
mikinn óleik í vetur og smærri
bátamir hafa lítið getað róið. Það
hefur hins vegar verið nokkuð
sæmilegt fískirí þegar á sjó hefur
gefíð oggott á línuna. Veðrið skán-
aði í byijun mars og það hefur
verið þokkalegasta fískirí í þessum
mánuði," sagði Sigurður Bjama-
son.
Grindavík
Fjórir aflahæstu bátamir frá
Grindavík vom 15. mars síðastlið-
inn komnir með samtals 2.057 tonn
frá áramótum en á sama tíma í
fyrra vom þeir búnir að fá sam-
tals 1.529 tonn. Aflahæstur 15.
mars síðastliðinn var Höfmngur
II með 553 tonn en Skarfur var
aflahæstur 15. mars í fyrra með
413 tonn, að sögn Sverris Vilbergs-
sonar á hafnarvoginni í Grindavík.
„Netabátamir hafa fengið stóran
þorsk, 5 til 10 kílóa þungan, að
undanfömu og þetta em miklu
betri aflabrögð en í fyrra. Þetta
skánaði um miðjan febrúar þegar
tíðin lagaðist," sagði Sverrir Vil-
bergsson.
Þorlákshöfli
Fimm aflahæstu bátamir frá
Þorlákshöfn vom 12. mars síðast-
liðinn búnir að veiða samtals 2.487
tonn frá áramótum en 1.666 tonn
á sama tíma í fyrra. Jóhann Gísla-
son var aflahæstur 12. mars síðast-
liðinn með 749,087 tonn en 12.
mars í fyrra var hann kominn með
501,490 tonn, að sögn Sævars Sig-
ursteinssonar á hafnarvigtinni í
Þorlákshöfn. „Tíðin var ægileg hér
í vetur frá desemberbyijun og fram
í miðjan febrúar. Það var alltaf
vitlaust veður á þessu tímabili,"
sagði Sævar. Hann sagði að í afla
stóm bátanna væri ívið meiri ufsi
en í fyrra en litlu bátamir veiddu
nær eingöngu þorsk upp við landið.
Vestmannaeyjar
„Ég held að stóru bátamir séu
búnir að fá svipaðan afla og á
sama tíma í fyrra,“ sagði Torfí
Haraldsson í vigtarhúsi Vinnslu-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Hann sagði að netabáturinn Krist-
björg hefði um síðustu helgi veitt
605 tonn frá áramótum. „í janúar
og febrúar í vetur var snarvitlaust
veður en það hafa ekki verið mikl-
ar frátafír vegna veðurs í mars. í
netin er búið að vera ágætlega
skarpt að undanfömu og Krist-
björg var með 130 tonn í síðustu
viku,“ sagði Torfí Haraldsson.
Höfin í Hornafirði
Hjá Kaupfélagi Austur-Skaft-
fellinga á Höfn í Homafirði var
landað 3.087 tonnum frá áramót-
um til 18. mars síðastliðins en
4.349 tonnum á sama tíma í fyrra,
að sögn Eiríks Marteinssonar á
löndunarvoginni hjá KASK. „Hér
var fádæma gæftaleysi í vetur frá
desemberbyijun og fram í mars
en tíðin er þolanleg núna. Fiskiríið
er þó frekar tregt og það hefur
verið lélegt hjá handfærabátunum.
Fiskurinn hefur ekki tekið færi
vegna loðnunnar héma,“ sagði
Eiríkur Marteinsson.
Holiday-Inn:
Gjaldþrot tak-
ist sala ekki
fyrir helgina
Greiðslustöðvunartímabil
félagsins, sem rekið hefur
Holiday- Inn hótelið við Sigt-
ún, rennur út á laugardag.
Hafi þá ekki tekist að selja
hótelið mun verða beðið um
gjaldþrotaskipti, strax á
þriðjudag, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Danskir og breskir menn em
nú staddir hérlendis til að kanna
kaup á hótelinu. Tilboð frá þeim
hefur ekki borist enn. Bakslag
er komið í viðræður við islenskan
aðila um kaup á hótelinu.
Tilraunir stjómenda hlutafé-
lagsins til að fá hækkað um það
bil 350 milljón króna tilboð
bresku hótelkeðjunnar Tmstho-
use-Forte hafa ekki borið árang-
ur, samkvæmt heimiidum Morg-
unblaðsins. Fáist ekki hagstæð-
ara tilboð verður skiptarétti falið
að taka endanlega afstöðu til
tilboðsins.
Félag íslenskra
kjötiðnaðarmanna:
Vinnubrögð
fordæmd
FÉLAG íslenskra kjötiðnaðar-
manna álítur að Neytenda-
samtökin hafi unnið illa að
sýnatöku á kjötfarsi og nauta-
hakki, þegar samtökin könn-
uðu gerlafjölda í þessum vöru-
tegundum. Þetta kemur firam
í fréttatílkynningu frá félag-
inu.
„Til þess að hægt sé að fínna
orsök á mengunarvaldi í fyrr-
nefndum tegundum sem og öll-
um kjötvömm verður að taka
sýni á allri meðferð hráefnis frá
sláturhúsi til neytendaumbúða,“
segir í tilkynningunni.þ
Þar segir ennfremur að ekki
verði komið auga á annan til-
gang með sýnatökunni en þann,
að gera þær stéttir sem vinna
við matvæli tortryggilegar. Sagt
er að Neytendasamtökin séu á
rangri braut og „þau geri sér
ekki grein fyrir tilgangi rann-
sókna í matvælaiðn." segir í
fréttatilkynningunni.